Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Sumar sögur eru íslenskaðarallt of seint – ef þeim er þásnarað á annað borð – og Efað vetrarnóttu ferðalangur, höfuðverk ítalska rithöfundarins Italo Calvino er svo sannarlega ein af þeim. Bók sem kom fyrst út á ítölsku árið 1979 og barst hratt um heimsbyggðina; sannkallað tísku- verk þess tíma sem yfirleitt er talið eitt af höf- uðverkum póst- módernismans í bókmenntum, sjálfvísandi meta-saga eins og það er kallað í fræðunum, sem hefði svo gjarnan átt að berast hingað með þýðingabylgjunni sem skilaði til að mynda suðurameríska töfraraunsæinu upp að ströndum landsins. En þó seint sé, þá er vissu- lega fagnaðarefni að loksins sé nú hægt að lesa bókina á íslensku í ljómandi þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur úr ítölsku. Í eftirmála segir þýðandinn Calv- ino (1923-1985) hafa verið einn af frumlegustu höfundum síðustu aldar og hafi sérstök frásagnargáfan gert „hann að einum elskaðasta höfundi Ítala fyrr og síðar“. Og víst er þetta frumleg og lífleg frásögn sem les- andinn gleymir sér í, þrátt fyrir að sífellt sé verið að byrja á nýrri sögu. Í upphafi bókar lætur höfundur lesandann vita hvað hann er að fara að gera: „Þú ert að hefja lestur á nýrri bók, Ef að vetrarnóttu ferða- langur eftir Italo Calvino. Slakaðu á. Hreinsaðu hugann, losaðu þig við allar aðrar hugsanir.“ (7) Og þetta er saga um bækur og lestur, sem les- andinn er dreginn inn í af stjórnsöm- um sögumanninum og fyrr en varir hefst titilsagan og þar er allt þoku- kennt í byrjun, það eru „blaðsíð- urnar í bókinni sem eru móðu- kenndar eins og rúðurnar í gamalli lest,“ (16) og lesandinn siglir inn í óræðan söguheim þar sem aftur og aftur er minnt á að verið sé að lesa. En þá kemur fyrsta rofið, frásögnin er stöðvuð og lesandinn ávarpaður af uppivöðlusömum höfundinum sem fer að útskýra eitthvað og pæla og svo kemur í ljós að blaðsíður hafa ruglast, hluti af upplagi bókarinnar er gallaður og þegar á að halda áfram að lesa þá tekur við allt önnur frásögn, sem kemur hinni ekkert við. Og þá hefst ný saga sem lesandinn sekkur inn í, síðu eftir síðu, þar til þú flettir „blaðsíðu í miðri afdrifaríkri setningu og hefur fyrir framan þig tvær auðar blaðsíður.“ (56) Milli sí- fellt nýrra og áhugaverðra upphafs- sagna er lesandinn þannig dreginn áfram í leit að bókum og köflum, í bókasöfn og háskóla þar sem unnið er með gleymd tungumál, í sér- kennileg forlög, á slóð óræðra höf- unda og þýðenda, og í leit að sög- unum sem halda áfram að gufa upp í höndum lesandans í bókinni, og um leið í höndum okkar sem lesum. Þetta er bráðskemmtileg lesning og ólíkar skáldsögurnar sem hefjast hver á fætur annarri eru líka hver annarri áhugaverðari; spennusögur, hátimbruð bókmenntaverk, njósna- sögur og meira að segja japönsk eró- tík. En fyrst og fremst er þetta skáldsaga um lestur og lestrar- nautnina, um þann mikilvæga hæfi- leika manna að geta gleymt sér í uppdiktuðum spuna, í ímynduðum heimum sem hæfileikaríkir höf- undar eins og Calvino skapa fyrir okkur hin. Í samtali tveggja aðalpersónanna er eins og önnur þeirra útskýri fjör- mikið verkið sem við erum þá þegar hálfnuð að lesa og er sífellt að skríða úr höndum okkar: – Skáldsagan sem ég vildi helst lesa núna, útskýrir Ludmilla, ætti að hafa frásagnargleðina eina að vilja- krafti; viljann til að hranna upp sögu eftir sögu án þess að reyna að þröngva upp á þig einhverri sýn á heiminn heldur leyfa þér bara að taka þátt í því þegar hún stækkar, eins og jurt, flækist eins og hún sé úr greinum og laufblöðum … (118) David Mitchell, sem var gestur á Bókmenntahátíð í haust, skrifaði fyrir nokkrum árum athyglisverða grein um bókina í The Guardian og segir hana hafa haft mikil áhrif á sig á mótunarárum sínum. Þessi rýnir tekur undir þá skoðun hans að ekki hafi allt í henni elst vel, hún sé svolít- ið barn síns tíma: „Að endurlesa skáldsögu sem þú dáðir er eins og að koma aftur í borg sem hreif þig: þú gerir það í för með þínu yngra sjálfi. Það er ekki víst að ykkur yngra sjálfinu komi vel saman en fjarvera þess myndi þó lita skoðun þína á verkinu.