Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Page 2

Víkurfréttir - 08.11.1984, Page 2
2 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir VÍKUlt ptiUt Útgafandl: VlKUR-fréttir hf. Rlt»t|órar og ábyrgðarmann: Emil Páll Jónsson, simi 2677 og Páll Ketilsson, sími 3707 Afgreiöala, rltatjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavlk ATVINNA Óskum að ráða nú þegar í eftirtalin störf: 1. Aðstoðarmanneskju við frágang á prentverki (fullt starf). 2. Aðstoðarmanneskju við frágang á prentverki (hálft starf). 3. Starfskraft á innskriftarborð. Góð vél- ritunar- og íslenskukunnátta nauðsyn- leg. - Vinnutími frá kl. 13-17. Við leitum eftir stundvísu og áreiðanlegu starfsfólki. Góð vinnuaðstaða. - Uppl. aðeins veittar á staðnum. GRÁGÁS HF. Vallargötu 14 - Keflavík „Við viljum koma á samskiptum skáta og íþróttafélaga“ Góðir gestir frá Englandi Á dögunum fékk JC Grindavík góða gesti frá Englandi í heimsókn. Heim- sóknin er upphaf samskipta þeirra Grindvíkinga við JC vinafélag frá smábænum Penistone. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt JC-félag stofnar til slíkra tengsla við erlent JC-félag, og lék okkur forvitni á að vita hvert væri markmið tengslanna og hvernig þau væru til komin. Við brugðum okkur því í félagsheimili JC-deildar- innar í Grindavík, sem er til húsa í gömlu kirkjunni, og hittum þar fyrir Erling Ein- arsson, forseta félagsins, Margréti Gísladóttur, tengil félagsins, og ensku gest- ina Sue Wood og hjónin Gill og Chris Dent, en hann er forseti JC Penistone. Penistone er 8000 manna bær í Suður-Yorkshire, skammt frá Sheffield og Leeds. Segja má að bærinn sé svefnbær, þar sem flestir íbúanna sækja vinnu í aðra hvora stórborgina, en á árum áður var þetta sveita- Fasteignaþjónusta Suöurnesja KEFLAVIK: 2ja herb. íbúð við Faxabraut, góðir greiðsluskilmálar .. 780.000 Nýstandsett 2ja herb. íbúð við Kirkjuveg ........... 1.080.000 3ja herb. íbúð við Háteig, aðeins sex íbúðir í húsinu .. 1.500.000 3ja herb. nýl. íbúðir við Heiðarhvamm, verð frá .... 1.400.000 Góð 2ja til 3ja herb. íbúð við Faxabraut ........... 1.150.000 4ra til 5 herb. efri hæð við Miðtún ................ 1.500.000 160 m2 efri hæð við Háaleiti með tvöföldum bílskúr .,. 2.500.000 140 m2 efri hæð við Hátún með bílskúr .............. 1.900,000 Parhús við Suðurgötu, mikið endurnýjað m/nýl. bílskúr 1.900.000 135 m2 raðhús við Greniteig með bílskúr ............ 2.600.000 Viðlagasjóðshús í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Heiðar- hvamm eða Heiðarból. Nýlegt einbýlishús við Háteig. ,,Góð eign“ með tvöföldum bílskúr. Eignaskipti möguleg ....................... Tilboð — 5 Fokhelt einbýlishús við Suðurvelli til sölu í skiptum fyrir rað- hús eða aðra sambærilega eign. Teikningar fyrirliggjandi. Til leigu eldra einbýlishús með húsgögnum. NJARÐVÍK: 87 m2 góð íbúð við Hjallaveg ....................... 1.550.000 126 m2 einbýlishús við Kirkjubraut í l-Njarðvík .... 2.400.000 Gott raðhús við Brekkustíg ásamt bílskúr............ 1.800.000 Góð 140 m2 íbúð við Brekkustíg ..................... 1.550.000 Efri hæð og ris við Brekkustíg ásamt bílskúr........ 1.900.000 3ja herb. efri hæð við Klapparstíg. Möguleiki að taka bif- reið upp í útborgun ................................ 1.200.