Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
Opið:
Mánud. til fimmtud. kl. 14-22
Föstud. kl. 14 - 23
Laugard. kl. 12 - 23
Sunnud. kl.13 - 22
halda upp á afmæli
ð!
Aldrei of gömul til að
Gerðu þér glaðan dag
með börnum og
barnabörnum í
Smáratívolí
VERÐ FRÁ
2.390,-pr. mann
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þetta var mjög góð stund og
ánægjulegt þegar svona vel tekst til,“
segir Sigrún Magnúsdóttir umhverf-
isráðherra, en Alþingi samþykkti í
gær ný náttúruverndarlög með 42
samhljóða atkvæðum. Lögin taka
gildi 15. nóvember nk. en þá verða lið-
in um sex ár frá því að vinna við heild-
arendurskoðun náttúruverndarlaga
hófst.
Sigrún segir þetta mikilvægt skref
í náttúruvernd til framtíðar. „Ég hef
ekki upplifað þennan tón fyrr, þetta
andrúmsloft, í húsi Alþingis eins og
tvo síðustu daga,“ segir Sigrún en
þingmenn hafi lagst á eitt við að koma
málinu í gegn.
„Það hafa lengi verið átakalínur í
þessu og það er náttúran sem komin
er í hærra sæti hjá öllum,“ segir hún
en fólk hafi áttað
sig á auðlindinni
sem í náttúrunni
felst í tengslum
við ferðamennsk-
una. Sáttin hafi
einnig myndast
vegna þroska
málsins en um-
hverfis- og sam-
göngunefnd hafi
haft samráð við
marga sem fengu að koma að málinu
og láta sína skoðun í ljós.
Þá kom fram í umræðum á Alþingi
að helstu deilumál í tengslum við ný
lög hefðu verið leyst, en afgreiðslu
frumvarpsins var frestað á vorþingi
til að tryggja að það fengi full-
nægjandi umfjöllun.
Helstu efnisatriði nýrra laga eru
varúðarreglan svokallaða, almanna-
rétturinn, utanvegaakstur og friðlýs-
ing svæða. Í nefndaráliti umhverfis-
og samgöngunefndar er fjallað ítar-
lega um varúðarregluna en hún sé ein
af meginreglum umhverfisréttar.
Kjarna hennar megi lýsa þannig að ef
óvissa ríkir um afleiðingar athafna
eða athafnaleysis á náttúru og um-
hverfi, skuli grípa til nauðsynlegra
ráðstafana til að koma í veg fyrir að
óæskilegar afleiðingar verði að veru-
leika, jafnvel þótt ekki sé til staðar
fullkomin sönnun á orsakasambandi
aðgerða eða aðgerðaleysis og mögu-
legra afleiðinga, eins og segir í álitinu.
Umhverfisráðherra segir ákveðin
tímamót vera með fléttun þessarar
reglu inn í nýju náttúruverndarlögin.
Í nefndarálitinu segir að beiting var-
úðarreglunnar sé í samræmi við þró-
un í íslenskri og evrópskri löggjöf
sem varðar umhverfið á einn eða ann-
an hátt.
Kafli laganna um akstur utan vega
kveður á um undantekningar frá
banni á slíkum akstri og taka skuli
mið að verndarmarkmiðum laganna.
Almannarétturinn skýrður
Almannarétturinn var einnig tek-
inn föstum tökum í nýjum lögum sem
hefur sætt gagnrýni hagsmunasam-
taka, þ.e. réttur almennings til
frjálsrar farar um landið til að njóta
náttúrunnar og útiveru.
Núverandi lög veita landeigendum
heimild til að banna fólki för um
óræktað land á landareign sinni.
Ástæða þess sé m.a. fjölgun ferða-
manna til landsins.
Að sögn Sigrúnar er ástæðan sá
fjöldi ferðamanna sem nú flykkist til
landsins og felur í sér áður óþekkta
áskorun. Við henni þurfi að bregðast
og til standi frekari vinna á milli um-
hverfis- og iðnaðarráðherra varðandi
almannaréttinn og gjaldtöku.
