Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 13 Hér á landi hefur ekki verið gerð athugun á hve margir þeirra gangandi vegfarenda sem slasast í umferðinni hafi verið með endurskinsmerki þegar slysið varð. ( Noregi hefur hins vegar verið fram- kvæmd þannig könnun og eru niðurstöður hennar at- hyglisverðar. Af þeim 544 gangandi vegfarendum sem slösuð- ust eða létust í umferðar- slysum í Noregi árið 1980, var aðeins 21 sem hafði verið með endurskinsmerki, 382 voru ekki með endur- skinsmerki en um 41 var ekki vitað. I Noregi er notk- un endurskinsmerkja nokk- uð almenn, þannig að þessi Smáauglýsingar Hjónarúm fæst fyrir andvirði þessarar auglýsingar. Uppl. í síma 2738 kl. 10-18. Royal bamakerra með gluggum, til sölu. Uppl. í síma 3680 Til sðlu Baby-Björn baðborð, burð- arrúm, Silver-Cross kerru- vagn og göngugrind. Uppl. í síma 3884 um helgina og næstu daga á eftir. Búslóð til sölu m.a. mjög góðar stereo- græjur. Uppl. að Sjávargötu 26, sjávar megin. Haglabyssa óskast Óska eftir að kaupa ein- hleypa haglabyssu. Uppl. í sima 2969. Kettlingar Fallegir kettlingar fást gef- ins. Uppl. í síma 1885 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa 2-3ja herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvík. Góður bíll upp í útborgun. Uppl. í síma 7079. Til sölu ónotaður Pioneer magnari GM 120 og tónjafnari CDS magnaralaus, 7 banda. Verð kr. 8.500-9.000. Kostar nýtt 11.080. Helmingur út, restin eftir mánuð. Uppl. í síma 2709 Hitachi ferðavideo (1 árs) með 2 rafhlöðum og spennubreyti, til sölu. Enn- fremur 2 hvít barna-rimla- rúm. Uppl. í síma 3490. könnun sýnir okkur ótví- rætt að þeir sem nota end- 300 m. Aóili meo endurskinsmerki 100 m. Aðili án endurskinsaerkis Bifreiö með háan ljósgeisla. A þessari mynd getun vio séð hversu mikill munur er á því er viö nocum endurskinsmerki, eoa er vio erum án heirra. FASTEIGNAVERÐ Framh. af 1. síðu konar íbúðir í Breiðholti. Einnig er verðmunur lítill á minni gerðinni af einbýlis- húsum og svo oft á tíðum á raðhúsum. 4ra og 5 her- bergja íbúðir, sérhæðir og stærri einbýlishús eru aftur á móti á mun lægra verði hér en í Reykjavík," sagði fasteignasali í samtali viö blaðiö. Jafnframt sagði fast- eignasalinn að mjög góð kjör byðust fyrir þá sem keyþtu minni íbúðir i Reykjavík og framboð mjög mikiö, sem geröi það að verðið héldist niðri. Á með- an væri framboð ekki nóg i Keflavík miðað við eftir- spurn, og því hækkaði verðið hér. „Þessi verðmunur hér og inn frá er misjafn og tima- bundinn, núna er hann litill vegna þessa ástands, en ekki er víst að það verði langvarandi, þar sem það skapast fyrst og fremst af spennunni á markaðnum og markaðslögmálinu, þ.e. framboöi og eftirspurn," sagði hann ennfremur. Vegna hörguls á 2-3ja herbergja ibúðum í Keflavík hefur sala áslíkum íbúðum í Njarðvíkum, þá aðallega i Móahverfi, tekið kipp, en hingaö til hafa íbúöir i Njarðvíkum yfirleitt verið þyngri í sölu en í Keflavík. pket. urskinsmerki lenda síður í umferðaróhöppum. Á undanförnum árum hefur notkun endurskins- merkja aukist verulega hér á landi, en betur má ef duga skal. Sá aldurshópur sem mest notar endurskins- merki eru tvímælalaust börn. Kemur þar til góða sá áróður sem