Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Alltaf eitthvað nýtt! Hágæða öflugar 12V loftdælur frá ViAir í Californíu fyrir jeppann, trukkinn og traktorinn á frábæru verði. Amerísk hönnun ViAir 70P ViAir 85P ViAir 88P ViAir 450P Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, mun á morgun, fimmtudag, halda hádeg- isfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns- ins klukkan 12- 13. Sendiherrann mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi örygg- ismála á Norður- Atlantshafi. Fundurinn er öllum opinn og eru gestir hvattir til að koma tím- anlega. Robert C. Barber hefur verið sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi frá því í janúar á þessu ári. Áður var hann einn eigenda lögfræði- skrifstofunnar Looney & Gross- mann LLP í Boston. Sendiherra flytur fyrirlestur Robert C. Barber Fatlaðar konur í Tabú og Kvenna- hreyfingu Öryrkjabandalags Ís- lands afhentu í gær Eygló Harð- ardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra, kröfuskjal um aðgerðir til að vinna gegn ofbeldi í garð fatlaðs fólks. Færðu þær ráð- herranum jafnframt skömm í hatt- inn á táknrænan hátt. Ráðherra nýtti tækifærið og afhenti þeim upplýsingar um aðgerðir ráðuneyt- isins til að sporna við ofbeldi. Rauði þráðurinn í kröfugerð hópsins er að vinna þurfi gegn að- greiningu í samfélaginu og að of- beldi þrífist við þær aðstæður. Í kröfuskjali er kallað eftir úttekt á öllum sumardvölum fyrir fatlað fólk fyrir vormánuði, börn og full- orðna, og að sú vinna verði meðal annars unnin af fötluðu fólki. Kvennahreyfingin fylkti einnig liði og mótmælti við Hörpuna í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Kvennahreyfing Öryrkjabanda- lagsins mótmælti ofbeldinu við Hörpu. Fatlaðar konur berjast gegn ofbeldi STUTT Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands stendur í dag fyrir fundi um samskipti Vesturlanda og Rúss- lands. Þar flytur Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræði- deildar háskólans í Cork á Írlandi, erindi. Fundurinn verður í Nor- ræna húsinu frá klukkan 12-13. Fundur um Vestur- lönd og Rússland Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Flughermir Icelandair er nýttur til hins ýtrasta nær allan sólarhring- inn. Talsmenn fyrirtækisins segja hann hafa bætt þjálfunina, sem hafi þó verið góð fyrir, og þannig aukið öryggi í flugi enn frekar. Þegar hef- ur verið rætt um að bæta við flug- hermum sem fyrst. Þar til í byrjun líðandi árs fór þjálfun nýrra flugmanna hjá Ice- landair og reglubundin þjálfun starfandi flugmanna fram erlendis, síðustu árin í Kaupmannahöfn og London, en með tilkomu flugherm- isins í Hafnarfirði er ætlað að að- eins um 10-15% þjálfunarinnar verði ytra á næsta ári. „Við höfum alltaf haft ljómandi aðstöðu en það hefur lengi verið draumur okkar að fá eigin þjálf- unaraðstöðu með alvörutækjum og hún hefur staðið undir öllum vænt- ingum,“ segir Þ. Haukur Reynisson, yfirflugstjóri Icelandair. Sami stjórnklefinn Flughermirinn er af gerðinni B757 Level D og er rekinn í sam- starfi við flughermisframleiðandann Tru Simulation + Training í Tampa á Flórída í sérstöku félagi, Tru Flight Training Iceland, þar sem Icelandair á meirihluta. Hann er ná- kvæm eftirlíking af stjórnklefa Boeing 757 flugvélar eins og Ice- landair notar í flugrekstri sínum. Hann situr á rafdrifnum tjökkum og hægt er að skapa umhverfi eins og það gerist í raunverulegu flugi. Skipta má um veður með einni skip- un á tölvu í stjórnklefanum og kalla fram bilanir með sama hætti. Þann- ig eru flugmenn þjálfaðir í að bregð- ast við öllum mögulegum að- stæðum. Í herminum eru fullkomnir myndvarpar sem geta sýnt flugvelli úti um allan heim og nákvæma eft- irlíkingu af öllu umhverfi á 22 flug- völlum, en útsýni úr herminum er áfram og til hliðanna, eins og í vél- unum. Flugtak, flug og lending er Betri þjálfun og aukið öryggi  Flughermir Icelandair í Hafnarfirði í notkun nær allan sólarhringinn  Nákvæm eftirlíking Þoka Lágmarksskyggni þarf í flugtaki og lendingu. Flugtak og lending Flugmenn eru þjálfaðir í misjöfnu veðri. Morgunblaðið/RAX Stjórnklefinn Karl Þórisson tæknistjóri, Steinar Steinarsson þjálfunarflugstjóri og Guðmundur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.