Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g vakna ekki klukk-
an átta og sem ljóð
fram til klukkan eitt-
hvað. Ljóðið kemur til
mín þegar því hentar,
en ég passa að halda öllum gluggum
opnum og loka engum dyrum. Þó
mér finnist ég ekki hafa neinn tíma
til að sinna ljóðinu í annríki vinnu
minnar sem kennari, þá þröngvar
það sér gegnum allt. Ég held tryggð
við ljóðið af því það er alltaf jafn
mikil áskorun að kljást við það,
þetta er oft ótrúleg glíma! Ljóða-
gerð er líka þerapískt fyrirbæri, ka-
þarsis, það býr yfir þeim galdri að
fólk getur skrifað sig frá sorg, ótta
og sársauka. Ljóðið veitir huggun
og svölun. Ég ligg til dæmis í ljóða-
söfnum þegar ég er lasin,“ segir
ljóðskáldið og listakonan Margrét
Lóa Jónsdóttir sem sendir nú frá
sér ljóðabókina Frostið inni í haus-
kúpunni.
Rómantísk og viðkvæm
„Lífið er ákveðið ferðalag og í
þessari nýju ljóðabók fjalla ég um
heimsreisu sem hefst í hjartanu.
Mörg ljóðanna urðu til á flug-
stöðvum, því þar opnast árvökult
tígrisauga okkar og þar vaknar um
leið ákveðin frumskógartilfinning.
Þetta er líka bók um það að vera
einn á ferðalögum og um þrána.
Þarna eru líka minningarljóð og ást-
arljóð og hugleiðingar um einveru.
Ég er mjög rómantísk manneskja
og viðkvæm og einvera finnst mér
dásamlegt fyrirbæri. Einsemd er
allt annað. Ég þarf stundum að
minna mig á gamla góða máltækið:
Maður er manns gaman, úr Háva-
málum, því mér finnst svo gott að
vera ein. En á sama tíma er ég fé-
lagslynd og fyrir mér er vináttan
hástig mannlegs samfélags. Og
gleymum ekki vináttunni við okkur
sjálf, að geta verið sjálfum okkur
næg og að vera okkur góð.“
Margrét Lóa lærði heimspeki á
sínum tíma og segir það alltaf fylgja
sér. „Í nýju bókinni vinn ég með
Margrét Lóa Jónsdóttir skáldkona og listakona á 30 ára
afmæli sem ljóðskáld og nú sendir hún frá sér sína níundu
ljóðabók, Frostið inni í hauskúpunni, en þar segir m.a. frá
heimsreisu sem hefst í hjartanu.
Úr viðtali Í Helgarpóstinum 17. okt 1985 þegar fyrsta ljóðabókin kom út.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ung skáldkona Margrét Lóa með dóttur sína Viktoríu árið 1991.
Framundan er Fuglavika í Reykjavík,
vika tileinkuð hinu fjölskrúðuga
fuglalífi borgarinnar, gildi þess fyrir
borgarbúa og mikilvægi Reykjavíkur
og nágrennis fyrir viðkomu og velferð
íslenskra fugla. Í Fuglaviku verður
boðið upp á ýmsa fræðsluviðburði
sem allir tengjast fuglum í borginni.
Að Fuglaviku standa Fuglavernd –
stærstu félagasamtök landsins á
sviði fuglaverndarmála og Reykjavík -
iðandi af lífi, sem er fræðsluátak á
vegum Reykjavíkurborgar um náttúru
borgarinnar.
Markmið Fuglaviku er að vekja at-
hygli á hversu mikið og fjölbreytt
fuglalíf er í borginni, jafnvel inni í
þéttasta þéttbýlinu, að varpa ljósi á
hin ótrúlega mörgu og mikilvægu bú-
svæði fyrir fugla sem finnast í okkar
næsta nágrenni og að upplýsa og
deila hvert með öðru gildi þess að
umgangast fugla.
