Morgunblaðið - 18.11.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2015
✝ Guðjón MárJónsson fæddist
á Stokkseyri 28.
ágúst 1941. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 20. október
2015.
Foreldrar hans
voru Jón Guð-
jónsson bóndi, f.
17. október 1910, d.
20. nóvember 1984,
og Ásta Linddal Stefánsdóttir
húsmóðir, f. 26. apríl 1916, d.
19. febrúar 2005. Systkini Guð-
jóns eru Ásta Erla Antonsdóttir,
f. 24. júlí 1937, Hörður Ant-
onsson, f. 20. maí 1939, og Stef-
án Muggur Jónsson, f. 30. ágúst
1946.
Árið 1975 hóf Guðjón búskap
með eftirlifandi eiginkonu,
Sigurborgu Kristínu Ásgeirs-
dóttur, f. 8. júlí 1960. Börn
þeirra eru: 1) Jón Ásgeir, f. 27.
september 1975, og
á hann 3 börn. 2)
Smári, f. 20. febr-
úar 1978, og á hann
4 börn. 3) Krist-
jana, f. 28. sept-
ember 1985, og á
hún 3 börn. 4) Ásta
Ósk Linddal, f. 16.
ágúst 1989, og á
hún 2 börn. 5) Hild-
ur, f. 7. nóv. 1991.
Guðjón var bú-
settur á Selfossi. Áður bjó hann
á Stokkseyri þar sem hann vann
við fiskvinnslu, bæði á sjó og á
landi. Á Stokkseyri kynntist
Guðjón eftirlifandi eiginkonu
sinni Sigurborgu og hófu þau
þar búskap 17. júní 1975 en
gengu í hjónaband þann 30.
október 1984. Guðjón flutti
ásamt fjölskyldu sinni til Selfoss
árið 2001 þar sem hann eyddi
síðustu æviárunum. Útför Guð-
jóns hefur farið fram í kyrrþey.
Elsku pabbi minn hefur nú
kvatt í hinsta sinn. Margar eru
þær fallegu minningarnar sem
hann skildi eftir hjá mér. Pabbi
minn var handlaginn maður og
eyddi miklum tíma úti í skúrn-
um sínum meðan heilsan leyfði.
Þegar ég var barn var skúrinn
hans eins og verkstæði jóla-
sveinanna, allt var búið til í
skúrnum, mann þurfti bara að
dreyma um það og það varð til.
Hann var mikill fjölskyldumað-
ur og gaf sér allan þann tíma
sem hann gat til að sinna henni,
enda gæti ég skrifað heila bók
um allt það sem við höfum
dundað yfir ævina, allar fjöru-
ferðirnar, veiðiferðirnar. Hann
kenndi mér að skauta og kenndi
mér á skíði. Hann fór með mig í
ferðalög og gaf sér alltaf tíma
til þess að leika sér með mér
heima og ég gæti lengi talið
áfram. Þetta fengu börnin mín
flest að upplifa með honum líka,
hann var barngóður og hafði
mikið gaman af því þegar börn-
in skottuðust í kringum hann.
Pabbi var hress og skemmti-
legur maður, hann gat alltaf séð
spaugilegu hliðarnar á öllum
málum, gantaðist í manni og
gerði grín, hann gat alltaf kom-
ið manni til að brosa.
Þín verður sárt saknað.
Kristjana Guðjónsdóttir.
Guðjón Már
Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku besti afi minn, við
munum sakna þín svo sárt.
Afi okkar var góður mað-
ur sem var alltaf tilbúinn að
leika með okkur, hann
smíðaði fyrir okkur leik-
föng og sagði okkur
skemmtilegar sögur um
jólasveinastrákinn sem var
alltaf að stríða. Við elskum
hann alltaf og við munum
aldrei gleyma honum.
Nú vakir þú yfir okkur
og passar okkur frá himn-
inum.
Þorsteinn Kadder Lind-
dal og Friðbjörg Lilja.
Elsku afi minn,
besti afi í heiminum.
Ég sit hérna við eld-
húsborðið í Noregi
að reyna að skrifa minningar-
grein um þig. Finnst það svo fá-
ránlegt, svo erfitt. Þú kvaddir
okkur í fyrsta lagi of snemma og
svo fórstu svo snöggt. Ég væri
svo til í að taka bara upp tólið og
hringja í þig til að spjalla, heyra
þig blóta Noregi eins og þú varst
vanur að gera, þú vildir bara fá
stelpuna þína heim. Ég elska það
að þegar við spjölluðum saman þá
mátti ég tala frjálst, eins og „sjó-
maður“, enda vorum við ekki
ósvipuð í kjaftinum. Við töluðum
nú svolítið um þessi „andskotans“
veikindi þín og vonuðum að þeim
færi nú að linna. „Djöfulsins ves-
en er þetta á þér afi,“ sagði ég og
þú hlóst. Maður má víst þakka
fyrir það að þér líður ekki lengur
illa og þér hafi ekki þurft að líða
illa til langs tíma og það geri ég.
Hvar sem þú ert núna vona ég að
þér líði vel. Það eru ekki til orð
sem lýsa því hversu sárt þín
saknað, elsku afi minn, söknuður-
inn er óbærilegur.
Afi í Dvergó sem alltaf átti
rautt Ópal og hugsaði svo vel um
dætur sínar og barnabörn.
Baldur Jónasson
✝ Baldur Jón-asson fæddist
21. maí 1934.
Hann lést 16. októ-
ber 2015.
