Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
Tríóið Kokteilpinnarnir heldur
hausttónleika í Kiðagili í Bárðardal
annað kvöld kl. 20 sem bera yfir-
skriftina Komdu í kvöld. Á þeim
verða flutt íslensk dægurlög frá ár-
unum 1950-1980. Tríóið skipa leik-
ararnir Valgerður Sigurðardóttir,
Karl Pálsson og Anna Sæunn Ólafs-
dóttir sem hafa lagt stund á tónlist
og söng. „Við viljum bjóða fólki að
gera sér bíltúr út í sveit til að hitta
fólk í góðri stemningu ásamt því að
smakka nýskapaðan sveita-rabar-
barakokteil, til að standa undir
nafni,“ segir tríóið í tilkynningu.
Komdu í kvöld með
Kokteilpinnunum
Kokteilpinnar Skemmta í Kiðagili.
Ljósmynd/Anna Sæunn
Sýningin Geimþrá verður opnuð í Ásmundar-
safni í dag kl. 18. Á henni eru verk eftir lista-
menn sem hver um sig hafa sett mark sitt á ís-
lenska listasögu 20. aldar, einkum þegar litið
er til þrívíðrar myndlistar, eins og segir í til-
kynningu. Auk verka Ásmundar Sveinssonar
eru sýnd verk eftir Gerði Helgadóttur, Jón
Gunnar Árnason og Sigurjón Ólafsson sem
voru undir áhrifum frá módernisma síðustu
aldar þegar trú á nýjungar og tækni var drif-
kraftur bæði vísinda og lista. „Leiðarstef sýningarinnar er sameiginlegur
áhugi þeirra á himingeimnum og vísindum tengdum honum,“ segir í til-
kynningu. Sýningarstjórar eru Klara Þórhallsdóttir og Heiðar Kári Rann-
versson. Frekari upplýsingar má finna á listasafnreykjavikur.is.
Geimþrá í Ásmundarsafni
Geimþrá Kynningarmynd fyrir
sýninguna í Ásmundarsafni.
Ef ég hefði verið… nefnist sýning
bandarísku listakonunnar Ninu Zu-
rier sem verður opnuð í Sjóminja-
safninu í Reykjavík í dag, föstudag,
klukkan 17. Verkin byggjast á ljós-
myndum úr safneign Ljósmynda-
safnsins í Reykjavík sem Nina notar
sem grunn að eigin verkum. Sam-
nefnd bók kom út hjá bókaútgáfunni
Crymogea í vor.
Nina Zurier hefur dvalið lang-
dvölum á Íslandi á undanförnum ár-
um, hefur eytt miklum tíma í að fara
yfir gamlar ljósmyndir frá Íslandi og
lagt sig fram um að læra íslensku.
Hún segir verkin á sýningunni vera
uppdiktaðar sögur af því hvernig líf
hennar hefði mögulega getað orðið
ef hún hefði alist upp á Íslandi í stað-
inn fyrir í miðvesturríkjum Banda-
ríkjanna.
Sigrún Alba Sigurðardóttir menn-
ingarfræðingur skrifar um verk
hennar: „Úr raunverulegum minn-
ingum hefur Nina skapað tilbúnar
minningar sem aftur kveikja raun-
verulegar minningar hjá áhorfand-
anum…“
Uppdiktað Ljósmynd eftir Gunnar
Rúnar Ólafsson á sýningunni.
Sögur með ljósmyndum
tolo gerir sér grein fyrir. Greifinn
bregður sér í ýmis gervi og má á
stundum litlu muna að illa fari. En
allt fer þó vel að lokum,“ segir þar.
„Það er eiginlega erfiðara að leika
gamanhlutverk en dramatískt, finnst
mér. Kannski er ég bara svona
dramatískur, ekki nógu fyndinn,“
segir Oddur kíminn, spurður að því
hvort hið spaugilega hlutverk rak-
arans reyni ekki mjög á leikhæfi-
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Íslenska óperan frumsýnir annað
kvöld Rakarann frá Sevilla, gaman-
óperu Gioacchino Rossinis frá árinu
1816, í Eldborgarsal Hörpu. Óperan
er ein sú vinsælasta í sögunni og ein
af þeim sem oftast hafa verið færðar
á fjalir óperuhúsa heimsins.
