Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
✝ Helga MargrétSigurjónsdóttir
fæddist á Akureyri
31. janúar 1921.
Hún lést á dval-
arheimilinu Hlíð 4.
nóvember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón
Benediktsson, f. 19.
ágúst 1882, d. 27.
október 1973, og
Indíana Sigríður
Davíðsdóttir, f. 17. mars 1896, d.
3. janúar 1989.
Alsystkini Helgu voru Sig-
urlína Dagný og Gunnar Jóhann
sem bæði eru látin. Bróðir henn-
ar samfeðra er Helgi sem dvelur
kvæntur Daníelu Jónu Guð-
mundsdóttur, f. 19. september
1945. Börn þeirra eru Dagný
Sigríður, Helga Margrét, Þor-
valdur Lúðvík og Selma Dögg.
Barnabörnin eru tólf og
barnabarnabörn eru þrjú. 3) Ell-
en Margrét, f. 19. desember
1948, gift Ármanni Þóri Björns-
syni, f. 2. október 1944. Börn
þeirra eru Rannveig og Sveinn
Fannar. Barnabörnin eru fimm.
Helga og Þorvaldur byggðu
sér hús að Hríseyjargötu 17,
fluttu þar inn árið 1943 og
bjuggu þar alla tíð. Helga vann í
Þvottahúsinu Mjöll stærstan
hluta starfsævinnar. Helga var
virkur félagi í Oddfellow-regl-
unni á meðan heilsan leyfði. Síð-
astliðið ár dvaldi Helga á Dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri.
Helga verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju í dag, 13. nóv-
ember, og hefst athöfnin kl.
13:30.
á Dvalarheimilinu
Hlíð.
Helga giftist hinn
28. desember 1940
Þorvaldi Sveini
Guðjónssyni, f. 5.
júlí 1917, d. 10. jan-
úar 2007, netagerð-
armeistara á Ak-
ureyri. Foreldrar
hans voru Guðjón
Jakob Þórarinsson
og Jóna Sigurðar-
dóttir sem bjuggu á Siglufirði.
Börn þeirra Helgu og Þor-
valdar eru: 1) Sigríður Jóna, f.
17. nóvember 1940, gift Eyjólfi
Einarssyni, f. 17. ágúst 1940. 2)
Sigurjón Rafn, f. 26. júlí 1943,
Haustið 1965 kom ég fyrst á
heimili Helgu og Þorvaldar, til-
vonandi tengdaforeldra minna.
Frá fyrstu stundu skynjaði ég
hversu velkomin ég var. Helstu
eiginleikar Helgu voru um-
hyggja og ósvikin væntumþykja
í minn garð.
Eftir því sem árin liðu og
fjölskyldan stækkaði urðu þess-
ir kostir hennar meira áberandi.
Hún hugsaði um velferð af-
komenda fjölskyldu sinnar og
samferðafólks til hinstu stund-
ar.
Helga var húsmóðir sem stóð
fullkomlega undir nafni.
Hún hélt fast í allar hefðir.
Heimilið fallegt og rausnarlegt.
Árlegt jólaboð hélt hún fyrir
stórfjölskylduna til að viðhalda
tengslum og vinskap. Gjafmildi
Helgu átti sér lítil takmörk og
nutum við þess fjölskyldan og
það samferðafólk hennar sem
hún vissi að þurfti einhvers
með.
Félagslyndi var ríkur þáttur í
fari Helgu og það sýndi sig best
síðustu árin hversu marga hún
þekkti og hve mörgum þótti
vænt um hana.
Helga var mikið jólabarn og
hafði hún yndi af fallegum hlut-
um og öllu því sem fylgdi und-
irbúningi jólanna. Það verður
fátækleg aðventa sem nú geng-
ur í garð án hennar. Hjartans
þökk fyrir samfylgdina.
Ég sakna þín.
Daníela (Dana).
