Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eva Björk Eldkonan Margrét Lóa er hrifin af rauðu, á rauða vespu og rauða kápu og hefur hundinn sinn í körfu aftan á. heiminn og ég flétta stöðu heimsmálanna inn í eigin heimsreisu. Þegar maður fer í heimreisu er óhjá- kvæmilegt að segja líka frá ljótleikanum, pyntingum, frelsisskerðingu, hælisleit- endum. Ég er líka að hugsa til kvenna og stöðu þeirra í heiminum, ég hugleiði sýru- árásir sem sumar verða fyr- ir og búrkuna sem aðrar klæðast. Ég laðast mikið að þunga og dauða. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég setti saman myndir af öllum uppáhaldsskáldunum mín- um, þá rann upp fyrir mér að þau höfðu öll svipt sig lífi,“ segir Mar- grét Lóa og bætir við að hún tefli saman fegurð og ljótleika í nýju ljóðabókinni. „Eitt ljóðið, Máraþorp, fjallar til dæmis um ótrúlega fagurt útsýni sem ég hafði þegar ég bjó í fjalla- þorpi í Andalúsíu. Þar komst ég að því að fegurð venst ekkert frekar en ljótleiki. Ég var alltaf jafn hug- fangin og trúði vart mínum eigin augum í hvert einasta skipti sem ég fór á fætur. Á veröndinni tók golan á móti mér og óendanleg fegurð blasti við, minjar frá því löngu fyrir Krist, Márakastalinn, Borgarvirkið og fjöllin í Afríku,“ segir Margrét Lóa sem var með ljóðabók Nínu Bjarkar, Svartur hestur í myrkrinu, á náttborðinu hjá sér þegar hún dvaldi í Andalúsíu. „Ég tek hana og nokkrar aðrar ljóðabækur alltaf með mér hvert sem ég fer.“ Ég elska rautt Heilmikil erótík er í bókinni um frostið í hauskúpunni og ljóðin eru sannarlega litrík. „Ég er mikið fyrir liti. Ég elska rautt og þegar ég var barn þá var ég oft rauðklædd frá toppi til táar. Börn voru svo frjáls þá, það eimdi líklega eitthvað eftir af hippatímanum. Allir sterkir og heitir litir höfða til mín, en þegar ég teikna þá er það yfirleitt svarthvítt. Ég skrifa í litum en sæki ekki í að vinna með liti í myndunum mínum, eins og sjá má á umgjörð bókarinnar sem er svört og hvít. Ég teiknaði myndirnar sem prýða kápuna, en hringurinn er mér hugleikinn, þetta kvenlega form. Sjöundi hringurinn er ljóðið aftan á bókarkápunni. Ég hugsa þetta allt sem eina heild, hönnunin og um- gjörðin skiptir mig miklu máli.“ Vill taumlaust flæði Tíu ár eru frá því Margrét Lóa sendi frá sér ljóðabók síðast, en 30 ár eru frá því hún gaf út sína fyrstu ljóðabók, Glerúlfa. Hún á því stór- afmæli sem skáld. „Ég var ekki nema 18 ára þeg- ar ég gaf út Glerúlfa, en hún var skrúfuð saman með stórum skrúfum. Ég hef alltaf lagt mikið upp úr hönnun bókanna minna, enda fæst ég töluvert við myndlist líka. Ég hef reynt að helga mig sýn- ingarhaldi, upplestrum, gjörningum og geisladiskaútgáfu í þessi tíu ár frá því síðasta bók kom út. Ég hef til dæmis prentað ljóð á silki, plast og léreft. Þessi tíu ár eru löng þögn í útgáfu, en ég hef sem sagt haldið nokkrar sýningar á þessum tíma og gert tilraunir með að prenta ljóð á mismunandi efnivið og að lesa upp ljóð með tónlist,“ segir Margrét Lóa og bætir við að hún hafi gengið í gegnum nokkur stig á ljóðaferl- inum. „Ég hef viljað taumlaust flæði og ég hef viljað koma frá mér því sem hefur legið mér mikið á hjarta í sem allra, allra fæstum orðum. Samkennd er nokkuð einkennandi fyrir ljóðin mín þessa dagana. Ann- ars hefur ákveðinn tónn náð að fylgja ljóðunum mínum alveg frá upphafi og ég er satt að segja mjög þakklát fyrir það.