Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
✝ Elín HannaJónsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. ágúst 1966. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
8. október 2015.
Foreldrar henn-
ar eru Jón Sig-
urgeirsson vinnu-
vélastjóri, f. 30.
júní 1945, og Ingi-
björg Steinunn
Sigurvinsdóttir
heilbrigðisritari, f. 4. sept-
ember 1948. Systkini hennar
eru: Hildur Lilja leikskólastjóri,
f. 5. apríl 1971. Maður hennar
eiga tvö börn: Sverri Bjarka og
Tóbías Þorra.
Unnusti Elínar Hönnu er Sig-
urður Steinar Jónsson tækni-
fræðingur, f. 18. ágúst 1965.
Dóttir hennar er Berglind
Hönnudóttir guðfræðinemi, f.
26. ágúst 1994. Sambýlismaður
Berglindar er Baldur Þór
Bjarnason nemi, f. 22. desem-
ber 1992.
Elín Hanna útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur frá Há-
skólanum á Akureyri 1993 og
starfaði lengst af sem hjúkr-
unarfræðingur á geðdeild 33A
á Landspítalanum við Hring-
braut. Hún sótti mörg nám-
skeið sér til endurmenntunar
auk þess að taka að sér margs-
konar nefndarstörf og setu í
stjórnum ýmissa félaga.
Útför Elínar Hönnu fer fram
frá Seljakirkju í dag, 16. októ-
ber 2015, kl. 15.
er Kristján Péturs-
son markaðs-
fræðingur. Þau
eiga þrjú börn: Ró-
bert, Petrínu Ingu
og Kristu Guðrúnu.
Jón Sigurgeir
flugfjarskipta-
maður, f. 26. ágúst
1980. Kona hans er
Tinna Halldórs-
dóttir hjúkrunar-
fræðingur. Þau
eiga tvö börn: Hall-
dór Snæ og Rakel Emmu. Svala
Sigríður bóndi, f. 26. ágúst
1980. Sambýlismaður hennar er
Svavar Birkisson bóndi. Þau
Minning um Elínu Hönnu,
systur mína.
Hárið á Elínu Hönnu var oft
til umræðu og svokölluð Elínar
Hönnu greiðsla er til. Hún
greiddi þrjár strokur, eina
vinstra megin, eina hægra megin
og eina niður toppinn. Hnakkann
lét hún í friði því hún sá hvort
sem er ekki í speglinum að hann
var allur í flækju. Þetta er Elínar
Hönnu greiðsla og hún hafði
mest gaman sjálf þegar við
systkini hennar vorum að tala
um þetta.
Allir sem þekktu Elínu Hönnu
þekktu vel ákafan vilja hennar til
að vera til taks og veita aðstoð
hverjum þeim sem þarfnaðist.
Hún hefur unnið í mörgum rit-
gerðum með alls konar fólki á öll-
um skólastigum. Hún sá um
tæknimál fjölskyldunnar, hún
passaði börnin mín og hún sat
með pabba á námskeiði til að
tryggja að sá gamli fengi punga-
prófið. Þetta er lítið brot af góð-
verkum hennar. Stundum var
hún líka að hjálpa með eitthvað
sem maður vissi ekki að maður
þyrfti hjálp við.
Nýlegt dæmi er að ég er með
fullt af skilaboðum frá henni um
hvar er hægt að fá tilbúna kjöt-
súpu á góðu verði. IKEA er með
kjötsúpu á spottprís til 14. októ-
ber, endilega drífið ykkur, voru
síðustu kjötsúpuskilaboðin sem
ég fékk frá umhyggjusömu syst-
ur minni sem vissi að kjötsúpa er
í uppáhaldi.
Börnin mín og okkar systkin-
anna voru henni kær. Dætur
mínar, þær Krista og Petrína,
áttu góðar stundir með Elínu
Hönnu í Hagkaup. Þar var stór
skódeild og stelpurnar skósjúk-
ar. Stelpurnar mátuðu hverja
skóna á fætur öðrum og voru
himinlifandi yfir aðdáun og þol-
inmæðinni í frænkunni. Börnin
mín öll og systkinabörnin sjá á
eftir skemmtilegri og umhyggju-
samri frænku og öll eiga þau
minningu um hana hlæjandi og
káta.
