Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Vélin fundin – brotlenti í hrauni 2. Snjór á leiðinni 3. Ætluðu að gera árás í Noregi 4. Prestar í leyfi vegna óánægju »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini verður sýnd í síðasta sinn í Eldborg- arsal Hörpu í kvöld og mun Kristinn Sigmundsson syngja hlutverk tónlist- arkennarans Don Basilios í stað Við- ars Gunnarssonar. Er það jafnframt eina sýningin á Rakaranum frá Sevilla sem Kristinn syngur í. Morgunblaðið/Golli Kristinn syngur hlut- verk Don Basilios  Kristín Rúnars- dóttir opnar sýn- ingu í Núllinu, sýningarrými Ný- listasafnsins í Bankastræti 0 þar sem áður voru al- menningssalerni, í dag kl. 17. Sýn- ingin nefnist prik/strik/ og á henni má sjá inn- setningu sem teygir sig frá gólfi, um veggi og upp í loft. Innsetning þar sem áður var salerni  Myndlistarsýningin Hörund eftir Eddu Heiðrúnu Backman verður opn- uð í Norræna húsinu í dag kl. 17 og verða Ragnar Jón Hrólfsson og Arn- mundur Ernst Björnsson með skemmtiatriði Eddu til heiðurs. Viðfangsefni Eddu eru líkamar og sýnir hún 42 vatns- litamyndir. ,,Allir eru einhvern veginn, þetta er minn raunveru- leiki, minn heim- ur,“ segir Edda um verkin. Edda opnar sýningu í Norræna húsinu Á laugardag Norðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða snjókoma eystra, en hægari og úrkomuminna síðdegis. Annars norðaustan 5-10 og él, en þurrt og bjart syðra og vestra. Hiti um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 13-23 m/s eystra, rigning eða slydda norðaustantil, en snjókoma til fjalla. Mun hægari vindur vestra, él norðvestantil, en þurrt suðvestantil. Hiti yfirleitt 0-5 stig. VEÐUR Áttundi tapleikur ÍR-inga í röð „Þetta verður prófraun fyrir okkur en við ætlum samt að nýta þennan leik, og leikinn við Slóvakíu, til að gefa nýjum leikmönnum tækifæri til að sýna sig,“ segir Heimir Hall- grímsson landsliðsþjálfari en Ís- lendingar mæta Pólverjum í vin- áttulandsleik í kvöld. »1 Þetta verður prófraun fyrir okkur Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Tinda- stóll komst loks á sigurbraut með sigri á móti Hetti á Krókn- um, KR-ingar burstuðu Snæfell í Frostaskjólinu og Njarðvík átti ekki í vandræðum með nýliða FSu á Selfossi. »2-3 Þór gerði góða ferð í Garðabæinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stöðugt bætist við menningarflóruna á Grandanum í Reykjavík og eitt nýj- asta verkið er skúlptúr af víkingi með skjöld og sverð á hestbaki eftir Ernst Backman fyrir framan Sögusafnið, sem hann á og rekur með fjölskyldu sinni í gamla Alliance-húsinu. „Þetta er merki safnsins,“ segir Ernst um listaverkið. Hann byrjaði á því í fyrra, vann það í gömlu síldar- bræðslunni, sem sjávarútvegs- fyrirtækið HB Grandi hf. á. „Stjórn- endur fyrirtækisins hafa stutt listamenn og leyft þeim að nýta að- stöðu í húsinu án endurgjalds. Ég naut góðs af því,“ segir Ernst. Hjónin Ernst og Ágústa Hreins- dóttir hafa rekið Sögusafnið síðan 2002, fyrst í Perlunni og á núverandi stað síðan í apríl 2013. Þeim leið vel í Perlunni en eftir að þeim var bolað þaðan í burtu, þrátt fyrir að vera með langtímaleigusamning, fannst þeim að sér vegið. Lögðu samt ekki árar í bát og hafa komið sér vel fyrir í sögu- frægu húsi á horni Mýrargötu og Grandagarðs. Húsið var byggt sem saltverkunarhús á árunum 1924 til 1925 og er friðað. Sögusafnið er í raun eins og það var í Perlunni en öðruvísi uppsett. Það er samtals um 760 fermetrar og sjálft sýningarsvæðið um 400 fer- metrar. Þar eru 15 leikmyndir og 30 persónur. „Hérna er sagan sögð rétt eins og í Íslendingasögunum,“ segir Ernst. Í húsnæðinu er sérstakt vídeó- herbergi og fyrir utan sjálft sýning- arsvæðið er stór verslun og veitinga- staðurinn Matur og drykkur, sem dætur þeirra reka. „Gestirnir eru nánast alfarið er- lendir ferðamenn,“ segir Ernst, en safnið er opið frá kl. 10 til 18 nær alla daga ársins. Hann segir að umferð gangandi fólks um Grandann hafi aukist mikið með aukinni uppbygg- ingu. „Hafnarsvæðið er sérlega vinsælt og við verðum áþreifanlega vör við það.“ Erlendir njóta góðs af Ernst lætur sér ekki nægja að varpa ljósi á sögu Íslands heldur hef- ur verið erlendum söfnum innan handar. Hann hefur meðal annars gert 17 persónur fyrir Sögusafnið í Vestmanna í Færeyjum og sex brúð- ur fyrir safnið í Aðalsnesi í Noregi, þar sem Haraldur hárfagri átti bú- stað, auk þess sem hann hefur unnið brúður fyrir safnið í Lofoten í Noregi. „Næst á dagskrá er að undirbúa eina leikmynd til viðbótar fyrir Sögusafnið í Færeyjum,“ segir Ernst. Nýtt listaverk á Grandanum  Ernst á Sögu- safninu með verk fyrir Færeyinga Morgunblaðið/RAX Persónur og leikendur Í Sögusafninu eru 15 leikmyndir og 30 persónur. Listaverk Ernst Backman við nýjasta verkið fyrir framan Sögusafnið úti á Granda í Reykjavík. ÍR-ingar töpuðu sínum átt- unda leik í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir FH- ingum í Olís-deild karla í handknattleik á heimavelli sínum í gærkvöld. Framarar héldu sigurgöngu sinni áfram þegar þeir lögðu Eyja- menn í Safamýri, Akur- eyringar fögnuðu góðum sigri á móti Aftureldingu á heimavelli og í nýliðaslagn- um hafði Grótta betur á móti Víkingi. »2-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.