Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 27
tengingu verður heldur hvenær.“
Edgar kenndi við HR 1970-79 og
við verkfræðideild HÍ 1974-83, var
ráðgjafi við iðnaðarráðuneytið um
árabil, einkum á sviði orkumála og
nýrra iðnaðarkosta. Hann var auk
þess ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóð-
leg fyrirtæki á borð við Rauma Re-
pola í Finnlandi, NUON BV í Hol-
landi og Onoda Engineering í
Japan. Þá vann Edgar að rann-
sóknum í byggingareðlisfræði, m.a.
við Tækniháskólann í Delft í Hol-
landi, Tækniháskólann í Þránd-
heimi (SINTEF) og Tækniháskól-
ann í Braunschweig í Þýskalandi,
einkum á sviði burðarþols, hljóð-
tækni og brunamála.
Edgar á sjálfur og ásamt öðrum
mörg einkaleyfi á sviði byggingar-
tækni.
Edgar var formaður Varðar
1978-79. Hann var stjórn-
arformaður byggingarsviðs Ný-
sköpunarmiðstöðvar 1978-90, Iðn-
skólans í Reykjavík 1986-88 og
undirbúningsfélags Hitaveitu Akra-
ness og Borgarfjarðar.
Edgar er höfundur að ýmsum
fagbókum í byggingareðlisfræði,
s.s. Trévirki, 1977, og Tæknimat
húsa, 1977. Hann hefur auk þess
skrifað fjölda blaðagreina um ára-
bil.
Fjölskylda
Edgar kvæntist 29.7. 1961 Hönnu
Eiríksdóttur, f. 26.7. 1941, banka-
starfsmanni. Hanna er af Fellskots-
og Krossaætt.
Börn Edgars og Hönnu eru Atli,
f. 19.12. 1960, sölumaður hjá Ís-
lensk-ameríska, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Kristínu Sólveigu Vil-
helmsdóttur leikskólakennara og
eiga þau samtals þrjú börn, Edgar
Smára, Öldu Guðlaugu og Hönnu
Liv; Guðmundur, f. 11.8. 1965,
málmenntafræðingur og kennari
við HR og Endurmennt HÍ, en
kona hans er Erlendína Krist-
jánsson, lögfræðingur og háskóla-
kennari, og eiga þau samtals þrjú
börn, Alexander Hilmar Arnarson,
Elizabeth Tinnu Arnardóttur og
Victoriu Heklu Guðmundsdóttur;
Svava Liv, f. 3.3. 1968, matvæla-
fræðingur og viðskiptafræðingur,
gift Þráni Vigfússyni, viðskipta-
fræðingi og fjármálastjóra Iceland
Travel og Vita, og eiga þau samtals
þrjú börn, Ivan Engels, Edgar
Ágúst og Hákon; Jón Viðar, f. 15.3.
1969, kvikmyndagerðarmaður.
Systkini Edgars eru Þórarinn, f.
1936, d. 1991, eðlisfræðingur og
menntaskólakennari; Anna Þóra, f.
1939, d. 2007, fasteignasali í New
Jersey í Bandaríkjunum; Ágústa, f.
1945, Ph.D. og prófessor við HÍ;
Steinunn, f. 1950, d. 2002, hús-
freyja.
Foreldrar Edgars: Guðmundur
Ágústsson, f. 7.11. 1916, d. 17.10.
1983, bakarameistari og skákmaður
í Reykjavík, og Þuríður Ingibjörg
Þórarinsdóttir (Dóa), f. 18.4. 1915,
d. 2002, húsmóðir.
Úr frændgarði Edgars Guðmundssonar
Edgar
Guðmundsson
Guðmundur Jakobsson
kirkju- og hljóðfærasm. í Rvík.
Sonur Jakobs Guðmundss. pr.
á Sauðafelli og alþm.
Þórarinn Guðmundsson
tónskáld og fiðluleikari í Rvík
Anna Kristjana Ívarsdóttir
húsfreyja í Rvík
Þuríður Þórarinsdóttir
myndm.kennari í Rvík
Þóra Bjarnadóttir
húsfr. frá Álftanesi
Ívar Helgason
verslunarstj. á Akureyri
Árni Waag kennari
í Kópavogi
Karin W.
