Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
✝ Jóhanna Sigur-björg Markús-
dóttir fæddist í
Hlaðgerðarkoti,
Mosfellsdal, 11. maí
1930. Hún lést á
heimili sínu í Kópa-
vogi á 62 ára brúð-
kaupsdegi sínum 7.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Markús Sig-
urðsson bóndi, f. 27.
mars 1895, d. 21. febrúar 1977,
og Guðlaug Einarsdóttir, f. 26.
nóvember 1886, d. 10. október
1971.
Systkini Jóhönnu voru: Guð-
rún Markúsdóttir Stoffel, f. 16.
apríl 1921, d. 27. ágúst 2003, Jó-
hanna Markúsdóttir, f. 1923, d.
1930, Helga Markúsdóttir, f. 8.
nóvember 1924, og Einar Mark-
ússon, f. 24. mars 1926, d. 27. júní
2012.
Jóhanna giftist 7. nóvember
1953 Guðmundi Helgasyni mál-
arameistara, f. 10. ágúst 1929, d.
19. ágúst 2005. Foreldrar Guð-
mundar voru Helgi Benedikts-
son, f. 29. október 1893, d. 12.
desember 1975, og Jónína María
1983, þau eiga tvö börn, b) Jó-
hanna Björg, f. 19. febrúar 1986,
eiginmaður Ásgeir Guðjónsson,
f. 9. desember 1982, og eiga þau
tvær dætur, c) Heiða Hrönn, f.
12. mars 1993, unnusti Bjarki
Sigurðsson, f. 13. júlí 1993.
4) Berglind deildarstjóri, f. 27.
júlí 1969, eiginmaður Sigurður
Björnsson forstöðumaður, f. 8.
febrúar 1968, og systursonur
hans, Viktor Freyr Joensen, f. 22.
janúar 1997.
Jóhanna fæddist í Hlaðgerðar-
koti, Mosfellsdal, og ólst þar upp
fyrstu æviárin. Sjö ára gömul
flutti hún í Kópavog með for-
eldrum sínum sem byggðu sér
frumbýlið Grænuhlíð sem síðar
tilheyrði Nýbýlavegi. Jóhanna
bjó nánast alla sína ævi í Kópa-
vogi, fyrir utan örfá ár sem hún
var í Reykjavík.
Jóhanna lauk skólagöngu frá
Ingimarsskóla. Sem ung kona
vann hún m.a. við skógrækt á
Hallormsstað og í Vaglaskógi og
bókabúð Helgafells. Jóhanna var
lengst af heimavinnandi húsmóð-
ir en auk húsmóðurstarfa vann
hún stöku kvöld í versluninni
Drífu við Hlíðarveg í Kópavogi
og síðan í fjöldamörg ár kvöld-
og helgarvinnu í Blómahöllinni í
Kópavogi.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 13. nóv-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Pétursdóttir, f. 11.
júní 1905, d. 31.
mars 1985.
Börn Jóhönnu og
Guðmundar eru: 1)
Aldís, kennari í
Kópavogi, f. 8. febr-
úar 1954. Maki
Bjarni Þormóðsson
málari, f. 10. febr-
úar 1952. Þeirra
börn eru: a) Andrés,
f. 2. nóvember 1976,
en hann á tvö börn og eina upp-
eldisdóttur. b) Guðmundur, f. 23.
febrúar 1979, eiginkona Ágústa
Alda Traustadóttir, f. 15. apríl
1983, og eiga þau tvö börn.
2) Gerður, leikskólaráðgjafi í
Kópavogi, f. 24. desember 1956.
Maki Óskar Þorbergsson tré-
smiður, f. 21. október 1962.
Þeirra börn eru Daníel, f. 20. jan-
úar 1999, og Andri, f. 22. apríl
2001.
3) Már, málarameistari í Kópa-
vogi, f. 1. nóvember 1961. Maki,
Björg Sigmundsdóttir, f. 10. jan-
úar 1960. Börn þeirra eru: a) Sig-
mundur Einar, f. 10. nóvember
1983, eiginkona Jakobína Rut
Hendriksdóttir, f. 14. nóvember
Elsku mamma. Með söknuði í
hjarta kveðjum við þig með
ljóði eftir uppáhalds ljóðskáld
þitt.
