Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Fylgstu með á Facebook Óvæntur glaðningur í kaupbæti 20% afsláttur af öllum vörum í dag Frú Sigurlaug Mjódd s. 774-7377 5 ára afmælis- tilboð Fylgstu með á Facebook Óvæntur glaðningur í kaupbæti 20% afsláttur af öllum vörum í dag Frú Sigurlaug Mjódd s. 774-7377 5 ára afmælis- tilboð Smáauglýsingar Elsku Valdís mín. Ég trúi varla enn að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Ég var engan veginn tilbú- in til að kveðja þig strax. Þegar við kvöddumst í fyrrasumar ætl- uðum við að hittast aftur í des- ember og var ég farin að telja niður dagana þangað til þú kæm- ir heim. Því miður varð ekkert úr þeirri ferð þinni. Ég bjóst samt aldrei við að þú yrðir svona veik. Það var því mikið áfall þeg- ar ég fékk símtalið um miðjan janúar um að þú værir komin á Valdís Arna Arnórsdóttir ✝ Valdís ArnaArnórsdóttir fæddist 13. nóv- ember 1973. Hún lést 22. janúar 2015. Útför Valdís- ar Örnu var gerð 6. febrúar 2015. sjúkrahús, mjög veik. Það gat ekki verið, ekki Valdísin mín! Sem hafði bar- ist svo hetjulega og verið svo jákvæð og sterk í þessum veik- indum. Þegar þú sagðir mér fyrst frá veik- indum þínum fannst mér allt verða svart, ég trúði þessu ekki, þú sem varst alltaf svo heilbrigð, hugsaðir endalaust um hvað þú borðaðir og lifðir ótrúlega heilsusamlegu lífi. Af hverju þú? En svo varð ég ákveðin í að þú myndir sigra krabbann. Einu og hálfu ári síð- ar féll heimurinn aftur en ég hélt þó áfram að trúa því að þú myndir sigra, svo mikil baráttu- manneskja varstu. Þú ætlaðir að sigra þennan óvin og þegar þú ætlaðir þér eitthvað þá gerðirðu það! Rúmlega fjórum árum síðar gafst þú, hetjan mín, upp. Aðeins 20 dögum eftir að ég fékk ynd- islegu litlu Valdísina mína í fang- ið sem hefur hjálpað mér svo mikið í þessari miklu sorg. Ég veit það núna að þú áttir ein- hvern þátt í að hún kæmi í líf okkar því við ætluðum ekkert að eignast fleiri börn. Hún er því barnið okkar, þitt, mitt og Adda og ég mun sjá til þess að hún fái að kynnast þér þrátt fyrir að hafa aldrei náð að hitta þig. Við kynntumst fyrir 29 árum, 13 ára gamlar og vorum nær óaðskiljanlegar á tímabili. Svo hófst ameríski draumurinn hjá þér með öllum sínum ævintýrum en alltaf hélst vinskapurinn og alltaf var eins og við hefðum hist í gær þegar við hittumst eftir langa fjarveru. Við vorum dug- legar að skrifast á til að byrja með en svo kom internetið inn í líf okkar sem gerði hlutina enn auðveldari. Ég heimsótti þig tvisvar til New York og sé eftir því að hafa ekki farið oftar. En það þýðir lítið að lifa í eftirsjá og ætla ég mér því frekar að læra eitthvað af þessu og grípa tæki- færin þegar þau gefast, láta drauma mína rætast, eins og þú gerðir. Þú varst alltaf svo dugleg að koma til okkar til Dalvíkur síðustu árin og við áttum svo yndislegar stundir. Krakkarnir elskuðu Valdísi „frænku“ og voru svo hænd að þér. Ég heyri enn kímnislegan hlátur þinn þegar þú slóst á létta strengi við Adda og krakkana. Þú verður alltaf hetjan mín, fyrirmyndin mín, fallega, yndislega, góðhjart- aða, trausta og sterka, besta vin- kona mín. Hverjum á ég nú að treysta fyrir öllu því sem ég þarf að deila með þér? Við hvern á ég nú að ráðfæra mig þegar ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í hinum ýmsu málum? Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki til þín, oftast þó með bros á vör en alltaf með miklum söknuði. Líf mitt verður aldrei samt án þín en ég veit að þú ert og verð- ur alltaf með okkur. Elsku Valdís mín, ég sakna þín óendanlega mikið en við hitt- umst á ný í Sumarlandinu. Þín María. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU VALGEIRSDÓTTUR, sem jarðsungin var frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. nóvember. Sérstakar þakkir fær starfsfólk aðhlynningar og starfsfólk líknardeildar í Kópavogi fyrir frábæra umönnun, vinsemd og hlýju. . Svavar Ellertsson, Gunnur Baldursdóttir, Valgeir Ellertsson, Sigríður Ellertsdóttir, Rúnar Gíslason, Hansína Ellertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GEIRÞRÚÐAR STEFÁNSDÓTTUR. . Guðni Garðarsson, Birgir Aðalsteinsson, Birna Aspar, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Guðbr. Sævar Karlsson, Stefán Aðalsteinsson, Sigríður S. Helgadóttir og fjölskyldur. ✝ Ólafur AndersKjartansson fæddist í Pálmholti í Arnarneshreppi 2. ágúst 1931. Hann lést á dvalarheim- ilinu Grenilundi á Grenivík 30. októ- ber 2015. Foreldrar hans voru hjónin Kjart- an Ólafsson, f. á