Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2015 Ævisaga SigurgeirsKjartanssonar skurð-læknis er skemmtilegbók. Er skrifuð af léttleika og textinn rennur ljúflega. Tungutak höfundar er persónulegt og honum eru töm ýmis óvenjuleg orð – jafnvel hans eigin nýyrði – sem hann er óhræddur að nota. Þráðurinn í bókinni er kunnug- legur. Það voru töggur í sveita- stráknum Sigurgeiri sem ólst upp í kyrrlátu sam- félagi austur í Mýrdal en var fljótt farinn að vinna fyrir sér enda harð- duglegur. Átti þess svo kost að fara í lang- skólanám og hélt vel á þeim spilum sem á hendi voru. Eignaðist fjöl- skyldu, fór með konu og börnum til Bandaríkjanna og í sérfræðinám. Þegar heim var komið varð Sigur- geir skurðlæknir til áratuga á Landakotsspítala hvar hann gat sér gott orð, starfsferillinn var langur og giftudrjúgur og maðurinn þjóð- þekktur af verkum sínum. Titill bók- arinnar Sigurgeir skar’ann er því vel til fundinn – þó vissulega geti nafið orkað tvímælis. Sumt í frásögnum Sigurgeirs, svo sem frá æskuárum og úr fjölskyldu- lífi, er smælki og lýsingar á fólki og atvikum sem engu skipta í heildar- myndinni. Einhverjum þessara brota hefði mátt sleppa, en gera öðru betri skil. Þetta truflar samt ekki framvinduna, því þetta eru sannarlega æviminningar og auðvit- að er einstaklingsbundið hvað er efst í huga hvers og eins þegar litið er yf- ir vegferð lífsins. Þar eru, eins og við þekkjum öll á eigin skinni, sigrar og vonbrigði bland í einum poka – og frá því öllu segir Sigurgeir af hrein- skilni. Það er til góðrar eftirbreytni, því alltof margar ævibækur eru marklitlar sigursögur. Frásagnir Sigurgeirs af ýmsum aðgerðum sem hann gerði á löngum ferli eru áhugaverðar og gefa innsýn í starf til dæmis lækna og hjúkr- unarfræðinga við aðgerðir og umönnun sjúklinga þar sem getur tekist misjafnlega til þótt allir vilji vel. Þarna smellpassar saga Sig- urgeirs raunar inn í umræðu dagsins um málshöfðun á hendur hjúkrunar- fræðingi vegna meintra mistaka í starfi. Sigurgeir læknir er húmoristi. Hefur auga fyrir hinu broslega í líf- inu, undarlegu ferðalagi sem tekur oft óvænta stefnu. Eftir alvarlegt slys og orðinn ekkjumaður kynntist Sigurgeir æskuástinni að nýju. „Einnig tvinnast inn samband frá unga aldri sem varð honum til gæfu síðar á ævinni,“ segir á bókarkápu. Þetta er raunar stefið í ótal mörgum bókum, ljóðum, kvikmyndum og öðru slíku. Strákurinn og stelpan ná saman að lokum. Lífið er gott og ævisagan ljómandi fín. Á Landakoti Mynd úr bókinni. Sig- urgeir læknir á Landakotsspítala. Ljómandi góð ævisaga Endurminningar Sigurgeir skar’ann - Endurminningar skurðlæknis á Landakoti bbbmn Eftir Sigurgeir Kjartansson. Sæmundur, 2015. Innbundin, 339 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Íslenska óperan frumsýnir hina vinsælu óperu Mozarts Don Giov- anni í Eldborgarsal Hörpu 27. febr- úar næstkomandi. Skipað hefur verið í hlutverkin og mun Oddur Arnþór Jónsson, barítónsöngvarinn sem hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína í titilhlutverki Rak- arans frá Sevilla, sem Óperan sýnir um þessar mundir, syngja hlutverk Giovannis. Hallveig Rúnarsdóttir verður Donna Anna, Hanna Dóra Sturludóttir Donna Elvira og Þóra Einarsdóttir syngur hlutverk Zerl- inu. Jóhann Smári Sævarsson verður í hinu dramatíska bassahlutverki Commendatore, og Elmar Gilberts- son og Ágúst Ólafsson syngja hlut- verk Masetto. Þá verður Leporello sunginn af erlendum gestasöngv- ara, Benoit Capt frá Sviss. Hljómsveitarstjóri verður Ben- jamin Levy, margverðlaunaður stjórnandi sem hefur meðal annars stjórnað uppfærslum í Parísaróper- unni og á tónlistarhátíðinni í Salz- burg. Þá hefur hann stjórnað Ma- hler Chamber Orchestra og fleiri hljómsveitum. Leikstjórn er í höndum Kol- brúnar Halldórsdóttur, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leik- myndina, ljósameistari er Björn Bergsteinn Guðmundsson og María Th. Ólafsdóttir hannar búninga. Oddur syngur Don Giovanni Bassinn Jóhann Smári Sævarsson syngur Commendatore. Don Giovanni Oddur Arnþór Jóns- son tekst á við titilhlutverkið. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sýningin Kvennaveldið: Konur og kynvitund verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ í dag, föstudag, klukk- an 18. Þar gefur að líta verk eftir tólf listakonur sem flestar eru áberandi á myndlistarsenunni í dag og nálgast viðfangsefni sín á ólíkan hátt en einn- ig eru sýnd verk eftir Rósku og Jó- hönnu Kristínu Yngvadóttur sem eru látnar. Hinar tíu eru Dodda Maggý, Guðný Kristmanns, Guðrún Tryggva- dóttir, Hlaðgerður Íris, Hulda Vil- hjálmsdóttir, Kristín Gunnlaugs- dóttir, Louise Harris, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir og Þórdís Aðalsteins- dóttir. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Um þær sem kynverur Aðalsteinn segir leiðarstef sýning- arinnar að finna í texta sem banda- ríska skáldkonan Joan Didion skrifaði um konur og femínisma, um hvað „það er að vera kona, ósættanlegar andstæðurnar sem í því felast – hvernig það er að lifa dýpsta vitund- arlífi sínu líkt og neðansjávar, við dimman nið blóðs, barnsburðar og dauða“. Í textanum deili rithöfund- urinn einnig á bandarískan fem- ínisma, sem hún taldi gera lítið úr girnd, myrku ímyndunarafli og lík- amlega tengdum áhyggjum þrosk- aðra nútímakvenna. Í sýningarskrá segir að listakon- urnar fari „ekki í felur með langanir sínar og ímyndanir. Þær segja frá til- urð kynhvatar og kynþroska, opna meira að segja fyrir eldfima um- ræðuna um kynþokka barna, upp- hefja áður „óumræðanleg“ fyrirbæri á borð við sköp og fýsn kvenna, flétta saman eigin líffræði, táknfræði og sagnfræði … Áhorfandinn fær á til- finninguna að í hispursleysi sínu séu myndlistarkonur komnar lengra í til- finningaþroska en karlkyns starfs- bræður þeirra, sjálfskipaðir umsjón- armenn stórra sanninda.“ Aðalsteinn segir að í ár sé aldar- afmælis kosningaþátttöku kvenna hér á landi minnst á ýmsan hátt, meðal annars með myndlistarsýningum, en hann hefur gengið með hugmyndina að þessari sýningu um skeið og segir nálgunina aðra en í sýningum sem settar hafa verið upp annars staðar af þessu tilefni. „Aðrar sýningar hafa mikið verið um félagslega hlið á myndlist kvenna, þessa útskúfun þeirra, vanþekkingu á verkum þeirra og áhugaleysi karl- manna um þau gildi sem þar birtast; horft hefur verið til stöðu þeirra í samfélagi listanna,“ segir hann. „En ég stíla hér upp á að draga saman verk eftir konur þar sem birtast hug- myndir þeirra um sjálfar sig. Um þær sem kynverur, hvernig þær hugsa um líkama sinn og karlmenn og sín börn. Það er þessi vitund líkamans.“ Verkin á sýningunni eru fjöl- breytileg, málverk og myndbands- verk, sem eiga í samtali í rúmgóðum salarkynnum safnsins. Í sýningarskrá er einnig að finna ritgerð eftir Sigríði Þorgeirsdóttur, prófessor í heimspeki, sem ber heitið „Meiri spennu og minna stríð milli kynjanna“. Þar deilir hún meðal ann- ars á peningahagkerfi nútímans, sem „á upptök sín í hlutgervingu kvenna og meinar þeim á margan hátt að vera þær sjálfar“. „ …við dimman nið blóðs, barnsburðar og dauða“  Verk tólf lista- kvenna í Listasafni Reykjanesbæjar Morgunblaðið/Eggert Málar Hulda Vilhjálmsdóttir á tján- ingarrík málverk á sýningunni. Morgunblaðið/ Einar Falur Ögrandi Róska skoðaði hlutverk kvenna í trúarlegri myndlist. Morgunblaðið/Einar Falur Vatnslitaverk Louise Harris málar stór portrett af konum. Morgunblaðið/Eggert Myndband Verk Doddu Maggýjar er stúdía af aðþrengdri konu. BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 CALVIN HORNTUNGUSÓFI 260X203 kr. 247.600 TILBOÐSVERÐ kr. 209.900 CORE BORÐ 60x60 cm kr. 52.200 / PRALINE PULLA 47X47 cm kr. 23.700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.