Syngdu mig heim í Heiðardalinn,
heimþráin seiðir og bráðum kemur
vor.
Þíðvindar blása um bláfjalla salinn,
blómskrúðin vefja mín gömlu æsku-
spor.
Syngdu mig heim yfir sólgullnar leið-
ir,
sveitin mín bíður í kvöldsins roðag-
lóð,
dalurinn ljúfi sem lokkar og seiðir
laðar mig brosandi heim á forna
slóð.
Syngdu mig heim, er grænka grund-
ir,
gefðu mér bernskunnar unaðsdraum
á ný.
Þá munu bíða mín fagnaðarfundir
fögur er sveitin mín, iðjagræn og hlý.
Brosandi vordagar bíða mín heima,
burt vil ég halda af grárri, kaldri
strönd.
Dýrasta ódáinsunaðinn geyma
æskunnar broshýru sólskinsdrauma-
lönd.
(Jón frá Ljárskógum)
Þú kvaddir þennan heim á 62
ára brúðkaupsafmæli ykkar
pabba og valsið þið nú saman
eins og ykkur einum var lagið.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku mamma
Aldís, Gerður, Már,
Berglind og fjölskyldur.
Kallið er komið, tengdamóðir
mín, Jóhanna S. Markúsdóttir,
Lilla, er fallin frá eftir erfið
veikindi síðustu mánuði. Hún
tókst á við þau af miklu æðru-
leysi með dyggri aðstoð og
hjálp barna sinna. Lilla var af
þeirri kynslóð sem vann mikið.
Hún ólst upp við sveitastörf í
Grænuhlíð við Nýbýlaveg, sem
var eitt af nýbýlunum í Kópa-
vogi. Hún var ákveðin kona,
föst fyrir en hlédræg. Þau hjón-
in bjuggu við Nýbýlaveg 45a,
sem síðar varð Grænatún 14 í
rúm 40 ár, í túninu heima. Þar
ólust börnin fjögur upp og með
tíð og tíma breyttist svæðið úr
sveit í borg. Lilla hafði mikinn
áhuga á allri garðyrkju og
blómarækt. Til marks um það
fengu þau hjón viðurkenningu
fyrir garðinn og litasamsetn-
ingu á húsi þeirra. Lilla vann
lengi vel í Blómahöllinni í
Hamraborg innan um blóm og
gjafavörur með góðu samstarfs-
fólki.
Margs er að minnast er fjöl-
skyldan stækkaði. Í Grænatúni
var oft glatt á hjalla, pottur-
inn, garðhúsið, grillveislur og
þá skötu- og jólaboð. Þau hjón-
in voru dugleg að ferðast með
góðu fólki fyrr á árum en hin
síðari ár varð Gran Canaria
vinsæll dvalarstaður hjá þeim.
Um það leyti sem þau fluttu í
Fensali tók nýr sælureitur við
hjá þeim hjónum, bústaður í
Hraunborgum, Sælukot. Þang-
að sótti fjölskyldan. Eftir frá-
fall Guðmundar dvaldi Lilla
þar meira og minna öll sumur
við garðyrkju (nema sl. sum-
ar), ásamt systur sinni, Göggu,
í næstu götu. Þar undi hún hag
sínum vel. Samrýndar systur
svo eftir var tekið. Þær voru
sjálfum sér nógar, keyrðu
sjálfar og fóru í kaupstað til að
kaupa inn (Selfoss), ótrúlega
duglegar. Lillu var mjög annt
um Hraunborgirnar og mann-
lífið þar. Á veturna tóku spilin
við í Gullsmára og Gjábakka.
Lilla var traust og góð sinni
fjölskyldu og fylgdist vel með
öllum.
Takk fyrir samfylgdina, allt
og allt.
Bjarni Þormóðsson.
Elsku amma Lilla.
