Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það væri upplagt að fara út að borða í hádeginu ásamt félögunum og ræða málin. Leggðu þitt af mörkum til góðs málstaðar og mundu, ef framlagið er nafnlaust verður til- finningin tíu sinnum betri. 20. apríl - 20. maí  Naut Ljúft ástarævintýri mun hugsanlega lífga upp á líf þitt á næstunni. Hugsaðu um það eftir á og dragðu lærdóm af því sem réttmætt er. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki láta hendur fallast þótt þú sért umkringdur fráhrindandi fólki. Kannski kem- ur þú heim með nýstárlegan tæknibúnað eða raftæki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú veist af manneskju sem þarf á hjálp þinni að halda en er of óframfærin til þess að biðja um hana sjálf. Gerðu ósköp lít- ið og íhugaðu hvers virði hlutirnir eru. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér sem flest að gamni. Það léttir lífið svo óskap- lega. Ekki veit á gott að trúa öllu sem þú heyrir í kvöld, hvað þá að eyða öllu sem þú átt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gaumgæfðu stefnuna sem ótilgreint samband er að taka. Að öðrum kosti áttu það á hættu að geta ekki lokið því. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kraftmiklar samræður við vin geta vald- ið valdið mikilvægum breytingum í lífi þínu. Einhver reynir að ráðskast með þig fyrir vik- ið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það hefur ekkert upp á sig að halda í annað fólk ef það er staðráðið í að fara sína leið og tekur ekki sönsum. En sér- hlífni er líka mjög slæm svo þú þarft að þræða hinn gullna meðalveg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir verið vænisjúkur vegna einhvers sem þú sagðir í trúnaði. Reyndu að sýna sjálfri/sjálfum þér umburðarlyndi þegar þú gerir mistök. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt erfitt með að einbeita þér að því sem fyrir liggur. Vertu því skorinorður við aðra og þá léttist andrúmsloftið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki láta neinn sannfæra þig um eitthvað sem þú trúir ekki á. Eins og staðan er núna, þarftu líklega að sleppa fengnum til þess að eignast hann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt gera þér grein fyrir því hversu góða vini þú átt. Vertu opinn gagnvart því og hafnaðu ekki tillögunni sem einhverju gamaldags kerlingarbulli. Á forsíðu Fréttablaðsins í gærer mynd af Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra taka fyrstu skóflustunguna að nýju sjúkrahóteli á Landspít- alalóðinni. Hjálmar Freysteinsson orti á Boðnarmiði: Við Landspítalann ljúka á lengur skal ei doka. Nú er Kristján kominn á stjá og keppist við að moka. „Þekkt staða,“ skrifaði Ármann Þorgrímsson á Leirinn í gær: Vinsælt er góðverk að gera og gaman í sviðsljósi að vera en aðstoð er dýr og arðurinn rýr enginn vill kostnaðinn bera. Sigurlín Hermannsdóttir hitti „Stjána bláa á djamminu“: Þótt leiti ’ann á miðbæjarmið meyjarnar líta ekki við. Hann brúkar víst húmorinn býður þeim gúmoren að íslenskum sjómannasið. Ólafur Stefánsson kannast við kauða: Að venju hann stendur í ströngu staddur á lífsins göngu. Á engan sjens, alla tíð lens bæði með réttu og röngu. Á miðvikudag lét Sigrún Har- aldsdóttir þess getið, að hún fengi stundum sms-vísur frá Heiðmari Inga, – „nú sagðist hann vera í strætó á leið norður í Húnaþing, íklæddur svörtum frakka. Ég sendi honum vísu“: Stynjandi upp stalla gráa strætó er að puða og hjakka, flytur yfir heiði háa hugsuð einn í svörtum frakka. Ekki er allt sem sýnist, – Hall- mundur Kristinsson yrkir á Boðn- armiði: Nú set ég niður á blað nokkuð sem átti sér stað. Þótt ákveðin frétt sé efalaust rétt þvertek ég fyrir það. Reiðnámskeið verður Hjálmari Freysteinssyni að yrkisefni: Saman við götuna göngum, góðmennskan borgar sig löngum. Víst er fallega gert og guðsþakkarvert að standa með stöndugum föngum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Stjána bláa, reiðnám- skeiði og svörtum frakka Í klípu „ÞAÐ BÝÐUR UPP Á NOKKUÐ GÓÐA ÁVÖXTUN MEÐ TILTÖLULEGA LÍTILLI HÆTTU Á AÐ UPP KOMIST.