Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Allir farþegar og áhöfn indónesísku ferjunnar KM Wih- an Sejahtera, 175 manns, sluppu óskaddaðir þegar henni hvolfdi skyndilega á mánudag skammt frá höfn- inni í borginni Surabaya á austurhluta Jövu. Skipið sökk að lokum á grunnsævi og stóð aðeins botninn upp úr sjónum. AFP Giftusamleg björgun í Indónesíu Rússar hafa nú staðfest að sprengja hafi grandað farþegaþotu Metrojet- félagsins yfir Sínaí-skaga. Allir um borð, 224, létu lífið. Yfirmaður ör- yggislögreglunnar, FSB, Alexander V. Bortníkov, sagði í gær að komið hefði verið fyrir um kílógrammi af háþróuðu sprengiefni í þotunni og leifar af því fundist í brakinu. „Við getum sagt með vissu að um hryðjuverk var að ræða,“ sagði Bortníkov. Ekki væri hægt að full- yrða að liðsmenn Ríkis íslams, IS, hefðu verið að verki en samtökin hafa lýst tilræðinu á hendur sér. Rússar hafa heitið 50 milljónum dollara fyrir upplýsingar sem dugi til að finna tilræðismennina. „Við munum finna þá hvar sem þeir halda sig á plánetunni og refsa þeim,“ sagði Vladímír Pútín forseti. „Hern- aði okkar í Sýrlandi verður ekki bara haldið áfram heldur verður hann efldur svo að glæpamennirnir skilji að refsing er óhjákvæmileg.“ kjon@mbl.is Heita öfl- ugri árás- um á IS  Sprengja grandaði þotu Metrojet AFP Hryðjuverk Brak úr þotunni skammt frá Sharm el-Sheikh. Tölvuhakkarar Anonymous sögðu eftir hryðjuverkin í París að þau myndu efna til umfangsmestu að- gerða sinna frá upphafi gegn Ríki íslams, IS. Yfirlýstur aðalandstæð- ingur Anonymous, Íslamski nether- inn [Islamic Cyber Army], sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag og sagði Anonymous vera hóp „algerra bjána“. En jafnframt fengu liðs- menn ítarlegar varúðarleiðbein- ingar: Ekki opna grunsamlega hlekki, muna að breyta heim- ilisföngum, skipta um tölvu- póstföng o.fl. kjon@mbl.is Hakkarahópur IS segir samtökin vera „algera bjána“ ANONYMOUS Eftir morðárás- ina á skrifstofur Charlie Hebdo í janúar bar mikið á því í Frakk- landi að menn segðu að ekki mætti gera alla múslíma ábyrga fyrir glæpum nokkurra manna. Fréttamenn New York Times segja ástandið annað núna. Meira beri á ótta og reiði. Veraldlega sinnaðir Frakkar hafi ávallt verið tvíbentir í afstöðu sinni gagnvart múslímum í landinu en nú virðist hún einkennast meira en áður af tortryggni og jafnvel andúð. Hátt- settir embættismenn tali nú opin- skátt um aukið eftirlit með mosk- um. „Frakkland verður að reka úr landi alla þessa róttæku ímama,“ sagði Manuel Valls forsætisráð- herra á laugardag. kjon@mbl.is Merki um aukna andúð á múslímum Manuel Valls FRAKKLAND Kristján Jónsson kjon@mbl.is Öll 28 ríki Evrópusambandsins hafa samþykkt ósk Frakka um að þeir fái alla þá hjálp sem þau geti veitt í stríð- inu gegn Ríki íslams, IS. Ákvæði um slíka samhjálp vegna vopnaðrar árás- ar eru í 42. grein Lissabonsáttmálans en hefur aldrei verið notað fyrr og fremur óljóst hvernig beri að túlka það. „Ráðist hefur verið á Frakkland og þar með alla Evrópu,“ sagði Fe- derica Mogherini, utanríkistalsmaður ESB. Jean-Yves Le Drian, varnarmála- ráðherra Frakklands, sagði að Frakkar gætu ekki staðið einir í stríð- inu gegn IS. Franski flugherinn hefur ásamt þeim bandaríska gert loftárás- ir á stöðvar samtakanna í Írak frá 2013 og frá því í september í Sýrlandi. Frakkar gerðu á ný loftárásir á stöðv- ar IS í helstu borg þeirra, Raqqa, í Sýrlandi í gærmorgun. Francois Hol- lande Frakklandsforseti hét því á mánudag að aukin áhersla yrði lögð á loftárásirnar, gengið yrði