Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
✝ Sigríður Grön-dal fæddist í
Reykjavík 9. febr-
úar 1956. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 7. október
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Grön-
dal, sellóleikari, f.
15. október 1935, d.
1. desember 2013,
og Valgerður B. Gröndal, f. 29.
maí 1934. Páll og Valgerður
áttu fimm börn og voru systkini
Sigríðar þau: Kristrún Elísabet,
f. 1957, Sigurlaug Berglind, f.
1960, Steinunn Björk, f. 1962,
og Bjarni Ragnar, f. 1965.
Sigríður giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kristni
Gestssyni, framkvæmdastjóra, í
Reykjavík árið 1979. Foreldrar
hans voru Gestur Guðmundur
Þorkelsson, f. 26. desember
1933, d. 12. september 2004, og
framhaldsnámi í söng í Hol-
landi árið 1988. Sigríður sigr-
aði Söngkeppni sjónvarpsins
árið 1983 og var fyrst Íslend-
inga til að keppa í „BBC Car-
diff Singer of the World“. Hún
tók þátt í mörgum uppfærslum
Íslensku óperunnar, kom fram
með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
söng einsöng með kórum bæði
á Íslandi og erlendis og kom
fram á fjölmörgum tónleikum
sem einsöngvari. Á síðari árum
helgaði Sigríður sig kórtónlist
og söng með Kór Langholts-
kirkju og Kammerkórnum
Ópus 12. Hún stundaði rekstr-
arnám í Háskólanum á Bifröst
og vann við bókhaldsstörf hjá
Heklu, Öskju og síðast hjá Lög-
giltum endurskoðendum. Sig-
ríður var jafnframt virk í fé-
lagsstörfum og kom að
uppbyggingu safnaðarstarfs
hjá Þjóðkirkjunni, kom að
starfsemi Lútherskrar hjóna-
helgar á Íslandi og var með-
limur í Oddfellow-reglunni.
Útför Sigríðar verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag, 16.
október 2015, kl. 13.
Gerður Brynhild-
ur Ívarsdóttir, f.
16. september
1936, d. 23. maí
2000. Sigríður og
Kristinn eignuðust
tvö börn: 1) Krist-
ínu Höllu, stjórn-
málafræðing, f. 2.
júlí 1984, maki
Friðþjófur Þor-
steinsson, ljósa-
hönnuður, f. 16.
desember 1984, og 2) Atla Þór,
sagnfræðinema, f. 17. október
1992.
Sigríður gekk í Mennta-
skólann í Reykjavík og lauk síð-
ar verslunarprófi í Færeyjum.
Tónlistin átti þó hug hennar
allan en hún hóf söngnám í
Tónlistarskóla Kópavogs árið
1972 og síðar í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar. Hún lauk burt-
fararprófi frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1983,
einsöngvaraprófi árið 1984 og
Að setjast niður og skrifa
minningarorð um systurdóttur
mína sem féll frá í blóma lífsins
úr þessum illvíga sjúkdómi sem
alltof marga hremmir er erfitt.
Foreldrar hennar bjuggu
heima hjá okkur, þegar Sigga
fæddist, á meðan þau biðu eftir
húsnæði fyrir sig. Ég hafði ekki
mikið umgengist ungbörn áður.
„Og þvílíkt undur“ að sjá þetta
litla barn í vöggunni sinni, fá að
horfa á þegar verið var að baða
hana, sjá fyrsta brosið hennar
og fylgjast með henni þroskast.
Ég flýtti mér alltaf heim úr skól-
anum því ég vildi ekki missa af
neinu. Mér fannst Sigga falleg-
asta barn í heimi og ég varð svo
stolt þegar sást að hún var rauð-
hærð eins og ég. Það var aldrei
lognmolla í kringum hana er hún
óx úr grasi.
Er ég kom í heimsókn suður,
með Ingu Birnu dóttur mína, þá
var oft líf og fjör hjá ömmu í
Drábó. Hún og Bía sýndu
frænku sinni úr sveitinni ýmsar
kúnstir. Ég hugsa að Sigga hefði
sveiflað sér í ljósakrónunni hjá
ömmu ef það hefði verið hægt.
Hún minnti mig alltaf á Línu
langsokk. En er tímar liðu þá fór
þessi prúða stúlka að koma og
biðja um að fá að spila á lélegan
plötuspilara sem ég átti. Hún
lokaði sig inni í herbergi og spil-
aði aftur og aftur tvær plötur frá
mér með Gunnu Sím (Guðrúnu
Á. Símonar) alveg á hæsta styrk.