Núna ertu komin til hans afa.
Ég get ekki ímyndað mér hvað
hann er glaður að hafa þig hjá
sér. Það fyrsta sem mér dettur
í hug þegar ég hugsa um stund-
irnar okkar saman eru minn-
ingarnar frá Sælukoti. Sá tími
sem við áttum saman þar var
æðislegur. Það sem við gátum
dundað okkur við hitt og þetta.
Spila, fara í nafnaleik, í sund,
garðyrkjustörfin og gönguferðir
til Göggu. Alltaf var ég velkom-
in til ykkur afa.
Svo eru það veiðiferðirnar
sem ég var alltaf meira en vel-
komin í. Það var alltaf jafn
gaman og æðislegt að sitja með
þér við vatnið að ræða um lífið
og tilveruna. Hvað þá utan-
landsferðirnar sem ég var svo
heppin að fá að fara í með þér.
Kanarí, Spánn og Flórída. Það
eftirminnilegasta er þegar við
vorum saman í 13 klukkustund-
ir í Disney World, það sem við
skemmtum okkur vel og ég
fékk þig til að sprella með mér.
Undanfarin ár höfum við átt
margar gæðastundir. Það var
frábært hvað þú varst alltaf til í
gott spjall og þá sérstaklega
þegar ég var að spjalla við þig
eða meira forvitnast um æsku
þína. Þér fannst alltaf svo gam-
an að fá tækifæri til þess að
segja mér frá því hvernig þitt
líf var og hver munurinn er á
nútímanum og fortíðinni. Þetta
var greinilega sameiginlegt
áhugamál okkar.
Jólin voru þér afar mikilvæg,
alltaf byrjaðir þú snemma að
undirbúa þau. Jólaboðið með
bingó og hangikjöti, sörubakst-
ur og skata. Þetta er sá tími
ársins sem við vorum hvað mest
saman. Ég er þakklát fyrir þau
aðfangadagskvöld sem við vor-
um saman, bæði þau sem við
vorum á Kanarí og svo síðast-
liðin ár hjá Jóhönnu. Þau voru
æðisleg og alltaf varst þú jafn
hlédræg og vildir aldrei að við
værum eitthvað að fylgjast mér
þér opna þínar gjafir, þér
fannst við vera í fyrsta sæti.
Elsku amma, takk fyrir allar
þær minningar sem við bjugg-
um til saman. Þær munu lifa í
mínu hjarta að eilífu. Ég elska
þig, elsku amma.
Heiða Hrönn.
Af hverju ertu að gera þetta
svona amma mín? Þessa spurn-
ingu fékkstu svo oft frá mér.
Það er svo ótal margt sem þú
kenndir mér í gegnum árin og
því mun ég aldrei gleyma. Þau
voru ófá skiptin sem ég kíkti út
um gluggann til að sjá hvort þið
afi væruð við eldhúsborðið svo
ég gæti hlaupið yfir til ykkar og
spilað kana við ykkur. Skipti þá
aldrei máli hver dagskráin ykk-
ar var og alltaf spiluðum við.
Ekki varstu samt alltaf sátt við
spilamennskuna hjá mér þar
sem þér fannst ég ansi djarfur
þegar ég spilaði með blindum.
Það tók mig nokkur ár að fatta
að þið afi leyfðuð mér oft að ná
slögum svo ég myndi vinna.
Ekki var það bara spilamennsk-
an sem þú kenndir mér en það
að fá að fara í veiðiferðirnar
með þér og Göggu var alveg
ógleymanlegt. Þar sem ég,
vægast sagt, hef haldið ykkur á
tánum allan tímann með spurn-
ingum, allt frá því hvaða leið
fiskarnir synda, hvað þeir éta
og hvort þeir gætu séð mig bak
við hólinn á bakkanum við Úlf-
ljótsvatn.
Þau voru ófá skiptin sem ég
sat við eldhúsborðið og lagði
kapal á meðan þú eldaðir kvöld-
matinn fyrir ykkur afa. Þau
voru einnig ófá skiptin sem þú
nappaðir mig við að reyna að
svindla en þetta kenndi mér
ótrúlega þolinmæði og að gefast
alls ekki upp.