Syðri Bakka í Arn- arneshreppi 29. desember 1893, og Þuríður Jónsdóttir, f. á Hálsi í Svarfaðardal 12. ágúst 1907. Systk- ini Ólafs eru Jón Kjartansson kennd- ur við Pálmholt, f. 25. maí 1930, d. 13. desember 2004, El- ín Guðrún Kjart- ansdóttir, f. 13. september 1934, og Guðrún Þóra Kjart- ansdóttir, f. 4. októ- ber 1937. Útför Ólafs fór fram 14. nóv- ember 2015. Frændi okkar Ólafur, sem alltaf var kallaður Óli, ólst upp í Pálmholti og stundaði barna- skólanám á Reistará, þar sem nú er Freyjulundur, frá níu ára aldri fram að fermingu. Skóla- göngunni var þannig háttað að nemendur fóru í skólann annan hvorn dag, yngri deild annan daginn og eldri deildin hinn. Óli hafði gaman af náminu og sóttist það vel. Eftir fermingu vann Óli við búskap hjá foreldrum sínum auk þess sem hann vann tíma- bundna vinnu á öðrum bæjum í sveitinni, bæði við bústörf og byggingarvinnu. Óli stundaði nám við Lauga- skóla í Reykjadal veturinn 1950- 1951, þá tvítugur að aldri, en ekki varð af frekara námi. Að því búnu fór Óli aftur í Pálmholt og stundaði þar bústörf með for- eldrum sínum. Árið 1974 var kúabúskap hætt í Pálmholti og fór Óli þá að vinna í fiskvinnslu á Hjalteyri auk þess að sinna fjárbúskap í Pálmholti. Á Hjalt- eyri starfaði hann fram undir síð- ustu aldamót. Óli vann einnig í sláturhúsinu á Akureyri á haust- in og eins vann hann við að taka grafir í kirkjugarðinum á Möðru- völlum til fjölmargra ára. Upp úr aldamótunum kaupir Óli sér íbúð á Akureyri og flytur frá Pálmholti. Þar býr hann til ársins 2012 þegar hann flytur í dvalarheimilið Grenilund á Grenivík þar sem hann bjó síð- ustu æviárin. Óli hafði mikinn áhuga á bú- skap og lagði metnað sinn í fjár- rækt meðan hann sinnti bústörf- um. Óli var ókvæntur og barnlaus en tók mikinn þátt í uppeldi margra okkar systkinabarnanna sem áttu sitt örugga athvarf í Pálmholti sumar eftir sumar frá unga aldri. Hann var natinn við börnin og hafði gaman af sam- vistunum og kenndi þeim margt gagnlegt og gott enda eiga þau öll dýrmætar minningar um sinn góða frænda og árin í Pálmholti. Óli var ákaflega hógvær mað- ur og tranaði sér lítið fram. Hann hafði gaman af samræðum við annað fólk og kom oft auga á spaugilegar hliðar tilverunnar og gat verið skemmtilega hnyttinn í tilsvörum. Óli var bæði nægju- samur og nýtinn og hefur eflaust skilið eftir sig færri vistspor hér á jörðu en margur annar og því mikil fyrirmynd í þeim efnum. Hann var náttúruunnandi og las mikið alla tíð og var einstaklega fróður um landið og sveitir þess. Hann hafði líka mikinn áhuga á skák og tefldi mikið við sveit- unga sína og aðra áhugamenn um skák. Hann tók líka virkan þátt í Ungmennafélagi Möðru- vallasóknar á sínum tíma. Óli hafði mjög gaman af öllum ferða- lögum og fór ófáar ferðirnar um landið og hafði af því ómælda ánægju. Óli átti ýmsa bíla gegn- um tíðina sem hann ferðaðist á, t.d. Skoda og Lödu Sport. Seinni árin fór Óli í þónokkrar ferðir með verkalýðsfélaginu Einingu Iðju og hafði af því mikla ánægju. Á Grenilundi á Grenivík var afskaplega vel hugsað um Óla þar sem hann bjó síðustu æviárin eftir að heilsan var farin að gefa sig. Starfsfólk Grenilundar fær innilegar þakkir fyrir natni og góðvild í garð Óla. Við kveðjum Óla frænda með kærri þökk fyrir allt sem hann var okkur. Blessuð sé minning hans. Systkinabörnin, Lilja, Gunnþór, Sveinn, Eygló, Hugrún, Elsa, Hákon, Kjartan, Hilmar, Laufey, Anna og Anders. Ólafur Anders Kjartansson Kæra frænka. Það var nú oft glatt á hjalla í hinu hús- inu í Grímsánni þegar við systur vorum litlar. Þar var flottur hóp- ur af frændsystkinum og alltaf nóg um að vera. Þú heillaðir mann fljótt með söng og gítar- og orgelspili því það lék bókstaflega allt í höndunum á þér og á ég hluti sem bera þess vitni sem eru mér kærir. Það var alltaf gott og gaman Valborg Björgvinsdóttir ✝ Valborg Björg-vinsdóttir fæddist 14. sept- ember 1947. Hún lést 31. október 2015. Útför Valborgar fór fram 9. nóv- ember 2015. að heyra í þér, frænka, og þú hringdir í mig á sín- um tíma fyrir og eftir hjartaað- gerðina mína og við höfðum um svo margt að spjalla og pæla í. Það voru skemmtileg og löng símtöl eins og gjarnan hafa verið í kvenlegg þessarar ættar. Við hittumst síðast í sumar og fékk ég gott og heitt faðmlag og grunaði mig ekki að það yrði í síðasta sinn sem ég hitti þig, þú brostir þínu blíðasta yfir verð- andi langömmutitli. Hvíl í friði frænka, Ingibjörg Snorradóttir (Inga). Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.