Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 8. nóvember 1984 19
ÉG SELDI ÞANN KJÓL
FYRIR VISKÝ OG RJÓL..
Ja, nú var illa komið fyrir
mörgum landanum, ekki
síst fyrir samviskunni,
þegar hún hafði ekki lengur
neitt að reykja og að maður
tali ekki um að drekka (ég
meina sterkt). Þannig var
það nú samt í okkar frjálsa
landi, að ekki fengu allir það
sem þeir vildu og þá
kannski sérstaklega ekki
þegar lengi hafði staðið
verkfall eins og nú var. Tó-
baksvörur voru með öllu
ófáanlegar í verslunum og
sumirtóbaksunnendur með
öllu orðnir uppiskroppa.
Menn sáust hlaupa á milli
húsa og biðja eða spyrja
hvort viðkomandi eigi ekki
eins og eina ,,rettu“ í versta
falli einn stubb til að lána
fyrir eitt ,,karton“ þegar
verkfall leysist. Virðulegar
skrifstofuglanspíur, sem
alla jafna reykja ekkert
nema ,,léttar“sáust nú totta
stóra vindla sem löngum
hafa verið kenndir við borg
eina á Kúbu, Havana, þar
Umboðsmenn og frétta-
ritarar Víkur-frétta
Að undanförnu hefur rit-
stjórn Víkur-frétta unnið að
því að ráða fréttaritara
og/eða umboðsmenn fyrir
blaðið í öðrum sveitarfélög-
um á Suðurnesjum en Kefla
vík-Njarðvík. Er þetta nú
frágengið í öllum þessum
byggðarlögum nema Sand-
gerði, en á næstunni verður
tilkynnt um fréttaritara
okkar þar.
Þeir sem koma þurfa
fréttum í blaðið og búa á
þessum stöðum er því bent
á að hafa samband við við-
komandi eða sjálfa rit-
stjórnina í Keflavík, en hún
hefur síma 1717.
Þeir sem hafa tekið að sér
að vera umboðsmenn, sjá
Umboösmaöur og dreifingarstjóri Víkur-frétta i Grindavik,
Helga Pétursdóttir, aö störfum.
Gólfslípun - Steypuvinna
Tökum að okkur að leggja steypu og gólf-
slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu.
- Föst tilboð. -
GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945
Einar Torfi
Kælitækjaviðgerðir
M.a. viðgerðir á ísskápum og frystikistum.
GÍSLI WÍUM
Hátúni 11, Keflavík, sími 92-2598
um dreifingu blaðsinsá við-
komandi stöðum, en annars
staðar sér ritstjórnin sjálf
um dreifinguna.
Þessir aðilar eru:
Fréttaritarar:
Garður: Eiríkur Her-
mannsson, Björk, s. 7048.
Grindavik: Eyjólfur Þ.
Guðlaugsson, Suðurvör 11,
s. 8447, og Klara Gestsdótt-
ir, Leynisbraut 9, s. 8198.
Vogar: Eyjólfur Guð-
mundsson, Brekkugötu 18,
s. 6639.
Umboðsmenn:
Grindavík: Helga Péturs-
dóttir, Vesturbraut 10, s.
8543.
Hafnir: Jón Borgarsson,
Jaðri, s. 6919.
1
i
sem Kastró ræður ríkjur, já
víða eru áhrif kommanna.
Forstokkuð karlrembusvín
voru komin með hálfgerða
hægðalömun af því að
reyna að reykja þessar
,,léttu“, alla vega orðnir
mjög kinnfiskasognir.
Verndararnir okkar eru ekki
eins almennilegir og af er
látið, þegar á reynir því að
þeir höfðu nú í annað skipt-
ið á þessu ári brugðist
okkur hrapallega. Fyrst lok-
uðu þeir fyrir bjórsjálfsal-
ana og nú á versta tíma lok-
uðu þeir sígarettusjálfsöl-
unum. . —unuiii.
Þettaeru nú vinir í raun. Það
sem ég held þrátt fyrir allt
verkfall er það að þetta er
enn eitt dæmið um það að
nú á enn að sverfa að
reykingafólki. Það er búið
að setja á okkur ýmis höft
og bönn í sambandi við
reykingar okkar. Okkur er
sagt að þetta sé beinlínis
stórvafasöm iðja, þaðerþað
sjálfsagt, ekki efa ég það.
Líka er okkur sagt að eftir
áramót sé búið að banna
okkur að reykja á almanna-
færi eða því sem næst. Þetta
með að þetta sé svo og svo
hættulegt, það er bara eins
og að það sé ekkert hættu-
legt sem maður gerir. Það
er til dæmis stórhættulegt
að keyra bíl. Hvað verða
mörg slys í umferðinni? Það
er stórhættulegt að róa til
fiskjar og fljúga í flugvél og
bara yfirleitt að vera lifandi.,
Ekki batnar það neitt þó
vinir vorir á Alþingi setji
einhver lög um reykinga-
varnir. Hvaða rétt höfum við
þeir sem reykjum? Við
borgum jú okkar skatta og
útsvar, þó megum við ekki
gera það reykjandi eftir
áramót. Við borgum lika
meira í ríkissjóðen þeirsem
ekki reykja því að við versl-
um við ríkið sem hefureink-
arétt á þvi að selja okkur
þessa stórhættulegu vöru.