“ En hann bætir við að þrátt fyrir ákveðnar efasemdir um verkið nú, myndi hann ekki vilja hafa sög- una á neinn hátt öðruvísi. Og undir það má líka taka. Þýðandinn, Brynja Cortes Andr- ésdóttir, hefur gert vel við að snúa sprelllifandi frumtextanum og ef- laust hefur það ekki verið auðvelt. Þá skrifar hún stuttan og upplýsandi eftirmála um höfundinn, sögu verks- ins og þýðinguna. Þessi lesandi hef- ur ekki lesið verkið á ítölsku en velti fyrir sér við samanburðinn við ensku, hvort hefði mátt fá nokkra ólíka þýðendur til að þýða upphafs- kaflana tíu í bókinni, til að skapa enn meiri mun milli raddanna. En það er bara hugmynd, sem sjálfsagt er að týna í anda sögunnar, og þakka fyrir vel unnið verk. Hver sagan á fætur annarri gufar upp Skáldsaga Ef að vetrarnóttu ferðalangur bbbbm Eftir Italo Calvino. Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi og ritaði eftirmála. Ugla, 2015. Kilja, 336 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Italo Calvino „… fyrst og fremst er þetta skáldsaga um lestur og lestrar- nautnina, um þann mikilvæga hæfileika manna að geta gleymt sér í upp- diktuðum spuna, í ímynduðum heimum sem hæfileikaríkir höfundar eins og Calvino skapa fyrir okkur hin.“ Í dag hefjast í New York forsýningar á söngleiknum Lazarus, í „Off Broadway“-leikhúsinu New York Thea- ter Workshop. Formleg frumsýning verður sjöunda desember og hafa aðgöngumiðar verið rifnir út, hraðar en á nokkra aðra sýningu í húsinu til þessa og hafa verðlaunasýningarnar Once og Rent þó verið settar þar upp. Ástæðan er sú að rokkstjarnan David Bowie á stóran þátt í verkinu. Hann hefur samið nokkur ný lög fyrir uppsetninguna, lagað önnur lög að henni og þá er hann höfundur bókarinnar sem hún byggist á, ásamt írska leikskáldinu Enda Walsh. Mun Bowie hugsa sög- una sem einskonar framhald skáldsögu Walters Tevis, The Man Who Fell to Earth, sem samnefnd kvikmynd Nicolas Roeg byggist á en í henni leikur Bowie geim- veruna Thomas Newton. Lítið hefur lekið út í fjölmiðla um verkið, sem belgíski leikstjórinn Ivo van Hove leik- stýrir. Í samtali við The New York Times segir hann lög Bowie blöndu af „rómantík og kitlandi ofbeldi“. Bowie einn höfunda söngleiks sem sýndur er í New York Höfundurinn David Bowie í senu í The Man Who Fell to Earth. Í söngleiknum er sögð saga persónunnar sem hann lék. Öldin okkar –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00 Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 11/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 20/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Sókrates (Litla sviðið) Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Lau 28/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00 Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Mið 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Fim 10/12 kl. 20:00 Fim 19/11 kl. 20:00 15.k Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Fim 3/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Sun 6/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Mávurinn (Stóra sviðið) Fim 19/11 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00 Fim 26/11 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00 Takmarkaður sýningartími Hystory (Litla sviðið) Þri 24/11 kl. 20:00 allra síðasta sýn. Allra allra síðasta sýning Og himinninn kristallast (Stóra sviðið) Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00 Inniflugeldasýning frá Dansflokknum 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. Heimkoman (Stóra sviðið) Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 13.sýn Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters. Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00 Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 19:30 Frumsýning Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar (90)210 Garðabær (Kassinn) Lau 21/11 kl. 19:30 aukasýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn DAVID FARR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.