Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stuðnings-menn áfram-haldandi að-
ildar Bretlands að
ESB hleyptu kosn-
ingabaráttu sinni
formlega af stokk-
unum í byrjun vikunnar. Það
mátti varla seinna vera, því að
David Cameron boðaði í gær,
að Bretar myndu setja fram
kröfur sínar um breytta skil-
mála aðildarinnar í næsta mán-
uði.
Óljóst er af könnunum hver
munurinn er á milli stuðnings-
manna og andstæðinga áfram-
haldandi aðildar. Skriðþunginn
hefur þó verið með hinum síð-
arnefndu, sem hafa náð að
stjórna umræðunni síðustu vik-
urnar. Eitt er þó ljóst; helsta
víglínan í málinu er dregin um
Íhaldsflokkinn miðjan.
Cameron hefur sett sig í erf-
iða stöðu því það virðist nokkuð
ljóst, að vilji hans stendur til
áframhaldandi aðildar. Krafa
hans um betri samning fyrir
Breta gerir það þó að verkum
að fyrir hann mun skipta meg-
inmáli að geta sýnt fram á ár-
angur heima fyrir úr „viðræð-
unum“ sem Bretar hyggjast
eiga við sambandið. Án veru-
legs árangurs verður erfitt fyr-
ir hann að mæla með áfram-
haldandi aðild.
Telja má líklegt að Cameron
fái ekki neitt sem máli skiptir,
en að ESB muni fallast á ein-
hverjar minniháttar breyt-
ingar, svo að Cameron geti
sýnt löndum sínum
fram á einhvern ár-
angur. Ólíklegt er
þó að slík niður-
staða næði að snúa
þeim sem and-
snúnir eru aðild, en
á meðal þeirra eru margir af
þingmönnum Camerons.
Eitt af því sem gerir það
ólíklegt að Evrópusambandið
vilji láta mikið undan kröfum
Breta, er sú staðreynd, að
þetta „brölt“ í Bretum hefur
vakið upp draug innan sam-
bandsins. Danir hyggjast setja
fleiri mál um Evrópusam-
bandið í þjóðaratkvæði, og í
Hollandi hafa kjósendur náð að
knýja fram þjóðaratkvæði um
samskipti sambandsins við
Úkraínu. Þá hefur Le Pen og
þjóðfylking hennar í Frakk-
landi fagnað atkvæðagreiðslu
Camerons og sagt hana full-
komið tæki til þess að setja
þrýsting á Evrópusambandið.
Þau meðmæli falla vænt-
anlega í grýttan jarðveg í
Brussel. Óttinn þar á bæ er sá,
að láti sambandið of mikið und-
an Bretum til þess að halda
þeim innan vébanda sinna,
gæti það skilist sem tilboð til
annarra ríkja um að setja fram
sérkröfur. Í ljósi þess að Evr-
ópusambandið hefur öðru
fremur byggst á þeirri grunn-
hugmynd að engar varanlegar
undanþágur séu mögulegar á
hinu sameiginlega regluverki
gætu slíkar kröfur gengið af
samrunaferlinu dauðu.
Evrópusambands-
brölt Camerons
fellur í grýttan
jarðveg í Brussel}
Draugurinn vakinn
Sveinn Valfells,eðlisfræðingur
og hagfræðingur,
ritar pistil á mbl.is
þar sem hann spyr:
Mun Seðlabankinn
samþykkja lækkun á lífs-
kjörum? Ástæða spurning-
arinnar er vinnan sem nú stend-
ur yfir við afnám hafta og
áhyggjur af því að ekki verði
nægilega gætt að hagsmunum
íslensks almennings í því sam-
bandi.
Sveinn minnir á að til að tak-
ast á við svokallaða snjóhengju
og vernda raunhagkerfið fyrir
yfirvofandi áföllum við uppgjör
þrotabúa bankanna, hafi verið
kynntur stöðugleikaskattur
upp á 850 milljarða króna.
„Á sama tíma var áhættu-
fjárfestum slitabúa gefinn kost-
ur á að vinna með stjórnvöldum
að lausn vandans. Í því skyni
var samþykkt hjáleið framhjá
stöðugleikaskatti, svokölluð
stöðugleikaframlög háð mati
Seðlabankans. Stöðugleika-
framlög áttu að vera „valfrjáls
ráðstöfun“ þrotabúa að leysa
900 milljarða króna
snjóhengjuvanda
föllnu fjármálafyr-
irtækjanna,“ segir
Sveinn.
Svo lýsir hann
áhyggjum sínum af því að í Pen-
ingamálum Seðlabankans frá
því í ágúst geri bankinn ráð fyr-
ir stöðugleikaframlögum upp á
um 300 milljarða króna og að
fulltrúar slitabúanna hafi boðið
stöðugleikaframlag upp á 334
milljarða króna. Afslátturinn sé
því mikill frá því sem áður hafi
verið rætt. Ennfremur bendir
hann á að Seðlabankinn hafi
frestað kynningarfundi um
fjármálastöðugleika.