Í byrjun mánaðarins lést
elskuleg amma mín eftir stutt
veikindi, en á síðasta ári hafði
hún flust inn á dvalarheimilið
Hlíð frá heimili sínu til 72 ára.
Hún var alla tíð mjög heilsu-
hraust og sjálfstæð.
Í vikunni stöðvaði mig eldri
kona á götu úti og samhryggð-
ist mér vegna fráfalls ömmu.
Hún sagði að þessi aðventa yrði
fátæklegri en undanfarna ára-
tugi, þar sem frú Helga myndi
ekki spígspora í sínu fínasta
pússi um götur bæjarins í jóla-
ösinni og tala glaðlega við alla
um hvað sem þeim kynni að
liggja á hjarta.
Þessi jól verða öðruvísi en öll
jól hingað til, en amma var mik-
ið jólabarn sem naut þess að
halda jólin í öllu sínu veldi með
pökkum, mat og stórum fjöl-
skylduboðum.
Ef amma hefði fæðst á Ítalíu
hefði hún líklegast verið kölluð
Donna Helga, ættmóðir okkar
allra, og verið alla tíð sínum
Don Þorvaldi innan handar með
alla hluti. Þannig voru þau heið-
urshjón í augum okkar allra í
fjölskyldunni og alltaf var þar
kyrrð, hlýja og viska.
Ég var svo heppinn að fá að
vera mikið með ömmu og afa
sem barn og nú nýt ég góðra
minninga um hlýju, gjafmildi og
gæsku.
Það veganesti sem mér var
gefið hefur reynst mér staðgott
og hollt til allra hluta. Amma
hafði alla tíð sterkar skoðanir
og lét okkur þær óspart í té, en
jafnframt bjó hún að víðsýni
þeirri sem leyfði okkur að
þroska með okkur okkar eigin
skoðanir og fylgja þeim eftir.
Hún var þeirrar gerðar að
mega ekkert aumt sjá og gaf
sig jafnt að mönnum og mál-
leysingjum. Ég veit að hún mun
áfram fylgjast með okkur og
minna okkur á guðsótta og góða
siði á sinn hátt og verða áfram
lifandi í minningunni. Góða ferð,
amma mín.
Þinn
Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson (Lúlli).
Í dag kveð ég ömmu mína
sem var ein af mikilvægustu
manneskjunum í lífi mínu.
Amma var umhyggjusöm, ósér-
hlífin, glaðlynd og umfram allt
einstök.
Jólin í ár verða sérlega tóm-
leg en amma var einstaklega
mikill fagurkeri og jólabarn.
Húsið skreytt hátt og lágt og
hafði hún einstaklega gaman af
jólaljósum og fórum við stund-
um í bíltúr um bæinn til að
virða þau fyrir okkur. Árlegt
jólaboð fjölskyldunnar annan í
jólum var ætíð gleðilegt og var
ávallt tilhlökkun að hitta ætt-
ingja yfir heitu súkkulaði og
smákökum svo ekki sé nú
minnst á allt hitt sem var á boð-
stólum. Heimsóknirnar í Hrís-
eyjargötuna voru margar og
alltaf var maður jafn velkominn
hvernig sem stóð á. Amma bauð
ávallt upp á eitthvert góðgæti,
spil eða gott spjall.
Hún hafði mikla kímnigáfu
og gat hlegið að góðu gríni og
gert grín sjálf. Amma var meira
en bara amma mín, hún var líka
vinkona mín og við gátum rætt
allt milli himins og jarðar ef
þannig lá á okkur. Amma fylgd-
ist vel með fólkinu sínu og öðru
samferðafólki og sagði gjarnan:
„Ef maður spyr ekki þá veit
maður aldrei neitt.“
Hún var trú sínu fólki og átti
einnig vini og vinkonur um all-
an bæ, hún hafði góða nærveru
og þótti einstaklega gaman að
hitta fólk á förnum vegi. Hún
las blöðin daglega og fylgdist
vel með fréttum. Mest þótti
henni gaman að því að lesa um
unga fólkið sem gekk vel í skóla
og maður skynjaði það vel
hversu mikið hún hefði viljað
læra ef tækifæri hefðu verið
fyrir hendi og það var henni af-
ar mikilvægt að okkur gengi vel
í skóla.
