Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Færri íbúðir voru í byggingu á
höfuðborgarsvæðinu í október en í
sama mánuði í fyrra. Alls voru 2.436
íbúðir í byggingu í október 2014 en
2.399 íbúðir í október 2015.
Þetta kemur fram í nýrri talningu
Samtaka iðnaðarins á uppbyggingu
íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Helstu niðurstöður eru sýndar í
töflum hér fyrir ofan.
Samtök iðnaðarins kynntu nýja
greiningu á stöðunni á húsnæðis-
markaðnum á opnum fundi í gær.
Þau hafa síðan í maí 2010 tíu sinn-
um talið umfang þessara fram-
kvæmda og eru breytingar milli ein-
stakra talninga sýndar hér.
Athygli vekur að í maí kreppuárið
2010 voru 2.016 íbúðir í smíðum á
höfuðborgarsvæðinu en 2.399 íbúðir í
október sl. Það er 19% aukning.
Lítil breyting frá samdráttarári
Árið 2010 var erfiðleikaár í ís-
lensku efnahagslífi og var stærstur
hluti íbúða sem þá voru fokheldar
eða lengra komnar byggður fyrir
hrunið. Nú er hins vegar uppgangur
í efnahagslífinu og rætt um skort á
íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Það vekur einnig athygli hversu
lítið er byggt af sérbýli. Fyrstu árin
eftir efnahagshrunið var mikið af
sérbýli óklárað. Síðan gekk á þann
lager þar til nú að uppbyggingin
eykst lítillega. Þrátt fyrir það eru að-
eins 278 íbúðir í sérbýli nú í smíðum
á höfuðborgarsvæðinu.
Samtök iðnaðarins hafa jafnframt
tekið saman yfirlit yfir væntanlega
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á
höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.
Er þar horft til ríflega 90 byggingar-
staða/svæða þar sem hægt er að
áætla uppbyggingu næstu misserin.
Mest byggt í Reykjavík
Sé litið til einstakra sveitarfélaga
kemur í ljós að á tímabilinu 2015-
2018 verður byrjað á flestum íbúðum
í Reykjavík, alls 4.173 íbúðum. Næst
kemur Kópavogur með 2.255 íbúðir
og svo Hafnarfjörður með 1.231 íbúð.
Garðabær er í fjórða sæti með 956
íbúðir og svo kemur Mosfellsbær
með 610 íbúðir. Seltjarnarnes rekur
lestina en þar verður byrjað á 219
íbúðum. Þessar tölur geta auðvitað
breyst á tímabilinu.
Bjarni Már Gylfason, hagfræð-
ingur hjá SI, var með erindi á fundi
samtakanna í gærmorgun.
Fram kom í máli Bjarna Más að
sögulega hefði árleg fjölgun um 1.000
landsmenn kallað að jafnaði á 500
nýjar íbúðir. Á árunum 2009 til 2014
hefði árlega verið lokið við um 950
íbúðir á ári en hins vegar hefði verið
byrjað á mun færri íbúðum. Miklar
sviptingar voru í íbúafjölda á fyrri
hluta tímabilsins og fækkaði lands-
mönnum vegna brottflutnings eftir
efnahagshrunið.
Heilt yfir er það mat samtakanna
að þegar árið 2010 hafi byrjað að
myndast þörf umfram framboð sem
síðan hafi aukist jafnt og þétt. Á
tímabilinu hafi myndast uppsöfnuð
þörf upp á 2.500-3.000 íbúðir sem enn
hafi ekki verið mætt. Bjarni Már
segir aðspurður ekki útlit fyrir að
uppsafnaðri þörf verði mætt með
auknu framboði húsnæðis á næstu
árum en samt séu horfur á að nokkuð
sé að rofa til og framboð að vaxa.
Tekur að jafnaði tvö ár
Friðrik Á. Ólafsson, forstöðu-
maður byggingarsviðs hjá Sam-
tökum iðnaðarins, segir að nú þyrftu
að vera 3.000 til 3.600 íbúðir í smíð-
um á höfuðborgarsvæðinu til að
mæta eftirspurn, miðað við að lokið
sé við 1.500 til 1.800 íbúðir á ári og að
byggingartíminn sé að jafnaði tvö ár.