Útför Baldurs
fór fram 30. októ-
ber 2015.
Ferðalög fórstu með
okkur í, vísur kvaðst
þú fyrir okkur, sög-
ur sagðir okkur og
svo má ekki gleyma
því þegar þú spilaðir
á harmónikkuna
fyrir okkur, þína
nánustu, því þú
varst svo hógvær og
feiminn og vildir
ekki spila fyrir
framan margmenni.
Þú varst alltaf svo stoltur af mér,
sama hvað ég tók mér fyrir hend-
ur, og það er mér mjög dýrmætt.
Þú varst umvafin kvenfólki, allt-
af, bara stelpur í kaffi og það er
mér svo skýrt í minni að þegar
Vignir kom með mér í heimsókn
var eins og ég væri ekki til.
Loksins fékkstu karlmann í
heimsókn og þú varst svo spennt-
ur, gekkst með hann um íbúðina
að ræða karlamál og sýna honum
allt það sniðuga sem þú varst bú-
inn að gera og síðan töluðuð þið
um framkvæmdir sem þig lang-
aði í. Þú vildir alltaf vera snyrti-
legur til fara og hafa snyrtilegt í
kringum þig og er geymslan þín
gott dæmi um það, hreinni og
skipulagðari geymslu er ekki
hægt að finna. Jæja afi, ég gæti
skrifað endalaust, enda margar
minningar. Ég kveð þig með þeim
orðum að þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af okkur, þú ólst af þér
gott fólk og munum við hugsa vel
um ömmu og hvert annað.
Kærustu kveðjur.
Þín,
Karen.
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta
Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU SIGURBJARGAR
MARKÚSDÓTTUR
(Lillu).
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Karítas fyrir einstaka umönnun og stuðning.
.
Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson,
Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg frænka okkar,
JÓHANNA GUNNLAUGSDÓTTIR,
Dalbæ,
Dalvík,
sem lést á dvalarheimilinu Dalbæ
miðvikudaginn 11. nóvember síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 20. nóvember klukkan 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Þórir Stefánsson,
Alma Stefánsdóttir,
Gunnar Kristinsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR,
Hnitbjörgum,
áður Húnabraut 34, Blönduósi,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 11.
nóvember 2015.
Útförin fer fram í Blönduóskirkju laugardaginn 21. nóvember
klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands,
Blönduósi, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi eða Orgelsjóð
Blönduóskirkju.
.
Ragney Guðbjartsdóttir,
Þórhalla Guðbjartsdóttir, Vilhjálmur K. Stefánsson,
Jónína M. Guðbjartsdóttir, Sigurjón Þór Viginsson,
Kristinn Ólafsson, Mareva Nardelli,
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Ívar Veiðileysufjörð,
Margrét A. Vilhjálmsdóttir, Ágúst Þorvaldsson,
Guðbjartur S. Vilhjálmsson, Ágústa Rós Ingibjörnsd.,
Freyja Rán Sigurjónsdóttir,
Jónatan Þór Sigurjónsson,
Brynhildur Þ. Þórhallsdóttir.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRIÐNÝ G. FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hamarstíg 30,
lést á Lögmannshlíð 4. nóvember. Útför
hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 20. nóvember klukkan 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Þorbjörg Traustadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIRÍÐUR HANSÍNA
KRISTMUNDSDÓTTIR
frá Glaumbæ í Staðarsveit,
Þórólfsgötu 12 a,
Borgarnesi,
andaðist miðvikudaginn 11. nóvember í Brákarhlíð, Borgarnesi.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn
20. nóvember kl. 14.
.
Salóme María Einarsdóttir, Kristján Sigurðsson,
Helgi Sigurvin Einarsson, Halldóra Guðrún Ólafsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Jóhann Pálsson,
Ingveldur Einarsdóttir,
Jón Einarsson, Inga Jóna Guðlaugsdóttir,
Kristmundur Einarsson,
Guðmundur Einarsson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA BJÖRGVINSDÓTTIR,
Egilsbraut 19,
Þorlákshöfn,
áður Hásteinsveg 64,
Vestmannaeyjum,
lést 12. nóvember síðastliðinn á Landspítalanum við Hringbraut.
Minningarathöfn verður í Þorlákskirkju fimmtudaginn 19.
nóvember kl. 17. Jarðsett verður frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, 21. nóvember kl. 11.
.
Björghildur Sigurðardóttir, Stefán Jónasson,
Jóna Sigurðardóttir, Guðni Þór Ágústsson,
Kári Jakobsson,
María Sigurðardóttir, Jón Haukur Guðlaugsson,
Petrína Sigurðardóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ARNFINNSDÓTTIR,
Lerkigrund 1,
Akranesi,
lést aðfararnótt miðvikudagsins
11. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 20. nóvember klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.
.
Sigurjóna Kristófersdóttir, Ingimundur G. Andrésson,
Ragnar Már Amazeen, Guðrún Jóhannsdóttir,
Lilja Kristófersdóttir, Skúli B. Garðarsson,
Kristófer Kristófersson, Guðrún Sigurgeirsdóttir,
Eiríkur Kristófersson, Friðbjörg E. Sigvaldadóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HLÍF BÖÐVARSDÓTTIR
frá Laugarvatni,
er lést 12. nóvember síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju
föstudaginn 20. nóvember kl. 13.
.
Böðvar Guðmundsson,
Guðlaug Edda Guðmundsdóttir,
Inga Lára Guðmundsdóttir, Ingvi Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.