Sveinn bendir einnig á að
InDefence hafi óskað eftir lang-
tíma greiningu áhrifa stöðug-
leikaskatts og stöðugleika-
skilyrða á hagþróun hér á landi
en að þrátt fyrir loforð um
gagnsæi hafi orðið fátt um svör.
Áhyggjur Sveins og InDe-
fence hópsins eru skiljanlegar.
Afar mikilvægt er að stjórnvöld
hviki hvergi frá þeirri stefnu
sem kynnt hefur verið.
Tölur um stöðug-
leikaframlag virka
ekki sannfærandi}
Skiljanlegar áhyggjur
E
rtu hvítur femínisti? Þetta er ein
af þeim spurningum sem Emma
Watson, leikkona og stofnandi
jafnréttisátaksins He For She,
var spurð í síðustu viku þegar
forvitnum gafst kostur á að spyrja hana um hitt
og þetta á samskiptamiðlinum Twitter. Vissu-
lega er Watson bæði hvít á hörund og femínisti,
en það var ekki verið að spyrja hana um það.
Með spurningunni var átt við hvort hún að-
hylltist tiltekna tegund femínisma, þann hvíta,
sem er sagður einskorðast við hvítar, vel
menntaðar millistéttarkonur sem hafi sáralít-
inn skilning á aðstæðum kvenna af öðrum lit-
arhætti eða annarri þjóðfélagsstöðu og átti sig
ekki á því að það að vera í annarri stöðu í lífinu
geti valdið annars konar, jafnvel meira, kynja-
misrétti.
„Ég er ánægð með að þessi spurning kom upp. Ég hef
hugsað talsvert um þetta. Ég myndi vilja að eins margt
fólk og mögulegt er finni að það sé sýnilegt, á það sé hlust-
að og að það finni sig í þessari hreyfingu,“ kom meðal ann-
ars fram í svari Emmu, sem sagðist vera vel meðvituð um
eigin forréttindi og að hún gæti ekki talað sérstaklega fyr-
ir einni tegund femínisma.
Að sjálfsögðu eru til ýmsir straumar og margar stefnur
innan femínískrar hugmyndafræði, enda mörg hundruð
milljónir einstaklinga af öllum þjóðernum (þeir sem búa
yfir nýjustu upplýsingum um fjölda femínista á heimsvísu
mega gjarnan hafa samband) sem telja þessa skilgrein-
ingu á femínisma eiga vel við sig: Femínisti er
karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna
hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.
Margar leiðir eru að markinu og þættir eins og
félagslegt umhverfi og kynþáttur hafa veruleg
áhrif þar á. Það skiptir líka miklu máli í þessu,
eins og flestu öðru, að skoðanir og viðhorf
meirihluta fólks heyrist en ekki bara þeirra
sem búa við bestar aðstæðurnar og eru í bestu
aðstæðunum til að koma sér á framfæri.
Þess vegna er það fullkomnlega eðlilegt að
mörg hundruð milljónir manna og kvenna séu
ekki sammála og ekkert skrýtið við það. „One
size fits all“ á ekki við í þessu sambandi.Þess
fyrir utan er femínismi, eins og öll lifandi hug-
myndafræði, í sífelldri endurskoðun.
Það sem er skrýtið (eða kannski ekki svo
skrýtið) er að þeir sem gefa sig út fyrir að vera
andsnúnir femínisma (þið kannist við þá: þessir sem eru
sannfærðir um að jafnrétti sé náð og þess vegna getum við
lagst upp í sófa, slakað á og hætt þessu kjaftæði) hafa
stokkið kátir á hugtakið hvítur femínismi og notað það til
sönnunar þess að þessi hugmyndafræði sé að ganga af
sjálfri sér dauðri. Viðbrögðin hafa verið áþekk því þegar
gráðugur og hömlulaus frændi stekkur á uppáhalds-
réttinn sinn á jólahlaðborðinu og graðgar honum öllum í
sig í einu vetfangi með tilheyrandi smjatti. Og að sjálf-
sögðu heyrist klisjan: Konur eru konum verstar í þessu
sambandi. Þeir sem segja það gleyma einu mikilvægu:
Femínistar eru líka karlar. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Það er ekkert „one size fits all“
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ífyrra töldust tveir millj-arðar fullorðinna jarðarbúavera yfir kjörþyngd. Verðiekki gripið til aðgerða mun
talan hækka í 2,7 milljarða árið 2025
og 177 milljónir munu þá þjást af of-
fitu. Þetta kom fram á alþjóðadegi
offitu, 11. október síðastliðinn, sem
haldinn var af
samtökunum
World Obesity
Federation
(WOF), sem eru
regnhlífarsamtök
vísindamanna,
rannsóknarhópa
og lækna frá 50
löndum, meðal
annars Íslandi.
60% fullorðinna
Íslendinga eru yf-
ir kjörþyngd og 22%, tæplega 55.000
manns, þjást af offitu. Nýverið var
sérfræðiþjónusta við offitusjúklinga
aukin og verið er að huga að bættri
þjónustu heilsugæslunnar við þenn-
an hóp.