rekinn hefur verið fyrir notkun endur- skinsmerkja, í skólum, en á hverju hausti hefur lög- reglan farið í skólana og rætt við börnin um hætturn- ar í umferðinni. Er þá brýnt fyrir börnunum að vera með endurskinsmerki bæði að aftan, framan og á báðum hliðum, þannig að tryggt sé að þau sjáist í myrkrinu. Jafnframt fór lögreglan sl. haust á öll dagheimilin á svæðinu í sömu erinda- gjörðum. ( þessum heim- sóknum hefur verið dreift endurskinsmerkjum sem Sparisjóðurinn í Keflavik hefur gefið árlega. Þessi framtakssemi Sparisjóðs- ins á eflaust stærstan þátt í þvi hve notkun endurskins- merkja hefur aukist á Suð- urnesjum. En það eru ekki aðeins gangandi vegfarendur sem þurfa að sjást í umferðinni. Nauðsynlegt er t.d. að hestamenn sem ríða úti á Karfa: Reynir - ÍBK í kvöld Það verður nóg að gera hjá íþróttamönnum á Suð- urnesjum næstu daga. ( kvöld leika Reynir og Kefl- víkingar í Bikarkeppni KK( og hefst leikurinn kl. 20 í (þróttahúsi Sandgerðis. Verður gaman að fylgjast með leik þessara nágranna, sem aldrei hafa leitt hesta saman áður í keppni. Á morgun, föstudag, verður leikur í úrvalsdeild- inni og mæta Njarðvíkingar þá (R-ingum kl. 20. Á sama tíma leika Reynismenn í 2. deild handboltans í (þrótta- húsinu i Sandgerði við Gróttu. Á sunnudag leika svo Reynismenn í 2. deild körfu- boltans við Esju, það er vist körfuboltalið sem heitir þessu nafni. Hefst sá leikur kl. 20. - pket. Turnerhliðið verði opnað Bæjarstjórn Njarðvikur hefur samþykkt að fara þess á leit við Varnarmála- nefnd, að Turnerhliðið á Keflavíkurflugvelli verði opnað fyrir almennri um- ferð á virkum dögum, til að létta á umferð um Reykja- nesbraut gegnum Njarðvík og draga úr slysahættu. epj. Auglýsingasíminn er 1717 gæðingum sínum notu end- urskinsmerki. Þeir eru oft á ferli á Nla upplýstum veg- um þar sem umferðarhraði er mikill. Má því fullyrða að ein besta líftrygging hesta- mannsins og jafnframt ódýrasta, sé að verða sér úti um og nota endurskins- merki. Auk þess að nota endur- skinsmerki getum viðaukið frekar á öryggi okkar í um- ferðinni með því að vera í Ijósum klæðnaði. Góöir lesendur, tökum höndum saman og reynum að koma í veg fyrir umferð- arslys með aukinni notkun endurskinsmerkja. B.P. Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveöiö hefur veriö aö efna til allsherjarat- kvæöagreiðslu um kjör til eftirfarandi trún- aðarstarfa hjá Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur og nágrennis: Stjórn, trúnaðarmannaráð, stjórn sjúkra- sjóðs ásamt varamönnum. Listum með meðmælum tilskilins fjölda fullgildra félagamanna skal skila á skrif- stofu félagsins, Hafnargötu 80, Keflavík, eigi síðar en kl 19, fimmtudaginn 15. des- ember næstkomandi. Kjörstjórn Sjónvarps- og videoskápar, verð frá 4.780 Feröaútvörp, verð frá ............ 2.820 Sjónvarpsleiktæki ___ verð frá kr. 3.990 Bílaútvörp ........... verð frá kr. 4.980 Talstöðvar ........... verð frá kr. 5.950 Talstöðvaloftnet ..... verð frá kr. 960 Símar ............... verð frá kr. 1.890 FM loftnet .......... verð frá kr. 1.490 Tökum að okkur að truflanaþétta bílatalstöðvar. Holtsgötu 5 - Ytri-Njarðvík - Símar 2869, 2362

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.