Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Árlegt þing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle verður sett í dag klukkan 8:30 í Hörpu. Hafa rúmlega 1.800 þátttakendur frá 50 löndum skráð sig á þingið. Meðal ræðumanna á opnunar- fundi þingsins verða auk forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, Albert II. Mónakófursti, Philippe Couillard, forsætisráðherra Quebec í Kanada, Artur Chilingarov, sér- stakur sendimaður Vladímírs Pút- íns, Rússlandsforseta, Carter Ro- bers, forseti World Wildlife Fund, og Okalik Eegeesiak, formaður frumbyggjasamtaka, Inuit Circ- umpolar Council. Þá flytur Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, ræðu á myndbandi. Á opnunardegi þingsins verða sendinefndir frá Kína og Þýskalandi sem Xi Jinping, forseti Kína, og Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, ákváðu að senda til að kynna stefnu og aðgerðir ríkjanna í mál- efnum norðurslóða. Þá verður einnig fjallað um fram- tíð Grænlands og mun utanríkis- og iðnarðarráðherra Grænlands, Vittus Qujaukitsoq, sitja fyrir svörum. François Hollande, forseti Frakk- lands, kemur til þingsins í Hörpu beint frá leiðtogafundi Evrópusam- bandsins og flytur síðdegis stefnu- ræðu þingsins þar sem hann gerir grein fyrir mikilvægi norðurslóða með tilliti til nýrra samninga um loftslagsmál sem gera á í París í des- ember. Morgunblaðið/Eggert Ráðstefna Frá setningu Hringborðs norðurslóða í Hörpu á síðasta ári. Hringborð norðurslóða sett í dag  1.800 þátttak- endur frá 50 lönd- um skráðir á þingið Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Peysur Verð 8.900 kr. str. 40–56/68 3 litir Laugavegi 63 • S: 551 4422 SKOÐIÐ LAXDAL.IS KJÓLADAGAR (í nokkra daga) 20% AFSLÁTTUR AF GERRY WEBER OG BETTY BARCLAY KJÓLUM MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18 Betri birtustjórnun TWIN LIGHT GARDÍNUR Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flot tir í fötum Við seljum frægu buxurnar Vorum að fá nýja sendingu – frábært úrval Ríkissjóður hefur greitt 286 millj- ónir króna til stjórnmálasamtaka fyrir þetta ár. Framlagið skiptist á milli flokka eftir atkvæðum í síð- ustu kosningum. Þannig fær Sjálfstæðisflokkurinn mest í ár, tæpa 81 milljón króna, enda með flest atkvæði í síðustu kosningum. Hann fær 28,3% af framlagi ríkisins til flokkanna. Þar á eftir kemur Framsóknarflokk- urinn með rétt rúmar 74 milljónir króna, eða 25,9% fjárins. Af stjórnarandstöðuflokkunum fékk Samfylkingin mest, rétt tæpar 39 milljónir króna, eða 13,6%. Þar á eftir koma Vinstri græn með tæpar 33 milljónir króna eða 11,5%, Björt framtíð með 25 milljónir króna eða 8,7% og Píratar með um 15,5 miljónir króna eða 5,4%. Dögun, sem hlaut 3,1% at- kvæða í síðustu kosningum, og Flokkur heimilanna sem fékk 3,02% eru einu minni framboðin sem fá framlag frá ríkinu, rúmar níu millj- ónir hvor flokkur, að því er fram kemur á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. 286 milljónir króna til stjórnmálasamtaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.