milli bols og höfuðs á IS. Vilja reka fleiri úr landi Hollande hyggst leggja til við franska þingið að neyðarástandslög verði framlengd um þrjá mánuði. Einnig vill forsetinn að stjórnar- skránni verði breytt þannig að hægt verði að reka úr landi dæmda hryðju- verkamenn með tvöfaldan ríkisborg- ararétt. Sem stendur er aðeins hægt að beita slíkum refsingum gegn borg- urum sem ekki eru fæddir í Frakk- landi. Og Hollande vill að hraðað verði aðgerðum til að reka úr landi er- lenda ríkisborgara sem taldir séu ógn við almannaöryggi. Deilt er um það í hve miklum mæli yfirvöld geti notað svonefndar S- skýrslur yfirvalda um mörg þúsund borgara, oftast múslíma, sem hafa einhver eða afar óljós tengsl við hryðjuverkamenn. Sé fólk handtekið á grundvelli slíkra gagna sé verið að ganga á mannréttindi minnihlutahóps múslíma sem upp til hópa séu lög- hlýðnir og friðsamir. Talið var í fyrstu að átta menn hefðu tekið þátt í árásunum í París á föstudag en upptökur eftirlitsmynda- véla benda til þess að þeir hafi verið níu, að sögn BBC í gærkvöldi. Frönsk yfirvöld hafa virkjað 115 þúsund lög- reglumenn, herlögreglumenn og her- menn í kjölfarið á hryðjuverkunum, að sögn stjórnvalda. Rætt er um að á lestarstöðvum verði komið upp eftir- liti eins og á flugvöllum. Vilja aðstoð Evr- ópuríkja gegn IS  Hollande vill aukið svigrúm til að vísa fólki úr landi AFP Leit Lögreglumenn rannsaka bíl í 18. hverfi Parísar í gær. Talið var að bíllinn hefði ef til vill verið notaður í hryðjuverkunum á föstudag. Vill samstarf » Hollande mun í næstu viku fara til Washington og Moskvu. Hann vill samstarf við Banda- ríkjamenn og Rússa gegn IS. » John Kerry, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, spáir „miklum umskiptum“ í við- ræðum um frið í Sýrlandi. Alls hafa nú 25 ríkisstjórar í Banda- ríkjunum af alls 50 lýst yfir andstöðu við áætlun Baracks Obama forseta um að taka við 10.000 flóttamönnum frá Sýrlandi. Allir 25 eru repúblik- anar, þeir segja að öryggi borg- aranna sé ógnað með áætluninni. Þeir benda á að staðfest hefur nú verið í Frakklandi að minnst einn af tilræðismönnunum í París komst til Evrópu frá Sýrlandi á fölsuðu vega- bréfi og þóttist vera flóttamaður. Einn af ríkisstjórum demókrata, Maggie Hassan í New Hampshire, hefur hvatt stjórn Obama til að taka ekki við fleiri Sýrlendingum fyrr en tryggt hafi verið að eftirlit alríkis- lögreglunnar með öllum flóttamönn- um hafi verið gert „eins öflugt og hægt er“. Fleiri demókratar hafa hvatt Obama til að fara sér hægt í málinu. Deilt er hart um innflytjendamál og eftirlit á landamærum í próf- kjörsbaráttunni í Bandaríkjunum vegna forsetakjörs á næsta ári. Demókratar segja að ríkisstjórarnir hafi ekki vald til að stöðva áætlunina og Obama segir að flóttafólkið muni fá hæli á næsta ári. kjon@mbl.is Heimta betra eftirlit með flóttafólki Fyrsta sending af 2016 komin í hús Kletthálsi 15 | S: 577-1717 | stormur.is | stormur@stormur.is Hættumatsnefnd Skagafjarðar Tillaga að hættumati vegna ofanflóða á Sauðárkróki var kynnt á íbúafundi þar síðastliðinn fimmtudag, 12. nóvember 2015, í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000. Tillagan liggur nú frammi til frekari kynningar í Ráðhúsinu að Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki til föstudags 18. desember 2015. Athugasemdir má senda á Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúa, tölvupóstfang jobygg@skagafjordur.is í síðasta lagi 18. desember 2015. Hættumat fyrir Sauðárkrók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.