Við systur vorum með sam-
komulag sem var frábært. Elín
Hanna hjálpaði mér með ýmis-
legt og svo mátti ég líka hjálpa
henni. Það er góð tilfinning að
við þáðum og gáfum báðar.
Metnaðarfyllsta hlutverk El-
ínar Hönnu í lífinu var móður-
hlutverkið. Hún ól Berglindi sína
upp og skildi hana eftir með hell-
ing af sjálfsöryggi. Hún var ákaf-
lega stolt þegar Berglind lauk
stúdentsprófi og sátt við námsval
hennar í guðfræðideildinni. Líf
þeirra mæðgna var alltaf fullt af
gleði og samheldni en það var
skrítið þegar unginn flaug úr
hreiðrinu í sumar. Elín Hanna
var spennt og glöð yfir þessum
áfanga í lífi dóttur sinnar og var
mjög sátt við Baldur, kærasta
Berglindar.
Mamma og pabbi eru nú að
upplifa martröð allra foreldra
sem er að sjá á eftir barni sínu og
við því duga enginn huggunar-
orð. En orð Elínar Hönnu um
systkinahópinn eru kannski ekki
einkennandi en varpa ljósi á
húmorinn og öryggið sem var og
er á milli okkar allra: „Þau halda
mest uppá mig því ég er elst,
mest uppá Svölu því hún er yngst
og mest uppá Nonna því hann er
eini strákurinn, aumingja Hild-
ur.“ Árin 49 nýtti Elín Hanna vel
til að skapa fallegar minningar
með okkur og það eru þær sem
mamma og pabbi verða nú að
hugga sig við.
Hildur systir.
Nú ert þú farin frá okkur og
það er erfitt að skrifa þessa grein
en aftur á móti er mjög auðvelt
að finna falleg orð til að segja um
þig og það er gott að minnast þín.
Góð er mjög gott orð til að lýsa
þér, góð á alla vegu, góð við fólk,
góð í skapi, góð í að hjálpa, bara
góð í öllu því sem þú tókst þér
fyrir hendur og ætlaðir þér að
gera, því þú einbeittir þér að því
sem þú varst að gera og lærðir
mjög vel á það. Þú varst alltaf
áhugasöm um tækni og græjur
og hafðir gaman af að tala við
mig um þau tæki sem annað-
hvort ég eða þú vorum að kaupa
eða hugsa um að kaupa. Þú sætt-
ir þig ekki við hvað sem er og
gerðir kröfur. Þú hafðir fullan
skilning á því að sjónvörp þyrftu
að vera stór og treystir á ráðgjöf
frá Nonna bróður sem mér þótti
vænt um.
Mér eru mjög minnisstæðar
ferðirnar sem við Svala systir
fengum að fara til þín á Akureyri
þar sem þú tókst okkur opnum
örmum og vissir vel að unglings-
strákar, eins og ég var þá, þyrftu
ekki mikla dagskrá í heimsókn-
um til stóru stóru systur sinnar,
það sem þurfti voru spólur,
nammi og gos og af þessu var
aldrei skortur hjá stóru stóru
systur.
Það var hlýlegt að vita af ykk-
ur Berglindi í kjallaranum í
Bakkaselinu eftir að þið fluttuð
til Reykjavíkur og ég á eftir að
sakna þess að heyra ekki bankið
sem kom alltaf áður en þú komst
upp til mömmu og pabba þegar
við komum í heimsókn.
Það sýnir sig best hversu góð
persóna þú varst á því hversu
frábærlega þér tókst upp með
uppeldið á Berglindi þinni, þó að
þú værir ein að gera þetta og í
fullri vinnu gerðir þú allt sem
þurfti til að þið ættuð gott heimili
saman og að hana skorti aldrei
neitt. Þú gafst henni þau tæki-
færi sem hún þurfti og studdir
hana í þeim ákvörðunum sem
hún tók um nám sem var reyndar
ekki erfitt því við vitum það
bæði, Elín Hanna mín, að hún
tók hárrétta ákvörðun, hún er
einhver best heppnaða mann-
eskja sem til er og gríðarlegur
persónuleiki sem hefur staðið sig
ótrúlega vel eftir að þessi ósköp
dundu yfir.
