Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Þegar vinur minn, Ævar Agn- arsson, greindist með illskeyttan sjúkdómgerði hann sér ljóst, að hann ætti skammt eftir ólifað. Framgangur sjúkdómsins varð síðan mun hraðari en við gerðum ráð fyrir á þeim tíma. Þrátt fyrir þetta áfall var hugsun Ævars fyrst og fremst hjá sínum nán- ustu og hvernig þeim mundi reiða af þegar hans nyti ekki lengur við. Það lýsir Ævari og mannkost- um hans, að hann var frá því að ég kynntist honum boðinn og bú- inn til að leggja sitt af mörkum til að rétta öðrum hjálparhönd. Þegar kynni og vinátta okkar Ævars hófst höfðum við báðir tekið þá ákvörðun að gera breyt- ingar í lífi okkar, til að ná aftur að lifa því lifandi. Ævar var frá þeim tíma virkur í því að leiðbeina og hjálpa öðrum, sem áttu við sama vandamál að stríða. Iðulega hafði Ævar samband við mig vegna þess að hann vildi mína aðstoð við að hjálpa félaga sem hafði villst af leið en oftast sá hann um slíkt einn og óstuddur. Það skipti Æv- ar aldrei máli hvaða dagur var eða hversu áliðið var ef einhver þurfti á aðstoð hans að halda. Það bar aldrei skugga á vin- áttu okkar Ævars þann tíma sem við áttum saman í þessari jarð- vist. Við vorum fjarri því alltaf sammála en Ævar fór með hægð- inni og var fastur fyrir þar sem hann taldi þess þörf en lét undan þegar hann taldi minna máli skipta. Sumir menn, sem hafa mest sinnar lífsreynslu úr skóla lífsins, geta sett fram skoðanir sínar í stuttu máli og einföldu Ævar Agnarsson ✝ Ævar Agn-arsson fæddist 30. mars 1951. Hann lést 29. októ- ber 2015. Hann var jarð- sunginn 12. nóv- ember 2015. þannig að ekki fer á milli mála og þegar þau orð hafa verið sögð þá hafi það sem skipti máli verið sagt. Ég minnist ákveðinna atvika í lífinu þar sem við, ýmsir háskóla- menntaðir vinir Æv- ars, þvældumst með hluti þangað til hann hjó á hnútinn með einfaldri athugasemd. Mér finnst óréttlátt að Ævar, vinur minn, sem hafði náð svo góðum tökum á lífi sínu og lifði reglusömu og heilsusamlegu lífi, skyldi vera sleginn af banvænum sjúkdómi á þeim tíma sem hann gat horft fram á hamingjuríka daga með fjölskyldu sinni og hefði getað horft á fleiri og fleiri bætast í hópinn. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir það að hafa séð að Ævar vinur minn var umvaf- inn kærleika sinna nánustu og hve mikils bæði fjölskylda og þeir mörgu vinir sem Ævar átti mátu hann og tók það sárt að horfa á þegar hans ytri maður hrörnaði og sú leið sem liggur fyrir okkur öllum varð ekki umflúin lengur. Nú þegar Ævar hverfur úr þess- ari jarðvist gerir hann það um- vafinn kærleika og ást. Ævar átti lifandi trú sem krist- inn maður og efaðist ekki um að nýjar vistarverur kæmu til þegar jarðvistinni lyki. Sú fullvissa styrkti hann í þeim erfiðleikum sem hann gekk í gegnum í banvænum sjúkdómi. Í þeirri sorg sem fylgir því að missa góðan vin um stundarsakir langt fyrir aldur fram, er það þó huggun að algóður Guð skyldi gefa Ævari þá náð að ná tökum á lífi sínu og störfum og ná tak- marki sínu, að verða sannur og góður faðir, afi, eiginmaður og vinur. Ég færi eftirlifandi eiginkonu, börnum og systkinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Jón Magnússon hrl. ✝ Fædd að Dýr-finnustöðum í Skagafirði 23. ágúst 1929. Hún lést að Skógarbæ 24. október 2015. Kjörforeldrar: Hallfríður Friðrika Jóhannesdóttir, f. 28.9. 1896, d. 30.3. 1986, og Kristmar Ólafsson, f. 23.12. 1895, d. 7.5. 1994. Kjörbróðir Haraldur Níels Kristmarsson, f. 7.7. 1932. Blóðforeldrar: María Jóhannesdóttir, f. 16.4. 1892, d. 24.6. 1986, og Runólfur Jónsson, f. 25.3. 1881, d. 23.3. 