Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Listaháskóli Ís- lands verður með opið hús í dag milli kl. 13 og 16. Námsbrautir á BA- og MA-stigi verða kynntar og fjölbreytt dag- skrá verður í öll- um deildum, m.a. boðið upp á fyrir- lestra. Myndlist- armaðurinn Guðmundur Thorodd- sen heldur einn slíkan kl. 13 í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91, fjallar um verk sín og hugmyndir. Opið hús með fjöl- breyttri dagskrá Guðmundur Thoroddsen Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Markús & The Diver- sion Sessions, leidd af tónlistarmann- inum Markúsi Bjarnasyni, sendi undir lok síðasta mánaðar frá sér hljómplötuna The Truth the Love the Life sem hef- ur að geyma 10 lög. Markús & The Diversion Sessions var í upphafi sólóverk- efni Markúsar en er nú orðin hljómsveit. Markús leikur á gítar og syngur, Ási Þórðarson leikur á trommur, Georg Kári Hilmarsson á bassa og Marteinn Sindri Jónsson á hljómborð. Platan er komin út staf- rænt og á geisladiski og segir Mark- ús að beðið sé útgáfu vínylplötunnar. Þegar hún sé komin verði blásið til útgáfutónleika. Ý́msar ástæður fyrir töfum Markús var áður í hljómsveitunum Sofandi og Skátum og sendi hvor frá sér tvær breiðskífur. Hann hefur einnig verið í öðrum hljómsveitum sem hafa ekki gefið út plötur og er núna í indírokksveitinni Stroff og er skífa væntanleg frá henni. The Truth the Love the Life er fyrsta breiðskífa Markúsar & The Diversion Sessions og liggur löng vinna að baki, um þrjú til fjögur ár með hléum, að sögn forsprakkans. „Við ætluðum aldeilis að gera plötu og tókum upp grunna fyrir þónokkru síðan. Ég vil helst ekki tala um það eða muna eftir því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ segir Markús sposkur. Ýmislegt hafi tafið plötu- smíðina, m.a. nám hljómsveitar- meðlima innanlands sem utan, fjöl- skyldumál og annað. Ástæður fyrir töfum hafi verið ýmsar og ekki endi- lega góðar. Markús segist haldinn fullkomnunaráráttu sem hafi einnig tafið fyrir. Dramatík kallar á fiðlu og sög „Þetta er tónlist sem byggir á mik- illi hefð, americana og mikil popp- áhrif, „folk revival americana“-áhrif og þá vill maður heyra hitt og þetta, vanda sig og reyna að bæta einhverju við,“ segir Markús um tónlistina. -Bakraddir og gospelkór, t.d? „Já og smá lúðra þar sem þarf og ef lagið er dramatískt verður nátt- úrlega að vera fiðla og sög. Þetta tók smátíma, að koma þessu öllu saman, hljóðblanda og svona. Platan var tekin upp á fjölmörgum stöðum, þar af í einu leynistúdíói og í kjallara. Smellurinn „É bisst assök- unar“ var tekinn upp í kjallara á Vesturgötunni og líka „Decent Tim- es“, það er nú verið að rífa það hús- næði og byggja hótel. Ég var að hjóla framhjá Mjölnisholti, fyrsta æfing- húsnæði Sofandi, og það er búið að rífa það og reisa íbúðablokkir,“ segir Markús og bætir við að upptökur hafi einnig farið fram í hlöðu í Vogum á Vatnsleysuströnd. -Höfðu þessir ólíku upptökustaðir ekki áhrif á hljóminn í lögunum? „Jú, trommuhljómurinn er ólíkur eftir því hvar þú tekur upp og fjöl- breyttur fílingur, það myndast öðru- vísi stemning,“ svarar Markús. Elsta lagið átta til tíu ára Þekktasta lag plötunnar, „É bisst assökunar“, naut mikilla vinsælda fyrir einu og hálfu ári eða þar um bil og spurður að því hvort það sé elsta lagið á plötunni segir Markús svo ekki vera. Lögin hafi verið samin á löngu tímabili og hann valið þau bestu úr sarpi sínum á plötuna. „Elsta lagið á plötunni samdi ég fyrir átta eða tíu árum þannig að þetta er epískt,“ segir Markús. Lögin hafi bú- ið með honum lengi og bankað reglu- lega upp á. „Ég hef líkt þeim við heimtufrek börn sem maður eignast, þau vilja gospelkór, fiðlu, sög, bak- raddir og ég veit ekki hvað og hvað og svo vilja þau auðvitað koma út á plötu,“ segir hann kíminn. Markús telur vinsældir „É bisst assökunar“ hafa átt stóran þátt í því að platan var kláruð á endanum. „Maður var kominn með tónlistina svolítið mikið út í hobbíástand, hún var alveg á kantinum en núna er búið að klára plötuna,“ segir Markús og bætir því við að hann njóti þess mest af öllu að semja tónlist og hafi ein- hverja hæfileika á því sviði. Honum hafi þótt „É bisst assökunar“ dálítið flókið, skrítið og langdregið lag og því ekki leikið það oft. „Þetta lag er svolítið út úr kú og setti pressu á mig að gefa hin lögin út, að leyfa fólki að heyra hina tónlistina sem er ansi ólík þessu lagi.“ Afvegaleiðir og styttir stundir Markús er spurður út í nafn hjóm- sveitarinnar sem í upphafi var sóló- verkefni, hann einn að syngja og spila á gítar. Markús segir orðið „diver- sion“ bæði vísa til þess að vera af- vegaleiddur og til dægrastyttingar. „Það er þetta sem leiðir mann af að- alveginum. Þú þarft að mæta í vinn- una, fara í skólann, vaska upp og gera þetta og hitt. Í mínu tilfelli var það oft þannig að ég greip í gítarinn og var að dunda mér í tónlist þegar ég átti að vera að gera eitthvað allt annað. Þetta er líka svo fjölbreytt nafn, „diversion“ í gamalli ensku þýddi af- þreying eða skemmtun.“ Markús er að lokum spurður að því hvað hann sé að fjalla um í textum sínum. Hann segir grunninn oftast melankólískan, fjalla um eitthvert mótstreymi í lífinu en þó taki ávallt við von og bjartsýni. „Lífið breytist svo hratt,“ segir Markús og blaða- maður tekur undir það. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hljómsveitin Markús & the Diversion Sessions, frá vinstri Marteinn Sindri Jónsson, Georg Kári Hilmarsson, Ási Þórðarson og Markús Bjarnason. Lögin eins og heimtufrek börn  The Truth the Love the Life nefnist nýútkomin breiðskífa Markús & The Diversion Sessions  Tónlist sem byggist á mikilli hefð, að sögn Markúsar SPECTRE 4,7,10(P) HANASLAGUR 3:50 JEM AND THE HOLOGRAMS 5 CRIMSON PEAK 10:30 EVEREST 8 SICARIO 8,10:30 HOTEL TRANSYLVANIA 2 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10 TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 3:50 SÝND Í 4K!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.