Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Það fer vel á því að hefjalestur glæpasagna úr jóla-bókaflóðinu að þessu sinniá einni af helstu perlum Agöthu Christie, Morðinu í Austur- landahraðlestinni. Ekki aðeins vegna þess að frásögnin hefst í Sýrlandi, sem augu allra bein- ast að um þessar mundir, heldur vegna þess að bókin er um margt merkileg. Glæpasagan fjallar um morð í Austurlandahraðlestinni og lausn gátunnar þar sem lestin situr föst vegna snjóflóðs. Belgíski leyni- lögreglumaðurinn Hercule Poirot er á meðal farþega og hann sýnir úr hverju hann er gerður. Uppbygging sögunnar er um margt einkennandi fyrir bækur Agöthu Christie. Sögusviðið er af- markað og morðinginn er í hópi við- staddra. Hins vegar er erfitt við að eiga því allir í lestinni virðast vera með örugga fjarvistarsönnun. En þá kemur til kasta Belgans snjalla. „Þetta er býsna kyndugur gamanleikur,“ segir Hercule Poirot áður en dregur til tíðinda og það má til sanns vegar færa að grínið er sjaldan víðs fjarri í góðri þýðingu Jakobs F. Ásgeirssonar. Gullkornin í þá veru eru enda mörg. Eitt sinn er vakin athygli á því að helsta söguhetjan einbeiti sér að því að halda endum yfirvaraskeggsins frá súpuskálinni og öðru sinni er þess- um einum fremsta leynilögreglu- manni glæpasagna líkt við kjóla- meistara. Jafnvel apa, í huga viðmælanda. Hann er lítillátur að vanda en samt er allt að smella, að hans mati, þegar sagan er rétt að byrja. Endirinn er samt óvæntur. Agatha Christie er sérfræðingur í viðtalstækni og persónulýsingum og við lesturinn verða persónurnar sérlega eftirminnilegar. „Hún er eins og sauðkind, blessunin. Fyllist kvíða og jarmar,“ er til dæmis óborganleg lýsing á Mary Demben- ham. Bindindiskonan, sem fær sér einn sopa til af koníaki af því það er að læknisráði, er lesandanum líka ljóslifandi. Þetta er önnur útgáfa sögunnar á íslensku. Fram kemur í bókinni að hún hafi fyrst birst sem framhalds- saga í Vikunni 1944 undir heitinu Hver gerði það? og síðan verið gefin út í bók undir heitinu Austurlanda- hraðlestin 1972. Í hvorugt skiptið hafi verið greint frá nafni þýðanda. Þó sagan hafi fyrst komið út á ensku fyrir rúmlega 80 árum stend- ur hún enn vel fyrir sínu. Hún er ekki aðeins skemmtileg og vel skrif- uð heldur líka þörf lesning allra sem unna glæpasögum. Það á jafnt við um höfunda og lesendur. Spennuklassík „Hún er ekki aðeins skemmtileg og vel skrifuð heldur líka þörf lesning allra sem unna glæpasögum. Það á jafnt við um höfunda og les- endur,“ segir gagnrýnandi um sögu Agöthu Christie. Drottning glæpasagnanna sjaldan betri Spennusaga Morðið í Austurlandahraðlestinni bbbbn Eftir Agöthu Christie. Jakob F. Ásgeirsson þýddi. Ugla 2015. Kilja, 232 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Árleg herrafatasýning Herrafata- verzlunar Kormáks & Skjaldar fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Herrafatasýningin er ekki hefðbundin tískusýning heldur koma saman glaumgosar og önnur glæsimenni og sýna það helsta sem verslunin hefur upp á að bjóða, eins og segir í tilkynningu og til skemmtunar verður boðið upp á tónlistaratriði og uppistand ásamt óvæntum uppákomum. Fólk er hvatt til að mæta snemma og verð- ur húsið opnað kl. 20. Glaumgosar og glæsimenni sýna herraföt Morgunblaðið/Golli Golf Herramenn bregða á leik á herrafatasýningunni í Þjóðleikhúskjallaranum í fyrra. Klovn Forever 14 Casper flytur til Los Angeles til að eltast við frekari frægð og frama. Frank er ákveðinn í að vinna vináttu hans á ný og eltir hann til LA. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Smárabíó 20.00 Háskólabíó 20.00, 22.20 Scouts Guide to the Zombie Apocalypse 16 Þrír skátar, á lokakvöldi úti- legunnar, uppgötva gildi sannrar vináttu þegar þeir reyna að bjarga bænum sín- um frá uppvakningafaraldri. IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Pan Munaðarleysingi ferðast til Hvergilands og uppgötvar ör- lög sín, að verða hetjan Pétur Pan. Bönnuð yngri en 7 ára. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Jem and the Holograms Metacritic 44/100 IMDb 3,2/10 Laugarásbíó 17.00 Everest 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Burnt 12 Kokkurinn Adam Jones er einn af villingum Parísar- borgar og skeytir ekki um neitt nema spennuna við að skapa nýjar bragðsprengjur. Metacritic 38/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 20.00, 22.20 Dheepan 12 Fyrrverandi hermaður úr borgarastríðinu á Srí Lanka reynir að finna sér samastað í Frakklandi. Metacritic 78/100 IMDB 7,1/10 Háskólabíó 17.30 Legend 16 Metacritic 59/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 The Martian 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 20.00, 22.50 Black Mass 16 Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sb. Álfabakka 20.00, 22.30 Sicario 16 Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 The Intern Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00 The Walk Metacritic 70/100 IMDB 8,0/10 Smárabíó 23.00 Crimson Peak 16 Metacritic 69/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 22.30 Hanaslagur Tótó er ungur hani á búgarði sem dreymir um að verða stór og sterkur bardagahani. IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 16.50 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 18.00 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Þrestir 12 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.20 Bíó Paradís 18.00 Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum Á stríðsárunum fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. Bíó Paradís 18.00 Glænýja testamentið Myndin er ekki við hæfi yngri en 9 ára. Bíó Paradís 20.00 Macbeth Bíó Paradís 17.45 Valley of Love Isabelle og Gérard hittast á sérkennlegum forsendum í Dauðadal Kaliforníuríkis, en þau hafa ekki séð hvort ann- að í mörg ár. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 20.00 Love 3D Bíó Paradís 22.15 Bönnuð innan 18 ára Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Bíó Paradís 22.00 Fúsi Bíó Paradís 20.00 Pawn Sacrifice 12 Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna James Bond, uppgötvar dulkóðuð skilaboð úr fortíð sinni sem leiða hann á slóð illra samtaka, Spectre. Morgnblaðið bbbbn Metacritic 63/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 17.00, 19.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.30 Sambíóin Keflavík 19.00, 22.10 Smárabíó 17.00, 17.00, 20.00, 22.20, 23.00 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 21.00, 22.40 SPECTRE 12 Vin Diesel fer með hlutverk Kaulder, aldagamals vígamanns sem drap nornadrottninguna á miðöldum. Metacritic 36/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sambíóin Akureyri 22.10 The Last Witch Hunter 12 Opinská mynd um snillinginn Steve Jobs, stofnanda Apple og frum- kvöðul stafrænu byltingarinnar. Metacritic 82/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00, 22.40 Samb. Keflavík 20.00, 22.30 Smárabíó 17.15, 20.00, 22.40 Steve Jobs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.