Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015
www.danco.is
Heildsöludreifing
Jólakúlur - 8cm - 3stk í boxi Gler-Jólakúlur - 3-tegundir - 10cm
Jólakúla rauð - 150mm
Járnbakki - Hamraður - 46cmGrenikrans m/ljósum 90cm
Decuris teppi - Faux fur - 150cm Decoris púði - Flauel - 2 tegundir
Aluminum hreindýr - 71cm - 61cm - 31cm
Aluminum stjarna - 33cm-23cm
Fyrirtæki - Verslanir
Mikið úrval af gjafa- og jólavöru
Veður víða um heim 17.11., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 1 snjókoma
Akureyri 1 alskýjað
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -1 skýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 6 léttskýjað
Helsinki 3 heiðskírt
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 6 skúrir
London 17 skýjað
París 12 alskýjað
Amsterdam 13 skýjað
Hamborg 11 súld
Berlín 12 skýjað
Vín 16 skýjað
Moskva -2 alskýjað
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 15 skýjað
Aþena 15 heiðskírt
Winnipeg 10 súld
Montreal 3 skýjað
New York 7 heiðskírt
Chicago 11 skúrir
Orlando 24 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
18. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:06 16:21
ÍSAFJÖRÐUR 10:32 16:05
SIGLUFJÖRÐUR 10:16 15:47
DJÚPIVOGUR 9:40 15:45
Kapteinn Píratakvartaði und-
an því á Alþingi á
mánudag að for-
sætisráðherra hefði
ekki notað rétt orð-
færi um hættuna af
völdum hryðju-
verkamanna.
Sigmundur Davíðmun hafa leyft
sér að benda á að
þegar flóttamenn
streyma til Evrópu
„þá segir það sig í
rauninni sjálft að
þar inn á milli getur leynst hættu-
legt fólk. Eins og hefur sést núna.
En menn hafa ekki viljað segja þetta
vegna þess hvernig það kynni að
verða túlkað“.
Og Birgittu fannst þessi orð Sig-mundar Davíðs líka hættuleg:
„Þó að menn bendi á þá augljósu
staðreynd að auðvitað munu svona
glæpasamtök nýta tækifærið þegar
landamæri Evrópu eru opin þá telur
almenningur ekki að með því sé ver-
ið að segja að flóttafólk séu glæpa-
menn.“
Birgitta, sem fer fyrir flokki semsegist vilja hafa allt uppi á
borðum, vill samt ekki leyfa þessa
umræðu. Forsætisráðherra má ekki
vara við því að hryðjuverkamenn
kunni að leynast á meðal flótta-
manna, þó að öryggisþjónustur hafi
varað við því og Ríki íslams hafi hót-
að því, eins og hann benti á í umræð-
unum.
Píratar segjast óttast að umræðanverði vatn á myllu öfgahópa, en
er ekki hættara við að þöggunin
verði það?
Er ekki farsælast í þessu eins ogöðru að ræða hlutina eins og
þeir eru?
Birgitta
Jónsdóttir
Ætti að banna
umræðuna?
STAKSTEINAR
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Frá því að Heilsuverndarstöðin
var byggð og tekin í notkun árið
1950 hefur þetta verið fyrsti stað-
urinn sem jólatré er sett upp á,“
segir Þorsteinn Steingrímsson, eig-
andi Heilsuverndarstöðvarinnar.
„Það koma margir krakkar á lóð-
ina á meðan tréð er en þarna er líka
tilvalið að renna sér á sleða,“ segir
Þorsteinn en hann hefur reynt að
halda þessum sið við.
Jólatréð á
sínum stað
Morgunblaðið/Golli
„Þetta var bara búið, þurfti að fara
að hugsa um sjálfan mig,“ sagði
Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrver-
andi yfirmaður eigin viðskipta Glitn-
is og lykilvitni, sem bar vitni gegn
fyrrverandi yfirmanni sínum, Jó-
hannesi Baldurssyni, í héraðsdómi í
gær þegar aðalmeðferð hélt áfram í
Stím-málinu þar sem ákært er fyrir
umboðssvik. Magnús hefur fengið
friðhelgi frá lögsókn í málinu frá
ríkissaksóknara með því að láta sak-
sóknara fá upplýsingar sem leitt
geta til sakfellingar í málinu.
Magnús keypti skuldabréf sem
gefið var út af Stím fyrir milljarð
króna fyrir GLB FX sjóðinn sem var
í hans stýringu. Jóhannes hefði sagt
að hann ætti að kaupa bréfið af Saga
Capital. Einnig kom fram loforð um
að Saga ætti að fá greitt í viðskipt-
unum. Sagðist hann hafa verið beitt-
ur þrýstingi frá hendi yfirmanns
síns að framkvæma viðskiptin en
honum hefði fundist samningurinn
slæmur.
Reimar Pétursson, verjandi í mál-
inu, spurði Magnús hins vegar ítrek-
að að því hvort félagið Stím hefði
verið notað til að geyma samninga
sem aðrir áttu að hagnast á, eða til
að færa yfir á tap vildarviðskipta-
vina Magnúsar í bankanum. En
samningarnir hefðu allir verið við
eigendur Stíms sem jafnframt voru
allir vinir hans. Magnús hafnaði því.
Vitni samdi um friðhelgi frá lögsókn
Lykilvitni bar vitni gegn Jóhannesi í Stím-málinu Taldi samninginn vera slæman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stím Magnús Pálmi Örnólfsson bar
vitni gegn fyrrum yfirmanni sínum.