Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur nú út fjórtán verk á sínu fimm- tánda starfsári. Að sögn Bjarna Harðarsonar útgefanda er eitt viða- mesta verkefni ársins útgáfa á verð- launabók dansk-norska höfundarins Kims Leine, Spámennirnir í Botn- leysufirði, sem fjallar um danska ný- lenduveldið í Grænlandi. Leine hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir bókina 2013. Jón Hallur Stefánsson þýðir söguna. Önnur þýðing er franska 19. aldar verkið Le droit à la paresse eftir sósíalistann Paul Lafargue. Í þýð- ingu Guðmundar J. Guðmundssonar heitir ritið Rétturinn til letinnar. Í þessu 130 ára gamla verki deilir höf- undurinn á langan vinnudag og al- menna dýrkun á vinnunni. Vinur Landeyings er þýðing Ragnars Böðvarssonar (1935-2014) á ævintýralegri sögu innflytjenda til Ástralíu seint á 19. öld. Erindi þess- arar sögu við Íslendinga er ekki síst að hér segir frá örlögum eina Íslend- ingsins sem vitað er að flutt hafi til Ástralíu þegar allt að fimmtungur þjóðarinnar fór til Ameríku. Af útgáfum eldri bóka má nefna að Sæmundur gaf nýverið út Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamb- an, frásögn höfundarins af einni frægustu ástarsögu þjóðarinnar. Neðanmáls fylgja orðskýringar sem gera útgáfuna hentuga fyrir alla. Tvær nýjar íslenskar skáldsögur koma nú út hjá Sæmundi. Í Leiðin út í heim eftir Hermann Stefánsson bregður höfundur á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum. Velt er upp tilvistarlegum spurningum og kafað í merkingu þess að vera einn. Líkvaka heitir skáldsaga Guð- mundar S. Brynjólfssonar. Þar segir frá manni sem ímyndar sér að hann sé djöfullinn endurborinn með sama hætti og mannsonurinn var guð end- urborinn. Sagan er í senn þjóð- félagsádeila og guðfræðileg pæling. Landamæri nefnist ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen. Er þar á ferðinni úrval af óprentuðum síðari ára ljóðum Matthíasar, sem hefur í áratugi verið í fremstu röð íslenskra ljóðskálda. Ástráður Eysteinsson annast útgáfuna og ritar eftirmála. Fardagar eftir Ara Trausta Guð- mundsson er sjöunda ljóðabók höf- undar og er í henni farin hringferð um landið. Þá gefur Sæmundur út bókina Ljóð og líf Helgu á Grjótá, heild- arsafn ljóða eftir íslenska alþýðu- konu sem var sveitarskáld Fljóts- hlíðinga á fyrri hluta 20. aldar. Bókin Fjörutíu ný og gömul ráð við hversdagslegum uppákomum eftir Óskar Árna Óskarsson ljóð- skáld er á mörkum ljóðabóka og ým- issa annarra bókmenntagreina. Höf- undur leiðir hér lesendur sína um ýmsa kima hversdagslífsins. Loftklukkan er nafn á bernsku- og ættarminningum Páls Benedikts- sonar fréttamanns. Þetta er Reykja- víkursaga en hér segir Páll líka af ævintýralegu lífshlaupi afa síns. Sigurgeir skar’ann – sjálfs- ævisaga Sigurgeirs Kjartanssonar skurðlæknis er frásögn af lífshlaupi sveitadrengs úr Mýrdalnum sem verður einn færasti skurðlæknir landsins og Ofríki er heimildasaga eftir Jón Hjartarson, fv. fræðslu- stjóra. Hér segir frá uppreisn bónda gegn yfirvöldum þegar konu hans er neitað um að leita sér lækninga vegna geðveiki. Þá kemur út Ævintýragarðurinn, barnabók eftir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur þar sem íslenskur nú- tími mætir sagnaheimi ævintýra. Fjölbreytileg útgáfa Sæmundar í ár  Gefur út verðlaunabók Kims Leine  Ljóðabækur eftir Matthías Johannessen, Ara Trausta Guð- mundsson og Helgu á Grjótá  Skáldsögur eftir Guðmund S. Brynjólfsson og Hermann Stefánsson Guðmundur S. Brynjólfsson Jóna Guðbjörg Torfadóttir Páll Benediktsson Helga Pálsdóttir frá Grjótá Kim Leine Matthías Johannessen Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Lúðrar hljóma skært“ er yfirskrift tónleika í hádegistónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu sem haldnir verða í Salnum í dag og hefjast kl. 12.15. Þar kemur fram brass- kvintettinn Hexagon sem skipaður er þeim Einari Jónssyni á básúnu, Emil Steindóri Friðfinnssyni á horn, Jóhanni Ingva Stefánssyni á trompet, Vilhjálmi Inga Sigurð- arsyni á tompet og Nimrod Ron á túbu, en á tónleikum dagsins hleyp- ur Carl Roine Hultgren í skarðið fyrir Ron sem staddur er á Austur- landi ásamt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands við tónleikahald. „Samstarf okkar hófst fyrir um tveimur árum og við höfum spilað endrum og eins víðs vegar um land- ið, en langar núna til að setja meiri kraft í spilamennskuna. Enda er þetta einvala hópur sem vinnur mjög vel saman,“ segir Einar og rifjar upp að samstarfið eigi rætur að rekja til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. „Við vorum allir í brassdeildinni þar á sínum tíma og þannig völdumst við saman fyrst,“ segir Einar og tekur fram að tengslin milli liðsmanna liggi víðar. „Sem dæmi má nefna að þegar yngsti maðurinn í bandinu var að sækja um í blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík var ég í inntökudómnefndinni,“ segir Ein- ar og bendir á að yngsti liðsmað- urinn sé 35 ára og sá elsti um sex- tugt. Aðgengileg tónlist Aðspurður um efnisskrána segir Einar hana sérstaklega setta saman til að gefa víða sýn á málmblásturs- hljóðfærin. „Þetta er aðgengileg tónlist frá öllum tímum. Við byrjum á að spila endurreisnartónlist og förum svo yfir í impressjónisma og allt upp í kvikmyndatónlist,“ segir Einar, en meðal laga sem munu hljóma eru „Stúlkan með hörgula hárið“eftir Debussy, „With a little help from my friends“ eftir Lennon og McCartney, þema úr Superman eftir John Williams, „España“ eftir Emmanuel Chabrier auk verka eftir John Cheetham, Ludwig Maurer og Giovanni Gabrieli. „Það er bara eitt verk á efnisskránni sem er samið fyrir brasskvintett, en það er „Scherzo“ eftir Cheetham sem er ákaflega glettið og skemmtilegt stykki. Allt hitt eru útsetningar, því brasshljóðfærin í núverandi mynd voru ekki til þegar elstu verkin á efnisskránni voru skrifuð,“ segir Einar og bendir á hversu hátíðlegt og skemmtilegt sé að hlusta á málmblásturstónlist. „Ekki síst í að- draganda jóla. Þá er viðeigandi að hlusta á hinn skæra, bjarta og glitr- andi brasshljóm hljóðfæranna til að koma sér í hátíðarskap.“ Skemmtilega svalt hljóðfæri Aðspurður segist Einar hafa kynnst heimi málmblásturshljóð- færanna þegar hann gekk til liðs við skólahljómsveit aðeins 11 ára gam- all, en í dag starfar hann sem stjórnandi Skólahljómsveitar Graf- arvogs þar sem hann stjórnar 110 hljóðfæraleikurum frá níu ára og upp úr í þremur hópum auk þess að kenna básúnuleik og hljómsveit- arstjórnun við kennaradeild FÍH. „Mamma var tónmenntakennari og sendi mig í skólahljómsveitina þar sem beið mín túba sem ég spilaði á næstu þrjú árin. Það var yndislegt að spila á túbu, en hins vegar heill- aðist ég svo mikið af básúnunni að ég fékk að skipta og hef haldið mig við það hljóðfæri síðan,“ segir Einar og rifjar upp að eldri fyrirmynd í skólahljómsveitinni hafi orðið sér hvatning að því að skipta yfir á bás- únuna. „Fyrirmyndin var Pétur Ei- ríksson, sem í dag er atvinnutónlist- armaður á Spáni. Það er ekki nema von að hann hafi heillað mig sem barn. Auk þess er eitthvað skemmtilega svalt og sjúskað við básúnuna þar sem hún getur rennt sér milli tónanna og líkist þannig að miklu leyti mannsröddinni,“ segir Einar og tekur fram að hljóðfærið hafi heillað hann svo mjög að það hafi aldrei komið neitt annað til greina en að verða tónlistarmaður. Gaman að gleðja aðra Spurður hvort sér finnist mikil- vægt sem