Fjölskyldurnar í húsinu sýndu
mikla þolinmæði. En nú vitum
við hvað hún var að gera, þetta
voru hennar fyrstu söngtímar.
Sigga skrifaði mér alltaf hvar
sem hún var yfir sumartímann
og sagði mér fréttir úr sveitinni
þar sem hún dvaldist og þegar
hún fluttist til Færeyja fóru allt-
af bréf á milli okkar og jólapakk-
arnir voru alltaf spennandi. Síð-
ast skrifaði hún mér frá
Hollandi er hún var við söngnám
þar.
Gaman var að fara í Óperuna
og sjá hana á sviðinu og hlusta á
hennar yndislegu rödd. En svo
fékk hún þennan illvíga sjúk-
dóm. Ég hef fylgst með henni úr
fjarlægð, hvað hún barðist hetju-
lega við sjúkdóminn sem sigraði
hana að lokum.
En litla stúlkan sem var í
vöggunni sinni heima var alltaf
stúlkan mín.
Ég votta aðstandendum inni-
lega samúð við fráfall hennar.
Megi algóður guð styrkja ykkur.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og
stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér –
gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir)
(Höf. ókunnur.)
Þín móðursystir,
Halla Bjarnadóttir,
Vatnsleysu.
Mig langar til þess að minnast
elsku frænku minnar. Hún Sigga
móðursystir mín var svo sann-
arlega ferskur andblær í lífi
þeirra sem hana þekktu.
Kannski er réttara sagt að það
hafi hreinlega gustað af henni.
Með rauða liðaða hárið sitt,
freknurnar og gulleyrnalokkana
sína. Ég man ekki eftir öðru en
að ég hafi alltaf litið upp til
hennar, allt frá því að ég hafði
einhverja óljósa meðvitund um
glæsilegu frænkuna mína sem
bjó í Hollandi. Sem kom svo í
heimsókn með það fínasta galla-
pils sem sögur hafa farið af. Jú,
árið var líklega 1986 og ég fimm
ára með stjörnur í augum.
Einhverjum árum síðar, þeg-
ar litla fjölskyldan var flutt heim
frá Hollandi, birtist Sigga
frænka færandi hendi með fullan
bréfpoka af nýbökuðum birkir-
únstykkjum og efndi til veislu.
Minningin um þær systur, sitj-
andi í eldhúsinu skellihlæjandi.
Það tók nefnilega enginn bakföll
af hlátri líkt og Sigga. Hann óm-
aði um allt hús, dillandi og skær.
Ég verð alltaf svo glöð í hjart-
anu þegar ég hugsa um Siggu og
alltaf var ég svo upp með mér
þegar mér var líkt við hana,
hvort sem var í útliti eða að upp-
lagi.
Því hún var svo sannarlega
mikil smekkkona og skörungur
hún frænka mín. Hún naut sín
einkar vel í ömmusystur hlut-
verkinu og fékk Agnes Brynja
mín svo aldeilis að njóta þess.
Frænkumúsin talar mikið um
Siggu frænku sína á himnum, og
við erum alveg vissar að nú sitji
þau, Sigga frænka, afi Gummi
og Palli langafi, einhvers staðar
kímin og hafa það vonandi
huggulegt saman.
Þegar ég sá Siggu í síðasta
sinn datt mér ekki í hug að þetta
væri í síðasta skipti sem ég fengi
að knúsa hana. Hún kom í af-
mælisveisluna hennar mömmu
þrátt fyrir að heilsan væri í raun
miklu verri en hún lét uppi. Og
það var kannski svolítið Sigga,
hún var svo ótrúlega sterk. Hún
lét engan bilbug á sér finna og
ætlaði svo sannarlega að sigra
þessa baráttu en varð þó á end-
anum að lúta í lægra haldi fyrir
þessum andstyggilega sjúkdómi.
Elsku hjartans Kiddi, Kristín
Halla, Fiffi og Atli Þór, við send-
um ykkur og öðrum aðstandend-
um, okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Þó söngröddin sé þögnuð
bergmálar hláturinn enn, minn-
ingin lifir um góða frænku.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir
löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Valgerður Gréta, Hjörtur
Þór og Agnes Brynja.
