Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015
MÁ BJÓÐA ÞÉR
Í SJÓNMÆLINGU?
—
Með öllum gleraugum
fylgir annað par af glerjum
í sama styrk frítt með
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Það virðist orðið ljóst að ekki verður
kosið um stjórnarskrárbreytingar
um leið og forsetakjör fer fram í júní
á næsta ári, en fram til þessa hefur
það verið sá tímarammi sem menn
stefndu að og því nauðsynlegt að
ljúka stjórnarskrárbreytingum í
meðförum þingsins fyrir áramót. Nú
er ljóst að menn eru sprungnir á
tíma hvað það varðar og því er rætt
um að ljúka stjórnarskrárbreyting-
um á þessu þingi og boða svo til
þjóðaratkvæðagreiðslu á árinu 2017.
Óvissa um starfslok nefndar
Enn liggur ekkert fyrir um það
hvenær stjórnarskrárnefnd skilar af
sér skýrslu um breytingar á
stjórnarskránni, né hvort nefndin
kemst að einni sameiginlegri niður-
stöðu í þeim fjórum atriðum sem
hún hefur verið að vinna með.
Atriðin fjögur sem um ræðir eru
þjóðaratkvæðagreiðslur um lög, á
grundvelli undirskrifta, framsal
valdheimilda í þágu alþjóðasam-
vinnu, ákvæði um eignarhald
þjóðarinnar á auðlindum og náttúru-
verndarákvæði.
Samstaða um auðlindaákvæði?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra, sagði í sjónvarps-
fréttum í fyrrakvöld að hann von-
aðist til að samstaða væri komin í
nefndinni um auðlindaákvæðið.
Í óundirbúnum fyrirspurnum á
Alþingi í fyrradag kom fram í máli
forsætisráðherra að hann og Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, vildu funda um
stöðu stjórnarskrármálsins í nefnd-
inni með öðrum flokksformönnum,
áður en nefndin skilaði skýrslu
sinni. Kvaðst forsætisráðherra vona
að hægt væri að halda slíkan fund í
þessari viku.
Ástæður þess að formenn stjórn-
arflokkanna vilja eiga fund með for-
mönnum stjórnarandstöðuflokkanna
mun vera sú að þeir vilji kanna
hvort flokksformönnunum sjálfum
tekst að ná samstöðu um þau atriði
sem nefndin hefur enn ekki komið
sér saman um, auk þess sem þeir
eru sagðir vilja ræða við formenn
stjórnarandstöðuflokkanna um
málsmeðferðina á þingi, þegar
nefndin hefur skilað af sér. Af þess-
um ástæðum hefur stjórnarskrár-
nefnd ekki komið saman til fundar í
tæpar þrjár vikur.
Enn nokkur áherslumunur
Stjórnarskrárnefnd er þverpóli-
tísk nefnd, skipuð fulltrúum allra
flokka á þingi. Formaður nefndar-
innar er Páll Þórhallsson, skrifstofu-
stjóri í forsætisráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa nefndarmenn nálgast
mjög mikið í þeim fjórum atriðum,
sem nefndin hefur unnið með, án
þess að hafa náð fullri samstöðu.
Þannig mun enn vera áherslumunur
milli nefndarmanna um það hversu
langt eigi að teygja sig, þegar kem-
ur að ákvæðinu um framsal vald-
heimilda í þágu alþjóðasamvinnu.
Sömuleiðis eru skoðanir sagðar
skiptar um hvernig eigi að útfæra
ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu,
þegar rætt er um að þjóðin geti kall-
að eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um
lög sem samþykkt hafa verið á Al-
þingi.
Nefndin ekki náð sátt
um valdaframsalið
Menn hafa nálgast hver annan í stjórnarskrárnefnd
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Enn hefur ekki náðst
full sátt í stjórnarskrárnefndinni.
Bændur í Kerlingadal í Mýrdal og
sérþjálfaðir rúningsmenn voru
önnum kafnir við rúning þegar
fréttaritari Morgunblaðsins tók
hús á þeim í vikunni.
Bændur tóku margir upp haust-
rúning á sjöunda áratug síðustu
aldar og þegar komið var fram á
níunda áratuginn hafði haustrún-
ingur færst mjög í vöxt.
„Þannig gátu bændur aukið
verðmæti þessarar vöru því haust-
ullin er að mesu hrein og óþófin,“
segir Eyþór Einarsson,
sauðfjárræktarráðunautur hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
en forsenda haustrúnings er að
bændur hafi góð hús til að hýsa fé
sitt eftir rúning.
Eyþór bendir á að við réttan að-
búnað hafi menn sýnt fram á aukn-
ar afurðir, sér í lagi hjá yngra fé,
því rúningurinn getur stuðlað að
góðri fóðrun að hausti sem á móti
hefur jákvæð áhrif á frjósemina.
„Haustrúningur kallar síðan á að
fé sé rúið aftur seinnipart vetrar,
en þá þarf að taka snoðið,“ segir
Eyþór og heldur áfram: „Ef það er
ekki gert koma skil í ullina og
haustullin á næsta ári verður ónot-
hæf vegna þófaberðis.“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vanar hendur Það eru fleiri en mannfólkið sem fá klippingu á veturna, en
bændur eru nú margir uppteknir við rúning. Við það fæst verðmæt ull.
Sauðfé rúið til að
auka verðmæti ullar