Erla Gerður Sveinsdóttir, heim-
ilislæknir, lýðheilsufræðingur og
formaður Félags fagfólks um offitu,
segir að hingað til hafi offita ekki
verið meðhöndluð eins og aðrir sjálf-
stæðir langvinnir sjúkdómar þótt
hún hafi verið skilgreind sem slík í
áratugi. „Ein skýringin gæti verið að
enn eru talsverðir fordómar gagn-
vart offitu og meðferðarúrræði hef-
ur skort,“ segir Erla Gerður.
Gat í þjónustunni
Hún segir að framan af hafi ver-
ið boðið upp á 1. stigs þjónustu, sem
er veitt á heilsugæslu, og 3. stigs
þjónustu, sem er talsvert meira inn-
grip. „Þar á milli hefur vantað 2.
stigið, sem er sérfræðigreining og
meðferð í kjölfar hennar. En nú hef-
ur verið bætt úr því,“ segir Erla
Gerður. Í úrbótunum felst að fyrr á
þessu ári fengu tveir læknar, Erla
Gerður og Lúðvík Guðmundsson,
leyfi frá Sjúkratryggingum til að
starfa sem sérfræðingar í offitu.
Að auki er nú til skoðunar hjá
heilsugæslum landsins að taka upp
kanadískt kerfi sem á íslensku kall-
ast 5S. Það er nokkurs konar verk-
færi fyrir heilbrigðiskerfið til að að-
stoða offitusjúklinga kerfisbundið.
Erla Gerður segir að ekki hafi
verið tekið saman hversu margir of-
fitusjúklingar leiti sér meðferðar á
hverjum tíma, en af öðrum með-
ferðarúrræðum má nefna endurhæf-
ingu, sem er m.a. á Reykjalundi,
magahjáveituaðgerðir á Landspít-
alanum, sem 60-80 Íslendingar fara í
á ári hverju, og þverfaglegt úrræði
hjá heilbrigðisfyrirtækinu Heilsu-
borg sem um 200 manns sækja á ári.
23,7% offita árið 2025
Á vefsíðu WOF er því spáð að ef
ekki verði gripið til aðgerða muni
hlutfall fullorðinna Íslendinga sem
þjást af offitu verða 23,7% árið 2025
og að hlutfall fullorðinna lands-
manna sem þjáist af alvarlegri of-
fitu, þ.e. þegar líkamsmassastuðull-
inn BMI fer yfir 35, verði þá 16,3%.
„Við gerum alls ekki nóg og ég
held að flestir séu sammála um að
þetta þarf að vinna bæði í heil-
brigðiskerfinu og á lýðheilsu-
vettvangi,“ segir Erla Gerður. „Var-
ast ætti að einblína á þyngdina,
heldur horfa á góða heilsu og lífs-
hætti. Ég veit ekki hversu margar
nefndir hafa verið settar saman um
þessi mál eða hversu mörgum álitum
hefur verið skilað sem liggja núna
einhvers staðar ofan í skúffu. Við er-
um lítið og vel upplýst samfélag og
gætum verið fremst á heimsvísu ef
við settum þetta í forgang.“
Stundum heyrist að verið sé að
sjúkdómsvæða offitu – að vandann
megi einfaldlega leysa með því að
borða minna og hreyfa sig meira?
„Þetta er ekki svo einfalt. Offita
getur verið gríðarlega flókinn sjúk-
dómur og snýst oft um efnaskipti og
fylgisjúkdóma. Oft þarf að vinna
bæði með líkama og sál og þetta
snýst um miklu meira en að missa
nokkur kíló. Yfirleitt þarf fólk ein-
staklingsmiðaða meðferð sem snýst
um að ná árangri til langtíma.
Skyndilausnir eiga ekki við í með-
ferð við offitu,“ segir Erla Gerður.
Aukin þjónusta
við offitusjúklinga
Getty Images/amana images RF
Á vigtinni Offita er sívaxandi heilsufarsvandi eins og fram kom á alþjóðadegi
offitu um síðustu helgi. Íslendingar láta sitt ekki eftir liggja í þeim efnum.
Að sögn Erlu Gerðar eru 20% ís-
lenskra barna yfir kjörþyngd og
5% þjást af offitu. Þetta þýðir að
rúmlega 15.000 börn eru of þung
og tæplega 4.000 þjást af offitu.
Hún segir að heilsugæslan bjóði
upp á ýmis úrræði og Heilsuskóli
barnaspítalans veiti meðferð þeim
börnum sem verst standa, en þar
eru m.a. kenndar aðferðir til að
takast á við þyngdarstjórnun og
auka lífsgæði. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Heilsuskólanum hafa
350 börn verið þar til meðferðar
undanfarin fjögur ár og biðlisti er
hálft ár.
15.000 börn eru of þung
HÁLFS ÁRS BIÐ EFTIR AÐ KOMAST Í HEILSUSKÓLANN
Erla Gerður
Sveinsdóttir