tónlistarkennari að koma sjálfur reglulega fram sem hljóð- færaleikari svarar Einar því ját- andi. „Ég held að það sé mikilvægt sem kennari og uppalandi á krökk- um að vera sjálfur aktívur tónlist- armaður og þannig góð fyrirmynd. Nemendum á ekki að líða þannig að þeir verði að koma fram af því að tónlistarkennari segi þeim að þeir hafi gott af því heldur vegna þess að það sé skemmtilegt. Það er mik- ilvægt fyrir kennara og stjórnendur að sýna að tónleikahald veiti manni ánægju og að maður geti glatt aðra í leiðinni, því það er tilgangurinn með þessu öllu. Tónlistaruppeldi gengur að stórum hluta út á þetta,“ segir Einar og tekur fram að hann sé sannfærður um að nemendur hans muni leggja leið sína í Salinn í hádeginu til að hlusta. Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 12.15, en þeir eru hálftíma langir. Morgunblaðið/Golli Hexagon Brasskvintettinn kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í dag. Glitrandi hljómur  Brasskvintettinn Hexagon leikur á hádegistónleikum í Salnum í dag  Aðgengileg tónlist frá öllum tímum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveit bassaleikarans Leifs Gunnarssonar heldur tónleika á veg- um Jazzklúbbsins Múlans á Björtu- loftum í Hörpu í kvöld kl. 21 og mun hún flytja lög af fyrstu plötu Leifs sem kom út fyrir skömmu og nefnist Húsið sefur. Á henni má finna lög sem Leifur samdi við gömul og þekkt íslensk ljóð, m.a. „Sólskríkj- una“ eftir Þorstein Erlingsson og er tónlistinni lýst í tilkynningu sem lýr- ískum og melankólískum þjóðlaga- djassi. Tónlistin skjalfest Leifur gaf einnig út bók sam- nefnda plötunni sem inniheldur tón- list og útsetningar af öllum verkum plötunnar. „Þetta er náttúrlega út- gáfufögnuður fyrir þessa bók, „út- gáfukonsert volume 2“,“ segir Leif- ur um tónleikana í kvöld. „Við flytjum plötuna í heild sinni fyrir þá hljómsveitarskipan sem er á plöt- unni. Þetta er í fyrsta sinn sem tekst að ná allri hljómsveitinni saman, það tókst ekki á útgáfutónleikunum,“ segir Leifur en auk hans skipa sveit- ina söngkonan Ingrid Örk Kjartans- dóttir sem jafnframt er eiginkona hans, Kjartan Valdemarsson á pí- anó, Matthías Hemstock trommu- leikari, Haukur Gröndal á saxófón og klarínett og Snorri Sigurðarson á trompet og flygilhorn. „Ég veit ekki alveg hvernig mér datt þetta í hug. Ég er náttúrlega að skjalfesta tónlistina og þessi bók mun örugglega ekkert seljast í bíl- förmum en kannski eru einhverjir safnarar sem hafa áhuga á þessu,“ svarar Leifur þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að gefa bók út samhliða plötunni. „Þetta er bara svo verðmætt í fram- tíðinni, að hafa þetta svona skjal- fest,“ bætir hann við og bendir á að sala á hljómdiskum minnki með hverju ári. Í þremur tóntegundum Leifur segir bókina setta þannig upp að öll lögin séu í þremur tónteg- undum fyrir algengustu hljóðfæri; es-, bes- og C-hljóðfæri, líkt og kennslubók, þótt hún sé ekki hugsuð sem slík. „Sá sem spilar kannski á tenórsaxófón eða trompet og er ekki nógu þjálfaður til að flytja milli tón- tegunda í huganum getur gripið bókina, opnað á sinni tóntegund og spilað með,“ útskýrir Leifur. Leifur og eiginkona hans, söng- konan Ingrid Örk Kjartansdóttir, unnu saman á plötunni Húsið sefur og spurður að því hvort þau vinni al- mennt mikið saman segir Leifur að þau hafi gert nokkuð af því að flytja saman djassstandarda og þá einkum swing-tónlist. „Við eigum þetta verkefni svolítið saman, hún hefur verið viðloðandi það frá upphafi,“ segir Leifur um Húsið sefur. Samstarf Hjónin Ingrid Örk Kjartansdóttir og Leifur Gunnarsson. Húsið sefur á plötu og bók  Leifur og hljómsveit á Múlanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.