Ekki má gleyma einu af því
mikilvægasta sem þú kenndir
mér, en það var að horfa á Ná-
granna, og enn þann dag í dag
horfi ég á Nágranna, allt þér að
þakka.
Það er erfitt að hugsa til
þess að sá tími sé kominn að ég
geti ekki spurt þig um allt milli
himins og jarðar en ég vona og
veit að það sem þú hefur kennt
mér um ævina mun hjálpa mér
við að aðstoða aðra á sama hátt
og þú aðstoðaðir og leiðbeindir
mér.
Takk fyrir allt, amma mín,
Sigmundur Einar Másson.
Það er komið að tímamótum.
Hún amma Lilla er fallin frá
eftir erfið veikindi. Hugurinn
reikar til baka og margar góðar
minningar vakna. Frá æskuár-
um eru það forréttindi að alast
upp við það að eiga afa og
ömmu í nágrenninu. Þannig var
það hjá okkur bræðrum. Það
var gott að koma í Grænatúnið
og alltaf tekið vel á móti okkur.
Mikið spilað við eldhúsborðið.
Oft var fjör í pottinum og garð-
húsinu með tilheyrandi matar-
veislum innan um blóm og
skreytingar. Ekki má gleyma
skötuveislum og jólaboðum með
spilum og tilheyrandi fjöri,
einnig veiðiferðum fyrr og síð-
ar. Við vorum hvattir áfram
varðandi íþróttir og skátastarf.
Árin liðu og við tók málara-
vinna frá fermingu hjá afa. Eft-
ir að við stofnuðum okkar fjöl-
skyldur hafa samverustundir
með ömmu Lillu verið margar
og ánægjulegar, sérstaklega í
Sælukoti (bústaðnum þeirra í
Hraunborgum), þar hefur okk-
ur og langömmubörnunum liðið
ákaflega vel. Matur, spil og
Krakkakot. Ekki má gleyma
hangikjöti og meðlæti í Fensöl-
um 6 fyrir stórfjölskylduna
ásamt aðventubingóinu fyrir
börnin í fjölskyldunni. Öll fengu
þau vinning í jólapoka, valinn
eftir kyni og aldri.
Með virðingu og þökk fyrir
allt sem þið afi og amma hafið
gert fyrir okkur og okkar fjöl-
skyldur á lífsleiðinni.
Minningin lifir, hvíl í friði.
Andrés, Guðmundur
og fjölskyldur.
Í dag kveðjum við æskuvin-
konu okkar, Jóhönnu Markús-
dóttur, sem alltaf var kölluð
Lilla. Vinátta okkar hófst fyrir
nærri sjö áratugum og hefur
staðið óslitið fram á þennan
dag. Um tvítugt stofnuðum við
fimm vinkonur saumaklúbb sem
átti eftir að tengja okkur og
eiginmenn okkar miklum vina-
böndum. Eiginmennirnir
spiluðu saman brids um ára-
tugaskeið og hópurinn ferðaðist
mikið saman, bæði innanlands
og utan.
Eiginmaður Lillu var Guð-
mundur Helgason málarameist-
ari, mikill vinur okkar. Þau
voru samrýnd hjón sem byggðu
sér og börnum sínum glæsilegt
heimili á Nýbýlaveginum. Þar
ræktaði Lilla veglegan garð
sem hún sinnti af alúð enda
mikil ræktunarkona.
Lilla var þessi hlýja og
trausta kona sem umvafði fjöl-
skyldu sína og vini með um-
hyggju og kærleika. Það var
okkur mikil gæfa að eiga Lillu
að vinkonu. Við kveðjum hana
með miklu þakklæti og sárum
söknuði.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Kæru systkin, Aldís, Gerður,
Már og Berglind, við sendum
ykkur og fjölskyldum ykkar
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðbjörg (Lilla), Bergdís
(Dísa) og Guðmundur.
