Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 27
skóla og síðan í hagfræðideild VÍ, lauk þaðan stúdentsprófi 1985, lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1990 eftir hálfs vetrar útúrdúr í læknis- fræði, lauk prófi í verðbréfamiðlun 1998 og stefnir nú á að ljúka MPA- prófi í stjórnmálafræði við HÍ. Sigrún Edda var fjármálastjóri hjá Þróunarfélagi Íslands eftir út- skrift úr viðskiptafræðinni 1990-97, framkvæmdastjóri Kvenréttinda- félags Íslands 1997-99, fjármála- stjóri hjá Háskólanum í Reykjavík 1999-2002 en fór þá að vinna hjá Egilsson/A4, með eiginmanninum, en það er fyrirtæki, sem hann byggði upp, ásamt föður sínum, á gömlum grunni. Hún ákvað svo að breyta til árið 2012 og starfar nú á fjármálasviði hjá Tryggingastofnun ríkisins. Sigrún Edda hefur búið í „draumasveitarfélaginu“, á Seltjarn- arnesi frá 1986. Hún var varamaður í bæjarstjórn þar frá 1998, aðal- fulltrúi frá 2006 og er nú formaður bæjarráðs, formaður skólanefndar frá 2006 og situr í stjórn Strætó bs. fyrir Seltjarnarnes: „Það er gefandi að vera í pólitík á Nesinu, geta haft áhrif á gang mála og séð árangur af starfinu þó að auðvitað hvessi stund- um á þessum vettvangi.“ Sigrún Edda ólst upp í Víkingi, prófaði flestar greinar íþrótta en var þó lengst af í handbolta og fótbolta: „Ég æfði líka frjálsar með ÍR á ung- lingsárunum, hef alltaf haft gaman af íþróttum og mikla hreyfiþörf. En nú er maður genginn Gróttu á hönd þar sem börnin eru öll í Gróttu. Nú fæ ég útrás á skíðum með fjölskyld- unni en við Egill höfum verið á fjallaskíðum síðustu árin sem er skemmtileg tilbreyting eftir að hafa stundað svigskíði frá æsku. Ég fór mikið með foreldrunum á skíði, stunda golf á sumrin og hef verið að- eins að keppa þar, var liðsstjóri í sveitakeppni A-sveita og náði þeim merka áfanga að fá að keppa í sveitakeppni öldunga með Nes- klúbbnum í sumar.“ Sigrún Edda er formaður golf- nefndar FKA sem heldur skemmti- legt golfmót á ári hverju fyrir félagskonur. Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Egill Þór Sigurðsson, f. 25.5. 1958, forstjóri Egilsson/A4. Foreldrar hans: Sigurður H. Egilsson, f. 5.2. 1921, d. 27.4. 2001, forstjóri og stór- kaupmaður í Reykjavík, og Sigríður Þ. Bjarnar, f. 25.4. 1927, d. 16.9. 2012, húsfreyja í Reykjavík. Börn Sigrúnar Eddu og Egils eru Sigurður Egilsson, f. 27.11. 1996, nemi í MR; Jón Lárus Egilsson, f. 20.3. 1999, nemi í VÍ, og Ragnheiður Helga Egilsdóttir, f. 26.2. 2002, nemi í Valhúsaskóla. Systur Sigrúnar Eddu: Jóhanna H. Jónsdóttir, f. 1.11. 1957, efna- verkfræðingur í Kaupmannahöfn, og Ágústa Ragna Jónsdóttir, f. 16.8. 1961, lögfræðingur í Reykjavík. Hálfbróðir Sigrúnar Eddu er Sig- urvin Lárus Jónsson, f. 20.3. 1978, prestur í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar Eddu: Ragn- heiður Ágústsdóttir, f. 31.3. 1932, d. 1.5. 2001, skrifstofustjóri í Reykja- vík, og Jón Lárus Sigurðsson, f. 20.4. 1931, fyrrv. yfirlæknir við Landspít- alann í Reykjavik. Seinni kona Jóns Lárusar er Sif Sigurvinsdóttir, f. 5.12. 1951, lækna- ritari í Reykjavík. Úr frændgarði Sigrúnar Eddu Jónsdóttur Sigrún Edda Jónsdóttir Magdalena M. Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Rvík Sigurður Jónsson kaupmaður í Rvík Hulda H. Þorvaldsdóttir húsfreyja í Rvík Jón Lárus Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á Landspítalanum í Rvík Þorvaldur Eyjólfsson skipstjóri í Rvík Jakobína G. Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík Kristín Þ. Ágústsdóttir húsfr. og verslunarm. í Rvík Bergþór E. Þorvaldsson, stórkaupmaður í Rvík Bjarni Eyjólfsson sálmaskáld og ritstjóri Þóra Sigurðardóttir rekstrarstj. Kúnigúnd Lárus G. Lúðvígsson athafnam. í Rvík Karólína Lárusdóttir myndlistarkona Kristín I. Hallgrímsdóttir hjúkrunarkona í Rvík Jón „skóarabróðir“ Jónsson verkam. á Sauðárkróki Ágúst Jónsson bakaram. í Rvík Jóhanna A. Eyjólfsdóttir konfektgerðarkona í Rvík Ragnheiður Ágústsdóttir skrifstofustjóri í Rvík Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja í Rvík Eyjólfur Bjarnason búsettur í Rvík Þorgrímur Eyjólfsson útgerðarm. í Keflavík Magdalena Sigurðar- dóttir húsfr. í Rvík Árni Þ. Þorgrímsson flug- umferðarstj. í Reykjanesbæ Sigurður Eggert Rósarsson tannlæknir Anna Þorgrímsdóttir leiðsögum. í Rvík Gunnar Rósarsson tannlæknir Gunnlaugur Rósars- son tannlæknir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Páll Ásgrímsson lögfræðingur Jón Lárusson skósmíðam. og kaupm. í Rvík, sonur Lárusar G. Lúðvígssonar skókaupmanns Lúðvíg G. Lárusson kaupmaður í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Skútuvogur 1c 104 Reykjavík | Sími: 550 8500 | www.vv.is sjáu mst! Frískleg og hugvitsamleg hönnun, þau eru afar létt og þæginleg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi. Útsölustaðir: Ísleifur Jónson, Reykjavík. Iðnaðarlausnir ehf, Kópavogi Straumrás, Akureyri. Vélsmiðjan Þristur, Ísafirði. • Ljósstyrkur: 100 lm • Drægni: 100 m • Þyngd: 105 g • Batterí: 3 x AAA 1.5V • Vatnsvarið: IPX6 • Stillanlegur fókus og halli • Þrjú hvít LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón Páll fæddist í Viðvík í Skagafirði18.11. 1886. Foreldrar hansvoru Zóphónías Halldórsson, prófastur í Viðvík, og k.h., Jóhanna Sophia Jónsdóttir húsfreyja. Zóphónías var sonur Halldórs Rögnvaldssonar, bónda á Brekku í Svarfaðardal, og Guðrúnar Björns- dóttur, systur Guðnýjar, langömmu Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra, föður Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra. Jóhanna Sophia var dóttir Jóns Péturssonar, háyfirdómara og al- þingismanns, og Jóhönnu Sofíu Bogadóttur húsfreyju. Jón var bróðir Péturs, biskups og alþingismanns, og Brynjólfs Fjölnismanns. Eiginkona Páls var Guðrún Þur- íður Hannesdóttir frá Deildartungu en börn þeirra: Unnur húsfreyja; Zophónías, verkfræðingur og skipu- lagsstjóri ríkisins; Páll A. Pálsson yfirdýralæknir; Hannes, aðstoðar- bankastjóri Búnaðarbankans; Hjalti, framkvæmdastjóri verslunarsviðs SÍS og Vigdís húsfreyja. Páll lauk búfræðiprófi frá Hólum 1905, stundaði framhaldsnám hjá Ræktunarfélagi Norðurlands 1905- 1909, við lýðháskóla, Ladelund- búnaðarskóla og lauk prófum frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn 1909. Hann var kennari á Hvanneyri 1909–20, var bóndi á Kletti í Reykholtsdal 1914-20, skóla- stjóri á Hólum 1920-28, ráðunautur Búnaðarfélags Íslands í nautgripa- rækt 1928-51, í sauðfjárrækt 1928-36 og búnaðarmálastjóri 1950-56. Hann var alþingismaður Norður-Múlasýslu fyrir Framsóknarflokkinn 1934-59. Páll var formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar 1912-14, fulltrúi á Búnaðarþingi 1920-27. odd- viti Hólahrepps um skeið, sat í ríkis- skattanefnd 1931-62, í yfirfast- eignamatsnefnd, var formaður kjötverðlagsnefndar 1934-42, mjólkurverðlagsnefndar 1934-48 og sat í úthlutunarnefnd jeppa 1946-58. Páll var ritstjóri Freys 1916-22 og Búnaðarritsins 1950-56. Hann samdi rit og fjölda greina um búfjárrækt, erfðafræði, hagfræði og félagsmál. Páll lést 1.12. 