Ég minnist ömmu með þakk-
læti í huga, hennar verður sárt
saknað.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Selma Dögg.
Hér kveðjum við ömmu
Helgu. Þegar ég hugsa um
ömmu Helgu og bernskuna
kemur margt upp í hugann.
Hrein og ilmandi rúmföt, sund-
ferðir með afa með appelsíni og
lakkrísröri, heima beið amma
með steik á sunnudegi. Amma
mátti aldrei aumt sjá og lærði
ég margt af henni sem snýr að
manngæsku og kærleika gagn-
vart náunganum og dæma ekki
aðra.
Amma hafði gaman af því að
bera fallega hluti og töluðum
við oft í gríni um að hún væri
eins og krummi og í því sam-
hengi gullhringir, armbönd og
aðrir skartgripir sem hún bar.
Eitt af því sem amma hafði
gaman af var að fara í búðir en
þar hitti hún gjarnan fólk á
förnum vegi sem hún hafði
gaman af að spjalla við og gátu
því búðarferðirnar verið í
lengra lagi.
Ég skynjaði oft að hún hefði
viljað mennta sig, hún lagði
mikið upp úr því að við barna-
börnin menntuðum okkur og
þegar ég fór í mitt hjúkrunar-
nám, þegar ég stóð á fertugu,
fylgdist hún vel með og hvatti
mig áfram. Fyrir það er ég
þakklát.
Amma fylgdist vel með því
sem snéri að stórfjölskyldunni
eftir því sem þróttur og þrek
leyfði allt til hinsta dags.
Í október sl. sátum við nöfn-
urnar á rúmstokknum og spjöll-
uðum um lífið og tilveruna og
þá skynjaði ég sterkt að þrek
hennar var á þrotum.
Að lokum er hér bæn sem
amma kenndi mér:
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku amma, ég veit að afi
tekur vel á móti þér.
Takk fyrir samfylgdina –
Hvíl í friði. Þín,
Helga Margrét og börn.
Elsku amma mín, núna þegar
þú hefur kvatt þessa jarðvist
safna ég öllum góðu minning-
unum okkar saman í minninga-
bankann minn.
Má ég fá kúlu? Þetta var yf-
irleitt það fyrsta sem ég sagði
þegar ég mætti í heimsókn til
þín sem lítill drengur og alltaf
fékk ég kúlur. Ég var mikið hjá
ykkur afa sem ungur drengur,
þú passaðir mig oft og við bröll-
uðum margt saman. Við spil-
uðum oft á tíðum ólsen og fleiri
spil og alltaf varð ég sigurveg-
ari því þú vildir láta spilið end-
ast aðeins lengur. Það er svo
margs að minnast, fjölmennu og
glæsilegu jólaboðin sem þú
stóðst alltaf fyrir, allar heim-
sóknirnar þar sem þú tókst mér
og síðar fjölskyldunni minni
ávallt opnum örmum og tókst
ekki annað í mál en að bera
fram dýrindis kræsingar og
heitt kakó í hvert skipti. Bæj-
arferðirnar okkar margar og
fróðlegar, alltaf komið við í
Alaska og svo fékk ég líka að
fara í Sigga Gúmm meðan þú
fórst í blómabúðina og sagðir
alltaf áður „bara skoða, ekki
snerta“ og að sjálfsögðu hlýddi
ég því, líklega eina sex ára
barnið sem gerði það í þessari
flottu búð.
