Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Borðapantanir og frekari upplýsingar í síma 487 5700 eða á hotelranga@hotelranga.is Jólahlaðborð á Hótel Rangá Meðal rétta á hlaðborðinu eru: Forréttir Jólasúpa · Síld · Grafinn lax · Önd · Bleikja Paté · Kæfa · Salöt Aðalréttir Svínahamborgarhryggur · Innbakað lambalæri Purusteik · Kalkúnn · Fiskur dagsins Grænmetisréttur Meðlæti Rauðkál · Grænar baunir · Grænmeti · Uppstúfur Dillsósa · Rauðvínssósa · Sveppasósa Waldorf salat Eftirréttir Riz à l’amande · Hjúpuð súkkulaðikaka Ostar · Ávextir · Sörur Jólahlaðborðin verða: 20. og 21. nóvember , 27. og 28. nóvember, 4. og 5. desember og 11. og 12. desember Við minnum á villibráðarseðilinn okkar sem er í fullum gangi til og með 19. nóvember www.hotelranga.is BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Samningarnir eru sérstakir fyrir þær sakir að samið er við heil- brigðisstofnun um reksturinn og hafa sambærilegir samningar ekki verið gerðir áð- ur.“ Þetta segir í skriflegu svari heilbrigðis- ráðherra, Krist- jáns Þórs Júl- íussonar, við því hvers vegna ekki sé búið að ganga frá samningum við Heilbrigðis- stofnun Vest- fjarða um rekstur nýrra hjúkr- unarheimila á Ísafirði og í Bolungarvík. Byggingu húsanna lauk í sumar og hafa þau staðið tóm upp frá því. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær þá hefur ríkið greitt leigu á báðum heimilunum frá því í ágúst sl. Ísafjarðarbær fær tæpar sex milljónir króna í leigu á mán- uði og Bolungarvík tæpar tvær milljónir króna. Þröstur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Vestfjarða, vildi ekki tjá sig um ástæðu þess að ekki er enn bú- ið að ganga frá samningum, og vís- aði til heilbrigðis- og velferð- arráðuneytisins. Drög að samningnum voru samþykkt í sumar. Gengið út frá að Heilbrigðis- stofnun myndi reka heimilin Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísa- firði er byggt við sjúkrahúsið og unnið er að því að klára tengi- byggingu við sjúkrahúsið. Þröstur sagði að áætluð verklok við hana yrðu líklega um miðjan desember. Að öðru leyti er heimilið tilbúið. Báðir bæjarstjórarnir, Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, segja við Morgunblaðið að ávallt hafi verið gengið út frá því síðan bygging hjúkrunarheim- ilanna hófst að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndi reka þau. Til stóð að skrifa undir samn- inga 15. nóvember nk. en að sögn Gísla, bæjarstjóra Ísafjarðar, þá fékk hann þau skilaboð í vikunni að af því yrði ekki. Hann sagði ennfremur að Ísafjarðarbær gæti lítið gert til að liðka fyrir að samn- ingum. Ríkið hefur óskað eftir því við Ísafjarðarbæ að sveitarfélagið greiði kostnað vegna hita og raf- magns. Gísli sagði að bærinn gæti ekki orðið við því og vísaði í gild- andi leigusamning og innan hans væri hiti og rafmagn. Bíða í tveggja manna herbergi Þeir sem bíða eftir að komast á nýtt hjúkrunarheimili eru í öðrum hjúkrunarrýmum. Þessi nýju hjúkrunarrými eru ekki viðbót við þau sem eru í notkun heldur er um endurnýjun að ræða. Á nýja hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík eru 10 hjúkr- unarrými, og öll í sérbýli. Fyrir eru 12 rými þar sem flestir þurfa að vera tveir saman í herbergi og eru þau rými í húsnæði frá árinu 1950. „Þetta er nálægt því að vera nóg,“ segir Elías spurður hvort hjúkrunarrýmin séu nógu mörg. Hann segir unnið að því að finna heppilegan opnunardag og er von- góður um að hægt verði að opna fyrir jól, þrátt fyrir að samningar séu ekki í höfn. Á nýja hjúkrunarheimilinu á Ísafirði eru 30 ný hjúkrunarrými, 10 í hverri einingu og allt sérbýli. Þau koma í staðinn fyrir þau sem nú eru nýtt sem hjúkrunarrými. Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru 19 skilgreind hjúkrunarrými, þar af eru öll herbergin tveggja manna nema eitt, þá eru sex hjúkrunarrými á hjúkrunarheim- ilunum Tjörn og Þingeyri. „Flestir þeirra sem eru á skil- greindum hjúkrunarrýmum eru líklegir sem íbúar á nýja hjúkrunarheimilinu Eyri og einnig þeir sem búa í þjónustuíbúðum aldraðra á Hlíf,“ segir Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- sviðs Ísafjarðarbæjar. Hún tekur þó fram að ekki sé búið að velja þá sem komast á nýtt heimili. Gísli segist bjartsýnn á að hjúkrunarheimilin verði opnuð í desember. Ekki áður samið við stofnanir um rekstur  Ríkið greiðir leigu fyrir tóm hjúkrunarrými á Vestfjörðum  Heilbrigðisráðherra segir samning- ana um reksturinn sérstaka  Vonir uppi um að opna heimilin á Ísafirði og í Bolungarvík fyrir jól Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Hjúkrunarheimili Eyri á Ísafirði er ekki enn komið í notkun þó að það sé í raun tilbúið til reksturs. Bæði þar og í Bolungarvík er stefnt að því að hefja rekstur fyrir jól, þó að samningar hafi ekki tekist ennþá. Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.