Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. desember 1983 11 Yfir 90% mæting Nýlokið er 5 vikna nám- skeiði sem Keflavíkurbær hélt fyrir dagmæður og starfsstúlkur við gæsluvelli og á dagheimilum. Sóttu 54 konur námskeið þetta og komust færri að en vildu, að sögn umsjónarkvenna nám- skeiðsins, þeirra Mariu Valdimarsdóttur og Guð- rúnar Jónsdóttur. Konur þessar starfa allar hjá Keflavíkurbæ, að und- anskildum 5, sem starfa við barnaheimili í Njarðvík. Þær konur sem ekki komust að voru úr öðrum byggðarlög- um. Námskeið þettavartví- skipt, var fyrri hluri þess með 58 kennslustundum, en síðari hlutinn með 42 stundum. Var kennt 4-5 kvöld í viku og fór kennsla fram ýmist í Barnaskólan- um við Sólvallagötu eða í Félagsheimilinu Vík, en húsnæði þetta var endur- gjaldslaust. Er þetta 2. námskeið þessarar tegundar sem Keflavíkurbær hefur hald- ið, en hitt sem var 44 stunda námskeið, var haldið fyrir um tveimur árum. Að nám- skiði loknu fá konurnar kauphækkun sem nemur einum launaflokk, og dag- Færri komust að en vildu á námskeiðið hjá Keflavikurbæ. mæðurnar mega hækka taxta sinn um 2%. Að sögn þeirra Guðrúnar og Maríu var 98% mæting á nám- skeiðinu, sem má telja mjög gott. Voru 13 fög tekin fyrir, þ.e foreldrasamvinna, sál- fræði, hjálp í viðlögum, leik- fangasafn Þroskahjálpar, heilsuvernd, starfsstelling- ar, umferðarfræðsla, fönd- ur, næringarfræði, réttindi og skyldur starfsmanna, málþroski, barnabók- menntir, söngvar og hreyfi- leikir. - epj. w^SW? v!> Umsjónarkonur námskeiðsins, Maria Valdimarsdóttir (t.v.) og Guðrún Jónsdóttir. Þrengingar á gatna- mótum í Njarðvik Ekki gert i samraði við NJarövíkurbæ *&**&* *fiT* /*3Í yCyÆ/X' 0Sf*-éS3e aWy*//? ^r04Ar/e>, /?& A//r/y? ^/yx* „Z>je*s>/0s9" TAKIÐ EFTIR • Opnum nýja fataverslun, föstudaginn 9. des. n.k., að Hafnargötu 17, Keflavík, undir nafninu Úrval af fatnaði á herra og dömur, samkvæmt nýjustu tísku. Markmið verslunarinnar er: Góðar vörur á góðu verði. Verslið þar sem mest fæst fyrir peninginn. Verslið heima. - Sjáumst! DÓRA OG KRISTÍN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.