Árið 2001 fór stúka nr. 11,
Þorgeir, til Halifax í afar ein-
staka ferð. Þá tók ég fyrst eftir
ákaflega glæsilegri konu sem
gustaði af og var afar snögg og
einbeitt í fasi. Sýnilega örugg í
framgöngu. Þarna var Sigga
okkar komin til að vera, í mínum
huga. Alltaf var hún glöð og
gaman að tala við hana, full af
visku og þroska. Leiðir okkar
lágu svo náið saman þegar mér
var boðið að vera með í söng
stúkunnar Þorgeirs. Síðan var
Opus 12 stofnaður og þá byrjuðu
okkar kynni fyrir alvöru. Árið
2009 gekk Sigga í stúkuna mína,
Bergþóru, og var það mikill
fengur að fá hana til starfa. Þar
sungum við saman uppi á lofti á
fundum og styrktum mjög okkar
kynni. Sigga var mikill Oddfell-
owi í sér, alltaf tilbúin hvenær
sem kallað var. Í systrasjóð kom
hún til starfa en oft með áhyggj-
ur af því að gera ekki nóg. Fyrir
stuttu var tekinn upp söngur á
geisladisk fyrir athafnir stúk-
unnar og lagðist þá söngurinn
niður á loftinu. Nú höfum við fal-
lega sönginn hennar Siggu á öll-
um fundum og minnumst hennar
endalaust. Takk fyrir dásamlega
samveru, kæra systir. Elsku
Kiddi, Kristín, Atli og aðrir að-
standendur. Guð styrki ykkur í
ykkar sorg.
Anna Lóa, systir í Rebekku
stúku nr. 1 Bergþóru.
Englum himins hefur bæst
góður liðsauki. Hún Sigga okkar
hefur líklega ekki dregið það
lengi að ganga í kórinn. Vinátta
okkar við Siggu og Kidda hófst á
miðjum aldri. Við vorum samtíða
á vettvangi Lúterskrar hjóna-
helgar. Yndisleg og nærandi
samvera varð að ómetanlegri
vináttu. Þegar við kynntumst
hafði Sigga þegar flogið víða á
vængjum söngsins og sungið sig
inn í hug og hjarta fjölda fólks,
en var farin að lækka flugið og
helga sig meira fjölskyldunni.
En hún hélt þó alltaf einkennum
góðrar prímadonnu og hafði
mjög fallega söngrödd. Margs er
að minnast, m.a. margra ynd-
islegra tónleika Siggu og félaga.
En ein minningin smýgur um
merg og bein. Við skruppum í
bíltúr með þeim hjónum að
skoða tjöld og enduðum á
„einkatónleikum“. Við erum
bara fjögur stödd í stóru ryðg-
uðu flugskýli. Stórkostlegur
hljómfagur söngurinn hennar
Siggu hljómar í algerri and-
stæðu við ryðgað bárujárnið. Og
hljómburðurinn eins og hann
gerist bestur. Eftir á kölluðum
við þetta kvöldið sem við fórum
að skoða fasteign með þeim, út
að borða, í flugferð og enduðum
á tónleikum. Allt mjög menning-
arlegt, en í einfaldari útgáfu en
venjan er, fasteignin var tjaldið
fyrir þau hjónin og annað eftir
því, pulsa og hugrænn flugtúr.
En söngurinn var alvöru og við
skemmtum okkur konunglega.
Það varð eins og rauður þráður í
gegnum allar okkar samveru-
stundir að njóta lífsins á meðan
við höfum það. Sem var eins
gott, því þessi ár ómetanlegs
vinskapar hafa liðið allt of fljótt
og allt of fljótt kom að því að
Sigga þyrfti að hefja harða bar-
áttu við sjúkdóminn sem nú hef-
ur lagt hana að velli. Sigga var
allt í senn, ákveðin, drífandi,
skemmtileg, vinur vina sinna,
trúuð og ákaflega réttlát og góð
manneskja, umhyggjusöm móðir
og ástrík eiginkona. Við verðum
mörg sem söknum hennar sárt.
En við viljum trúa því að hún sé
samt með okkur áfram í anda og
huggum okkur við það að nú líði
henni loksins vel. Elsku Kiddi,
við biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur Atla, Kristínu og
Fiffa og fjölskylduna alla. Bless-
uð sé minning okkar kæru vin-
konu, Sigríðar Gröndal.
Kristín og Ásbjörn.