Ný náttúruverndarlög samþykkt á Alþingi Sex ár frá því endurskoðun lag-
anna hófst „Mjög góð stund og ánægjulegt“ Varúðarregla og almannaréttur
Nýr sáttatónn á Alþingi
Sigrún
Magnúsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Dreifingarbanni á hrognkelsaseiðum
hefur verið aflétt í kjölfar þess að
rannsóknir á seiðum hafa leitt í ljós
að seiði hjá Hafró í Grindavík og
Stofnfiski í Höfnum voru ósýkt og án
veirusmits.
Hrognkelsaseiði hafa reynst góð
náttúruleg vörn gegn laxalús í fisk-
eldi. Hrognkelsin éta lúsina af laxin-
um í eldiskvíunum. Seiðin hafa verið
framleidd hér, bæði í tilraunastöð
Hafró á Stað við Grindavík og hjá
Stofnfiski í Kirkjuvogi í Höfnum, og
flutt út til Færeyja til notkunar í
eldisstöðvum.
Við sýnatökur Matvælastofnunar
greindi fisksjúkdómadeild Tilrauna-
stöðvar Háskóla Íslands að Keldum
veiru sem veldur sjúkdómnum veiru-
blæði. Veiran var í líffærum fiska sem
notaðir voru til undaneldis. Er þetta í
fyrsta skipti sem veiran er greind hér
á landi.
Eftir að skipta tjóninu
Tekin voru sýni úr fjölda hrogn-
kelsaseiða hjá Hafró og Stofnfiski og
einnig voru gerðar rannsóknir á seið-
um sem flutt höfðu verið til Færeyja.
Niðurstöður rannsókna hér leiddu í
ljós að öll seiðin voru ósýkt og án
veirusmits. Agnar Steinarsson, sér-
fræðingur hjá Hafró, segir að ekki
séu komnar endanlegar niðurstöður
úr rannsóknum í Færeyjum en á ekki
von á öðru en þær séu á sama veg.
Öllum þeim hrognkelsum sem voru
í stöð Hafró var slátrað, eftir að sýni
höfðu verið tekin, og nú er unnið að
sótthreinsun og endurskoðun verk-
ferla. Agnar reiknar með að þráður-
inn verði tekinn upp á nýju ári. Búist
er við að Stofnfiskur geti fljótlega
hafið útflutning á hrognkelsaseiðum
til Færeyja.
Agnar segir ekki ljóst hvert tjón
Hafró hefur orðið. Búið hafi verið að
flytja út meirihlutann af seiðunum út,
áður en veirusýkingin greindist í síð-
asta mánuði. Þá sé eftir að ákveða
hvernig tjónið skiptist á milli seljanda
og kaupanda seiðanna.
Banni við dreif-
ingu seiða aflétt
Hrognkelsaseiðin reyndust ósýkt
Morgunblaðið/Þorkell
Grásleppa Hrognkelsaseiði hafa
reynst góð vörn gegn laxalús.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Við vorum sannarlega í mikilli
hættu og allir skipverjar hræddir.
Enginn sem þarf að horfast í augu
við dauðann í 72 tíma, og veit ekki á
hvorn veg fer, kemst hjá því að finna
til hræðslu,“ segir Þórður Guð-
laugsson, fyrrverandi vélstjóri, þeg-
ar hann rifjar upp svaðilför díseltog-
arans Þorkels mána RE 205 á
Nýfundnalandsmið snemma árs
1959. Þorkell, sem nú er 82 ára gam-
all, var 1. vélstjóri um borð í þessari
eftirminnilegu ferð. Atburðirnir eru
rifjaðir upp í nýútkominni bók Ótt-
ars Sveinssonar, Útkall í hamfara-
sjó.