1937. Systkini: Sigurjón, f. 15.8. 1915, d. 2000, Guðbjörg, f. 27.7. 1916, Anton Valgarð, f. 9.7. 1917, d. 1993, Björn Þórður, f. 20.3. 1919, d. 2007. Pálmi Anton, f. 24.7. 1920, d. 2012, Jóhannes, f. 6.11. 1923, Sigríður Sólveig, f. 23.11. 1925, d. 2005, Steinunn, f. 9.11. 1926, Una, f. 7.9. 1928, Friðfríður Dodda, f. 8.12. 1931, d. 2013, Hólmfríður Svandís, f. 11.12. 1932, d. 1987. Þá voru al- in upp með systkinunum Björg- vin Eyjólfsson, f. 16.8. 1935, d. 1961, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 5) Haraldur Andrés, f. 5.9. 1962, maki Lilja Guðjóns- dóttir, f. 1.8. 1958. Hann á þrjá syni frá fyrra hjónabandi, barnsmóðir hans er Þórunn Jónsdóttir, f. 19.8. 1966, og Lilja á tvö börn og sex barnabörn. 19. febrúar 1976 giftist hún Eyjólfi V. Ágústssyni, f. 1.12. 1932, d. 11.7. 1999, hann átti sex börn. Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópa- vog í hús sem þau byggðu á Víg- hólastíg. Didda var heimavinn- andi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár. Didda skildi eftir sig mikið af hannyrðum, sérstaklega út- saumsmyndum, og safnaði að sér húsgögnum og skrautmun- um. Útför Kristfríðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. 1961, og Guðrún Eyjólfsdóttir, f. 4.10. 1936. Hinn 4. júní 1949 giftist Kristfríður Höskuldi Andrési Þorsteinssyni, f. 8.9. 1925 á Ísafirði, d. 18.1. 1966. For- eldrar hans Re- bekka Bjarnadótt- ir, f. 15.11. 1885, d. 11.5. 1981, og Þor- steinn Mikael Ásgeirsson, f. 6.2. 1877, d. 1.5. 1950. Börn þeirra eru: 1) Hallfríður María, f. 2.4. 1949, maki Frank- lín Andri Benediktsson, f. 31.7. 1941, þau eiga tvö börn saman og tólf barnabörn. Hallfríður átti tvö börn fyrir af fyrra sam- bandi með Ara Ólafssyni, f. 9.8. 1951, og Franklín á einn son af fyrra sambandi. 2) Þorsteinn, f. 20.7. 1951, kvæntur Fanný Guð- jónsdóttur, f. 22.11. 1952, þau eiga þrjú börn og níu barna- börn. 3) Kristmar Ólafur, f. 6.3. 1956, maki Sigríður Árnadóttir, f. 5.3. 1955, þau eiga fimm börn af fyrri samböndum og sex barnabörn. 4) Birna, f. 2.5. 1961, maki Ingvar Stefánsson, f. 13.6. Elsku amma mín. Við vissum að þessi tími væri kominn en samt er þetta erfiðara en ég bjóst við. Minningarnar streyma fram og ylja hjartað. Síðustu dagana þína höfum við setið saman fjölskyldan og rifjað upp samveru okkar með þér hver á sinn hátt. Við höfum grát- ið bæði af sorg og gleði. Þetta var yndisleg en erfið stund þar sem börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn komu saman til að vera hjá þér síðustu metrana. Á svona stundu, sem eðlilegt er, fer maður að hugsa um hvað þú varst fyrir mér. Þú ert ástæð- an fyrir því að ég fékk mitt fal- lega millinafn sem hafði mun meiri merkingu en ég gerði mér grein fyrir, Rós. Fallegi garður- inn þinn á Bjarnhólastígnum sem var fullur af rósum sem ég vissi ekki að væru til. Þetta var þitt stolt, það fann ég þegar við gengum saman um garðinn og þú reyndir að kenna mér heitin á rósunum þínum. Allir fallegu hlutirnir þínir um allt húsið sem gerði þig að því sem þú ert. Ein af sterkustu minningunum var að koma til þín í mat í hádeginu á föstudögum en ég var svo heppin að geta skotist til þín í hádeginu þegar ég var í menntaskóla. Besti kjúklingur í heimi sem enginn hefur getað náð að gera eins góðan. Í mörg ár reyndi ég að fá að vita leyndarmálið og mér tókst það að lokum en ég geymi það með mér sem okkar leyndarmál. Ef þú varst ekki í eldhúsinu þá varstu í stólnum þínum við handavinnuna að sauma út. Þú varst sérstaklega dugleg og ósérhlífin, ekki man ég eftir því að þú hafir kvartað nokkurn tíma, og þú varst föst fyrir, það geta allir verið