Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Burstað, lakkað, olíuborið, hand-
heflað, reykt, fasað, hvíttað...
hvernig vilt þú hafa þitt parket?
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur
AÐEINS 6 DAGAR
þar til við drögum
undanþágubeiðni var send til Seðla-
bankans frá slitabúi Glitnis og jafn-
langt er síðan slitastjórn Kaupþings
sendi bankanum bréf sem fól í sér
upplýsingar og fyrirspurnir varðandi
þau skref sem búinu væri nauðsyn-
legt að taka til þess að hægt væri að
fá samþykki bankans fyrir undan-
þágum, sem eru grundvöllur þess að
nauðasamningurinn verði samþykkt-
ur af kröfuhöfum.
Mörg úrlausnarefni
Að sögn þeirra sem þekkja vel til í
starfsemi slitabúanna munu þau
þurfa allt að viku til að ganga frá
skjölum þegar lokasvör hafa fengist
frá Seðlabankanum. Að því loknu
geta þau með formlegum hætti boðað
til kröfuhafafunda til að bera nauða-
samning undir atkvæði en sú boðun
mun taka þrjár vikur í tilfelli Glitnis
en fjórar vikur í tilfelli LBI og Kaup-
þings. Slitastjórnirnar munu þurfa
allt að viku til að leggja samningana
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og
dómstóllinn þarf í kjölfarið að boða til
meðferðar máls um samninginn og er
boðunarfrestur þar að lágmarki ein
vika. Í tengslum við framlagningu
samninganna þarf dómsformaður að
úthluta málinu á tiltekinn dómara.
Ekki er ljóst hversu langan tíma
dómarar munu taka sér til að fara yf-
ir samningana en þeir ásamt fylgi-
skjölum telja að minnsta kosti hundr-
uð blaðsíðna. Heimildir Morgun-
blaðsins herma að slitabúin telji
útilokað að ná samningum í gegn fyr-
ir áramót, komi til kærumeðferðar
fyrir héraðsdómi eða ef niðurstöðu
hans verður skotið til Hæstaréttar.
Seðlabankastjóri erlendis
Ekki náðist í Má Guðmundsson
seðlabankastjóra við vinnslu fréttar-
innar. Hann mun vera staddur er-
lendis í leyfi og er væntanlegur til
landsins á fimmtudaginn í næstu
viku.
Slitastjórnirnar telja
tímann vera á þrotum
Seðlabankinn verður að veita svör fyrir lok næstu viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Höft Seðlabankinn þarf að veita búunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Veiti Seðlabankinn ekki svör við und-
anþágubeiðnum slitastjórna Glitnis
og Kaupþings fyrir dagslok föstudag-
inn 23. október næstkomandi telja
slitastjórnir búanna útilokað að hægt
sé að ganga frá og fá samþykktan
nauðasamning fyrir héraðsdómi fyrir
áramót. Þetta herma áreiðanlegar
heimildir Morgunblaðsins sem hefur
það einnig eftir heimildarmönnum að
mikils titrings gæti innan slitabú-
anna vegna hægagangs Seðlabank-
ans í málinu.
Á sama tíma virðist slitastjórn
gamla Landsbankans (LBI) lengra
komin og að samkomulag við Seðla-
bankann liggi fyrir í meginatriðum.
Til marks um það hefur slitastjórnin
nú birt á lokuðum vef kröfuhafa meg-
inþorra þeirra skjala sem liggja
munu til grundvallar nauðasamningi.
Enn mun slitastjórnin þó ekki hafa
fengið endanlegt svar frá Seðlabank-
anum um hvort sú leið sem mörkuð
er í nauðasamningsdrögunum stand-
ist þær kröfur sem bankinn gerir til
þeirra hvað varðar efnahagslegan og
fjármálalegan stöðugleika þjóðar-
búsins. Slitastjórnin mun hafa talið
nauðsynlegt að birta fyrrnefnd gögn,
þrátt fyrir að endanlegt svar Seðla-
bankans hafi ekki borist, af þeim sök-
um að mjög strangar reglur gilda í
Bandaríkjunum hvað varðar upplýs-
ingagjöf af þessu tagi en lögsaga
samningsins mun að nokkru marki
teygja sig til kröfuhafa þar í landi.
Þrettán vikur eru nú frá því að
Hlutabréf Símans voru tekin til við-
skipta í gær í Kauphöll Íslands þegar
Orri Hauksson, forstjóri Símans,
hringdi viðskiptin inn í höfuðstöðvum
fyrirtækisins. Viðskipti fóru vel af
stað en verð bréfa félagsins fór hæst í
3,55 krónur á hlut innan dagsins. Við
lokun markaða var gengi bréfanna
3,49 krónur sem er um 5% yfir með-
algengi í nýlegu hlutafjárútboði. Alls
voru viðskipti með bréf Símans fyrir
622 milljónir króna í 159 viðskiptum á
fyrsta viðskiptadegi.
Síminn er stærsta fjarskiptafélag
landsins með 115 þúsund viðskipta-
vini og um 820 starfsmenn. Innan
samstæðu Símans eru sex dóttur-
félög, Míla, Sensa, Staki, On-Waves,
Talenta og Radíómiðun. Kjarnastarf-
semi fyrirtækisins er fjarskipti, fjöl-
miðlun og upplýsingatækni.
Kannast ekki við ólgu
Stjórn Símans sendi frá sér yfirlýs-
ingu undir lok dags í gær þar sem
fagnað var þeim mikla áfanga sem
félagið hafi náð með skráningu í kaup-
höll. Stjórnin þakkar öllum sem að
skráningunni komu fyrir góð vinnu-
brögð og óeigingjarnt starf. Í tilkynn-
ingunni segir að stjórnin kannist ekki
við að ólga sé innan hennar vegna
framkvæmdar útboðsins, eins og full-
yrt hafi verið í fréttum. Stjórnin telur
að við þessi tímamót verði fag-
mennska sem fyrr aðalsmerki félags-
ins.
Síminn kominn í Kauphöllina
622 milljóna
króna viðskipti á
fyrsta degi
Morgunblaðið/Golli
Hlutabréf Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringir fyrstu viðskiptin inn.
● Greining Ís-
landsbanka spáir
4,3% hagvexti í ár
og 4,4% hagvexti
á næsta ári í nýrri
þjóðhagsspá sem
kynnt var á Fjár-
málaþingi Íslands-
banka í gær. Bank-
inn sér svo fram á
talsvert hægari
hagvöxt á árinu
2017, eða 2,5%. Íslandsbanki telur að
þáttaskil séu að eiga sér stað í íslensku
efnahagslífi og að eftir tímabil talsverðs
slaka séu nú farin að sjást merki um
spennu á vissum sviðum hagkerfisins.
Yfirstandandi ferli við losun fjármagns-
hafta skapi þó óvissu um þróun efna-
hagsmála á næstunni.
Spá miklum hagvexti
Bankinn spáir 4,4%
hagvexti næsta ár.
!
"#!
$!
#
# #
$
$#
!""
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
!
!!
"$
5 "
#
#$#
$
$#
!#
#
$
"
$
#!!
##
$#!
$5
!#
!!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á