Dagskrá Fuglaviku hefst formlega
á morgun, laugardag, með mál-
þinginu „Fuglar í borg“ sem hefst kl.
13 í hátíðarsal Norræna hússins. Þar
verða flutt þrjú ólík erindi, um mik-
ilvægustu fuglabúsvæði í borginni,
um sjónarhorn fuglaljósmyndarans
og um fugla sem viðfangsefni í leik-
skólastarfi. Málþingið er opið öllum,
boðið verður upp á kaffi og strax að
málþinginu loknu kl. 15 verður stutt
fuglaskoðun í Friðlandinu í Vatns-
mýri.
Boðið verður upp á fjölmargar
fuglaskoðanir í Fuglaviku, þ. á m.
fuglaskoðun sem ætluð er börnum og
fuglaskoðun á ensku. Þessar fugla-
skoðanir verða víða í borginni á
þekktum fuglastöðum. Einnig verður
boðið upp á skemmtilegan viðburð í
Grasagarði Reykjavíkur sem leik-
skólabörn í nágrenninu taka þátt í.
Dagskrá Fuglaviku er aðgengileg á
vefsíðunum www.fuglavernd.is og vef
Reykjavíkur - iðandi af lífi, www.-
reykjavik.is/idandi. Einnig á Face-
book þar sem einstakir viðburðir hafa
sína eigin síðu.
Í tilefni Fuglaviku er gefinn út nýr
fræðslubæklingur sem heitir Fugla-
skoðun í Reykjavík en þar er gefið yf-
irlit yfir góða fuglaskoðunarstaði í
borginni og þeim gerð skil á sérstöku
korti. Bæklingurinn verður einnig
gefinn út á ensku og verður aðgengi-
legur á netinu frá og með 17. október.
Vefsíðan www.fuglavernd.is
Ljósmynd/Björn Ingvarsson
Svanir Fuglar eru allskonar og gaman er að umgangast þá í hversdagslífinu.
Fuglaskoðanir, málþing og
skemmtilegheit á Fuglaviku
Það er alltaf fallegt þegar vinir taka
sig saman og gera eitthvað til að
safna fyrir þá sem eiga um sárt að
binda. Og það er sannarlega gefandi
fyrir alla að leggja eitthvað af mörk-
um til að hjálpa öðrum. Því er full
ástæða til að hvetja fólk til að skella
sér á tónleika í kvöld og njóta fagurs
söngs og láta eitthvað af hendi rakna
í leiðinni.
Tónleikar undir yfirskriftinni Bleik-
ur kraftur kvenna verða í kvöld,
fimmtudag, klukkan 20.00 í Snorra-
búð, tónleikasal Söngskólans í
Reykjavík, við Snorrabraut 54 í
Reykjavík. Þetta eru sérstakir styrkt-
artónleikar fyrir Karólínu Borg Sig-
urðardóttur sem greindist með
krabbamein í brjósti síðast liðið vor.
Aðgangur er ókeypis, en tekið er á
móti frjálsum framlögum í gjafa-
kassa sem verður á staðnum.
Um sönginn ætla þær að sjá kon-
urnar Björg Pétursdóttir, Una Dóra
Þorgeirsdóttir, Halla Marínósdóttir
og Birgitta Sif Jónsdóttir.
Píanóleikari verður Arnhildur Val-
garðsdóttir. Allir velkomnir.
Vinkonur syngja saman
Bleikur kraftur kvenna á
styrktartónleikum í Snorrabúð
Morgunblaðið/Þórður
Söngskólinn í Reykjavík Fagurt hús sem stendur við Snorrabraut.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566
Pabobo næturljósin lýsa
upp skammdegið fyrir
mikilvægasta fólkið...
facebook.com/biumbiumstore | Instagram: @biumbiumstore
Barbapapa ljós verð 12.990,- stk.
Barbapapa sería verð 9.990,- stk.
Heimsreisa sem
hefst í hjartanu