Þú varst mér einstaklega góð
amma, alltaf svo hlý og komst
ávallt hreint fram við mig og
varst ekki þekkt fyrir að liggja
á skoðunum þínum. Glæsileiki
þinn var einstakur og margum-
ræddur víða annars staðar. Þú
hafðir einstakan áhuga á barna-
börnunum þínum og ekki síður
langömmubörnunum og ljómað-
ir ávallt þegar dætur mínar
komu með mér í heimsókn.
Áhugi þinn á tísku og fallegu
handverki var eftirtektarverð-
ur, enda varstu mikill fagurkeri
og einstök hannyrðakona.
Elsku amma, ég sakna þín en
ég veit að þér líður vel í dag
með afa þér við hlið. Þinn,
Sveinn Fannar.
Helga Margrét
Sigurjónsdóttir
✝ KristínPálsdóttir
fæddist á Dalvík
31. júlí 1922. Hún
lést á Dalbæ,
dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, 5.
nóvember 2015.
Foreldrar Krist-
ínar voru Páll
Friðfinnsson, út-
gerðarmaður á
Dalvík, og Ráðhild-
ur Ingvarsdóttir húsmóðir frá
Junkaragerði á Suðurnesjum.
Bróðir hennar var Gunnar
Bjarkarbraut 5, Dalvík, ásamt
föður sínum en móðir Kristínar
lést árið 1944.
Kristín stundaði nám við hús-
mæðraskóla í Reykjavík og sá
síðan um föður sinn og föð-
ursystur, Sigríði Friðfinns-
dóttur.
Kristín fór snemma að vinna
ýmis störf, t.d. í apótekinu, en
frá 1954 starfaði hún hjá Pósti
og síma á Dalvík eða allt til árs
1992, er hún lét af störfum
vegna aldurs. Eftir það vann
hún við rækjuvinnslu í nokkur
ár. Hún fluttist að Dalbæ á efri
árum.
Útför Kristínar verður gerð
frá Dalvíkurkirkju í dag, 13.
nóvember 2015, klukkan 13:30.
Pálsson, f. 29. mars
1924, d. 12. nóv-
ember 1998, giftur
Jónínu Guðrúnu
Egilsdóttur Thor-
arensen frá Sel-
fossi, f. 15. mars
1928, d. 26. mars
1997, og áttu þau
þrjá dætur, Hrafn-
hildi, Kristínu og
Ragnheiði.
Kristín var ógift
og barnlaus. Hún ólst upp á
Hrafnstöðum í Svarfaðardal,
flutti þaðan ung að árum á
Stína frænka var hún og er allt-
af kölluð af okkur krökkunum í
fjölskyldunni. Síkát og glöð útivist-
arkona sem tíndi ber, bjó til slátur,
prjónaði peysur, sokka og ullarboli
og bjó eiginlega til allt sem
mömmur þurftu á að halda fyrir
börnin sín.
Sem börn þvældumst við Gussi
bróðir með mömmu óteljandi sinn-
um fram til Dalvíkur til að vera
með Stínu sem var mömmu ótrú-
lega góð alla tíð. Æskuminning-
arnar þaðan eru ljúfar og bjartar,
fullar af skemmtilegum ævintýr-
um úr sveitinni og góðum vinum,
Stínu og frændfólki.
Afi Gunnar, sem var bróðir
Stínu, og amma Nína voru henni
bestu vinir og varði hún mestum
frítíma sínum hjá þeim og okkur,
þannig að jólin voru aldrei byrjuð
fyrr en hún var komin. Þá hjálp-
uðust þær að við jólaundirbúning-
inn, amma Nína, Stína, mamma og
systur hennar, elduðu rjúpur og
annað dýrindi sem tilheyrir jólun-
um. Stína eignaðist ekki börn og
vorum við því, barnabörn ömmu
og afa, börnin hennar líka. Við
fengum alltaf vandaðar og fallegar
gjafir sem hún varði miklum tíma í
að útbúa handa okkur og hélt því
áfram alveg til síðasta dags. Eftir
að barnabarnabörnin fæddust
fengu þau líka. Hún skildi engan
eftir útundan þessi gullmoli sem
við vorum svo heppin að hafa feng-
ið að vera samferða í þennan tíma.