Hjálmarsdóttir
húsfr. í Kópavogi
Hjálmar W. Hannesson
sendiherra
Kristján Guðmundsson
myndlistarmaður
Sigurður Guðmundsson
myndlistarmaður
Eggert Gilfer organisti
og skákmeistari
Höskuldur
Ágústsson
dælust.stj. í
Mosfellssveit
Ásgerður
Höskulds-
dóttir innanh.-
arkitekt í Rvík
Höskuldur Ólafs-
son bankastj.
Arion banka
Þóra
Ágústsdóttir
húsfr. í Rvík
Ingigerður Karls-
dóttir flugfr. og
húsfr. í Rvík
Páll Hjaltason
arkitekt og fv.
borgarfulltr.
Margrét Magnúsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sigurður Friðrik
Sigurðsson
sjóm. og hafnsögum.
í Rvík
Ingigerður Sigurðardóttir
húsfr. á Ísafirði og í Rvík
Ágúst Guðmundsson
fiskmatsmaður á Ísafirði
Guðmundur Ágústsson
bakarameistari í Rvík
Helga Símonardóttir
hómópati á Ísafirði
Guðmundur Guðmundsson
skipasmiður á Ísafirði
Árni Páll Árnason
alþm. og fyrrv.
ráðherra
Þórólfur Árnason
fyrrv. borgarstj.
Árni Pálsson fyrrv.
sóknarprestur í Kópavogi
Þuríður
Þórarinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Anna
Árnad.
húsfr.
í Rvík
Kristín
Árnad.
húsfr. í
Færeyjum
og Rvík
Guðmundur Árnason
verslunarm. í Rvík
Árni Þórarinsson
prófastur á Stóra-
Hrauni
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
Pétur fæddist á Eyrarbakka16.10. 1918 en ólst upp áBráðræðisholtinu og á Fram-
nesveginum í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Pétur Guðmundsson,
skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h.,
Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.
Pétur skólastjóri var sonur Guð-
mundar, bónda í Langholtsparti í
Flóa Sigurðssonar, bróður Guð-
laugar, móður Sigurðar regluboða,
föður Sigurgeirs biskups, föður Pét-
urs biskups.
Móðurbróðir Péturs var Berg-
steinn, langafi Atla Heimis Sveins-
sonar, en móðursystir Péturs var
Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar
sagnfræðiprófessors.
Elísabet var dóttir Jóns, alþm. á
Eyvindarmúla Þórðarsonar.
Meðal systkina Péturs var Jón
Axel bankastjóri.
Eiginkona Péturs var Ingibjörg
Birna Jónsdóttir húsfreyja en dóttir
þeirra, Ragnheiður Ásta, var út-
varpsþulur um áratuga skeið, móðir
Eyþórs Gunnarssonar tónlistar-
manns.
Pétur stundaði nám við lýðháskól-
ann í Tarna og í skólum sænska al-
þýðusambandsins og samvinnu-
sambandsins í Svíþjóð og Pitman’s
College í London 1937-38. Hann var
sendill og síðar bankaritari í Útvegs-
bankanum í Reykjavík, 1931-42, og
þulur hjá Ríkisútvarpinu 1941-55 og
1970-88. Auk þess var Pétur kaup-
maður í Reykjavík og umboðsmaður
skemmtikrafta 1955-70, var leið-
sögumaður hjá Ferðaskrifstofu rík-
isins 1950-60 og auglýsingastjóri Al-
þýðublaðsins 1958-59.
Pétur sá um útgáfu og ritaði for-
mála að bókinni Réttvísin gegn Ólafi
Friðrikssyni, útg. í Reykjavík 1986.
Hann sinnti dagskrárgerð í fjölda
ára, stýrði m.a. barnatíma á árunum
1943-44, og sá um útvarpsþættina
Lög og létt hjal og Sitt af hverju
tagi. Þá tók hann saman fjölda þátta
um mannlífið í Reykjavík fyrri tíma.
Hann stóð fyrir fyrstu dægurlaga-
samkeppninni hér á landi á Hótel Ís-
landi árið 1939.
Pétur var vinsæll útvarpsþulur,
hafði hljómþýða rödd og listilega
framsögn. Hann lést 23.4. 2007.
