Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Tónlist Steingríms Þórhallssonar við írönsku stuttmyndina Lima var valin sú besta á nýafstaðinni AsiFF- kvikmyndahátíð í New York. Mynd- in, sem leikstýrt var af Afshin Ros- hanbakht og Va- hid Jafari, var jafnframt verð- launuð sem besta stuttmyndin. „Þetta kom ánægjulega á óvart. Ekki síst þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við kvikmynd, en mig hefur dreymt um það síðan ég var 16 ára,“ segir Stein- grímur. Spurður hvernig samstarfið sé til komið segist hann um allnokkurt skeið hafa samið tónlist og vistað á vefnum SoundCloud. „Leikstjór- arnir skrifuðu mér í gegnum So- undCloud og spurðu hvort ég væri til í að semja við stuttmyndina þeirra,“ segir Steingrímur sem tók boðinu og fékk eintak af myndinni í hendur í ágúst sl. og hafði þá aðeins örfáa daga til að skila af sér. „Ég sendi þeim strax nokkrar hug- myndir sem þeim leist vel á,“ segir Steingrímur sem vann alla tónlist- ina í tölvu en notaðist að mestu við píanó og strengi. „Myndin er rúmar 14 mínútur, en tónlistin hljómar í um helmingi myndarinnar,“ segir Steingrímur og tekur fram að hann hafi strax heillast af myndinni. „Þetta er einstaklega hugljúf mynd sem unnin er með „stop mot- ion“-hreyfitækni og hefur verið þrjú ár í vinnslu. Hún fjallar um Lima sem reynir að rifja upp minn- ingar af föður sínum með því að endurtaka ljúfar stundir þeirra þar til hann verður sjálfur gamall mað- ur,“ segir Steingrímur og tekur fram að einstaklega ánægjulegt hafi verið að fá tækifæri til að vinna með írönskum listamönnum. „Ekki síst nú á tímum þegar hópur manna lítur á allt sem kemur frá Íran sem illt, því það er ekki svo í reynd.“ Spurður hvort búast megi við því að myndin verði sýnd hérlendis segist Steingrímur ekki vita það. „Hún verður sennilega aðgengileg á Vimeo og Youtube í framtíðinni, en meðan hún er enn að keppa á há- tíðum má hún ekki vera í sýningu á slíkum vefjum,“ segir Steingrímur, en myndin keppir m.a. síðar í þess- um mánuði á stuttmyndahátíð í Västerås í Svíþjóð og næsta vor á stuttmyndahátíð í Santiago í Síle. Stiklu má sjá á facebooksíðu mynd- arinnar. Verðlaun fyrir tón- list við íranska mynd Steingrímur Þórhallsson Skálmöld greinir frá því á face- booksíðu sinni að hljómborðs- leikari hljómsveit- arinnar, Gunnar Ben, komist ekki með henni í væntanlega tón- leikaferð og að Helga Ragnars- dóttir, systir Baldurs og Snæbjarn- ar Skálmeldinga, muni leika á hljómborðið í hans stað næstu vik- ur. Helga hefur leikið með fjölda hljómsveita og er í Rökkurró. Ragnarsbörn saman í Skálmöld Helga Ragnarsdóttir Hönnunarverðlaun Íslands verða af- hent í annað sinn í næstu viku en þau skulu veitt hönnuði, arkitekt, hönn- unarteymi eða hönnunarstofu fyrir framúrskarandi ný verk. Það geta verið einstakur hlutur, verkefni eða safn verka. Hönnunarmiðstöð Ís- lands stendur að verðlaununum í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðn- aðarins og Samtök atvinnulífsins. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í fyrra en þau nema einni millj- ón króna. Að þessu sinni bárust dómnefnd rúmlega 100 tilnefningar til verðlaunanna og hefur hún nú valið fimm verk sem þykja fram- úrskarandi og keppa um verðlaunin. Í ár verður einnig veitt viðurkenn- ing fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015. Fyrirtækið sem hlýtur viður- kenninguna hefur allt frá stofnun lagt áherslu á og skilgreint hönnun sem meginþátt þróunarferlisins. Eftirfarandi fimm verkefni eru til- nefnd: „Allt til eilífðar“, landslags- verk við Garðakirkju á Álftanesi sem hannað er af Studio Granda arki- tektum og unnið í samstarfi við Kristin E. Hrafnsson myndlistar- mann. Þá er fatahönnun Anítu Hir- lekar tilnefnd en hún einkennist af sterkum litasamsetningum og handbróderuðum textíl. Eldheimar – gosminjasýning í Vestmanna- eyjum er verk Axels Hallkels Jó- hannessonar sýningarhönnuðar, Gagarín hannaði gagnvirka sýning- arhluta arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar Ólafsdóttur landslags- arkitekts. „Íslenski fáninn“ er verk grafíska hönnuðarins Harðar Lár- ussonar. Verkefnið spannar langan tíma. Þá byggist „Primitiva“ Katr- ínar Ólínu Pétursdóttur á þróun þrí- víðs formheims. Verkið er safn fjörutíu verndargripa úr bronsi. Framúrskarandi hönnunarverkefni  Tilnefningar til Hönnunar- verðlauna Íslands Íslenski fáninn Verk grafíska hönnuðarins Harðar Lárussonar „sýnir með ótvíræðum hætti mikilvægi metnaðarfullrar rannsóknarvinnu …“ Hugmyndaauðgi Eldheimar – gosminjasýning í Vestmannaeyjum „miðlar einstökum atburði í náttúrusögu Íslands með framúrskarandi hætti“. Primitiva Verk Katrínar Ólínu er safn fjörutíu gripa steyptra í brons. Flæði Fatahönnun Anítu Hirlekar einkennist af sterkum litasamsetningum. Allt til eilífðar Landslagsverkið við Garðakirkju „sækir til íslenskrar byggingararfleifðar og tengir fortíð, nútíð og framtíð saman …“ 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * ** SPECTRE 5,7,10:30 HANASLAGUR 4:50 JEM AND THE HOLOGRAMS 5 EVEREST 8 SICARIO 8,10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar SÝND Í 4K!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.