Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Mávurinn fjallar, eins og önnur kunn verk eftir Tsjekhov, um hóp af fólki sem leiðist og fílósóferar um líf- ið og tilveruna, manneskjuna og til- ganginn,“ segir Björn Thors, einn leikaranna í hinnu kunna leikriti Antons Tsjekhov (1860-1904), Máv- inum, sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Björn bætir við: „Þetta er einskonar stúdía á því hvernig við erum inn við beinið, um drauma okkar og þrár. Við tölum oft um það hvað við ætlum að gera en oft verður minna úr því hvað við gerum.“ Leikstjóri sýningarinnar er Yana Ross en hún fæddist í Litháen, ólst upp í Moskvu en nam í New York. Í samtali í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins í maí sagði hún meðal ann- ars: „Tsjekhov hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem vægðarlaus höfundur. Hann er algjörlega mis- kunnarlaus í skrifum sínum og óhræddur við að kryfja bæði sam- félag sitt og manneskjuna. Hann þorir að pota í okkur á sársauka- fyllstu stöðunum. […] Ég heillast af grimmdinni sem birtist í hreinskilni hans. Ég hef litla þolinmæði fyrir til- finningasemi og í mínum huga er ekkert væmið við verk Tsjekhov.“ Hljómbotn í klassíkinni Leikritið, sem var frumsýnt í Moskvu árið 1896, er sagt gaman- samt og alvarlegt í senn, það fjalli um lífið sjálft en þó einkum líf í list- um, ást og ástleysi. Leikarar í sýn- ingunni eru Björn Stefánsson, Björn Thors, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þór- unn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðrún S. Gísladóttir. Zane Pihlström hannar leikmynd og Filippía I. Elísdóttir búninga. „Sagan hverfist um fjölskyldu sem fer út fyrir borgina í sveitasetur – í uppsetningunni er búið að færa söguna til í tíma og rúmi og sögu- sviðið komið til Íslands,“ segir Björn. „Fjölskyldan fer í bústað og hittir þar vini og ættingja. Móðirin er þekkt leikkona og sonur hennar er ungur listamaður sem er að reyna að fóta sig. Í kringum þau safnast allskonar fólk, vinir, nágrannar, elskendur … “ Björn leikur þekktan rithöfund sem er ástmaður leikkonunnar. „Bóris Trígorín heitir hann í frumtextanum en er kallaður B.T. hjá okkur!“ segir Björn og hlær. „Það lýsir aðlöguninni að ein- hverju leyti. Leikstjórinn reynir að finna hljómbotn í klassíkinni sem kallast á við samtíma okkar og um- hverfi sem við tengjum við. Og kringumstæður sem við skiljum. Hún leitast við að tengja áhorfendur við söguna og ekki síður hópinn sem kemur að verkefninu. Hún gerir kröfur um að við sem komum að verkinu leggjum talsvert undir.“ Björn segir leikstjórann Ross búa yfir djúpum skilningi á verkum Tsjekhov og Rússlandi þessa tíma en í nálguninni sé líka nútímalegt al- vöruleysi og afbygging á klassík. „Hún er mjög trú höfundinum og leitast við að kalla fram hughrif sem Tsjekhov var sjálfur að vinna með en hún leitast líka við að ögra jafnvel og stuða … Þetta er ekta evrópskt af- byggingarleikhús, spennandi og skemmtilegt.“ Engar tilviljanir í nálguninni Þuríður Blær er nýútskrifuð leik- kona sem spreytir sig nú á Stóra sviðinu. „Þetta er mjög gaman – ég er loksins komin heim,“ segir hún um glímuna við Mávinn. Hún segir leikstjórann greinilega búinn að pæla gríðarmikið í verkinu, það séu engar tilviljanir í nálgun hennar. „Við sumt setti maður spurningarmerki þegar hún kom með það í æfingaferlinu en svo áttaði maður sig á því hvað hún var að fara. „Stúdía á því hve  Uppsetning Yana Ross á Mávinum eftir Tsjekhov frumsýnd í kvöld Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave er haldin í 8. sinn í Grundarfirði núna um helgina. Há- tíðin fer að mestu fram í Samkomu- húsi Grundar- fjarðar þar sem alþjóðlegar stutt- myndir eru sýnd- ar á föstudag og laugardag en á sunnudeginum eru sýndar ís- lenskar stutt- myndir en þá fer verðlaunaafhend- ingin fram. Áður en hátíðin hefst formlega er haldin vinnusmiðj- an WIFT (Women in film and televi- sion) í tvo daga og er opin öllum. Yf- irskrift smiðjunnar er „Surviving the rabbit hole“ en þar fá nemendur fræðslu í formi fyrirlestra og ráðgjöf fyrir komandi verkefni. Kvikmynda- gerðarfólk frá Norðurlöndum sér um smiðjuna sem er í boði WIFT. Þátttakendur eru um 30 og er meiri- hlutinn konur. „Markmiðið er að gefa kvik- myndagerðarmönnum sem vinna að lengri myndum verkfæri til að tak- ast á við það sem kemur upp þegar unnið er að lengri myndum,“ segir Dögg Mósesdóttir, stjórnandi og stofnandi hátíðarinnar. Hún segir að eitt af markmið- unum með WIFT sé að búa til tengslanet. Í kvikmyndabransanum er mikilvægt að kynnast vel þeim sem búa yfir meiri reynslu, að sögn Daggar. Hún bindur vonir við að það eigi eftir að ganga vel því hópurinn á eflaust eftir að kynnast vel á þessum tíma. Fleiri konur vilja búa til myndir í fullri lengd „Margir byrja á heimildamynd- um. Flestir sem ætla sér að búa til langar leiknar myndir byrja á leikn- um stuttmyndum,“ segir Dögg, spurð hvort flestir kvikmyndaleik- stjórar hefji ferilinn með stutt- myndagerð. Dögg bendir á að margar konur séu í heimildamyndagerð. Ástæðan er líklega helst sú að það er auðveld- ara að fjármagna þær, auðveldara er að vinna að slíkum myndum sam- hliða fjölskyldulífi og einnig felst minni fjárhagsleg áhætta í gerð þeirra. „Mjög margar konur langar að búa til myndir í fullri lengd og þeim fjölgar sífellt. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Dögg. Konur kjósa heim- ildamyndagerð  Vinnusmiðjur og verðlaunaveitingar Dögg Mósesdóttir Black Mass 16 Alríkislögreglumaðurinn John Connolly telur mafíós- ann James „Whitey“ Bulger á að vinna með lögreglunni gegn mafíunni. Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 21.00, 22.10, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.40 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Þrestir 12 Dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 15.30, 17.45, 20.00 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.30 Legend 16 Tvíburarnir Ronnie og Reggie Kray voru valdamestu glæpakóngar Lundúna og jafnframt þeir grimmustu. Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.30 Crimson peak 16 Ungi og metnaðarfulli rithöf- undurinn Edith Cushing upp- götvar að nýi, heillandi eig- inmaður hennar er ekki allur þar sem hann er séður Metacritic 69/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Egilshöll 20.00, 22.40 Akureyri 20.00, 22.30 Keflavík 22.30 The Martian 12 Geimfarinn Mark Watney er talinn af eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 17.00, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00, 21.00 Borgarbíó 21.00 Sicario 16 Alríkislögreglukonan Kate er í sérsveit við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 22.10 Smárabíó 22.50 The Intern Sjötugur ekkill sér tækifæri til að fara aftur út á vinnu- markaðinn og gerist lærling- ur á tískuvefsíðu. Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Kringlunni 20.00 The Walk Saga línudansarans Philippe Petit, sem gekk á milli Tví- buraturnanna. Metacritic 70/100 IMDB 8,0/10 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 20.00, 22.30 Háskólabíó 18.00, 20.00 Borgarbíó 20.00 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Mbl. bbmnn IMDb 75/100 Smárabíó 17.00 Vacation 12 Metacritic 34/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Töfrahúsið Við kynnumst hér kettlingi einum sem lendir á vergangi þegar vondur eigandi hans ákveður að losa sig við hann. Metacritic 47/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 16.00 Hotel Transylvania 2 Drakúla er í öngum sínum. Afastrákurinn hans, Dennis, er hálfur maður og hálfur vampíra. IMDB 7,7/10 Sambíóin Keflavík 17.50 Laugarásbíó 15.50 Smárabíó 15.30, 17.45 Inside Out Ung stúlka flytur á nýtt heimili og tilfinningar hennar fara í óreiðu. Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 15.40, 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Jóhanna - Síðasta orrustan Í myndinni er fylgst með störfum Jóhönnu og því sem gerist bak við tjöldin í Stjórn- arráðinu. Bíó Paradís 20.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í ís- lensku samfélagi vegna sam- skipta kvenna við setuliðið. Bíó Paradís 18.00 Stille Hjerte Bíó Paradís 18.00, 22.15 Pawn Sacrifice 12 Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 17.15 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 18.00 In the Basement Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Munaðarleysingi ferðast til töfraríkisins Hvergilands. Þar finnur hann bæði æv- intýri og hættur, og uppgötvar örlög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Álfabakka 15.00, 15.00, 15.00, 17.30, 17.30, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.30, 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Pan 10 Casper ákveður að flytja frá Danmörku til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA, en það hlýtur að enda með ósköpum. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 20.00, 20.00, 22.20, 22.40 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.10 Klovn Forever 14 Átta fjallgöngumenn fórust í aftakaveðri 11. maí árið 1996 á Everest. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.0, 20.00 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Smárabíó 17.00 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Everest 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.