Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Fylgist með okkur á faceboock
Glæsilegur
kvennfatnaður
& fylgihlutir
Mokkajakkar
Skinnkragar
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Ísmáfur heiðrar Dalvíkinga með
nærveru sinni þessa dagana, við
höfnina. Um er að ræða ungan
fugl, því enn er hann með svartar
doppur, einkum á vængjum og
stéli, og kámugur í andliti; alhvít-
ur verður hann á öðru hausti.
Vera má að hann hafi elt veiðiskip
inn Eyjafjörðinn, því nóg er af
þeim en hafísinn er ennþá langt í
norðri.
Ísmáfurinn er hánorrænn fugl,
verpir á Svalbarða, á eyjunum í
Norður-Íshafinu norðan Síberíu,
nyrst á Grænlandi og á jökul-
skerjum norðan Ammassalik á
Austur-Grænlandi og í eyjum
norðan Kanada.
Ísmáfa verður vart hér frá því í
október og fram í maí, bæði full-
orðinna og ungra fugla, að því er
fram kemur í grein eftir Gunnlaug
Pétursson í Náttúrufræðingnum
árið 1987. Vetrarheimkynnin ná
suður undir Ísland, segir þar enn-
fremur, og ræðst fjöldi ísmáfa hér
við land líklega fyrst og fremst af
legu ísjaðarins og veðurskilyrðum.
Þótt ísmáfar hafi sést víða eru þeir
þó tíðastir norðanlands eins og
vænta má, sérstaklega við Gríms-
ey, Skjálfanda og Eyjafjörð.
Sjaldgæft er að sjá ísmáfa setj-
ast á sjó, og vitað er að þeir forð-
ast bleytu. Fæðan er ýmsir fiskar
og hryggleysingjar en einnig
leggjast fuglarnir á hræ sela og
fleiri dýra. Á myrkum vetrar-
dögum eru sjálflýsandi fiskar mik-
ilvæg fæða.
Eitthvað hefur dregið úr komum
ísmáfa til Íslands hin síðari ár.
Ísmáfurinn æ sjaldséðari
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hvíld Ísmávur á bryggjunni á Dalvík í vikunni, bara nokkuð spakur að sjá.
„Verð á fatnaði verður algjörlega
samkeppnishæft við önnur lönd í
Skandinavíu sem búa við svipað
virðisaukastig,“ segir Hákon Há-
konarson, eigandi fataverslunar-
innar Herragarðsins.
Verslunin tilkynnti í síðustu viku
að veittur yrði 15% afsláttur af
vörum hennar í tilefni af afnámi
fatatolla, en eins og fram hefur kom-
ið munu tollarnir verða afnumdir um
áramót.
Hákon bendir á að til þessa hafi
föt á Íslandi verið tvítolluð. Meiri-
hluti innflutts fatnaðar er fram-
leiddur utan Evrópu en er svo toll-
aður þegar komið er inn í lönd
Evrópusambandsins. Þaðan eru föt-
in gjarnan send til Íslands. Íslenska
ríkið hefur svo tollað fötin aftur þeg-
ar þau koma til landsins.
Að sögn Hákonar hafa Samtök
verslunar og þjónustu sagt að um
70% fatnaðar sem koma til Íslands
hafi millilendingu í löndum ESB.
Sem dæmi má nefna að ef miðað
er við 15% afslátt, sem Herragarð-
urinn veitir nú í takt við fyrirhugað
afnám tolla, þá lækka t.d. Sand-
jakkaföt úr 89.980 krónum í 76.483
kr, Eterna-skyrta úr 12.980 í 11.000
kr., Bugatti-frakki úr 49.980 kr. í
42.783 kr, Monti-bindi úr 9.980 í
8.483 kr., Lloyds-skór úr 29.980 kr. í
25.483 kr og Sand-peysa úr 19.980 í
16.983 kr. vidar@mbl.is
Verslun Herragarðurinn ríður á vaðið með verðlækkun á fatnaði og skóm.
Verður samkeppn-
ishæft við önnur
Norðurlönd
Herragarðurinn lækkar verð í tilefni
afnáms tolla af fatnaði um áramót
„Fátt bendir til
að lát verði á
þessu ástandi,
nokkur þeirra
ríkja sem undir
hvað mestum
þunga eru hafa
brugðið á það
ráð að taka upp
landamæra-
eftirlit að nýju
þrátt fyrir aðild
að Schengen,“ segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra, en hann tók þátt í leiðtoga-
fundi um fólksflutningsvandann,
sem haldinn var í Valletta á Möltu
og lauk í gær. Þar voru 60 aðrir
leiðtogar Evrópu- og Afríkuríkja
þar sem rætt var um alvarleika
vandans og þörfina á heildstæðri
nálgun gagnvart áskorunum sem
felast í fólksflutningum.
„Því olli það vissum vonbrigðum
að ekki hafi komið fram á fundinum
meira af raunhæfum lausnum á
vandanum eins og hann er núna, þó
að margar ágætar tillögur hafi
komið fram um hvernig stemma
megi stigu við vandanum til fram-
tíðar,“ segir Sigmundur í tilkynn-
ingu frá ráðuneytinu.
Fram komu fáar raunhæfar lausnir vandans
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
- með morgunkaffinu