Þú tókst þeim verkefnum sem
lífið færði þér af fullkomnu æðru-
leysi, óendanlegri jákvæðni og
mikilli bjartsýni. Þetta smitaði út
frá sér sem gerði það að verkum
að það var aðeins auðveldara fyr-
ir þau okkur sem stóðu þér næst
að ganga í gegnum það með þér.
Þú hafðir svo gaman af
mannamótum og veislum hvort
sem það voru ættarmót, vinnu-
staðafagnaðir, saumaklúbbar eða
bara við að hittast í Bakkaseli.
Það var einkennandi fyrir þig á
svona stundum að þú raukst ekki
beint í sófann til að spjalla við
fullorðna fólkið heldur gafst þér
alltaf tíma til að spjalla við
krakkana og sýna þeim eitthvað
sniðugt í símanum þínum eða
spyrja þau út í eitthvað sem þau
hefðu gaman af. Það leyndi sér
aldrei þegar þú varst á staðnum í
svona samkvæmum því þér lá
alltaf hátt rómurinn og tókst þátt
í umræðum í báðum stofunum í
einu án þess þó að standa upp.
Mér finnst voðalega gott að þú
fékkst að passa Rakel Emmu
fyrir okkur því það var þér hjart-
ans mál en það gerðist því miður
ekki nógu oft. Það var magnað
þegar þú passaðir hana að þér
tókst að svæfa hana með því að
lesa bók fyrir hana, það er eitt-
hvað sem engum öðrum hefur
tekist.
Rakel Emmu finnst mikilvægt
að vita af því að þú fylgist með
okkur og biður þig að taka sér-
staklega vel eftir þegar hún er í
spariskónum sínum.
Hvíldu í friði, elsku systir.
Ástarkveðjur,
Jón (Nonni) bróðir,
Tinna, Halldór Snær
og Rakel Emma.
Látin er mágkona mín, Elín
Hanna Jónsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur.
Elínu kynntist ég fyrst árið
1989 þegar við Hildur, systir
hennar, byrjuðum að stinga sam-
an nefjum. Allt frá mínum fyrstu
kynnum af Elínu Hönnu hafði
hún reynst mér og síðar fjöl-
skyldu minni ákaflega vel. Elín
Hanna var nefnilega þannig gerð
að hún vildi alltaf gera allt til að
hjálpa fólki.
Gott dæmi um hve hjálpfús,
úrræðagóð og sniðug Elín Hanna
var tengdist því þegar Róbert
sonur okkar Hildar byrjaði í
menntaskóla. Eins og gengur
þurfti að kaupa skólabækur fyrir
komandi vetur. Elín Hanna
fylgdist sjálf með því þegar
bókalistinn birtist á vef skólans
og fór svo á vefsíður ýmissa
bókasafna landsins til að reyna
að fá bækurnar lánaðar í stað
þess að þurfa að kaupa þær. En
hún lét ekki þar við sitja heldur
sótti allar bækurnar líka og af-
henti Róberti. Þvílík umhyggju-
semi.
Annað dæmi um umhyggju-
semi Elínar Hönnu var þegar
hún ásamt móður sinni fór í síð-
asta sinn á spítalann í Fossvogi. Í
anddyri spítalans hittu þær fyrr-
verandi skjólstæðing hennar sem
leið greinilega illa en Elín Hanna
vann til margra ára á geðdeild
spítalans.
Elín Hanna gekk til hans,
ræddi einslega við hann og veitti
honum ráðleggingar.
Þarna var Elín Hanna orðin
mjög veik, en það stoppaði hana
ekkert í góðverkum sínum.
Það kemur mér ekki á óvart
að Elín Hanna skuli hafa valið
sér starf hjúkrunarfræðings sem
ævistarf enda átti það starf ákaf-
lega vel við hana.
