Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Á Alþingi var á dögunumfjallað um Ríkisútvarpið. Eftirfarandi brot er frá þeim um- ræðum og er dæmi um ábend- ingar Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur alþingismanns:    ’’ Í allt of lang- an tíma hefur kostnaður RÚV ver- ið meiri en tekjur.    Umframeyðslahefur verið fjármögnuð með lánum en stærsti vandinn er samt sem áður kostnaðartengdur og felst í of stóru húsnæði, of mikilli yf- irbyggingu og of dýru dreifikerfi svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Hanna Birna.    Þá sagði hún skýrslu nefnd-arinnar um Ríkisútvarpið einn- ig benda til þess að „mun færri en áður nýta sér þjónustu RÚV“.    ’’ Tug-prósenta fækkun þeirra sem horfa og hlusta á þennan ríkisrekna fjölmiðil er staðreynd.    Bæði vegna þess að aðrir bjóðaupp á samskonar þjónustu og einnig vegna þess að miklar tækni- breytingar hafa orðið.“    Í þriðja lagi sagði þingmaðurinnskýrsluna benda á að erfitt virt- ist að nálgast samræmdar upplýs- ingar um stöðu Ríkisútvarpsins.    ’’ Þrátt fyrir að í skýrslunni séu tölur sagðar frá stofn- uninni er enn tekist á um hvað sé rétt og rangt í þeim.“    Er eina stofnun landsins, sem lögsegja að sé rekin „í þjóð- arþágu“, búin að týna þræðinum til hennar? Hann Birna Kristjánsdóttir Er svona komið? STAKSTEINAR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stórt olíuskip, Atlantic Aquarius, kom fyrir skömmu á ytri höfnina í Reykjavík, lagðist svo að Eyjagarði um stund en fór aftur út á ytri höfn- ina um tíma. Síðan lagðist skipið að bryggju. Vakti þetta ferðalag nokkra athygli þeirra sem fylgjast með líf- inu við Reykjavíkurhöfn. Hjá Faxaflóahöfnum fengust þær upplýsingar að skipið hefði komið fyrst upp að til að taka um borð tvo gáma með íblöndunarefnum. Þeim var síðan bætt út í farminn áður en honum var landað. Stefán Karl Segatta, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Olís, sagði að þetta væri ekkert nýtt. „Kuldaeigin- leikarnir í farminum voru ekki eins og þeir áttu að vera fyrir veturinn hér á Íslandi. Það var verið að bæta það upp með íblöndunarefnum,“ sagði Stefán. Hann sagði að elds- neytið þyrfti að uppfylla ákveðna gæðastaðla. Þar á meðal þarf það að hafa ákveðna kuldaeiginleika til þess að vinnuvélar og bílar gangi eðlilega í kulda og frosti. Teknar eru prufur af hverjum farmi áður en honum er skipað á land og kannað hvort elds- neytið stenst allar kröfur. Ef eitt- hvað skortir á er bætt úr því, sé það hægt. Kuldaeiginleikar eldsneytis eru til dæmis atriði sem hægt er að laga með íblöndun. Atlantic Aquarius er tæplega 30.000 tonna skip. Það er með tvö- faldan byrðing. Hafnir styðjast við rúmtak innri byrðingsins og því er skipið skráð í höfn sem 24.000 tonna skip. Skipið kom með farm af dísil- olíu frá Bandaríkjunum. Eigandi hans er Statoil sem er birgir íslensku olíufélaganna. Juku á kuldaþol olíunnar  Dísilolían búin undir íslenskan vetur  Olíuskip á ferðalagi við Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/RAX Atlantic Aquarius Íblöndunarefnum var bætt í dísilolíufarminn. Sextugur karl- maður, Jón Sverrir Braga- son, var í Hæsta- rétti í gær dæmdur í tveggja ára og átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á tugum þúsunda barna- klámmynda og brot á vopnalögum. Með brotum sínum rauf Jón Sverrir reynslulausn sem honum var veitt vegna dóms fyrir kynferð- isbrot. Alls fundust 45.236 ljós- myndir og 155 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt í fórum Jóns í ágúst 2014. Hluti efnisins er sagður af grófasta tagi. Jón Sverrir neitaði sök. Hann kannaðist ekki við að eiga efnið á vélunum og sagðist ekki hafa séð það. Hann gat þó ekki gefið frekari skýringar á því af hverju efnið væri í tölvunum og framburður hans var talinn ótrúverðugur. Dæmdur fyrir vörslu barnaklámmynda Veður víða um heim 12.11., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 0 heiðskírt Nuuk -10 skafrenningur Þórshöfn 8 skýjað Ósló 3 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 5 léttskýjað Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 16 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 11 heiðskírt Berlín 10 léttskýjað Vín 13 skýjað Moskva 2 skúrir Algarve 17 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 17 heiðskírt Winnipeg -2 alskýjað Montreal 10 alskýjað New York 13 alskýjað Chicago 7 alskýjað Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:50 16:35 ÍSAFJÖRÐUR 10:13 16:22 SIGLUFJÖRÐUR 9:56 16:04 DJÚPIVOGUR 9:24 16:00 Sölusýning á fullbúnum ferðaþjónustuhúsum, gesthúsum og sumarhúsum Laugardaginn 14. nóvember til kl. 18.00. Upplýsingar í síma 894 0048 | Gagnheiði 5, Selfossi Kaffi á könnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.