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MIÐAÐ VIÐ HVERNIG ÞÚ LÆTUR LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞÚ HALDIR AÐ ÉG NJÓTI ÞESSARA VIÐSKIPTAFERÐA.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dreyma dag- drauma saman. ÞAÐ ER ÞREYTANDI AÐ ELDA FYRIR SEX! ÉG VISSI EKKI AÐ VIÐ ÆTTUM VON Á GESTUM ... ÞAÐ EIGUM VIÐ EKKI. ÞETTA ER SJÖTTI SKAMMTURINN HANS PABBA ÞÍNS! NÚ, SVO ÞÚ ERT ALDURS- MARTRÖÐIN MÍN ÞESSA NÓTT? JAMM OG JÁ! ÉG ER ... ... LEIFTUR-HRAÐA- VIÐBRÖGÐIN ÞÍN. FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF Víkverji nennir yfirleitt ekki aðvelta sér upp úr fréttum í ís- lenskum fjölmiðlum, en nýleg frá- sögn á vef DV fékk hann til þess að staldra við. Birta sum blöð allt sem illa innrættu fólki dettur í huga að setja á samfélagsmiðla, sé einhver möguleiki á því að efnið selji? x x x Fyrirsögnin á vef DV var: „Gunnarkom upp um starfsmann Quiz- nos: Bátur skorinn með hnífi sem lá á gólfinu.“ Alvarlegur glæpur hafði verið framinn, að mati Gunnars og blaðs, en sem betur fer fyrir DV tók Gunnar viðburðinn upp á mynd- band, sem blaðið birti athugasemda- laust. Vantaði bara að segja náði þér! x x x Hnífur, sem dottið hafði á gólfið,var notaður við að skera brauð- bát og í því fólst „glæpurinn“. Í myndbandinu, sem var um fjögurra mínútna langt, mátti sjá að Gunnar neitaði að taka við bátnum, bað um annan og fékk ósk sína uppfyllta. x x x Með frásögninni voru birtarmargar athugasemdir, þar sem fólk var ýmist sammála „nornaveið- unum“ eða það gagnrýndi DV og Gunnar harðlega. Þó að hreinlæti skipti miklu máli á matsölustöðum getur Víkverji ekki annað en tekið undir með síðarnefnda hópnum. Af skepnuskap einum beið nefndur Gunnar með að vekja athygli af- greiðslustúlkunnar á því að hníf- urinn hefði legið á gólfinu þar til hún hafði notað hann í stað þess að benda henni strax á að til að gæta fyllsta hreinlætis væri rétt að skola af hnífnum áður en hann yrði not- aður aftur. Og til að snúa hnífnum í sárinu birti hann myndbandið á Facebook og DV tók það upp. x x x Víkverji veltir því fyrir sér hvaðhafi orðið um friðhelgi einkalífs- ins. Getur verið að nefndur Gunnar hafi brotið á afgreiðslustúlkunni með því að taka af henni myndband og birta á Facebook? Getur verið að DV sé bótaskylt fyrir að birta mynd- bandið? víkverji@mbl.is Víkverji En vér, lýður þinn og gæsluhjörð, munum þakka þér um aldur og ævi, syngja þér lof frá kyni til kyns. Sálmarnir 79:13 www.thor.is EPSON EXPRESSION HOME XP-332 Einfaldur og góður prentari og skanni fyrir skólafólk. EPSONWORKFORCEWF5620 20 ppm* EPSONWorkForce Pro eru fjölnota skrifstofuprentarar (fax, skanni, ljósritun, prentun og tölvupóstur). Nettengdur/þráðlaus prentari með þægilegan snertiskjá. Prentar allt að 20 síður á mínútur og getur prentað báðummegin á blaðið. Auðvelt að skipta um blek. Hægt að prenta á umslög og þykkari pappír. EPSONWorkForce Pro er ný kynslóð umhverfisvænna bleksprautuprentara sem leysir af hólmi gömlu laserprentarana. 49.30 0 EPSO NWo rkFor ce ProW F-562 0DWF ,- 13.00 0 EPSO N Exp ressio n Home XP-33 2 ,- Þráðlaus fjölnotaprentari (skanni, ljósritun og prentun). Hentar vel til að prenta allt frá texta yfir í góða ljósmynd. Beinn stuðningur við iPhone/iPad og Android. Hægt er að fá APP til að prenta og skanna með iOS og Android tækjum. Allar helstu skipanir á skjá. Hagkvæmur í rekstri. TÖLVUVERSLUN ÁRMÚLA 11 - SÍMI 568-1581 ÞÓR HF - UMBOÐSAÐILI EPSON Á ÍSLANDI Í MEIRA EN 30 ÁR Einnig til hvítur (XP-335)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.