Það var Stínu erfitt að missa
ömmu Nínu og saknaði hún henn-
ar sárt og svo þegar afi fór ekki svo
löngu seinna þá var lítið eftir fyrir
hana að koma suður til að heim-
sækja en mamma, Hrafnhildur og
maðurinn hennar, Guðmundur,
hafa haldið miklu og góðu sam-
bandi þessi síðustu ár og Stína var
alltaf ótrúlega glöð af fá þau og
okkur í heimsókn. Þó svo að börnin
í fjölskyldunni væru orðin mörg
fengu allir heimatilbúnar jólagjafir
sem við höldum upp á og hugsum
hlýtt til hennar núna eins og alltaf.
Stína mín, elsku frænka mín,
þín verður saknað og ég er sann-
færð um að það verða margir dýr-
mætir vinir og ættingjar sem bíða
þín og taka á móti þér.
Ég vona að þú berir þeim
kveðju mína og okkar. Segðu
ömmu Nínu að ég sakni hennar
daglega.
Þín, væntumþykjandi og þakk-
láta fyrir okkar tíma saman,
Ragnheiður (Ragga litla).
Nú er elsku Stína frænka mín,
vinur og lærifaðir, farin frá okkur,
93 ára gömul – blessuð sé minning
hennar.
Á svona stundu hrannast upp
minningar sem í gegnum árin eru
orðnar ansi margar og þá er
spurningin – hvar á að byrja og
hvar enda? Ég var ansi rík að eiga
svona góða frænku, hún kenndi
mér að sauma út og prjóna, svo ég
tali nú ekki um að salta síld, þol-
inmæði hennar var ótrúleg þegar
hún hjakkaði með mig niður á
planið þeirra pabba í tíma og
ótíma, ég bara 11 ára og náði ekki
einu sinni ofan í tunnuna, en ég
fékk samt að fara með – í dag eru
þessir tímar mér mikils virði.
Eftir að fjölskylda mín flutti
suður, og ég eignaðist sjálf fjöl-
skyldu, tóku heimsóknir til Dalvík-
ur við, berjamór, prjónastundir og
margt fleira. Stína var börnunum
mínum, þeim Ragnheiði og Gunn-
ari Arngrími, afar góð alla tíð. Það
var alltaf tilhlökkun að fá pakkana
á jólunum frá Stínu frænku, nýjar
peysur, húfur og margt fleira, ynd-
islegt.
Undanfarin ár hefur Stína mín
dvalið á Dalbæ í góðum félagsskap
og ferðirnar þangað ófáar. Við fór-
um í bíltúra í sveitinni fögru,
Svarfaðardal, til Húsavíkur, Siglu-
fjarðar og margt fleira, Stína dug-
leg að segja frá sínum yngri árum,
sem ég hafði virkilega gaman af,
fyrir utan hvað það er gefandi og
gaman að koma á Dalbæ, hitta allt
þetta fullorðna, góða fólk og ynd-
islega starfsfólk, þökk sé þeim.
Elsku Stína mín, þín verður sárt
saknað. Þú áttir stóran hlut í lífi
mínu og hjarta, takk fyrir mig og
mína fjölskyldu, elskan, Guð
geymi þig, góða kona.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði
grandar.
(Matthías Joch.)
Hrafnhildur.
Stína frænka, afasystir, fékk að
lifa spræk til 94 ára aldurs og fékk
að deyja friðsæl í svefni í síðustu
viku. Ég er þakklát fyrir þetta,
fyrir að hafa knúsað hana í sumar
og aðallega fyrir að hafa átt hana
að alla mína ævi.
