Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Maðurinn sem lifir með harminum 2. Fólk beðið um að kíkja í skúra… 3. Fann eiginkonuna látna á slysstað 4. Hefur ferðast um heiminn í fimm ár »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  ASSITEJ á Íslandi, alþjóðleg sam- tök sviðslistafólks sem skapar leik- húslist fyrir börn og ungt fólk, leita að danshópi til þátttöku í kvikmynd um dansflæði eftir finnska danshöf- undinn Kati Kallio. Myndin ber titilinn Searching for a state of Flow og verð- ur tekin upp í þremur löndum með þremur danshópum. Áhugasamir þurfa að senda tvö eða þrjú mynd- bönd af sér með þriggja til fimm mín- útna löngum dansi, í tölvupósti á busson.aude@gmail.com og eru allir dansstílar leyfilegir. Umsóknarfrest- ur er til og með 20. október. Leitað að danshópi  Kling & Bang gallerí er í útrás og tekur þátt í vídeósýningu sem verður opnuð í Ausstellungs- raum Klingental í Basel í Sviss í dag. Sýningin er hluti af hinni viða- miklu Íslandshátíð Culturescapes. Selma Hreggviðsdóttir er einn lista- mannanna og Elísabet Brynhildar- dóttir einn þriggja sýningarstjóra. Vídeóverk frá Kling & Bang í Sviss  Tvíeykið Calder heldur sína fyrstu tónleika í 14 ár í Mengi í kvöld, skipað Ólafi Erni Josephssyni og Lárusi Sig- urðssyni. Annað kvöld munu svo feðg- arnir Þórarinn og Halldór Eldjárn stefna saman ljóðum og hljóðfærum undir yfirskriftinni Ljóðfæri. Þórarinn les eigin ljóð, gömul og ný og Halldór magn- ar upp hljóð- myndir. Viðburðirnir hefjast kl. 21. Calder og Ljóðfæri Á laugardag Sunnan 10-15 m/s og súld eða þokuloft. Hvassara í vindstrengjum við fjöll vestantil. Hægari vindur og bjartviðri nyrðra og eystra. Bætir í rigningu vestantil um kvöldið. Hiti 7-15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, víða 8-13 m/s, en 13-18 norð- vestantil. Súld eða rigning með köflum, en þurrt og bjart að mestu austantil. Hlýnandi veður, hiti 7-15 stig, hlýjast eystra. VEÐUR ÍR-ingar töpuðu sínum fimmta leik í röð þegar þeir lágu fyrir nýliðum Gróttu í Olís-deildinni í handknattleik í gær- kvöld. Framarar eru á góðu skriði en þeir unnu sinn þriðja leik í röð þeg- ar þeir fengu Aftureld- ingu í heimsókn. Topplið Vals gefur ekkert eftir en það bar sigurorð af nýlið- um Víkings í Vodafone- höllinni. »2-3 Fimmti ósigur ÍR-inga í röð Keppni í Dominos-deild karla í körfuknattleik hófst í gærkvöld með þremur leikjum. Nýliðar FSu töpuðu naumlega fyrir Grindvík- ingum á heimavelli, Haukarnir fóru létt með Snæfell í Firðinum og í Seljaskóla fagnaði Tindastóll sigri gegn ÍR-ingum. Fyrstu um- ferð deildarinnar lýkur svo í kvöld. »2-4 Nýliðar FSu stóðu í Grindvíkingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nú stendur yfir sýning nokkurra ís- lenskra listamanna í Gouda í Hol- landi. „Við erum að kynna íslenska list og íslenskt handverk,“ segir Grímkell P. Sigurþórsson, markaðs- stjóri, hönnuður og einn eigenda JS Watch co. Reykjavík, sem sýnir ís- lensku handsmíðuðu armbandsúrin á sýningunni. Sýningin er í galleríinu Arti Legi í miðbæ Gouda. Hún er liður í því að vekja athygli Hollendinga á Íslandi og íslenskri list og sýningarstaðurinn valinn til að ná til sem flestra, ekki síst skipuleggjenda Íslandsferða, að sögn sýningarstjóra. Í Gouda búa um 75.000 manns og þaðan eru aðeins um 30-35 km til stærstu borga Hol- lands; Amsterdam, Rotterdam, Ut- recht og Haag. Á svæðinu búa yfir sjö milljónir, en íbúafjöldinn í Hol- landi er um 17 milljónir. Í hæsta gæðaflokki JS Watch co. Reykjavík sýnir 19 mismunandi úr. „Þetta eru allt úr í hæsta gæðaflokki,“ segir Grímkell um íslensku úrin, þar sem allt er lagt upp úr hönnun, vönduðu úrverki og fallegum armböndum. Hugmynd að íslenskum úrum varð til fyrir rúmum áratug og að fram- leiðslunni standa þeir Grímkell P. Sigurþórsson, Sigurður Gilbertsson, Júlíus Heiðarsson og Gilbert Ó. Guð- jónsson. Þótt framleiðslan sé smá í sniðum í samanburði við helstu úra- framleiðendur heims hefur hún vakið mikla athygli. „Við höfum tekið þátt í nokkrum úrasýningum og meðal annars í Maastricht í Hollandi rétt eftir bankahrunið, í nóvember 2008, og það var svolítið sérstakt,“ rifjar Grímkell upp. Segir samt að ástandið hafi ekki haft áhrif á söluna, en úrin eru ekki í ódýrari kantinum, kosta frá um 230 þúsundum króna upp í um 1,8 milljónir. „Úrunum hefur verið vel tekið og á opnun sýningarinnar í Gouda hittum við nokkra við- skiptavini okkar sem vildu bæta í ís- lenska safnið.“ Auk íslensku úranna frá JS Watch co. Reykjavík eru myndlistaverk eft- ir Tolla Mortens og Finnboga Grétar Kristinsson á sýningunni. Karl Gúst- af Davíðsson gullsmiður sýnir skart- gripi og Lana Matusa leirlistamaður, Karin Esther glerlistamaður og Jón Adólf Steinólfsson myndhöggvari sýna verk sín. Sýningin var opnuð 8. október og stendur út mánuðinn. Kynna list og handverk  Sýning íslenskra listamanna í Gouda í Hollandi Arti Legi Karl Gústaf Davíðsson, Svetlana Matusa, Sigurður Gilbertsson, Grímkell Sigurþórsson, Karin E. Gorter, Jón Adolf Steinólfsson og Finnbogi Kristinsson ásamt eigendum safnsins, Louwrens Dijkstra og Gerdu Dijkstra. Gouda Frá íslensku sýningunni í galleríinu Arti Legi. Ljósmynd/Grímkell P. Sigurþórsson Geir Þorsteinsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, hefur rætt við landsliðsþjálfarann Lars Lag- erbäck um að hann haldi áfram starfi sínu eftir úr- slitakeppni Evr- ópumótsins í Frakklandi næsta sumar en samn- ingur hans við KSÍ rennur út eftir mótið. »1 Heldur Lagerbäck áfram eftir Evrópumótið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.