Það var líka oft mjög gaman
að Elínu Hönnu. Hún hló oft
mjög hátt og mikið og var frekar
hávær þó hún hefði mjög góða
nærveru. Að fara með henni í bíó
var líka – ja algjört bíó. Elín
Hanna réð nefnilega stundum
ekki við sig og talaði upphátt við
leikarana í myndinni og stundum
komu upp setningar eins og
„passaðu þig, vondi kallinn er
fyrir aftan þig“.
Í gegnum veikindi hennar síð-
ustu ár var aldrei uppgjöf eða
depurð að heyra hjá Elínu
Hönnu. Hún var alltaf jákvæð og
bjartsýn á framhaldið og jafnvel
undir það síðasta var það alltaf
markmið hennar að fara aftur að
vinna. Þannig var Elín Hanna.
Elsku Berglind og Baldur, ég
votta ykkur innilega samúð
mína. Eins sendi ég yndislegum
tengdaforeldrum mínum, þeim
Ingu og Jóni, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sömuleiðis votta ég öðrum í
fjölskyldunni samúð mína.
Kveðja,
Kristján Pétursson.
Nú ertu laus undan líkamleg-
um kvillum, elsku Elín Hanna
mín, og finn ég fyrir þakklæti í
hjarta mínu fyrir það. En að ann-
að sé líka búið er erfitt að sætta
sig við. Þú varst alltaf tilbúin að
rétta hjálparhönd og stundum
varstu búin að veita hana áður en
maður gat áttað sig á því, en það
var bara svo mikið þú. Ég hefði
t.d. aldrei komist í gegnum loka-
ritgerðina mína án þín og sem
betur fer sagði ég þér það oft
augliti til auglitis. Hins vegar
verð ég því miður að setja það
hér niður á prenti, hversu mikils
virði spjallið okkar góða var þeg-
ar ég heimsótti þig á spítalann
fyrir nokkrum árum og eins sím-
tölin sem við áttum þar sem við
gátum nú aldeilis leyst málin í
okkar sameiginlega geira og önn-
ur mál. Þú kenndir mér margt
með hreinskilni þinni og jafn-
framt réttsýni. Stundum gat ég
sagt: „Nei Elín Hanna, það er nú
ekki alveg svoleiðis,“ en þá færð-
ir þú rök fyrir því sem þú varst
að segja og ég breytti í: „Já, það
er rétt.“ Með virkni þinni, já-
kvæðni og skellibjöllugangi skil-
ur þú eftir stórt skarð, hvort sem
það er innan fjölskyldunnar eða
vinnutengt. Þú lifðir lífinu og
komst frábærri stelpu á legg,
vegna þess geri ég þig að fyr-
irmynd minni.
Hvíl í friði, elsku Elín Hanna
mín.
Þín frænka,
Hulda Maggý.
Elsku Elín Hanna frænka mín
er farin. Þetta er enn svo óraun-
verulegt og það líður vafalaust
langur tími áður en ég átta mig
almennilega á þessari staðreynd.
Ég er svo þakklát fyrir allar
minningarnar sem ég á, ég er svo
þakklát fyrir fjölskylduhittinginn
okkar fyrr á þessu ári en mikið
vildi ég að við hefðum byrjað á
þeirri hefð miklu miklu fyrr. Að
ég hitti lífsglöðu, jákvæðu, dug-
legu frænku mína aldrei aftur er
bara svo fjarri mér. Hún var
fyrsta manneskjan til að rétta
hjálparhönd þegar þurfti, eld-
snögg að redda öllu sem þurfti að
redda. Og fannst það allt svo
sjálfsagt. Þegar hún frétti að ég
væri byrjuð í klásus í hjúkrunar-
fræði leitaði hún logandi ljósi að
námsefni fyrri ára hjá sér og
samstarfsfólki sínu sem hún gæti
látið mig fá. Alveg óumbeðin
hringdi hún í mig og sagðist vera
með marga tugi gígabæta af efni
sem gæti hjálpað mér. Ég sótti
það til hennar í vinnuna á deild
33A og fékk í leiðinni að sjá
deildina auk þess sem hún kynnti
mig fyrir allri starfseminni, sem
1. árs hjúkrunarnemanum fannst
mjög spennandi og rúmlega það.
