Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
SLIK -SLÉTTUJÁRN
SLIK -KEILUJÁRN
slik -hárblásari
SLIK -KRULLUJÁRN
lúxushártækjalína
fyrirþásemviljaaðeinsþaðbesta
Fæst í öllum helstu
raftækjaverslunum á Íslandi
Andríki skrifar:
Það er lítill vafi á því að hefðu lög-reglumenn farið í verkfall hefði
því annaðhvort lokið með veruleg-
um launahækkunum eða gerð-
ardómi. Þeir eiga ekki að gjalda
þess, að vegna síns sérstaka hlut-
verks innan ríkisins kemur ekki til
greina að þeir hafi verkfallsrétt eins
og flestir aðrir.
Auk þessa mætti ríkið minnastþess hverjir það voru sem
komu í veg fyrir að landið yrði upp-
lausn að bráð fyrir fáum árum, þeg-
ar reynt var af mikilli hörku að ná
því fram. Það voru óbreyttir lög-
reglumenn sem unnu þar þrekvirki,
undir samfelldum árásum, grjót-
kasti og öðru sóðalegra. Aldrei bug-
uðust þeir, hversu fast sem sótt var
að þeim og jafnvel ráðist að lög-
reglustöðinni og hurðir brotnar þar
upp. Af einhverjum ástæðum heyrð-
ist þá lítið í BSRB, en fréttamenn
höfðu þá lítinn áhuga á þeirri þögn.
Þeir hugsuðu meira um hvort ekki
væri hugsanlegt að lögreglumenn
gengju of hart fram.
Lögreglumennirnir, hundruð
óbreyttra manna sem lögðu nótt við
dag og lögðu sig í mikla hættu, eiga
skilið mikla virðingu samborgara
sinna fyrir frammistöðuna. Þetta
var það fyrra.
Það síðara er að kjaradeila lög-reglumanna er persónulegt
mál þeirra. Það má hafa samúð með
sjónarmiðum lögreglumanna, en
þeir mega ekki blanda sínu mikil-
væga starfi í þá kjaradeilu. Og þeir
verða að stilla sig um að nota ein-
kennisbúning sinn í þeirri deilu. Ef
þeir halda opinbera fundi eða sam-
komur vegna kjaramálanna, þá eiga
þeir að skilja einkennisbúninginn
eftir áður en þeir hefja fundinn.“
Liðið á inni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.10., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 8 skýjað
Nuuk 5 skúrir
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 skýjað
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 6 léttskýjað
Lúxemborg 3 skúrir
Brussel 5 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 12 skúrir
París 6 alskýjað
Amsterdam 7 skúrir
Hamborg 7 skúrir
Berlín 7 súld
Vín 11 skúrir
Moskva 6 skýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 20 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 skýjað
Aþena 18 léttskýjað
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 12 skýjað
New York 15 heiðskírt
Chicago 15 alskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:21 18:07
ÍSAFJÖRÐUR 8:32 18:05
SIGLUFJÖRÐUR 8:16 17:48
DJÚPIVOGUR 7:52 17:35
Hvorki gengur né rekur í kjaradeilu
starfsmanna í álverinu í Straumsvík
við álfyrirtækið Rio Tinto Alcan. Síð-
asti sáttafundur, sem haldinn var sl.
mánudag, skilaði engum árangri.
Að sögn Gylfa Ingvarssonar, tals-
manns samninganefndar starfs-
manna, komu fram tillögur á fundin-
um sem færðu deiluna aftur á bak um
nokkur skref og var þeim hafnað af
fulltrúum starfsmanna. Fundir með
starfsmönnum eru í undirbúningi þar
sem hugsanlega
verða teknar
ákvarðanir um
mögulegar að-
gerðir. „Það er
grundvallarkrafa
sem er skýr og
kemur beint að
utan að það verði
ekki skrifað undir
kjarasamning
nema þeir fái allar
sínar kröfur varðandi verktöku,“ seg-
ir Gylfi.
Kjaradeilan er í þeirri sérstöku
stöðu að samninganefnd starfsmanna
þarf að eiga beint við Rio Tinto, sem
er einn af stærstu álframleiðendum í
heimi. „Við erum ekki í neinu stríði
hérna við Samtök atvinnulífsins eða
stjórnendur Ísal, enda rofnar þetta
alltaf eftir að þeir hafa átt símtöl út,“
segir Gylfi. Aukin verktaka er stefna
sem Rio Tinto fylgir eftir hvar sem
það er með starfsemi í heiminum og
nú vill það fá þessar breytingar fram
hér á landi. Þannig hefur það verið
mörg umdanfarin ár víða um heim að
sögn Gylfa, „en við höfum ekki fyrr
fengið það í fangið eins og núna“.
Í stuðningsyfirlýsingu þings
Starfsgreinasambandsins við starfs-
fólkið segir að tilraunir Rio Tinto til
að auka verktöku á alþjóðavísu sem
og í Straumsvík séu aðför að samn-
ingsbundnum kjörum starfsfólksins.
Skref aftur á bak í álversdeilu
Gylfi
Ingvarsson
„Erum ekki í neinu stríði hérna við Samtök atvinnulífsins eða stjórnendur Ísal“
„Leggja þarf
áherslu á víðtæka
samstöðu innan
hreyfingarinnar
um bætt vinnu-
brögð og nýjar
lausnir við gerð
kjarasamninga.“
Þetta kemur
fram í kjara-
málaályktun
þings Starfs-
greinasambandsins, sem lauk í gær.
Er þess m.a. krafist að lífeyrisrétt-
indi milli almenna og opinbera kerf-
isins verði jöfnuð. Þá verði áfram
lögð áhersla á hækkun lægstu launa
með því að launahækkanir verði al-
mennt í krónutölum. Björn Snæ-
björnsson var endurkjörinn formað-
ur sambandsins á þinginu til næstu
tveggja ára og Hjördís Þóra Sigur-
þórsdóttir var endurkjörin varafor-
maður. Í ályktun er lýst þungum
áhyggjum af auknu umfangi svartr-
ar atvinnustarfsemi og félagslegra
undirboða og í annarri ályktun
gagnrýnir þingið vinnubrögð sem
viðhöfð voru við stofnun Stjórn-
stöðvar ferðamála.
Jafna þarf
lífeyris-
réttindin
Björn endurkjör-
inn formaður SGS
Björn
Snæbjörnsson