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Verk sem komið hafa út eftir Margréti Lóu:  Glerúlfar, ljóð, 1985  Náttvirkið, ljóð, 1996  Orðafar, ljóð, 1989  Ávextir, ljóð, 1991  Tilvistarheppni, ljóð, 1996  Ljóðaást, ljóð, 1997  Háværasta röddin í höfði mínu, ljóð, 2001  Hljómorð, ásamt tónlistarmanninum Gímaldin, Ljóðaúr- val MLJ á geisladiski, 2003  Laufskálafuglinn, skáldsaga, 2004  Tímasetningar, ljóð, 2005  Frostið inni í hauskúpunni 2015 30 ÁRA FERILL MARGRÉTAR LÓU Ég hef haft mikinn áhuga á fótbolta svo lengisem ég man eftir mér, enda fótbolti ein affáum íþróttum þar sem hæð skiptir minnamáli en geta. Maradona stóð vart út úr hnefa, Kevin Keegan var svo lítill að það var táfýla af hárinu á honum! Nær okkur í tíma er hægt að benda á stórsnillinga eins og Paul Scholes og Lionel Messi sem sönnun þess að svo lengi sem fæturnir ná niður á jörðina eigi menn eitthvert örlítið erindi á völlinn. Það kemur því ekkert á óvart að ég hef spilað með bekkjarliðum, æfði með Þrótti Reykjavík á sín- um tíma og finnst enn fátt skemmtilegra en að skjótast aðeins í fótbolta þegar boltafíknin kallar. Eini gallinn er sá að ég er hérumbil jafngóður í fót- bolta og Pierce Brosnan er í söng. (Þið sáuð öll Mamma mia!, ekki reyna að neita því.) Ég skoraði til dæmis tvö mörk á æfingum með Þrótti Reykjavík hér í den tid, bæði í eigið mark. Þrátt fyrir vankunnáttu mína í fót- boltafaginu hef ég þó reynt að fara af og til með vinnufélögunum í hádegis- fótbolta. Hafa þeir sýnt mér mikið umburðarlyndi þar sem ég hef skakk- lappast fram og til baka eftir vell- inum og gert mitt besta til þess að vera fyrir í vörninni. Ég hef meira að segja náð að skora tvö mörk! Og í rétt net! En karma kallar víst ekki allt ömmu sína. Í sumar náði ég nefnilega mínum besta fótboltaleik, líklega á ævinni. Ég stóð mig frábærlega í vörninni, blokk- aði menn, vann bolta, hreinsaði frá. Heimurinn var mín ostra, svo ég sletti erlendu tungutaki. Ég var kannski ekki kominn svo langt að sjá fyrir mér feril í atvinnumennsku, en fyrir aðeins of þungan og aðeins of lítinn 33 ára blaðamann með gleraugu var ég að standa mig eins og ég væri karakter í bók eftir Þor- grím Þráins. Og þá dundi áfallið yfir. Snarpur stingur í nárann. „Af hverju núna? Af hverju gat þetta ekki gerst þegar ég gat ekki neitt?“ Af hetjuskap ákvað ég að halda aðeins áfram, kannski gæti ég enn gert gagn? Svarið við því kom strax í næstu sókn, þegar sóknarmaðurinn ekki bara labbaði framhjá mér, held- ur steig hann á tána á mér um leið og hann skoraði, svona eins og til að undirstrika hinn skyndilega ömurlega dag. Tognaður nári og marin tánögl. Frábært. Ég hef varla náð mér enn í náranum, enda finn ég alltaf nýj- ar og nýjar leiðir til þess að teygja aðeins á honum aftur. Stíg inn í bíl, á. Stíg út úr bíl, á. Geng upp stiga, á. Geng niður stiga, tvöfalt á. Í ljósi þess að „ferill“ minn í vinnustaðafót- boltanum spannar núna tvær ökklatognanir (sína á hvorum ökklanum), náratognun og tvö mörk velti ég fyrir mér hvort kannski séu þetta skilaboð frá Mættinum um að ég eigi að hætta á toppnum. Er kannski kominn tími til að setja skóna á hilluna? Hvar er þessi hilla? Fæst hún kannski í IKEA? Getur einhver lánað mér sexkant? »… fyrir aðeins of þunganog aðeins of lítinn 33 ára blaðamann með gleraugu var ég að standa mig eins og ég væri karakter í bók eftir Þorgrím Þráins. HeimurStefáns Gunnars Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Herra náttföt Verð 9.900,- Höfuðföt fráBugatti Ég er ský í kjól heimsreisa sem hefst í hjarta þínu eina hlið sjálfsins sem kann þá list að skína sterk og rösk einsog sjókona hamingjusöm einsog hundrað skríkjandi smábörn Ligg í döggvotu grasi og hugsa um bragð af vörum sem ég hef enn ekki kysst þú sérð mig í rómantískum gamanmyndum ég er sú sem fær demantshring og koss og allir klappa fyrir í lokin Ský í kjól Ljóðabækur, skáldsaga, geisladiskur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.