Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Birkir Fanndal Mývatnssveit Það var guðsþjónusta í Reykjahlíð- arkirkju á sunnudaginn. Áður en at- höfnin hófst var Álfdís Sigurgeirs- dóttir, Dísa, búin að ræsta og taka til í kirkjunni, draga fána að húni og kveikja á kertum á altarinu svo sem hún hefur gert fyrir allar athafnir í kirkjunni síðan 1993 eða í 22 ár en þá tók hún að sér að sjá um kirkjuna, komin á eftirlaunaaldur. Þannig var allt ofur venjulegt við aðdraganda þessarar kirkjuathafnar nema eitt, sem sé það að það var 90 ára afmælisdagur Dísu. Hún hafði ætlað sér að vera að heiman á afmælinu sínu en af því að messudagur var löngu ákveðinn og kórinn kominn með nýjan stjórn- anda, organistann Jörg Sonder- mann, kom ekki annað til greina af hennar hálfu en að standa sína plikt. Hún vissi samt ekki fyrr en í lok messunnar að söfnuðurinn vildi láta hana finna ofurlítinn þakklætisvott og hafði af því tilefni verið undirbúin afmælisveisla í fordyri kirkjunnar Dísu til heiðurs, strax að lokinni messu. Sóknarpresturinn Örnólfur J Ólafsson og formaður kirkjukórs Mývatnsþinga, Ásdís Illugadóttir, ávörpuðu afmælisbarnið og þökkuðu hennar einstaka framlag við kirkj- una. Við Reykjahlíðarkirkju er auk hefðbundins safnaðarstarfs mjög öflugt tónleikahald og fjölmargir listamenn sem njóta þá fyrirgreiðslu og leiðsagnar Dísu. Hjálpsemi henn- ar er viðbrugðið og þrekið er ein- stakt. Álfdís Sigurgeirsdóttir fæddist á Skinnastað í Öxarfirði, dóttir hjónanna Sigurgeirs Þorsteinssonar og Aðalbjargar Stefánsdóttur. Hún fór barnung í Syðri-Neslönd í Mý- vatnssveit á heimili föðurbróður síns, þar sem hún átti heimili í yfir 40 ár. Dísa byggði sér einbýlishús í Reykjahlíð 1971 og hefur átt þar heimili síðan. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Ljós Álfdís Sigurgeirsdóttir tendrar ljósin á altari Reykjahlíðarkirkju. Óvænt afmælis- veisla í kirkjunni  Hefur séð um Reykjahlíðarkirkju í 22 ár Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag manni fullar miskabætur, eða um 840 þúsund krónur, sem slasaðist þegar hann gekk úr sam- kvæmi í heimahúsi í Reykjavík í nóvember fyrir tveimur árum. Maðurinn var með frítímaslysa- tryggingu en vátryggingafélagið Sjóvá neitaði að greiða honum bæt- ur sökum þess að hann var ölvaður þegar slysið átti sér stað. Málsatvik voru þau að maðurinn stóð í innkeyrslu og var að skima eftir leigubíl sem ekki sást nægilega vel þar sem hann var í hvarfi. Mað- urinn rak sig í kant sem liggur á milli tveggja innkeyrslna og féll fram fyrir sig inn á samliggjandi innkeyrslu sem lá um einum metra neðar en innkeyrslan sem hann stóð í. Segir í dómsskjölum að fallið hafi verið ½ -1 metri og að maðurinn hafi brotið hálshrygg. Var læknisfræði- leg örorka mannsins metin 15%. Þá segir að talsvert magn áfengis hafi mælst í blóði hans. Sjóvá hafn- aði bótaskyldu í málinu þar sem fyrirtækið taldi að ölvun mannsins hefði verið höfuðorsök fallsins. Áður en málið kom til kasta hér- aðsdóms hafði úrskurður Úrskurð- arnefndar vátryggingamála fallið manninum í hag en Sjóvá hafnaði niðurstöðunni. Héraðsdómur dæmdi hins vegar manninum í hag, m.a. með þeim rökum að aðstæður á slys- stað hefðu verið varasamar auk þess sem skuggsýnt var vegna þess að atvikið átti sér stað á miðnætti í nóvember og ekki þótti sýnt fram á að ölvun hefði orsakað óhappið. Axel Axelsson, lögmaður manns- ins, telur að dómurinn hafi for- dæmisgildi. „Það er allt of algengt að vátryggingafélög felli niður eða takmarki bætur einungis með vísan til ölvunar vátryggðs án þess að sýnt sé fram á orsakatengslin þar á milli. Þar af leiðandi hvet ég alla þá sem verða fyrir því að vátrygginga- félag hafni fullri bótaskyldu vegna ölvunar viðkomandi, að leita til lög- manns og kanna rétt sinn,“ segir Axel. Fullur maður fékk fullar miskabætur  Féll í samliggjandi innkeyrslu  Ölvun ekki höfuðorsök Fall Maðurinn féll um kant niður á nærliggjandi bílskúrsinnkeyrslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.