Til samanburðar er sem áður segir
verið að byggja 2.399 íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt
þessu mun uppsöfnuð þörf aukast.
Friðrik segir þessar 2.399 íbúðir
undir sögulegu meðaltali sem sé um
2.600 til 2.700 íbúðir í smíðum á ári.
„Talning okkar í mars leiddi í ljós
að íbúðum í byggingu fækkaði frá því
í október 2014. Það kom okkur mikið
á óvart. Um vorið birti Hagstofa Ís-
lands tölur um að fjárfesting í
mannvirkjagerð hefði dregist saman,
sem kom heim og saman við talningu
okkar,“ segir Friðrik.
Á litla grafinu hér fyrir ofan má
sjá spá SI fyrir 2015-2016. Sam-
kvæmt henni verður lokið við tæp-
lega þann fjölda íbúða sem þarf í
venjulegu árferði til að mæta eftir-
spurn, eða 1.650 íbúðir (mitt á milli
1.500 og 1.850 íbúða). Það verði að-
eins lokið við um 2.000 íbúðir árin
2017-2018. En eins og sjá má á graf-
inu hægra megin hér fyrir ofan áætla
Samtök iðnaðarins að það verði ekki
fyrr en um mitt ár 2017 sem byrjað
verður að byggja nærri 3.000 íbúðir.
Þurfum liðlegri reglugerðir
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir núverandi
mannvirkjalög og byggingar-
reglugerð of stranga miðað við þarfir
alls markaðarins. Hann horfir í því
efni til Danmerkur. Þar séu þrír
flokkar mannvirkja.
Sá fyrsti feli í sér minnstar kröfur
og henti t.d. ungu fólki sem er að
kaupa íbúð í fyrsta sinn. Næst komi
flokkur sem sé sambærilegur við nú-
verandi reglugerð á Íslandi, en þurfi
að fela í sér nokkuð vægari kröfur til
að minnka kostnað. Þriðji flokkurinn
í Danmörku sé vegna rýma sem upp-
fylla skilyrði hjúkrunarrýmis og
rýmis fyrir umönnun.
Almar telur aðspurður að með því
að slaka á kröfum í byggingar-
reglugerðinni megi lækka bygging-
arkostnað um 5-10%. Það ásamt skil-
virkari eftirlitsferlum geti stytt
byggingartíma um nokkra mánuði.
Það muni minnka fjármagnskostnað
og lækka verð á nýjum íbúðum.
Ekki náðist í Eygló Harðardóttur,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
Minna byggt af íbúðum en 2013
Ný talning Samtaka iðnaðarins sýnir að íbúðum í smíðum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Sérfræðingur hjá SI segir að nú séu byggðar 2.400 íbúðir en þörfin sé 3.000 til 3.600 íbúðir
Talningar Samtaka iðnaðarins á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi íbúða í byggingu 2010-2015
Heimild: SI
Allar húsgerðir maí.10 mar.11 nóv.11 sep.12 feb.13 sep.13 mar.14 okt.14 mar.15 okt.15
Fokhelt og lengra komið 1.641 1.300 1.175 809 831 927 891 1.183 1.202 1.419
Að fokheldu 375 348 244 473 736 749 1.130 1.253 1.076 980
Samtals 2.016 1.648 1.419 1.282 1.567 1.676 2.021 2.436 2.278 2.399
Breyting -368 -229 -137 285 109 345 415 -158 121
Fjölbýli maí.10 mar.11 nóv.11 sep.12 feb.13 sep.13 mar.14 okt.14 mar.15 okt.15
Fokhelt og lengra komið 1.185 916 837 569 598 696 661 1.018 1.040 1.233
Að fokheldu 237 243 213 392 639 656 1.054 1.171 993 888
Samtals 1.422 1.159 1.050 961 1.237 1.352 1.715 2.189 2.033 2.121
Breyting -263 -109 -89 276 115 363 474 -156 88