Nei, nú er mál að linni
þessum stanslausa áróðri
og mál fyrirokkurreykinga-
fólk að snúa vörn í sókn og
heimta aftur þau sjálfsögðu
mannréttindi að fá að reykja
í friði. Já, hvernig væri bara
Áttu góða grein
í blaðið? Hafðu
þá samband við
ritstjórn blaðsins.
Síminn er
1717
að við færum að bjóða til
þings. Þetta er þó mál bæði
kvenna og karla, svo að sjá
má að það fer ekki eftir kyni
hvers og eins. Það ætti að
vera hægt að ná nokkrum
inn á þing þó ekki nema
bara til að rödd okkar
heyrðist meðal reykinga-
manna þar. Upp með
íslenskt reyklið. Hvað er
ekki sagt um þá flokka sem
sitja á þingi? Þetta er allt
saman sama tóbakið. Það
er bara ekki alveg rétt, það
er ekki tóbak það er
eitthvað allt annað. Því er
nú verr. Heyrðu! Nú verð ég
að hætta. Ég frétti af einum
frænda mínum austur á
landi sem lúrir á nokkrum
pökkum af vindlum. Ég verð
að ná flugvél. Ég læt þó eina
vísu fylgja að lokum.
Nú skal reykja, reykja allt
reykur finnst mér góöur
Tóbak bæói súrt og salt
er soddan úrvalsfóóur.
P.S. Það verður eitthvað ef
það verður skortur á aftur-
endaþurkum. Þá verður sko
fjör á hlaupunum.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni
Ásabraut 8 í Sandgerði, þinglýst eign Aðalsteins Sigfús-
sonar, ferfram á eigninni sjálfri að kröfu Ólafs Gústafsson-
ar hdl., miðvikudaginn 14. nóv. 1984 kl. 15.00.
Sýslumaðurinn I Gullbrlngusýslu
NAUÐUNGARUPPBOÐ
annað og síðasta á fasteigninni Heiðarból 4, ibúð merkt
0102, þinglýst eign Baldvins Níelsen, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og Inga H. Sig-
urðssonar hdl., fimmtudaginn 15. nóv. 1984 kl. 11.00.
Bæjarfógetlnn I Keflavlk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
annað og síðasta á fasteigninni Þórustígur 28, miðhæð,
þinglýst eign Lúðvíks Vignis Ingvarssonar, ferfram áeign-
inni sjálfri að kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. og Njarðvíkur-
bæjar, fimmtudaginn 15. nóv. 1984 kl. 11.15.
Bæjarfógetinn I NJarðvfk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
annað og síðasta á fasteigninni Austurvegur 24 í Grinda-
vík, þinglýst eign Lovísu Sveinsdóttur, fer fram á eigninni
sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., Iðnlánasjóðs, Brynjólfs
Kjartanssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Lands-
banka Islands, fimmtudaginn 15. nóv. 1984 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn I Grlndavfk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni
Miögarður 2 í Grindavík, þinglýst eign Netagerðarinnar
Möskvi sf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Iðnlánasjóðs,
Byggðasjóðs og Hákonar H. Kristjónssonar hdl., fimmtu-
daginn 15. nóv. 1984 kl. 15.00.
Bæjarfógetlnn I Grlndavfk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á m.b. Jó-
hannesi Jónssyni KE79, þinglýsteign Jóhannesar Jóhann-
essonar, fer fram við bátinn sjálfan í Keflavíkurhöfn, aö
kröfu Byggðasjóðs, Tryggingastofnun ríkisins, Lands-
banka íslands og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., fimmtu-
daginn 15. nóvember 1984 kl. 10.30.
Bæjarlógetlnn I Keflavfk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni
Grófin 5 í Keflavík, þinglýst eign Þórhalls Guöjónssonar
o.fl., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vil-
hjálmssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs, fimmtu-
daginn 15. nóv. 1984 kl. 10.45.
Bæjarfógetlnn I Keflavfk
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni
Kirkjuteigur 15 í Keflavík, þinglýst eign Rúnars Guðjóns-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H.
Vilhjálmssonar hdl., Tryggingastofnunarríkisins, Hafsteins
Sigurðssonar hrl., Jóns G. Briem hdl., Jóns Hjaltasonar hrl.
og Vilhjálms Þórhalssonar hrl., fimmtudaginn 15. nóv. 1984
kl. 10.15.
Bæjarfógetlnn I Keflavfk