Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 15
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 15 Jólin, jólin, alls staðar Þá er það byrjað, eina ferðina enn, þessi maka- lausi jólaundirbúningur, þegar eiginkonurnar fá tuskuasmann og fara að þvo allt hátt og lágt. Síðan er það jólabaksturinn, með tilheyrandi misheppnuðum smákökum, sem við hinir á heimilinu fáum að narta í, vegna þess að það þykir ekki boðlegt öðru fólki. Verslanir keppast við að bjóðaódýrarbökunarvörur, svo við liggur að maður fái þetta bara ókeypis. Bærinn tekur miklum breytingum, það eru komnar jólaseriur sums staðar í byrjun des- ember, þvíekki ætlarfólkað missa af neinu, að maður tali ekki um aðventuljós og kransa. Þú ert stöðugt minntur á að jólin séu að nálgast. Það er gert í formi alls konar auglýsinga, til dæmis er verið að hita þig upp strax með því að ef þú ætlar að senda vinum og vandamönnum einhvern glaöning til útlanda, þá sé best að gera það sem allra, allra fyrst. Kannski það Sólbaðsstofan PERLA Hafnargötu 32 Keflavík - Sími 2390 Sólbaðsstofan Þórustíg 1 - Njarðvík Sími 1243 Opið á báðum stöðum sem hér segir: mánud.-föstud. kl. 7-23 laugardaga og sunnudaga kl. 9-21 Munið Slendertone- tækið, það gefur árangur. VERIÐ VELKOMIN. heppnu afhentir vinningar, og munu myndir af þeim at- burði birtast i næsta blaði. epj. Endurskinshapp- drætti í Sandgerði Slysavarnadeild Sigur- vonar í Sandgerði hefursett af stað nokkuð athyglisvert happdrætti, varðandi end- urskinsmerkjanotkun í Grunnskóla Sandgerðis, og er að sögn Harðar Kristins- sonar dreift í svipuðu formi og bílbeltahappdrætti Um- ferðarráðs sl. sumar. Fóru sveitarmenn í skól- ann og afhentu öllum end- urskinsmerki og síðan var nú, mánuði síðar, óvænt könnun á hverjir væru með merki, og fengu þeir sem það voru happdrættismiða, sem síðan voru dregnir 3 vinningar úr. Reyndust 98% af krökkunum vera með endurskinsmerki við þessa óvæntu könnun, sem má telja undraverðan árangur. [ gærmorgun var hinum hefði verið best strax eftir jólin þar á undan? Verslanir fara að verða opnar lengur í von um að einhver komi nú að kaupa, þær auglýsa og auglýsa, fólk fer auðvitað af stað eins og allir hinir. Þarna er kannski kominn mergurinn málsins, það gera allir eins og nágrann- inn, ef hann setur upp jóla- tré, þá set ég auðvitað upp mitt, ég get ekki látið sjá mig jólatréslausan. Ef hann ætlar að gefa syni sínurn mótorhjól, þá gef ég mínum bara bíl. Þegar maður var lítill stóð maður í þeirri trú að jólín væru haldin vegna þess að Kristur fæddist á jólunum, en gerir þú það i dag, dansar þú ekki í kring- um gullkálfinn einsog hinir. Þú reynir að minnsta kosti að fylgja eftir. Ég er ekki að segja með þessu að jólaundirbúning- urinn sé óþarfur, en hann er löngu genginn út í öfgar, sjáðu bara allar jólabæk- urnarsem gefnareru útfyrir jólin, allar þessar ævisögur og skáldsögur, Ijóðabækur, það situr einhver með sárt ennið um þessi jól, eftir mis- SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR Framh. af 6. síðu Hvernig er starfi þínu háttaö? ,,Það er mjög fjölbreytt, myndatökur af hinu marg- víslega, inni jafnt sem úti. Ég vinn svo til allt sjálf, ef undanerskilinsmáhjálpfrá systur minni hér á stofunni. Ef ég á að nefna eitthvað sérstakt, þá fara eftirtökur á gömlum myndum vaxandi. Fólk á oft í fórum sínum gamlarfilmur og myndir, en hafi það filmuna þá er mjög auðvelt að eiga við þetta og skemmtilegt þegar gamlar myndir rifja upp góða tíma. Ekki alls fyrir löngu kom kona nokkur með gamlar filmur, og á einni þeirra leyndist mynd af mér3jaára Steinar Geirdal í launalaust frí Á fundi hjá bæjarráði Keflavíkur 17. nóv. sl. var tekið fyrir erindi frá Stein- ari Geirdal, byggingafull- trúa, þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá störfumí6-12mánuði. Bæj- arráð samþykkti að verða við erindinu, að þvítilskyldu að annar maður fáist í starf- ið á meðan. A fundi bygginganefndar 23. nóv. sl. óskaði Árni Ragnar Árnason, formaður nefndarinnar eftir að bókað yrði: ,,Mér þykir mjög mið- ur að Steinar Geirdal sér ástæðu til þess að leggja fram þessa ósk, en þó eink- um ef hún leiðir til, að hann hætti störfum sem bygg- ingafulltrúi". Undir þessa bókun tóku viðstaddir fundarmenn. epj. og systur minni 1 árs með pabba, en svo vildi til að slík mynd var ekki til í fjöl- skyldunni frá þessum tíma. Ég fékk svo leyfi konunnar sem átti filmuna, til að taka eftir fyrir okkur, en hún hafði búið nálægt okkur i einhvern tíma og var kunn- ingi foreldra minna í þá daga. Kom þetta mér mjög skemmtilega á óvart," sagði Sólveig Þórðardóttir. pket. lukkaða útgáfu. Svo eru plöturnar að fara í sama farveg. Eina konu þekkti ég sem bakaði í október, vegna þess að hún hélt að hún hefði engan tíma í desember. Það er ekki ráð nema í tima sé tekið. Nú skaltu eyða öllu því, sem áður varstu að spara. Jólin komin ógöng í, það alltaf versnar bara. P.S. HlustaðirþúáRás2? Þokkalegt kanaútvarp með islensku tali, ekki satt? SPARIÐ Sel af lager: hinar vinsælu málningarvörur frá Slippfélaginu í Reykjavík hf. VITRETEX PLASTMÁLNING HEMPEL'S LAKKMÁLNING Gerið verðsamanburð áður en til fram- kvæmda kemur. Afgreiðsla að Bolafæti 3. Njarðvík, alla virka daga frá kl. 18 - 20. Umboðsmaður á Suðurnesjum: Ólafur Guðmundsson, málarameistari Sími 2471 Okkar sérgrein er - teppin þín Nú bjóðum við upp á nýjar mjög öflugar vélar sem við leigjum út. Þú getur hreinsað tepp- in, sófasettið, bílinn o.fl. Eftir sem áður hreinsum við teppin með okkar rómaða árangri. TEPPAHREINSUN SUÐURNESJA SÍMI 3952

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.