Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hefur verið trúað fyrir fyllstu virðingu og geymdu þau. Taktu þér frí frá fréttunum og minntu þig á hversu dásamlegt líf þitt er. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir fundið til óvæntrar löngunar til að sýna einhverjum ókunnugum góðvild í dag. Nýttu hvert félagslegt tækifæri til hins ýtrasta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú sért skipulagður sjálfur get- urðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Reyndu að útiloka þau og vinna ótrauður að lausn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér finnist þú hafa í mörg horn að líta máttu ekki missa sjónar á stóra tak- markinu. Haltu því besta, hentu afgangnum. Láttu þér ekki bregða þótt miklar kröfur séu til þín gerðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálfan þig. Þó að þú sért í vinnunni skaltu nýta fá- einar mínútur til þess að hvíla líkama og sál. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú mátt ekki vera svo skelkaður að þú leyfir þér aldrei að njóta neins. Gættu þess vegna orða þinna. Allir sem þú talar við munu taka vel í hugmyndir þínar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Aukinn dugnaður þinn gæti ógnað nú- verandi samböndum. Leystu vandann með því að bæta svölu liði í vinahópinn. Opnaðu heimili þitt þeim sem eru á götunni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Breyttu í engu hátt- um þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hæfni þín til að ná til fjöldans er sérstaklega mikil í dag. Líttu raunsætt á hlut- ina, líka þá sem í sjálfu sér koma þér ekki við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru einungis tvær leiðir til að komast í gegnum daginn án þess að hugsa. Notaðu tækifærið til að gera eitthvað skap- andi eða eitthvað sem krefst frumlegrar hugsunar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Heimilið, fjölskyldan og hugsanleg fasteignaviðskipti eru í brennidepli hjá þér þessa dagana. Ef þú lendir í deilum við for- eldra þína eða aðra ástvini reyndu þá að hugsa áður en þú talar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar samningar ganga ekki eins og þú vilt, finnst þér það engir samningar. En ef þér tekst það, færðu það ríkulega borgað. Út er kominn Vasapési partíljóns- ins eftir Pétur Bjarnason, – inni- heldur „heilræði, limrur og létt- meti í bland“. Þar eru holl ráð gefin varðandi veislustjórn og ým- islegt sem lýtur að samkvæmislífi. Og þar er töluvert af limrum. Sagt er frá því, að fyrir mörgum árum hafi DV greint frá uppistandi í Kópavogi vegna svo háværra kyn- lífsathafna í blokk einni að ná- grannarnir urðu að flytja út. Pét- ur orti og kallar „Atorkusemi“: Ást þeirra var eins og atglíma og athöfnin tók engan smátíma. Fyrst kom óp – og hún stundi svo kom gelt, sem í hundi og svo þindarlaus áfram í þrjá tíma. Næstur kom Snorri Þor- steinsson og er yfirskriftin „Öf- ugmælavísa“: Það fært skal um limru í letur sem lærði ég nú í vetur að vinur minn Pétur á Vestfjörðum getur ort hana öðrum betur. Kennarar ónefnds skóla fóru með nemendum sínum í réttir. Böðvar Guðlaugsson orti út af því: Eins varð ég áskynja í réttinni, - ekki skal lúrt á fréttinni: Ég sé það loks hér hvað sauðkindin er keimlík kennarastéttinni. Kristján Eldjárn orti: Ljúft er að láta sig dreyma og líða um heima og geima. En það er helvíti hart að hugsa svo margt að það hafist ekki undan að gleyma. Þessi limra er eftir Bjarka Karlsson: Hann Þórður í Þingvallasveit í þjóðgarðinn sendi á beit Guðríði sína græðlinga að tína (en Guðríður þessi er geit). Jónas Árnason kallar þessa limru „Gúmmorin á latínu“: Ég man enn kvöldið er Kötu ég mætti í sömu viku og ég við hana hætti. Með glæsihatt bláan gaf hún mér á ‘ann. Það var í ágúst að áliðnum slætti. Skemmtilegir kviðlingar eru í pésanum. Sjálfur orti Pétur: Örlög falla á ýmsan veg. Oft er svall um nætur. Mér að halla ætla ég þá aðrir lalla á fætur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um fólk og skepnur héðan og þaðan Í klípu „NÓGU GOTT ER EKKI LENGUR NÓGU GOTT – SEM VIRÐIST HAFA VERIÐ NÓGU GÓÐ ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ REKA MIG.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HALTU ÁFRAM! ÉG SKAL FARA OG VEÐSETJA HÚSIÐ OG HITTI ÞIG SVO VIÐ KASSANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ekkert er of mikil fyrirhöfn. BORÐ- STOFAN? ÞAÐ ER MITT AÐ VITA OG ÞITT AÐ KOMAST AÐ HRÓLFUR, ÉG VEIT AÐ ÖLL HJÓNABÖND GANGA Í GEGNUM HÆÐIR OG DALI... ...EN ÉG ER ALLTAF UPPI ...OG ÞÚ ERT ALLTAF NIÐRI! Íslenskt samfélag hefur að mörguleyti verið lamað undanfarin ár og nú setja til dæmis verkföll flest úr skorðum. Lífið er samt ekki alslæmt og Víkverji þakkar það fyrst og fremst árangri íslenska karlalands- liðsins í fótbolta, sem hefur einna helst haldið bjartsýni landsmanna á lofti undanfarin misseri og sýnt fram á að enn er von. x x x Síðan í fyrrahaust hefur ekkertkætt landsmenn eins mikið og „strákarnir okkar“ í fótboltanum. Víkverji sá alla leiki þeirra í nýaf- staðinni riðlakeppni Evrópumótsins og þó allt hafi ekki gengið upp undir lokin má ekki gleyma því að liðið hafði tryggt sér sæti í úrslitakeppn- inni þegar tvær umferðir voru eftir. Það er ótrúlegt afrek og ekki síst þegar haft er í huga að Ísland var í sterkasta riðlinum. x x x Fréttir af efnahagsástandinu aðundanförnu hafa ekki beint verið upplífgandi, en engin ástæða er til að örvænta á meðan þjóðin á íþrótta- fólk í fremstu röð. „Strákarnir okk- ar“ í körfunni stóðu sig með sóma í úrslitakeppni Evrópumótsins í ný- liðnum mánuði, eftir áramót verða „strákarnir okkar“ í handboltanum í sviðsljósinu í Evrópukeppninni, „strákarnir okkar“ í fótboltanum verða á stóra sviðinu í Frakklandi næsta sumar og svo eru það Ólympíuleikarnir í Ríó. Ekki má gleyma „stelpunum okkar“ í fótbolt- anum og þó að „stelpunum okkar“ í handbolta gangi ekki allt í haginn um þessar mundir hafa þær sýnt að þær geta verið á meðal þeirra bestu. x x x Tafir voru á fjölmörgum flug-ferðum frá Keflavíkurflugvelli í gær og langar biðraðir voru í vega- bréfaeftirliti vegna verkfalls. Búast má við svipuðu ástandi í dag. Vík- verji þolir fátt eins illa og biðraðir, en fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, eins og skáldið sagði. Vegna verkfalla hafa margir setið heima og fyrir vikið hafa ekki myndast bíla- raðir á helstu stofnæðum borgar- innar, eitthvað sem hefur ekki gerst fyrr í tíð núverandi meirihluta. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er trúfastur í öllum orðum sínum og miskunnsamur í öllum verk- um sínum. Sl. 145:13b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.