Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Side 7

Víkurfréttir - 08.11.1984, Side 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. nóvember 1984 7 Bæjarráð Keflavíkur: Hafnar niðurrifi steypumóta að Tjarnargötu 2 Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hdl., lögmaður húseig- enda að Hafnargötu 28 í Keflavík, hefur sent Kefla- víkurbæ erindi þar sem hann vitnar i úrskurð fé- lagsmálaráðherra frá 2. okt. sl. og 3. mgr. 6. gr. skipu- lagslaga, og krefst þess að steypumót svo og önnur mannvirki við vesturvegg hússins Hafnargötu 28 verði fjarlægð. Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur sl. fimmtudag lagði bæjarstjóri fram drög að svari þar sem kröfunni er hafnað. Bæjarráð sam- þykkti þessi drög, enda byggingarleyfið aðeins numið úr gildi að sinni, að því er kemur tram í bókun ráðsins. Viku áður hafði bæjarráð tekið fyrir úrskurð félags- málaráðuneytisins og vakti ráðið athygli á að drög að deiliskipulagi miðbæjar í Keflavík voru lögð fram á fundi bæjarstjórnar 3. maí sl. Tillagan, sem var gerð af Páli V. Bjarnasyni arkitekt, er nú til umfjöllunar i við- komandi nefndum bæjar- ins. Lagði bæjarráð til að umfjöllun og afgreiðslu verði hraðað. - epj. Vel skal vanda það sem lengi á aö standa. Beint leiguflug til Gran Canaria hefst miðviku- daginn 19. desember og verður síðan á 3ja vikna fresti upp frá því. Dvalar- tími er 3 vikur í senn með gistingu á úrvals gisti- stöðum að eigin vali. Síðasta ferðin til Kanarí- eyja, sem jafnframt er páskaferðin, verður farin 3. apríl með heimkomu 17. apríl. Einnig erum við með áætlunarferð gegnum Amsterdam og London. Víkinmerdir sTmi ?90n ** Hafnargótu 27 Aðalfundur SSS: Hver á að byggja baðhús við Bláa lónið? Baðhús við Bláa lónið í Grindavík voru fundarmenn á aðalfundi SSS ekki sam- mála um hver ætti að kosta. Fram kom að fjárhagsstaða Hitaveitu Suðurnesja er ekki slík að hún geti kostað byggingu varanlegs bað- húss. Kostnaður við bygg- ingu sem slíka er um 5 millj. króna. Ftekstur ár hvert 3-4 millj. kr. ,,Þar sem að þetta er orðið visst tákn fyrir Hita- veitu Suðurnesja tel ég að hún eigi alfarið að sjá um byggingu og rekstur bað- húss“, sagði Ellert Eiríks- son, sveitarstjóri í Garði og fráfarandi formaður SSS. Það kom fram að engir styrkir hafa fengist frá Heil- brigðisyfirvöldum til að baða sig í Bláa lóninu, þó svo að þetta væri almennt viðurkenndur lækninga- staður. Upp kom hugmynd að sérstakur rekstraraðili yrði fenginn að baðhúsi við Bláa lónið. Menn virtust þó ekki bjartsýnir á að það tækist. Eiríkur Alexandersson, framkvæmdastjóri SSS sagði að af umhverfis- og öryggisástæðum yrði að koma upp boðlegum að- stæðum við Bláa lónið þegar á næsta ári. Að hans mati ætti H.S. að bera stærstan kostnað, en sveit- arfélögin ættu þó að taka þátt í fjármögnun. „Þettaer ekki aðeins heilsulind fyrir Suðurnesjabúa heldur fyrir landsmenn alla. Það hefur jafnvel heyrst að útlending- ar hefðu mikinn áhuga á að sækja staðinn. Heilsulind fyrir alla heimsbyggð", sagði Eiríkur að lokum með áherslu. - pket./epj. Hjón á Suður- Fyrsti dansleikur Nýja hjónaklúbbsins á þessu starfsári verður haldinn í Stapa n.k. laugardag, 10. nóvember. Ráðgert er að halda þrjá dansleiki í vetur, 10. nóv., 5. jan. og 16. mars. Lausir miðar verða seldir í Stapa kl. 14-16 á laugardag. Athugið, að klúbburinn er opinn öllu hjónafólki sem áhuga hefur og vill skemmta sér í góðum félagsskap. - Uppl. hjá Þórði s. 2441, og Ingólfi s. 2136. nesjum athugið Verslið ódýrt tilboð: íslenski snakkmaturinn Verulegur afsláttur K-kaffið, 1/2 kg kr. 56,60 FRANSKAR KARTÖFLUR STÓR-afsláttur þessa helgi. ÚR KJÖTBORÐINU: TILBOÐ pr. kg • Saltkjöt ........ kr. 144,00 • Reykt folaldakjöt .. kr. 98,00 • Hrossa snitzel .... kr. 98,00 • Hrossa gullash ... kr. 96,00 • Kryddlæri ....... kr. 207,40 • Kryddhryggir .... kr. 202,40 • Kryddframhryggir kr. 198,10 • K - pizza ........ kr. 99,00 Aspargus 1/2 dós kr. 55,00 Ananas l/1 dós . kr. 59,00 VÍKURBÆR VORUMARKAÐUR Hafnargötu Hólmgarði Sími 2042 2044

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.