Elskuleg vinkona okkar, Sig-
ríður Gröndal, eða Sigga eins og
við kölluðum hana jafnan, er lát-
in, eftir harða baráttu við
krabbamein.
Við kynntumst fyrir um það
bil 10 árum þegar við hófum að
syngja saman í Kammerkórnum
Ópus12, en meðlimir kórsins eru
ýmist stúkubræður í Oddfellow-
stúkunni Þorgeiri nr. 11, eða
makar stúkubræðra. Um svipað
leyti hófst barátta Siggu við
sjúkdóminn og var fyrstu með-
ferð nýlokið þegar við fórum til
Vínarborgar á kóramót á að-
ventu árið 2006. Með í för okkar
voru fjöldi stúkubræðra og mak-
ar. Árin sem síðan eru liðin höf-
um við alltaf hist nokkuð reglu-
lega og æft og haldið tónleika á
aðventu og á vorin, okkur sjálf-
um, fjölskyldum og vinum til
ánægju. Stjórnandi okkar hefur
alla tíð verið Signý Sæmunds-
dóttir söngkona. Það sem ein-
kenndi Siggu fyrst og fremst var
glaðværð hennar og umhyggja
fyrir náunganum. Það var ekki
hennar máti að kvarta og kom-
um við síðast fram á skemmtun
fyrir stórstúkuþing Oddfellowa
nú í vor, en þá var Sigga þegar
langt leidd af sjúkdómi sínum.
Hún var ákveðin í því að berjast
og ætlaði sér að komast til heilsu
á ný. Söngur var hennar yndi og
hún hafði á því sviði mikla hæfi-
leika. Ung að árum vann hún til
verðlauna á erlendum vettvangi
fyrir söng sinn. Samvera með
þeim hjónum hefur verið okkur
öllum endalaus uppspretta gleði
og ánægju. Nú þegar aðventan
nálgast munum við minnast
Siggu, en henni þótti sérstak-
lega vænt um þennan tíma og
naut þess að syngja jólalögin,
sem fjalla svo mörg um gleði og
frið. Við munum minnast glað-
værðar hennar og biðjum al-
mættið um styrk fyrir eigin-
mann hennar og fjölskyldu við
fráfall hennar.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson)
F.h. Kammerkórsins Ópus12
og maka,
Anna Karlsdóttir.
Sigríður Gröndal
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
bróður okkar, mágs og vinar,
EYÞÓRS EINARSSONAR
frá Moldnúpi,
Dvalar - og hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kirkjuhvols fyrir góða og
alúðlega umönnun.
.
Guðjón Einarsson, Þuríður Kristjánsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir,
Baldvin Einarsson, Sigurveig Haraldsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir,
Sigurjón Einarsson, Auður Jóna Auðunsdóttir,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JENS KRISTJÁNSSON,
Breiðuvík 6,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri
þriðjudaginn 13. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 23. október klukkan 13.
.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Jensson, Ragnheiður Þórólfsdóttir,
Sigurður Jensson, Sjöfn Kolbeins,
Jóna Karen Jensdóttir, Guðjón Símonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegs föður, afa og
langafa,
JÓNS JÓSEFS MAGNÚSSONAR
bónda,
Steinnesi,
Austur-Húnavatnssýslu.
Sérstakar þakkir fá umönnunaraðilar.
F.h. aðstandenda,
.
Vilmundur Jósefsson, Þórhildur Lárusdóttir,
Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir,
Sigrún Lóa Jósefsdóttir, Grétar Geirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, dóttur og systur,
LINDU MARÍU JÓNSDÓTTUR,
Heiðvangi 12,
Hellu.
Sérstakar þakkir eru til sr. Guðbjargar
Arnardóttur, Kvenfélagsins Unnar, Kvenfélags Oddakirkju og
Sólseturs útfararþjónustu. Enn fremur til allra þeirra er styrkt
hafa skólasjóð Kormáks.
.
María Hödd Lindudóttir,
Kormákur Atli Unnþórsson,
Guðrún Garðarsdóttir, Jón Helgason,
Hrafnhildur Jónsdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Helgi Jónsson,
Garðar Jónsson
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
PÉTUR K. MAACK
verkfræðingur,
Álagranda 8, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild LHS 14. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju
fimmtudaginn 22. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
.
Sóley Ingólfsdóttir,
Valgerður Maack, Haukur Jónsson,
Andrea Maack, Gísli Þór Sverrisson,
Heiðrún Maack, Jónas Albert Þórðarson
og barnabörn.