Jóhanna Sigurbjörg
Markúsdóttir ✝ Erla Magnús-dóttir fæddist
14. janúar 1931 á
Þambárvöllum í
Bitrufirði í
Strandasýslu. Hún
lést 1. nóvember
2015.
Foreldrar hennar
voru Magnús Krist-
jánsson, bóndi á
Þambárvöllum, og
kona hans, Magða-
lena Guðlaugsdóttir ljósmóðir.
Systkini Erlu eru: 1) Ásgeir,
fyrrverandi bifreiðastjóri, bú-
settur á Akureyri, maki Sigríð-
ur Ólafsdóttir og eiga þau þrjú
börn. 2) Sigrún, húsmóðir á
Þambárvöllum, maki Sveinn
Eysteinsson og eiga þau fjögur
börn.
Erla stundaði
nám við Reykja-
skóla í Hrútafirði
og Kvennaskólann
á Blönduósi. Á
langri starfsævi
vann hún á ótal
veitingastöðum og
hótelum, sem
ráðskona í mötu-
neytum og öræfa-
ferðum, við af-
greiðslu, lager-
störf, húsgagnabólstrun,
fiskvinnslu og síðustu árin við
húshjálp. Á sumrum var hún
alltaf heima í sveitinni við bú-
störf.
Erla var ógift og barnlaus.
Jarðsett var í heimagrafreit
á Þambárvöllum í kyrrþey að
hennar ósk.
Nú er hún systir mín fallin frá
eftir erfiðar síðustu vikur. Þegar
líkaminn er búinn að vera og sál-
in orðin þreytt er lítið eftir til að
lifa fyrir. Erla var óhemju dug-
leg og ósérhlífin og unni sér
sjaldan hvíldar. Alltaf var eitt-
hvað fundið til að gera, mála
bæði úti og inni, þrífa og taka til.
Ég man að ég var ekki sérlega
brosmildur krakki þegar stóra
systir var að senda mig til að
taka hitt og þetta til handar-
gagns.
Erla var einstakur dýravinur
og hændi að sér alla ferfætlinga,
að undanskildum músum. Einu
skiptin sem hún hafði horn í síðu
sauðkindanna var þegar túnvar-
garnir laumuðust upp á tröppur
og fengu sér miðnætursnarl af
stjúpum og morgunfrúm úr
blómakerunum. En hvað með
það. Þetta spratt aftur. Eins dáði
hún hestana sína og í margan
reiðtúrinn var farið á þeim
gömlu góðu dögum. Ekki má
gleyma hundunum og þann síð-
asta vildi hún helst hafa við rúm-
ið sitt.
Erla hafði mikinn áhuga á
skógrækt og hverskonar gróðri
og það eru ófáar plönturnar sem
hún gróðursetti hér og eru
margar orðnar að stórum trjám.
Erla var bráðlagin og hefði getað
gert miklu meira í höndunum en
hún gerði. En hún var svo mikið
náttúrubarn að hennar líf og
yndi var utandyra. Best leið
henni úti í garði, og það var bara
bónus að verða bæði moldug og
blaut. Eitt af þeim störfum sem
hún skipaði sjálfa sig í, á síðari
árum, var að sópa jöturnar í fjár-
húsunum um sauðburðinn. Ein-
hverju sinni var hún heldur sein
á vaktina og annar búinn að sópa
þegar hún geystist inn ganginn.
Kom þá með miklum þjósti:
„Hver tók moðið mitt?“ Þetta
hefur verið máltæki hér síðan ef
eitthvað er ekki á sínum stað.
Hún var mikil matmóðir og
það voru ófáar veislurnar sem
hún útbjó bæði hér heima og
annars staðar. Eins hafði hún
gaman af gleðskap og dansi og
ekki spillti fyrir að fá sér smá í
tána.
Einn af hennar uppáhalds-
stöðum var fjaran. Eftir því sem
var hvassara og meira brim fór
hún oftar í fjöruna. Svo á logn-
kyrrum sumarkvöldum að lauma
neti í sjó og bíða spennt eftir sil-
ungi í netið.
