Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 322. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Við fundum stúlku á lífi! 2. Konan á syllunni lifði af 3. Átu kynfæri nauðgarans 4. „Við lifðum góðu lífi“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Josephine Foster og Gyða Valtýs- dóttir halda tónleika í menningarhús- inu Mengi við Óðinsgötu í kvöld kl. 21. Eru það aðrir tónleikarnir sem þær halda í Mengi. Í tónlist þeirra renna saman margir tímar og margir heim- ar enda hafa þær báðar komið víða við í tónlistarsköpun sinni og til- raunum, að því er segir í tilkynningu frá Mengi. Tónlist Foster verður í lyk- ilhlutverki á tónleikunum. Foster er frá Colorado og drakk þar í sig gömul bandarísk þjóðlög, gældi um tíma við að verða óperusöngkona en hóf sóló- feril árið 2000 og hefur gefið út 13 plötur. Gyða hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm og nam síð- ar klassískan sellóleik í Pétursborg og Basel. Foster og Gyða halda tónleika í Mengi  Fimmta tölublað STARA, tímarits Sambands íslenskra myndlist- armanna (SÍM), er komið út og er það tileinkað herferðinni „Við borgum myndlistarmönnum“ og prentað í 500 eintökum sem verður dreift frítt. Setning herferðarinnar fer fram í Norræna húsinu á föstudaginn kl. 16 og er tilgangur hennar að efla starfs- vettvang myndlistar og bæta kjör og stöðu myndlistarmanna. Þungamiðja herferðarinnar er að kynna samning um þátttöku og framlag listamanna til sýningarhalds og hefur SÍM sett af stað undirskriftasöfnun til að minna á mik- ilvægi stóru opinberu sjóðanna fyrir störf myndlistarmanna og listfræðinga. Jóna Hlíf Halldórs- dóttir er for- maður SÍM. Tileinkað herferð myndlistarmanna Á fimmtudag Norðan 5-13 m/s. Él norðantil og einnig syðst á landinu, annars bjart veður. Frost 3 til 10 stig, en harðnandi frost seinni partinn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 8-13 m/s. Léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi, en él fyrir norðan og samfelldari snjó- koma um tíma síðdegis. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Slóvakíu í vináttuleik í Zilina í gærkvöldi. Eftir draumabyrjun fékk liðið á sig þrjú mörk í síðari hálf- leik og minnti það um margt á tapleikinn gegn Pólverjum á föstudag þar sem góð byrjun dugði skammt. Ísland hefur ekki unnið síðustu fimm leiki sína og tapað síðustu þrem- ur þeirra. »1,2,3 Síðari hálfleikur Íslandi að falli „Hann kann leikinn svo vel, er mjög þrosk- aður og agaður leik- maður. Haukur hefur alla burði til að ná langt. Hann er mjög samviskusamur að æfa og leggur sig allan í verk- efnið. Mér sýn- ist á öllu að honum líði mjög vel með þá ákvörðun að hafa komið til okkar,“ sagði Teitur Ör- lygsson, annar þjálfari körfu- knattleiksliðs Njarðvíkur, um Hauk Helga Pálsson, leik- mann 6. umferð- ar í Dominos- deild karla. »3 Selfoss hafði betur á lokasprettinum gegn HK í spennuleik í Olís-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. HK-ingar náðu meðal annars fínu for- skoti í fyrri hálfleik. Valskonur komu sér á topp deildarinnar, að minnsta kosti fram að stórslag Gróttu og Fram í kvöld, og ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í vetur og komu sér af botni deildarinnar. »4 Selfyssingar fögnuðu eftir torsóttan sigur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt, alveg eins og í draumi, þessi síðasti sólarhringur. Við sem vorum með at- riðið höfum fengið svo mikinn stuðn- ing úr öllum áttum. Ég hef aldrei ver- ið svona stolt áður,“ segir Una Torfadóttir, nemandi í Hagaskóla og höfundur ljóðs sem var hluti af atriði sem skilaði skólanum sigri í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík. Ljóð Unu hefur vakið mikla athygli fyrir femínískan boðskap en atriðið hófst á því að María Einarsdóttir steig upp á kassa og hóf upp raust sína: „Ég var tíu ára þegar ég var fyrst kölluð hóra.“ Auk Unu og Maríu las Erna Sóley Ásgrímsdóttir einnig. „Alveg frá byrjun var ákveðið að við vildum ekki að neinn í áhorfenda- salnum myndi klappa létt saman lóf- um og segja: Þetta var mjög fínt at- riði hjá Hagaskóla. Það var það síðasta sem við vildum. Við vildum að þetta yrði óþægilegt, að fólk yrði slegið og að þetta hefði áhrif. Þess vegna ákváðum við að byrja á línunni: Ég var 10 ára þegar ég var fyrst köll- uð hóra. Það sem er merkilegt við þá línu er að fyrir okkur unglingana er þetta ekkert svo sláandi af því að þetta er eitthvað sem við allar þekkjum sem vorum í atriðinu. Það getur verið erf- itt að trúa því en þá hefur þetta verið sagt við allar stelpurnar í atriðinu. Við ákváðum að grípa athyglina strax og við báðum ekki fólk að hlusta, við kröfðumst þess,“ segir Una. Hlustar ekki á neikvæðni Hún segir að það sé femínískur kraftur í Hagaskóla þó að einstaka rödd sé upp á móti. Jákvæðnin sé þó mun fyrirferðarmeiri og hún beri af. Þannig hafi það einnig verið í gær. Mun fleiri voru jákvæðir gagnvart at- riðinu en á móti. „Það er eitthvað um það, örfá tilvik en bara brotabrot af jákvæðni, þeim baráttuanda og krafti sem við finnum fyrir. Þannig að það neikvæða bliknar í samanburði.“ Alls komu 23 að atriði Hagaskóla, 16 stelpur voru á sviðinu, dansarar og lesarar, auk fjögurra stelpna og þriggja drengja sem voru bakvið tjöldin að hjálpa og aðstoða. Það tók þau um tvo mánuði að fullkomna at- riðið með stífum æfingum. „Markmiðið með atriðinu var að hafa áhrif á áhorfendur en það sem við erum búin að gera er að búa til 23 grjótharða femínista sem ég get treyst fyrir að taka slaginn úti í sam- félaginu. Ég veit að þetta eru krakk- ar sem láta í sér heyra og hafa áhrif. Það er það sem mér finnst mikilvæg- ast í þessu atriði.“ „Báðum ekki, við kröfðumst“  Femínískur kraftur í sigur- atriði Skrekks Morgunblaðið/Golli Sigurvegarar Vinkonuhópur úr Hagaskóla þótti bera af á lokakvöldi Skrekks. Una stendur í forgrunni myndar- innar með míkrófóninn við hönd þar sem skilaboð hennar skiluðu sér og gott betur. Silfursætið Árbæjarskóli lenti í öðru sæti. Atriðið bar titilinn „Fjölbreyti- leikinn litar lífið“ og fjallaði um heim þar sem allir áttu að vera eins. Haukur Helgi hefur alla burði til að ná langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.