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæö - Keflavík - Simi 3441, 3722 Gestir og gestgjafar. F.v.: Chris, Sue, Margrét, Erlingur, Gill og Gunnar. þorp og jafnframt nokkur námagröftur í nágrenninu. Hvernig eru þessi sam- skipti til komin? „Eitt af markmiðum JC- hreyfingarinnar er að stuðla að bættum kynnum og skilningi þjóða í milli, og enska landssambandið hvatti okkur til að stofna til tengsla við erlent JC-félag. Við ákváðum að leita til (s- lands af því að það er ekki of langt að fara, en samt ólíkt Englandi", svaraði Chris. ,,JC Grindavík hafði síðan samband við okkur og formlega hófust samskiptin fyrir ári síðan. Við reyndum að auglýsa kynnin eins og hægt var, m.a. í útvarpi BBC Leeds og bæjarblaðinu The Barnsley Cronicle, og stuðl- uðum að (slandskynningu án þess raunarað vita mikið um staðinn. Englendingar þekkja lítið til (slands nema í gegnu, fiskafurðir og raunartók lcelandic Waters verksmiðjan þátt í kynning- unni og Fish n’Chips veit- ingastaðurinn í bænum". Teljið þið að þetta hafi borið árangur? „Já, það er enginn vafi á því. Ýmis félög hafa lýst áhuga sínum á að taka þátt í þessu. T.d. fór Skátafélagið fram á það að við reyndum að koma þeim í samband við skátafélag á Suðurnesj- um, þeir hafa áhuga á að sækja skátamót á (slandi og einnig að fá gesti héðan. Svo má nefna frjálsíþrótta- félagið í Penistone, það hefur nokkuð gott hlaupa- lið og vill koma á samskipt- um við sambærileg félög á íslandi með keppni fyrir augum að sjálfsögðu". Hérna skaut Margrét Gísla- dóttir því inn í, að viðkom- andi félög, Heiðabúar eða annað skátafélag og íþrótta- félögin á Suðurnesjum, gætu haft samband við sig ef þau hefðu áhuga á sam- skiptum við Englending- ana. Hver er raunveruleg vitn- eskja Englendinga um fs- land? „Hún er afar lítil. Við viss- um að hér eru eldfjöll og hitaveita sem nýtir jarð- varma, að hér væru fiski- menn, og að Grindavík væri sjávarþorp. Annað var það nú eiginlega ekki“, sagði Chris. „Almenningur heldur að (sland líkist helst Græn- landi og ýmsir vinir okkar buðu okkur bæði peysur og skíðagalla, þegar þeirfréttu að við værum á leiðtil þessa „kalda" lands“, bætti Gill Dent við. „Það er líka erfitt að afla sér upplýsinga um land og þjóð. Jafnvel stórar ferða- skrifstofur eins og Cooks og Thompson, sem ís- lensku flugfélögin benda fólki á, virðast ekki hafa neinar haldbærar upplýs- ingar til ferðamanna”. Undirrituðum varð nú hugsað til þeirra hrakninga sem sumir erlendir ferða- menn hafa lent í á fjallveg- um og í straumvötnum og oft hafa leitt til hræðilegra óhappa. Svo virðist sem is- lensk ferðamálayfirvöld hafi brýnt verk að vinna. Hvert er svo næsta skrefið i þessu? „Við förum heim klyfjuð af upplýsingum og með tugi eða hundruð skyggni- (slides) mynda, og munum taka til við að kynna land og þjóð fyrir öðrum JC-félög- um heima. Auk þess sem við munum heimsækja skóla eftir fremsta megni, Þannig getum við lagt okkar að mörkum til bættra kynna þjóðanna tveggja", sagði Chris Dent. Erlingur Einarsson sagði að JC Grindavík hefði mik- inn áhuga á að þróa tengsl- in áfram og einnig væri verulegur ahugi félags- manna á að fara á Evrópu- mót JC sem verður haldið í Sheffield á næsta ári. Að lokum: Hvað finnst ykkur svo um land og þjóð? (Dæmigerð spurning ís- lensks blaðamanns, svo notalegt að láta klóra sér bak við eyrað). „Dramatic, fantastic . . . Gullfoss er stærsti foss sem við höfum séð, goshverinn var frábær (Strokkur) og hreina loftið, maður minn, skyggnið, útsýnið og mót- tökurnar, maturinn, og svo gaman og fróðlegt . . . “ ehe.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.