Sérbýli maí.10 mar.11 nóv.11 sep.12 feb.13 sep.13 mar.14 okt.14 mar.15 okt.15
Fokhelt og lengra komið 456 384 338 240 233 231 230 165 162 186
Að fokheldu 138 105 31 81 97 93 76 82 83 92
Samtals 594 489 369 321 330 324 306 247 245 278
Breyting -105 -120 -48 9 -6 -18 -59 -2 33
Áætlaðar framkvæmdir næstu ár
Samtals á höfuðborgarsvæðinu
20162015 2017 2018
3.000
2.000
1.000
0
2015 2016 2017 2018
Byrjað Lokið Byrjað Lokið Byrjað Lokið Byrjað Lokið
Reykjavík 646 589 822 511 1.344 838 1.361 650
Seltjarnarnes 39 49 10 35 85 29 85 10
Kópavogur 372 544 753 417 598 567 532 665
Garðabær 240 200 270 322 226 255 220 300
Hafnarfjörður 156 178 200 222 445 162 430 200
Mosfellsbær 130 50 170 110 170 150 140 150
Samtals 1.583 1.610 2.225 1.617 2.868 2.001 2.768 1.975
Breyting - byrjað 642 643 -100
Breyting - lokið 7 384 -26
Byrjað
Lokið
Höfuðborgarsvæðið – spá SI 2015-2018
2015 2016 2017 2018
*Sá fjöldi sem þarf í venjulegu árferði til að mæta eftirspurn, eða 1.650 íbúðir, skv. áætlun SI.
Fj
öl
di
íb
úð
a
Heimild: SI
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
LokiðByrjað Viðmið*
1.975
1.583
2.225
2.868 2.768
1.610 1.617
2.001
Reyktur lax
í brunch-inn
Láttu það eftir þér
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur,
Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall
flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin.
Félagsmenn í Félagi prófessora við
ríkisháskólana hafa samþykkt að
boða til verkfalls í næsta mánuði. Þá
hefur samninganefnd Flóabanda-
lagsins slitið viðræðum við Samband
íslenskra sveitarfélaga.
Rafrænni atkvæðagreiðslu um
verkfall félagsmanna í Félagi pró-
fessora við ríkisháskólana lauk í
gær. 76% félagsmanna greiddu at-
kvæði. Tillaga um að boða til verk-
falls 2. til 18. desember var sam-
þykkt með 85% atkvæða. Því verður
verkfall um próftíma háskólanna,
takist ekki samningar fyrir þann
tíma.
Félagsmenn í Félagi prófessora
starfa við Háskóla Íslands, Háskól-
ann á Akureyri,
Háskólann á Hól-
um og Landbún-
aðarháskóla Ís-
lands. Félagið
boðaði til verk-
falls 1. til 15. des-
ember á síðasta
ári, á jólaprófs-
tíma rétt eins og
nú. Ekki kom til
verkfalls því sam-
komulag náðist um nýjan kjara-
samning til loka febrúar.
Samninganefnd Flóabandalagsins
sleit viðræðum við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga síðdegis í
fyrradag. Deilunni var vísað til ríkis-
sáttasemjara. Fram kemur á vef Efl-
ingar að töluverður ágreiningur sé
ennþá um launalið samninga.
Verið að semja við borgina
Fram kemur hjá Eflingu að við-
ræður félagsins við Reykjavíkur-
borg séu langt komnar og stefnt að
því að ganga frá nýjum kjarasamn-
ingi í þessari viku. Þar mun vera
horft til niðurstöðu þeirra samninga
sem nýlega voru gerðir við aðra
hópa, svo sem ríki og hjúkrunar-
heimili. Mun samningurinn gilda
afturvirkt frá 1. maí sl.
Þá hefur Efling gengið frá kjara-
samningi við Orkuveitu Reykjavík-
ur. helgi@mbl.is
Prófessorar boða verkfall
á jólaprófstíma nemenda
Flóabandalagið slítur viðræðum við sveitarfélögin
Dauft verður á
háskólasvæðinu.