Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015 Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg. Magnús Trygvason Eliassen tónlistarmaður er þrjátíu ára ídag. Hann er eftirsóttur trommuleikari og hefur spilað meðfjöldanum öllum af hljómsveitum og á síðustu Airwaves- hátíð lék hann með Árstíðum, Sin Fang og Kippa Kanínus. Hvað er á döfinni hjá þér, spilarðu á einhverjum af öllum þessum jólatónleikum? „Ég hef verið með Borgardætrum undanfarin fimm eða sex ár á Rosenberg og mér finnst ekki að það séu jól nema ég taki þátt í því þótt ég sé ekki mikið fyrir jólakonserta almennt. Það sem er í pípunum hjá mér er að leika á djasshátíð í Sviss sem hefst um næstu helgi en þá mun ég leika með Skúla Sverris og Ólöfu Arnalds og ADHD. Ég spila það sem mér finnst skemmtilegt, það er reglan. Ég er ekk- ert sleipur í klassíkri tónlist þótt það væri gaman að geta spilað hana því ég hef gaman af henni. Ég þarf að fara að biðja einhvern að kenna mér á þau hljóðfæri og það er kannski gott heit, nú þegar maður er kominn á fertugsaldurinn, að drífa sig í það. Fyrir utan tónlistina er ég því miður forfallinn íþróttaáhugamaður og reyni að fylgjast með fótboltanum sérstaklega. Það hafa farið ansi margir klukkutímar í þá vitleysu. Faðir minn ól mig upp sem Liver- pool-aðdáanda og það er flókin stemning að halda með þeim.“ Eiginkona Magnúsar er Sólrún Sumarliðadóttir tónlistarkona og einn af stofnmeðlimum Amiinu. Börn þeirra eru Bragi Sumarliði fjög- urra ára og Birta Sigrún sem er að verða átta mánaða. „Ætli ég hangi ekki bara heima með krökkunum á afmælisdaginn og svo þarf ég að æfa einhverja músík líka.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjónakornin Magnús Trygvason Eliassen og Sólrún Sumarliðadóttir á barnatónleikum sem Amiina hélt í Mengi nú í september. Því miður forfallinn íþróttaáhugamaður Magnús Trygvason Eliassen er þrítugur S igrún Edda fæddist í Ár- ósum í Danmörku 18.11. 1965 og átti þar heima fyrstu æviárin: „Pabbi var þar í framhaldsnámi í læknisfræði. Síðan bjuggum við í Fossvoginum sem var þá að byggj- ast upp. Það var mikið ævintýra- svæði, fjöldi barna í hverju húsi og háð götustríð á milli „landa“ og sömuleiðis keppt í fótbolta á milli gatna. Maður var alltaf úti að leika og hafði nóg fyrir stafni. Ég gekk í Fossvogsskóla sem var tilraunaskóli þess tíma svo við upp- lifðum ýmsar tilraunir í skólafræð- um á þessum árum, með opnum rýmum og miklu vali. Mér verður oft hugsað til þessa tíma verandi for- maður skólanefndar á Seltjarnar- nesi. En á þessum árum þótti það ekkert tiltökumál þó að kennarinn tæki á óþekkum nemendum og tuskaði þá örlítið til. Ég á enn mína bestu vini frá þess- um árum úr Fossvoginum, enda vor- um við stór klíka, strákar og stelpur, og alltaf líf og fjör í kringum okkur. Við héldum saman upp á fimmtugs- afmælið 31. október, sl., fimm úr hópnum – fimm fimmtugar.“ Sigrún Edda var í Réttarholts- Sigrún Edda Jónsdóttir viðskiptafræðingur – 50 ára Glaðlynd fjölskylda Sigurður, Sigrún Edda, Ragnheiður Helga, Egill Þór og Jón Lárus fyrir þremur og hálfu ári. Formaður bæjarráðs á Nesinu á fjallaskíðum Sigrún í rauða kjólnum Kampakátar golfkyrjur mættar á frumsýningu. Belgsholt Sóley Margrét Magnús- dóttir fæddist 29. október 2014 kl. 15.19. Hún vó 3.402 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Ósk Gunnarsdóttir og Magnús Már Haraldsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.