Fleiri íslensk fiskiskip voru á mið-
unum við Nýfundnaland þegar þar
skall á eitthvert allra versta sjó-
veður sem Íslendingar hafa lent í á
síðustu öld. Auk Þorkels mána voru
þar Harðbakur, Júní, Júlí, Marz,
Norðlendingur, Bjarni riddari og
fleiri skip. Á skipin öll hlóðst stór-
hættuleg ísing. Sjórinn var mínus
tvær gráður. Á þriðja hundrað ís-
lenskir togarasjómenn voru í lífs-
hættu. Einn togaranna, Júlí frá
Hafnarfirði, fórst í óveðrinu og með
honum 30 skipverjar. Á tímabili lá
Þorkell máni fulllestaður eins og
borgarísjaki á hliðinni. Öldurnar í
kring voru á við átta hæða hús. Bar-
ist var upp á líf og dauða við að berja
ís.
Losuðu sig við bátana
Þórði Guðlaugssyni er í fersku
minni hvernig nær örmagna skip-
verjarnir stóðu í ógnarveltingi og
blindbyl úti á glerhálli ísingunni með
járnbolta, sleggjur og önnur tiltæk
barefli. Vegna klakabunkanna sást
vart í brúna á skipunum – vírar og
kaðlar voru eins og tunnubotnar að
þykkt. Brá áhöfn Þorkels mána á
það örþrifaráð að losa sig við björg-
unarbátana og logskera davíðurnar í
burtu til að létta skipið.
Svo svart var ástandið um tíma að
skipstjórinn, Marteinn Jónasson,
hugleiddi að láta möstrin fara líka.
Annaðhvort yrði ísinn barinn af eða
dauðinn einn blasti við. Og til allrar
hamingju hafði áhöfnin betur í
viðureigninni við höfuðskepnurnar.
Skipti sköpum að togarinn Mars
kom Þorkeli mána til aðstoðar.
„Atburðirnir höfðu mikil áhrif á
flesta skipverjana og margir voru
lengi að jafna sig,“ segir Þórður.
Sumir voru orðnir óvinnufærir
vegna þreytu, ótta og meiðsla í
miðjum hamaganginum. Nokkrir
hættu sjómennsku þegar heim kom,
aðrir fundu sér pláss í skipum á
öruggari miðum.
Sjálfur hélt Þórður sínu striki og
fór með Þorkeli mána í næsta veiði-
túr. Árið 1966 fór hann í land um
tíma, en varð síðar vélstjóri á Þor-
móði goða, Bjarna Benediktssyni en
lengst á togaranum Ottó N. Þorláks-
syni.
Í hófi sem haldið var í gær í tilefni
af útgáfu bókarinnar voru auk Þor-
kels, loftskeytamaðurinn á Þorkeli
mána, Valdimar Tryggvason, stýri-
maðurinn á Mars, Albert Stef-
ánsson, og Arngrímur Jóhannsson
flugmaður sem var loftskeytamaður
á Harðbaki. Þar voru einnig margir
aðstandendur skipverja og börn sjó-
mannanna af Júlí frá Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Eggert
Útgáfuhóf Þórður Guðlaugsson (t.v.) ásamt Óttari Sveinssyni í útgáfuhófinu í gær, í tilefni af útkomu nýjustu Út-
kallsbókar Óttars sem fjallar um óveðrið og hörmungarnar á Nýfundnalandsmiðum í ársbyrjun 1959
Horfðust í augu við
dauðann í 72 tíma
Bók um óveðrið mikla á Nýfundnalandsmiðum 1959
SAMÚT, samtök útivistarfélaga,
Ferðaklúbburinn 4x4, Ferða-
félag Íslands, Íslenski Alpa-
klúbburinn og Ferðafélagið Úti-
vist mótmæla hugmyndum um
skerðingu á almannarétti sem
fram kemur í frumvarpi um
breytingu á náttúruverndar-
lögum. Þetta segir í tilkynningu
sem samtökin sendu frá sér í
gær. Þau segja miklar breyt-
ingar hafa orðið frá frumvarp-
inu sem lagt var fram 2013 þar
sem útivistarfólki hafi verið
tryggð réttarbót varðandi
göngu um náttúruna. Nú sé það
svipt henni og landeigendum
gefið vald til að banna göngu
um landareignir sínar.
„Enginn tími er gefinn til um-
ræðu og svo virðist sem frum-
varpið verði keyrt með hraði í
gegnum þingið.“
Mótmæla
skerðingu
ÚTIVISTARFÓLK ÓSÁTT