Hún kvaddi mig síðan með orð-
um um að nú væri sko eins gott
að ég kæmist í gegnum klásus-
inn. Ég man ennþá pressuna sem
ég fann fyrir en þegar ég hugsa
til baka held ég að þetta hafi ver-
ið með stærri hvatningum sem
ég nýtti mér til að troða mér í
gegnum klásusinn. Og ég hef
sennilega ekki þakkað elsku
frænku minni nægilega vel fyrir
þessi orð. En ég vona að hún hafi
vitað hversu þakklát ég var fyrir
alla hennar aðstoð. Henni þótti
ekkert sjálfsagðara en að veita
alla þá hjálp sem hún mögulega
gat. Þannig var hún, elsku
frænka mín. Vildi allt fyrir alla
gera og maður þurfti varla að
biðja um aðstoðina til að fá hana.
Dugnaðurinn og krafturinn voru
svo einkennandi fyrir hana.
Margir sem hefðu hennar
þrautagöngu líkamlegra kvilla á
bakinu hefðu fyrir löngu verið
búnir að gefast upp. En þessi
kappsama og duglega kona sló
öllum við, sinnti vinnu sinni af
svo mikilli alúð þrátt fyrir allt, að
það er til stórkostlegrar fyrir-
myndar. Annað sem er til eft-
irbreytni, er hversu ótrúlega vel
henni tókst upp með dóttur sína.
Hún var alltaf svo stolt af Berg-
lindi sinni, enda ærin ástæða til.
Elsku frænka mín, þú kenndir
henni svo vel. Frábæra stelpan
þín er svo dugleg og sterk í gegn-
um þetta allt saman. Þín er og
verður svo sárt saknað, elsku El-
ín Hanna frænka mín.
Elsku Berglind, Inga, Nonni,
Steinar, Hildur, Svala, Nonni
Geiri og fjölskyldur; allar mínar
fallegustu hugsanir og styrk fáið
þið frá mér á þessum erfiðu tím-
um. Stórt skarð er hoggið í fjöl-
skylduna okkar en minning um
dásamlega konu lifir.
Björg Eyþórsdóttir.
Elsku besta frænkan mín.
Það er afskaplega óraunveru-
legt og tómt að þú skulir vera
farin frá okkur. Það sem ein-
kenndi þig var hjálpsemi, drif-
kraftur og hvað þú varst skiln-
ingsrík. Ég sakna þín og finnst
óraunverulegt að það sé ekki
hægt að taka upp símann og
heyra í þér um ráð, hjálp eða
skilning. Þú hefur alltaf reynst
mér vel og varst alltaf tilbúin
með þína einstöku hjálparhönd.
Hjálp þín var alltaf af heilum hug
og þú ætlaðist aldrei til að fá
neitt tilbaka. Drifkraftur þinn
lýsir sér best, þegar ég hringdi í
þig frá Danmörku til að biðja þig
að athuga fyrir mig um góðan
lækni og næringarfræðing, sem
voru starfandi á Landspítalan-
um, fyrir son minn áður en ég
flytti heim með hann. Eftir
skamma stund var ég komin með
tölvupóstfangið þeirra og síma-
númer ásamt skilaboðum um að
mér væri velkomið að hafa sam-
band. Skilningur þinn á aðstæð-
um mínum að eignast langveikt
barn sem þurfti mikið af lyfjum
kom berlega í ljós þegar ég talaði
við þig vegna lyfs sem sonur
minn þurfti og þú gast útlistað
fyrir mér af mikilli nákvæmni
hvernig lyf þetta væri og hvaða
áhrif það hefði og gæti haft, einn-
ig bara að ræða sjúkdóm hans í
heild sinni, einmitt það sem ég
þurfti á þeim tíma.
Þegar ég flutti til Akureyrar
og byrjaði þar í Háskólanum
vantaði mig húsnæði. Það stóð
ekki á því að þú opnaðir heimilið
þitt og ég fékk að búa hjá þér þar
til ég fann húsnæði. Við áttum
góða tíma þar og þú hjálpaðir
mér mikið við að komast inn í há-
skólasamfélagið sem mér fannst
frekar mikið mál á þeim tíma. En
fyrir þér var þetta ekkert mál og
með drifkrafti þínum og hjálp-
semi komst ég vel af stað og átti
mína bestu tíma þarna.
