Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. desember 1983 VÍKUR-fréttir Njarðvíkingar gáfu toppsætið eftir Ekki voru Keflvíkingar einir um að tapa i úrvals- deildinni um helgina, því á sunnudaginn töpuöu Njarö- víkingar fyrir KR-ingum i Hagaskólanum með 73 stigum gegn 76, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 33:31, KR-ingum ívil.Tróna því KR-ingar nú einir á toppi deildarinnar með 12 stig, en Njarðvikingar og Valsmenn koma næstir með 10 stig. Leikur þessi var jafn og tvisýnn allan tímann og þyrjuðu Njarðvikingar heldur betur, en KR-ingar slepptu þeim þóaldrei langt frá sér og voru oftast nokk- ur stig sem skildu liöin aö. Tölurnar 23:23, 33:31 og 53:53, lýsa því vel gangi leiksins, en undirlokintókst KR-ingum að komast nokkrum stigum yfir og héldu þeir því forskoti til leiksloka. Stigahæstur Njarðvík- inga var Valur Ingimundar með 26 stig, Gunnar gerði 22 og Ingimar 15, en aðrir gerðu minna. Hjá KR-ingum var Jón Sig. stigahæstur og gerði 22 stig. - val. Slóðaskapur og tillitsleysi tcTVtatStofaii ÍÍStHfiriHH Brehttustig 37 • *«>»" 3688 N'iartlviU Ávallt í leiðinni Heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. - oOo - Snittur og brauðtertur með litlum fyrirvara. - oOo - Sjáum einnig um veislur. - oOo - Opið frá kl. 9 - 20. Myndin af slorbilnum á Sandgerðisrúntinum, sem birt var í Víkur-fréttum um daginn, gefur tilefni til um- ræðu um þann slóðaskap og tillitsleysi sem oft á sér stað varðandi hleöslu og búnað á þessum flutnings- vögnum. Þeir eru með alls konar farma sem leka eða fjúka af þeim þegar þeir þeysa eftir vegum jafnt inn- anbæjar sem utan. Hafa mætti með í þessari mynd eigendur aftaníkerra, sem eru haldnir þeirri hvim- leiðu áráttu, að koma af sér rusli alls staðar utan vega. Ég hefveriðaðveltaþvífyrir mér varðandi verksmiðjur sem reistar eru á Reykja- nesi, minnugur þess sem á undan er gengið í mjöl- vinnslu hér, hver séu sam- skipti náttúruverndar og aðstandenda fyrirtækj anna. Ég hef ekkert á móti þvi að komið sé uþp sorp- eyðingarstöð eða fyrirtækj- um, og þvi til staðfestingar vil ég vekja máls á því, hvort mjólverksmiðjan gæti nýtt allt það þang, sem hleðst upp við ákveðin veðurskil- yrði útí á Garðskaga og jafnvel víðar. Það mætti fleyta því í netatrossum suður í Hafnir eða Junkara- gerði, þar sem koma mætti fyrir móttökubúnaði. Ég er á móti þvi að fyrir- tækjum þurfi aðfylgjasóða- skapur, og því til sönnunar er Brynjólfur hf. í Innri- Njarðvik, sem blaðið hefur birt myndir af. Einnig þætti mér gaman að vita, hvort leyft verði að aka fiskúr- gangi til mjölverksmiðjunn- ar á Reykjanesi á þann hátt sem myndin af vörubílnum sýnir? Mun verða leyft að hafa opnar móttökuþrær, til að hæna að vargfugl, sem er sjaldséður þarna, og gæti raskað stórum fuglalífi á staðnum? Þarna er þó nokkurt varp, sem veiði- bjallan yrði fljót að afgreiða. S.B. JÓLAGJÖFIN FÆST HJÁ OKKUR! MITTISÚLPUR með hettu á börn og fullorðna. Litur: grænn og blár Verö 1.800. - MITTISJAKKAR Stærðir: Small - Medium - Large Verð: 1.485. - Gallabuxur Verð kr. 780. - Allar stærðir - Póstsendum - VINNUFATABÚÐIN Hafnargötu 61 - Simi 1075 Leikfanga- bingó hjá UMFN Knattspyrnudeild UMFN verður með leikfangabingó n.k. sunnudag, 11. des., í Sjálfstæðishúsinu í Njarð- vík. Hefst það kl. 15. öll leikföng eru frá heild- verslun Ólafs Thordersen. Verða spjöldin þannig út- búin, að börn munu eiga auðvelt með að vera með ásamt foreldrum og öllum þeim sem áhuga hafa. þket. „Sá fyrsti í 10 ár „Vá, maöur, það ersvo langt síðan ég geröi þetta síðast, að þú verð- ur hreinlega að sýna mér það," sagði Guðmund- ur Hannah, úrsmiður. „Maður er alveg dottinn út úr þessu, að visu tipp- aði ég all mikið fyrir 10 árum sfðan, en þá voru líka liö í 1. deíldinni sem eru jafnvel komín niður í þá fjóröu núna. Ég er mikill aðdáandi Man- chester United og ég reyni að fylgjast með þeim fensku knattspym- unni þegar hún er á laug- ardögum f sjónvarpinu," sagði Guðmundur. Heildarspá hans er svona: Coventry - Liverpool .. 2 Everton - Aston Villa .. 1 ipswich - Man. United . 2 Leicester - Woives — X Notts County - Sunderl. 1 Stoke - Luton......... 2 Tottenh. -Southampton 1 Watford - Nott'm Forest 2 W.B.A. -Q.P.R........ 1 West Ham - Arsenal ... 1 Barnsley - Chelsea — X Man. City - Sheff. Wed. 1 Stórspámaðurinn með 3 rétta KristÍnnHelgason.,,60 seöla maöurinn", átti greinilega ekki von áþvi að öll toppliðin, að Liver- pool frátöldu, myndu bregðast honum Sú varö þó raunin og var hann því aðeins með 3 rétta. Ástráður heidur þvf enn forystu með 7 rótta pket. l-X-2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.