Ágústa Skúladóttir leikstýrir upp-
færslunni og með titilhlutverkið,
hlutverk rakarans Fígaró, fer barí-
tónsöngvarinn Oddur Arnþór Jóns-
son sem hlaut mikið lof fyrir túlkun
sína á Rodrigo í Don Carlo hjá Ís-
lensku óperunni í fyrrahaust, var
valinn Bjartasta vonin á Íslensku
tónlistarverðlaununum í ár og til-
nefndur til Grímunnar sem söngvari
ársins. Í öðrum hlutverkum eru
Gissur Páll Gissurarson sem Alma-
viva greifi, Sigríður Ósk Kristjáns-
dóttir og Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni
Thor Kristinsson og Jóhann Smári
Sævarsson í hlutverki Dr. Bartolo,
Kristinn Sigmundsson og Viðar
Gunnarsson í hlutverki Don Basilio,
Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello
og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki
Bertu. Hljómsveitarstjóri er Guð-
mundur Óli Gunnarsson og verður
óperan sungin á ítölsku en íslenskri
þýðingu varpað á skjái.
Má ekki fara yfir strikið
Í óperunni segir af ungum og efn-
uðum greifa, Almaviva, sem er ást-
fanginn af Rosinu en fjárhaldsmaður
hennar, Bartolo, ætlar ekki að láta
aðra hreppa hnossið, eins og segir á
vef Íslensku óperunnar. „Með aðstoð
Fígarós rakara, hins óþreytandi alls-
herjarreddara, beitir Almaviva ýms-
um brögðum til að ná fundum hinnar
fögru Rosinu, sem er klókari en Bar-
leika hans. „Það má heldur ekki fara
yfir strikið í því að reyna að vera
fyndinn því þá fer öll fyndni úr að-
stæðunum. Maður má ekki taka
fyndnina úr aðstæðunum eða draga
að sér athygli á röngum augnablik-
um.“
Liggur mjög hátt fyrir barítón
Oddur syngur eina þekktustu aríu
óperusögunnar í Rakaranum frá Se-
villa, Largo al factotum, og segir
hann dálitla pressu fylgja því, að
syngja hana almennilega. Blaðamað-
ur minnist þess að hafa heyrt aríuna
fyrst í teiknimynd með Bugs Bunny,
Kalla kanínu, og spyr hvort það eigi
líka við um Odd. „Já, ég held það,“
segir hann og hlær en bætir við að
líklega hafi hann þó heyrt aríuna
fyrst í flutningi Robins Williams
heitins í gamanmyndinni Mrs.
Doubtfire. „Þetta er náttúrlega aría
sem maður heyrir alls staðar,“ segir
Oddur og bendir á þekkta sjónvarps-
auglýsingu fyrir Filippo Berio ólífu-
olíu.
-Þetta er mjög erfið aría að
syngja, ekki satt?
„Ég held að þetta sé erfiðasta aría
sem ég hef sungið. Hún liggur ótrú-
lega hátt fyrir barítón og er líka hröð
þannig að maður verður að passa sig
að hlaupa ekki of hratt því þá hefur
maður ekki orku í að klára hana.“
-Er hlutverk rakarans annars
raddlega snúið?
„Það liggur mjög hátt og það eru
margir hraðir kaflar með miklum
texta en mér finnst það sitja vel í
röddinni í mér,“ svarar Oddur.
Önnum kafinn
Oddur er 31 árs, nam við Söng-
skólann í Reykjavík og hlaut í fyrra
meistaragráðu frá Universität Moz-
arteum í Salzburg í Austurríki og
auk hennar Lilli Lehmann-
viðurkenninguna fyrir framúrskar-
andi meistarapróf í óperusöng. Hann
hefur hlotið fjölda viðurkenninga í
alþjóðlegum keppnum fyrir söng
sinn. Í fyrra söng hann hlutverk Ro-
drigo í Don Carlo og núna glímir
hann við Fígaró. Og það eru mörg
verkefni framundan hjá honum fram
að áramótum. „Ég syng í Messíasi
með Dómkórnum í Reykjavík 28.
október og á hádegistónleikum í
Hafnarborg 3. nóvember. 6. desem-
ber syng ég á jólatónleikum Krist-
jáns Jóhannssonar og síðan er það
Jólaóratorían í Hofi á Akureyri með
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og
Óperudraugarnir um áramótin,“ tel-
ur Oddur upp.
-Það er nóg að læra heima?
„Já, það er ágætt í bili,“ segir
Oddur og hlær.
„Erfiðasta aría sem ég hef sungið“
Oddur Arnþór Jónsson syngur titilhlutverk Rakarans frá Sevilla sem Íslenska óperan frumsýnir í
Eldborg í Hörpu annað kvöld Oddur segir gamanhlutverk reyna meira á en dramatísk hlutverk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krefjandi Oddur og Guðrún Jóhanna sem syngur hlutverk Rosinu, á æfingu á Rakaranum frá Sevilla.
Hæ sæti,
hvað ert þú að borða?
– fyrir dýrin þín
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022
AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is