Elsku Elín Hanna mín, þakka
þér fyrir allt, með fráfalli þínu er
skilið eftir stórt skarð sem ekki
verður fyllt. Guð geymi þig.
Þín
Elín (Ella).
Árið er 1966. Mikill spenning-
ur, stóra systir mín er að fara að
eiga barn. Þann 5. ágúst fæðist
stúlka, sú stúlka var Elín Hanna,
systurdóttir mín. Þá var ég 13
ára og fékk svo að halda henni
undir skírn á fermingardaginn
minn sama ár. Það var stolt móð-
ursystir sem sagði nafnið Elín
Hanna hátt og skýrt. Síðar, þeg-
ar ég var orðin fullorðin og búin
að eignast börn, kom Elín Hanna
oft á heimili mitt og bauðst til að
passa dætur mínar. Þar kom
hjálpsemi hennar strax í ljós, en
það einkenndi Elínu Hönnu alla
tíð, hjálpsemi hennar og glað-
værð. Þegar Elín Hanna komst á
unglingsár leitaði hún stundum
til frænku sinnar og áttum við
góðar stundir, stundir sem ég
kýs að minnast með bros á vör og
eiga einungis með henni. Elín
Hanna átti við vanheilsu að
stríða undanfarin ár, en þegar
við ræddum saman í síma sagði
hún oft að hún nennti ekki að tala
um heilsufarið, það væri svo
margt annað skemmtilegra að
tala um. Og svo hló hún. Glað-
værðin aldrei langt undan. Heim-
sókn til Elínar Hönnu þýddi að
maður var meðhöndlaður eins og
drottning, allt var velkomið, mat-
ur, gisting, snúningar út og suð-
ur. Hjálpsemin aldrei langt und-
an.
Nú sit ég hér og skrifa minn-
ingarorð um systurdóttur mína.
Það er óraunverulegt og óskilj-
anlegt.
Elín Hanna var hjúkrunar-
fræðingur og starfaði stóran
hluta starfsævi sinnar við geðsv-
ið Landspítalans. Deild 33A naut
starfskrafta hennar síðustu árin
og bar Elín Hanna skjólstæðinga
sína mjög fyrir brjósti.
Tilfinningin um að þetta geti
ekki verið satt, Elín Hanna getur
ekki verið farin frá okkur, hverf-
ur ekki, en staðreynd er það
engu að síður og við verðum að
læra að lifa með því. Söknuður-
inn og sorgin er mikil.
Elsku hjartans Berglind, Inga
systir og Nonni, Hildur Lilja,
Svala og Nonni Geiri og ykkar
fjölskyldur og Steinar, megi guð
veita ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Eygló (móðursystir).
Elsku Elín Hanna mín. Hér sit
ég í góðviðrinu á Sikiley og skrifa
kveðjuorð til þín, elsku frænka.
Hvern hefði órað fyrir því? Þú
hugsaðir aðeins um að ég hefði
það nú gott á Ítalíu, sendir mér
dásamlegar myndir og minntir
mig stöðugt á að njóta frísins,
Elín Hanna
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Einu sinni var stelpa
sem hét Elín Hanna og var
að hjálpa mér með heima-
lærdóminn og var mjög góð
við mig. Svo þurfti hún að
fara upp á spítala því henni
varð illt í lungunum og gat
ekki hjálpað mér lengur
með heimalærdóminn og
með því dó hún.
Þín frænka,
Krista Guðrún.
Elsku Elín Hanna mín.
Hvíldu í friði, ég veit þér
líður miklu betur núna. Ég
elska þig óendanlega mikið.
Minning þín á sérstakan
stað í mínu hjarta.
Petrína Inga
Kristjánsdóttir.
Til minningar um Elínu
Hönnu, móðursystur mína.
Elín Hanna var frábær
manneskja. Hún hefði gert
hvað sem er fyrir mig ef ég
hefði beðið hana um það.
Hún var alltaf í góðu skapi
og góð við allt og alla.
Hvíl í friði, elsku Elín
Hanna.
Róbert.