Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 10
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is K onurnar í handverks- hópi kvennadeildar Rauða krossins brugðu sér til skiptis í hlutverk uppboðshald- ara þegar þær komu saman í liðinni viku til að verðleggja, verðmerkja og stilla upp handverki sínu fyrir árleg- an jólabasar, sem haldinn verður í húsakynnum Rauða krossins við Efstaleiti á morgun. Eitt þúsund krónur? Tvö þús- und? Þrjú þúsund? Fyrsta, annað og þriðja – slegið! Þannig fór verðlagn- ingin fram. Á stundum kom þó svo- lítið hik á samkunduna þegar ein- hver kvennanna skaut inn í að verðið væri kannski of hátt. Hinar kváðu hana snarlega í kútinn, sögðu slíkt af og frá, enda stæði gripurinn fyllilega fyrir sínu og meiru til ef út í það væri farið. Flestir utanaðkomandi með auga fyrir vönduðum hannyrðum væru efalítið sammála. Handverks- konurnar hógværu létu þá gott heita, þeim virtist þykja óþægilegt að meta eigin verk til fjár. Af hjartans lyst og listfengi Allt frá árinu 1967 hafa að jafn- aði um tuttugu konur komið saman einu sinni í viku og prjónað, heklað, saumað og föndrað af hjartans lyst og listfengi fyrir árlegan jólabasar kvennadeildar Rauða krossins. Bas- arinn er í huga margra fyrsti boð- beri jólanna, enda ævinlega haldinn áður en jólasveinarnir koma til byggða og tímabært er að dusta ryk- ið af aðventukransinum. Að sögn Auðar Þorgeirsdóttur, skrifstofustjóra kvennadeildarinnar, fór ágóðinn fyrst í stað í að fjár- magna bækur til útlána á spítöl- unum eða til ársins 2002 þegar Handverk í þágu mannúðar – ár eftir ár Ágóðinn af jólabasar kvennadeildar Rauða krossins rennur óskiptur til mannúðarmála. Á boðstólum eru handunnar prjónavörur, alls konar munir sem tengjast jólunum og gómsætar heimabakaðar tertur. Undirbúningur Hulda Jónsdóttir, Auður Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri kvennadeildarinnar, og Una Jóhannsdóttir önnum kafnar við undirbúning. Prjón Svala Viktorsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir skoða handprjónuð barnaföt. Á basarnum eru einnig dúkkuföt, oft í stíl við barnafötin. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Í dag er fæðingardagur Árna Magnús- sonar, handritasafnara og fræði- manns, og af því tilefni stendur Stofnun sú sem kennd er við hann í íslenskum fræðum fyrir fyrirlestri kl. 16 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís- lands. Þar ætlar Johan Peter Gum- bert, prófessor emeritus í handrita- fræðum við Háskólann í Leiden, að flytja erindi á ensku sem kallast: In Praise of Some Grand Old Men: Some important figures in the fields of palaeography and codicology of the 19th and 20th century. Árni fæddist 1663 á Kvennabrekku í Dölum og er þekktastur fyrir að hafa safnað bókfelli og handritum á Íslandi og flutt til Kaupmannahafnar. Árið 1728 varð mikill bruni í Kaup- mannahöfn og brann þar hluti af bókasafni Árna, auk bókasafns há- skólans. Talið er að í brunanum hafi glatast mörg íslensk handrit. Vefsíðan www.arnastofnun.is Árni Teiknuð mynd af honum prýðir gamla góða hundraðkrónuseðilinn. Handrit áttu hug hans allan og brunnu mörg til kaldra kola Trompetleikarinn Snorri Sigurðarson flytur nokkur af sínum uppáhalds- lögum úr söngbók djassins í Gerðu- bergi í Breiðholti í hádeginu í dag kl. 12:15 og aftur á sunnudag kl. 13:15. Með Snorra leikur Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Ásgeir Ásgeirsson á gítar. Snorri lærði á píanó hjá Björgvini Þ. Valdimarssyni en hóf nám á trompet árið 1985. Hann var meðlimur í Sælgætisgerðinni, Casino og Jólaköttum á 10 áratugnum en hefur m.a. spilað með SjS Big Bandi, Jónasi Sig og Ritvélunum, Sigur Rós, Stórsveit Reykjavíkur og Diktu. Ókeypis aðgangur er á hádegistón- leikana. Endilega … … hlýðið á djass í hádegi Leifur Listrænn stjórnandi Jazz í há- deginu og leikur líka undir. Í dag vill svo ágætlega til að þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag, en afar margir tengja það við hvers- konar ólukku. Á ensku kallast slíkur ótti því langa nafni paraskevidekatri- aphobia og tengist það óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Að sögn sálfræðingsins Donalds Dos- sey læknast menn af óttanum um leið og þeir geta borið orðið fram. Talan þrettán hefur verið tengd við ýmslegt miður gott, t.d. hafa nokkrir þekktir fjöldamorðingjar borið þrettán stafa nafn, svo sem Jack the Ripper, Charles Manson, Jeffrey Dahmer, Theodore Bundy og Albert De Salvo. Ef þrettán manns setjast saman við kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs. Í norrænni goða- fræði var tólf guðum boðið til veislu í Valhöll. Loka, hinum illa, var ekki boð- ið en mætti samt í veisluna svo að þar voru þrettán saman komnir. Loki hvatti Höð hinn blinda til að ráðast á Baldur og rétti honum spjót með mistilteini. Höður réðst á Baldur og drap hann, en allir í Valhöll syrgðu Baldur mjög. Af þessari sögu drógu norrænir menn þá ályktun að þrettán manna veisla væri óheppileg. Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda Þrettán stafir eru í nöfnum margra frægra morðingja Kobbi kviðrista Á íslensku hefur nafn Jacks the Ripper 14 stafi en ekki 13. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.