Erla var ákaflega rausnarleg
og gjafmild. Maður mátti ekki
segja að eitthvað væri fallegt
sem hún átti. Þá kom um leið:
„Hérna, eigðu þetta, ég verð
dauðfegin að losna við þetta.“ Og
það dugðu engar mótbárur.
Hún var skapstór, og ekki að
skafa utan af hlutunum ef því var
að skipta, enda mjög orðheppin.
Að sama skapi vinföst og trygg.
Hún var börnunum mínum
sem önnur móðir og dekraði við
þau á alla lund, eins var með
barnabörn mín þegar þau komu í
heiminn.
Erla hélt heimili fyrir foreldra
okkar ýmist hér heima eða í
Reykjavík og hugsaði um þau af
mikilli alúð. Síðustu þrjú árin
dvaldi Erla á Heilbrigðisstofnun-
inni á Hólmavík og eru starfs-
fólki þar færðar alúðarþakkir
fyrir umönnun og elskulegheit í
hennar garð.
Eftir áratuga samveru okkar
systra eru minningarnar ótelj-
andi. Mér er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að hafa hana
við hlið mér öll þessi ár.
Elsku systir. Þér var aldrei
fullþakkað fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig og mína.
Hvíl í friði.
Sigrún.
Elsku Erla. Það er ekki hægt
að segja annað en þú hafir haft
mikil áhrif á líf okkar. Alltaf leist
þú á okkur systkinin sem þín
eigin börn. Þú tókst fullan þátt í
uppeldi okkar svo stundum
fannst okkur nóg um.
Oft varst þú nú heldur ströng
og hefðum við nú heldur viljað
vera að leika okkur en að gera
það sem okkur var sett fyrir. Við
áttum það til að fela okkur á hin-
um ýmsu stöðum til að sleppa við
að hreinsa silunganetin eða
endalaust að reka rollur úr
túninu og sitthvað fleira.
Þú hafðir mikinn áhuga á
veiðiskap og voru farnar ófáar
ferðir niður að sjó til að vitja um
netin. Ekki var nú minni matará-
huginn og þú vildir alltaf vera að
gefa öðrum að borða. Fannst
ekkert skemmtilegra en hafa til
mat fyrir allt fólkið. Alltaf gat
maður gengið að því vísu að eitt-
hvað gott leyndist í skápunum.
En ég er líka viss um að næring-
arfræðingar nútímans fengju
hjartaáfall ef þeir vissu um sumt
af því sem þú varst að brasa og
kenna okkur að búa til.
Þegar við komumst á ung-
lingsár og fórum að kíkja á hitt
kynið þá minnumst við þess að
hafa verið eltar uppi og reknar
heim með skömm. Og þegar
Bryndís var komin með bílpróf
þá fengum við alltaf bílinn þinn
lánaðan til að fara á sveitaböllin.
Bíllinn gekk undir nafninu „gula
hættan “ þegar við systur mætt-
um á svæðið.
Fjölskyldan átti líka alltaf
samastað hjá þér í Ljósheimun-
um þegar þurfti að skreppa í bæ-
inn. Í gamni varst þú líka kölluð
hirðinginn í fjölskyldunni vegna
þess að stundum um helgar
fórstu snemma út og hirtir upp
ýmislegt sem lá á götum úti eftir
gleðskap næturinnar. Að sjálf-
sögðu var því dreift á fjölskyldu-
meðlimina og áttu nokkrir glös
merkt hinum ýmsu skemmti-
stöðum borgarinnar. Það sýndi
nú best hversu gjafmild og
greiðagóð þú varst. Máttir aldrei
vita til þessa að okkur vantaði
eitthvað. Og allir fallegu hlutirn-
ir sem þú hefur gaukað að okkur
í gegnum tíðina og prýða nú okk-
ar heimili.
Mikið eigum við eftir að sakna
þín og hafðu bestu þakkir fyrir
allt.
Bryndís og Elsa.
Erla Magnúsdóttir