Merkir Íslendingar
Pétur
Pétursson
90 ára
Hilmar Rósmundsson
Ingólfur Jónsson
85 ára
Ásta Þórðardóttir
Guðríður Guðmundsdóttir
Páll Þórarinn Finnsson
Vilhjálmur Eiríksson
80 ára
Guðný Sigurðardóttir
Gunnar L. Hjartarson
Helga Gunnarsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
75 ára
Andrés Þórðarson
Hörður Sigurðsson
Steinunn Vigfúsdóttir
70 ára
Anna Sverrisdóttir
Bryndís Jóhannesdóttir
Edda Kristinsdóttir
Herborg Guðmundsdóttir
Sigríður Hjartardóttir
60 ára
Aðalheiður Hagar
Haraldsdóttir
Ásbjörn Sigurðsson
Ásdís Marion Gísladóttir
Garðar Halldórsson
Gísli Björnsson
Guðrún G. Sigurbjörns-
dóttir
Gunnhildur J.
Halldórsdóttir
Indriði Birgisson
Karen Erla Erlingsdóttir
Karólína Guðrún
Jónsdóttir
Sigrún B.
Valdimarsdóttir
Sigrún Reynisdóttir
Sigurjón Guðmundsson
Vilberg Rúnar Jónsson
50 ára
Agnes Ingadóttir
Anna Brynja Ísaksdóttir
Einar Baldvin Axelsson
Friðþjófur H. Jónsson
Halla Jónsdóttir
Hrönn Petersen
Hörður Erlendsson
Sigurður Ingi Ragnarsson
Steindór Jóhannes Elíson
Steindór Sigursteinsson
Sturla Hjartarson
Svanfríður Jóhannsdóttir
Sævar Valtýr Úlfarsson
Valdimar Viggósson
Þorsteinn G.
Kristjánsson
Þorsteinn Hauksson
40 ára
Aðalsteinn Jón
Þorbergsson
Alfreð Björn Gíslason
Berglind Maríusdóttir
Borgar Þorsteinsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Elsa Gerður Hauksdóttir
Helgi Þórsson
Hermann Bjarki Rúnarsson
Hugrún Hjálmarsdóttir
Logi Gunnlaugsson
Margrét Helga
Theodórsdóttir
Tatyana Ericson
30 ára
Anna Heba Hreiðarsdóttir
Dagbjört Fjóla Óðinsdóttir
Helena Þórarinsdóttir
Ívar Hlynur Ingason
Sebastian Robert Renefort
Þórunn Anna Elíasdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Tinna ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
prófi í læknisfræði frá HÍ,
starfar á skurðsviði við
LSH og stundar MSc-nám
í lækna- og lífvísindum.
Maki: Andrew Robert
Harper, f. 1983, viðskipta-
fræðingur hjá Meniga.
Börn: Alexander Örn
Harper, f. 2012, og Eva Ís-
fold, f. 2014.
Foreldrar: Örn Gústafs-
son, f. 1950, og Árný
Benediktsdóttir, f. 1950.
Tinna Harper
Arnardóttir
30 ára Sigurjón ólst upp í
Bolungarvík, býr í Reykja-
vík og er nú á lokaári í
læknisfræði við HÍ.
Maki: Ásgerður Hös-
kuldsdóttir, f. 1987, við-
skiptafræðingur hjá Val-
tor.
Sonur: Ásgeir Ragnar, f.
2013.
Foreldrar: Rögnvaldur
Guðmundsson, f. 1949,
sjómaður, og Halldóra
Þórarinsdóttir, f. 1953,
vinnur á leikskóla.
Sigurjón Ragnar
Rögnvaldsson
30 ára Lena ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
sveinsprófi í gullsmíði og
er nú í fæðingarorlofi.
Maki: Hörður Jens Guð-
mundsson, f. 1981, lög-
fræðingur.
Synir: Hlynur Atli Harðar-
son, f. 2011, og óskírður
Harðarson, f. 2015.
Foreldrar: Kristján Giss-
urarson, f. 1953, hús-
gagnasmiður, og Anna
Fjóla Gísladóttir, f. 1960,
ljósmyndari.
Lena Rut
Kristjánsdóttir
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.