sam- mála um. Hægt var að finna það alveg fram á síðustu stundu. Mér fannst þú vera eins og Marilyn Monroe, þitt ljósa hár, fallega húðin og þitt fallega bros og fas. Og innilegi hláturinn þinn og tárin sem fylgdu alltaf með. Ég gleymi ekki ferðinni sem þú komst með okkur til Mallorca og við fórum eina kvöldstundina á sex manna hjól og þér fannst þetta svo fyndið að hláturinn þinn ómaði um alla Sa Coma og við hlógum enn meira og kom- umst varla áfram. Í rauninni man ég ekki eftir þér öðruvísi en að geta hlegið að sjálfri þér. Mig langar að þakka þér, elsku amma mín, fyrir þær stundir sem við áttum og ég mun geyma þær í hjarta mínu og tel ég mig vera heppna að hafa átt ömmu eins og þig. Við sjáumst síðar, eins og ég kvaddi þig í síð- asta sinn. Þitt barnabarn, Rebekka Rós. Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNU JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Asparhlíðar fyrir góða umönnun. . Jón Símon Karlsson, Jónína Ingibjörg Jóhannsd., Gunnar Karlsson, Björg Rafnsdóttir, Auður Snjólaug Karlsdóttir, Gunnar Hallur Ingólfsson, Sigfús Arnar Karlsson, Guðrún Rúnarsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Svanhvít Alfreðsdóttir, Ásta Lín Hilmarsdóttir, Arngrímur Magnússon, ömmu- og langömmubörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GOTTHARD SIGURÐSSON, Túngötu 42, Eyrarbakka, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Oddhildur Guðbjörnsdóttir, Dýrfinna Hrönn Sigurðardóttir, Oddur Guðnason, Guðrún Birna Sigurðardóttir, Kristján Pálsson, Ingibjörg Erla Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR HELGI SIGURÐSSON, Fannagili 21, Akureyri, lést mánudaginn 9. nóvember. . Birna Möller, Kristófer Ólafsson, Hertha Rós Sigursveinsdóttir, Ísak Ólafsson, Alvilda Ösp Ólafsdóttir, Heiðrún Nanna Ólafsdóttir, Rebekka Rós og Fjalar Óli Kristófersbörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu ELÍNAR HÖNNU JÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Bakkaseli 16. Starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi færum við þakkir fyrir fagmennsku og alúð. . Fjölskyldan. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Rauðalæk 32, sem lést á Hrafnistu í Reykavík 27. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju 18. nóvember næstkomandi og hefst athöfnin klukkan 13. . Svandís Árnadóttir, Sævar H. Jóhannsson, Gylfi Vilberg Árnason, Soffía Guðlaugsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HRAFNHILDAR JÓNASDÓTTUR frá Helgastöðum í Reykjadal. Starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hvammi og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík fær sérstakar þakkir fyrir alúðlega umönnun. . Kolbrún Ragnarsdóttir, Emil Ragnarsson, Elín Jónasdóttir, Jónas Már Ragnarsson, Sigríður Pétursdóttir, María Axfjörð, Pálmi Þorsteinsson, Steinunn Friðgeirsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Kolbrún Eggertsdóttir, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Gunnar Jóhann Elísson og aðrir aðstandendur. Elskuleg frænka okkar, JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, Dalbæ, Dalvík, sem lést á dvalarheimilinu Dalbæ miðvikudaginn 11. nóvember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 20. nóvember klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, . Þórir Stefánsson, Alma Stefánsdóttir, Gunnar Kristinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍF BÖÐVARSDÓTTIR frá Laugarvatni, lést aðfaranótt 12. nóvember síðastliðins. . Böðvar Guðmundsson, Guðlaug Edda Guðmundsdóttir, Inga Lára Guðmundsdóttir, Ingvi Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.