Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur Hvaða lit mundir þú velja? Hafðu augun opin þann 22. október þegar heppinn áskrifandi hlýtur að gjöf glæsilegan Suzuki Vitara GLX að verðmæti 5.440.000 kr. í lit að eigin vali. VIÐ DRÖGUM eftir 6 daga Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Skert þjónusta er framundan í banka- og póstafgreiðslu á Þórshöfn eftir samruna Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands. Samruninn tók formlega gildi í byrjun sept- ember eftir að bankaráð Lands- bankans og stofnfjárhafar Spari- sjóðsins höfðu veitt samþykki sitt. Um miðjan október breytist af- greiðslutími Landsbankans á Þórs- höfn þannig að afgreiðslan verður ekki opnuð fyrr en kl. 12:30 í stað kl. 10:15 áður. Afgreiðsla Íslandspósts mun fylgja opnun Landsbankans svo að bæði banka- og póstþjónusta minnk- ar á svæðinu. Ferðir póstbíls falla ekki vel að þessum tíma þar sem póstbíllinn getur verið farinn af staðnum þegar afgreiðslan er opnuð svo að póstur frá Þórshöfn mun þá bíða flutnings til næsta dags. Í bréfi Landsbankans til við- skiptavina Sparisjóðsins, dagsettu 18. september sl., segir að Lands- bankinn muni halda úti afgreiðslu með óbreyttum afgreiðslutíma á Þórhöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Það kom því nokkuð á óvart þegar bankinn auglýsti breyttan opnunar- tíma á Þórshöfn rúmum hálfum mánuði síðar. Skortur á upplýsingaflæði Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur lýst áhyggjum sínum af þróun mála og þessari þjónustuskerðingu en fram kemur í fundargerð á vef Langanesbyggðar að sveitarstjórn telji með öllu óviðunandi þá skerð- ingu á póstþjónustu sem kemur í kjölfar þessa breytta opnunartíma Landsbankans. Einnig koma þar fram áhyggjur sveitarstjórnar vegna þeirra starfa sem eru í húfi og eru samfélaginu mikilvæg og átelur sveitarstjórn Landsbankann fyrir skort á upplýs- ingaflæði. Sveitarstjórn mun koma ályktun sinni á framfæri við Lands- bankann og Íslandspóst. Opnunartími eins og á sam- bærilegum stöðum Samkvæmt upplýsingum frá Landsbanka þá er þessi breyting á opnunartíma í samræmi við þjónustu á sambærilegum stöðum, til dæmis á Vopnafirði. Stöðugildum fækkar á Þórshöfn þar sem starfslokasamn- ingur verður gerður við starfsmann sem kominn er á aldur (eftir fjörutíu ára starf) og sú staða lögð niður á Þórshöfn. Einnig er starfshlutfall annars starfsmanns minnkað um 20%. Starfsemin sé þannig löguð að stærri mynd hjá Landsbankanum og fellur inn í hana. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á afgreiðslunum á Kópaskeri og Raufarhöfn. Yfirstjórnin er í höndum útibús- stjóra Landsbankans á Húsavík en þjónustustjóri ber ábyrgð á dag- legum rekstri afgreiðslnanna á Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópaskeri. Starfsemi sparisjóða á Þórshöfn heyrir nú sögunni til eftir 71 ár. Sparisjóður Þórshafnar og nágrenn- is var stofnaður árið 1944 og þjónaði byggðarlaginu allt til ársins 2013 þegar hann sameinaðist Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík undir nafninu Sparisjóður Norðurlands. Með þeirri sameiningu stóðu vonir til þess „að nýtt, sterkara afl yrði til innan sparisjóðanna og hagræðing næðist í rekstri, ásamt því að sam- runinn yrði hvatning og áskorun til annarra sparisjóða í landinu að fara sömu leið í þeim tilgangi að tryggja tilvist sparisjóða sem mótvægi á einsleitum fjármálamarkaði,“ eins og fram kom í bréfi til stofnfjáreig- enda Sparisjóðs Þórshafnar þar sem samruninn var kynntur. Samruni hélt áfram og um mitt árið 2014 sameinaðist Sparisjóður Bolungarvíkur Sparisjóði Norður- lands. Fljótlega eftir þá sameiningu fór að halla undan fæti því í ljós kom að lánasafn Sparisjóðs Bolungarvíkur hafði verið ofmetið og niðurstaðan sú að færa þurfti Bolungarvíkur- lánasafnið niður um 207 milljónir og var stofnfjáreigendum gerð grein fyrir þessu bréflega. Þessi staða kom stjórnendum Sparisjóðs Norð- urlands verulega á óvart þar sem hún var ekki í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram við samruna- áætlun. Rekstrargrundvöllur var því ekki lengur til staðar fyrir Sparisjóð Norðurlands og stjórnin leitaði leiða sem gætu styrkt eiginfjárgrunn sjóðsins eða þá að sameina hann öðru fjármálafyrirtæki. Árangur af þeirri vinnu varð að lokum samruni við Landsbankann sem tók formlega gildi 4. september. Þjónusta á Þórshöfn hefur verið skert  Afgreiðsla í bankanum og Póstinum verður ekki opnuð fyrr en kl. 12:30 í stað kl. 10:15 áður  Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur skerðinguna óviðunandi  Stöðugildum fækkar Morgunblaðið/Líney Landsbankinn Þjónusta bankans og Íslandspósts á Þórshöfn skerðist frá og með þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.