1964. Merkir Íslendingar Páll Zóphóníasson 90 ára Hjalti Karlsson Sigríður Helgadóttir Vilmundur Þorsteinsson Þórdís Björnsdóttir 85 ára Friðrik Kristjánsson Friðþjófur Björnsson Guðrún Karólína Jóhannsdóttir Hreiðar Björnsson 80 ára Ingibjörg J. Hermannsdóttir Ólafur Einarsson Sigrún Ragnarsdóttir Svava Kjartansdóttir 75 ára Erna Bergmann Gústafsdóttir Guðmundur Karlsson Guðmundur Sverrir Jósefsson Helga Ármannsdóttir Hrafn Óskarsson Jens Kristleifsson Ólafur Ingi Axelsson Sigrún Gísladóttir Sigurður Guðjónsson Örn Óskarsson 70 ára Georg Viðar Björnsson Kristrún Helgadóttir Margrét Benediktsdóttir Ruth Kjartansdóttir Sigrún Sveinbjarnardóttir Þorvaldur Ágústsson 60 ára Bjarki Hrafn Ólafsson Guðjón Helgi Þorvaldsson Gunnlaugur Ingvarsson Kristinn Björgvin Guðmundsson Louisa Aradóttir Oddný Ólafsdóttir Ólafur Ásgeir Rósason Sigurður Eyþór Benediktsson Soffía Guðrún Ragnarsdóttir Steinunn Jensdóttir Sveinn Pálmi Guðmundsson Þorgerður Jóhannsdóttir 50 ára Arnór Ingólfsson Gunnar Þór Gíslason Inga Margrét Teitsdóttir Pollý Rósa Brynjólfsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir Snæborg Þorsteinsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir Sævar Kristjánsson Torfhildur Sverrisdóttir 40 ára Baldur Ingi Karlsson Beata Fabian Dagný Heiðarsdóttir Dorota Aniela Cielatkowska Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir Ingibjörg Soffía Osmo Kári Steingrímsson Kolbeinn Guðmundsson Maron Bergmann Jónasson Valdís Kvaran 30 ára Ewelina Magdalena Falkiewicz Guðrún K. Sigurðardóttir Melissa Welbes Sigurður Vilmundur Jónsson Soffía Jónsdóttir Sóley Sigurborg Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ólöf ólst upp á Þórshöfn á Langanesi, býr í Reykjavík, lauk prófi í lyfjatækni og starfar í Garðs Apóteki. Unnusti: Theódór Heim- is, f. 1985, starfsmaður hjá Örmum ehf. Dóttir: Ragnheiður Bjarnadóttir, f. 2010. Foreldrar: Ragnheiður Valtýsdóttir, f. 1959, bankamaður, og Sæ- mundur Helgi Einarsson, f. 1951, sjómaður. Ólöf Guðmunda Sæmundsdóttir 40 ára Sigurður lauk stýrimannaprófi og er stýrimaður á Mánabergi. Maki: Eva B. Guðmunds- dóttir, f. 1970, hjúkrunar- forstjóri. Börn: Alexandra (stjúp- dóttir) f. 1990; Björgvin Theodór (stjúpsonur) f. 1994; Vigdís Anna, f. 1998; Vignir, f. 1999, og Hannes Ingi, f. 2006. Foreldrar: Gunnar G. Steinsson og Esther Guð- brandsdóttir. Sigurður Páll Gunnarsson 40 ára Sigurður ólst upp í Grimsby og í Reykjavík, býr í Grindavík og er með umboð fyrir beitningavél- arnar Mustad. Maki: Anna Dröfn Clau- sen, f. 1973, nemi. Synir: Birkir Snær, f. 2000; Friðrik Þór, f. 2003; Kristmar Óli, f. 2010, og Gissur Ari, f. 2012. Foreldrar: Þórleifur Ólafsson, f. 1947, og Kristrún Sigurðardóttir, f. 1948. Sigurður Óli Þórleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.