Ég þekki ekki lífið án þess að
eiga Stínu frænku á Dalvík. Svo
lengi sem ég man, var hún alltaf til
og alltaf á sama stað, á Bjarkar-
braut 5, húsinu sem mamma ólst
upp í með systrum sínum og afa og
ömmu sem bjuggu um árabil á
hæðinni fyrir ofan.
Sögurnar frá æsku mömmu á
Dalvík voru alltaf sveipaðar ævin-
týraljóma og fólu í sér nákvæmar
lýsingar og veislu skynjana. Þar
bar oft hæst lyktina, hvort sem það
var sjávar- og fiskilyktin niðri á
bryggju, lyktin á síldarplaninu þar
sem mamma og Hrabba systir
hennar fengu ungar að vinna með
fullorðna fólkinu á síldartörnum
eða af sláturtöku, súrsun, sultun,
matar- eða baksturslykt þar sem
Stína og Sigríður kenndu ömmu
Nínu að halda heimili í sveitinni og
undirbúa fyrir veturinn eins og
skyldi. Stína frænka var hús-
mæðraskólagengin og „myndar-
legasta“ kona sem ég hef kynnst.
Hún giftist aldrei en allir sem hana
þekktu vita að hún hefði getað orð-
ið hin mesta fyrirmyndareigin-
kona og -móðir, hefði það tækifæri
gefist, en þess í stað annaðist hún
pabba sinn, langafa Pál, og síðan
Sigríði föðursystur sína fatlaða. Þó
voru það ekki aðeins þau sem
fengu að njóta góðs af umhyggju
Stínu frænku heldur svo margir,
margir fleiri.
Ég man ekki þau jól sem ung
stúlka að ég hafi ekki farið að sofa
við nýsaumuð sængurföt, í nýjum
náttfötum og oftast með jólabók
líka frá Stínu frænku. Mamma tal-
aði oft um það að þegar ég var lítil,
og mamma og pabbi svo ung og
blönk, að ég hafi oft farið á leik-
skólann í öllu, allt frá ullarnærföt-
unum og að ysta laginu, í hand-
gerðum fötum af Stínu. En við
vorum jú fleiri barnabörnin afa
Gunnars, og svo voru líka allar
„fjölskyldurnar“ hennar á Dalvík
sem áttu ung börn sem hún tók
líka undir sinn stóra góða væng.
Stína kom stundum suður í
gamla daga og var hjá afa og
ömmu á hátíðum. Sem unglingur
fannst mér hún helst til „forvitin“
þegar hún spurði mig mikið út í
skólann, námið og tómstundirnar.
Nú sem fullorðin kona og móðir
þykir mér vænt um það og veit að
þetta var einmitt umhyggjusemin,
einlægur áhugi og kannski bara
smá Dalvíkur-háttur. Ég sé líka að
Stína frænka gleymdi mér aldrei
þrátt fyrir að ég hafi búið erlendis
árum saman. Án undantekninga,
þá sendi hún okkur fjölskyldunni
jólapakka á hverju ári með ís-
lensku dagatali og góðgæti sem
hlýjaði mér um hjartarætur svona
langt að heiman og síðast en ekki
síst jólahandavinnuna: keramik-
hluti, handmálaða jóladúka og
skraut sem mun endast mér ævi-
langt til að skreyta fyrir litlu ís-
lensku jólin okkar úti í heimi.
Ég er þakklát fyrir alla þessa
umhyggju og fyrir að hafa átt
svona vel gerða afasystur sem var
alla tíð einskonar klettur í norðri
bak við þær systurnar Hröbbu,
mömmu (Sissu), og Röggu Gunn-
arsdætur og okkur börnin og
barnabörn þeirra.
Elsku Stína frænka, megi minn-
ing þín lifa um alla tíð í hjörtum
okkar.
Jónína (Nína) og fjölskylda.
Kristín Pálsdóttir