Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 11
„Allir þeir sem tóku þátt
í að gera þessa plötu
eiga smá í henni,“ segir
Ásþór.
Hjá Karolina fund
er áheitum safnað fyrir
tiltekið verkefni. Hver
sem er getur lagt verk-
efninu lið og ákveðið
sjálfur upphæðina. Tak-
ist að safna upp að fyr-
irfram ákveðinni upphæð
ganga öll áheitin í gegn
og renna til styrktar
verkefninu. Meistarar
dauðans hlutu góðar und-
irtektir og náðu mark-
miðum sínum í söfn-
uninni. Þeir birtu lag af plötunni og
tóku upp myndband um leið þeirra
að gerð plötunnar. „Við kynntum
hvernig platan myndi vera og hverju
við vorum búnir að redda, tilboði fyr-
ir plötuna þannig að við vissum hver
heildarkostnaðurinn væri,“ segir Ás-
þór en þetta hafi verið skemmtileg
áskorun fyrir þá alla.
Fyrstir á svið Rokkjötna
Meistarar dauðans munu koma
fram á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar
í Vodafone-höllinni 5. desember
næstkomandi. Þar stíga þeir fyrstir á
svið og lofa gríðarlegu fjöri. „Við
spilum sjö lög af plötunni en svo er-
um við með eitt óvænt lokalag,“ segir
Ásþór en það sé af þriðju plötu Me-
tallica. Magni Ásgeirsson söngvari
slæst í lið með þeim í lokalaginu
ásamt fleirum og því er víst að mikið
verður um dýrðir á sviðinu í höllinni.
„Þetta er rosalegt og alveg
fjandi gaman,“ segir Albert um
framkomu þeirra á hátíðinni. Þór-
arinn tekur heilshugar undir og seg-
ist hlakka mjög til. „Ég fór í fyrra á
Rokkjötna og horfði á tónleikana.
Þetta var rosalega flott.“
Strákarnir koma til með að hitta
mörg stór nöfn í þunga-
rokksheiminum baksviðs í
höllinni en á meðal þeirra
sem koma fram eru Sól-
stafir, Dimma, Vintage Ca-
ravan og Mastodon. „Það
verður því gott tækifæri til
að taka nokkrar myndir til
að eiga.“
Ómögulegt er að segja
hvað framtíðin ber í skauti
sér en næsta plata er þegar
í bígerð. Strákarnir stefna á
að spila áfram saman þó ár-
in færist yfir. „Við ætlum
að verða eins og Rolling
Stones, eldgamlir að spila á
tónleikum,“ segir Albert
léttur að lokum og strák-
arnir taka í sama streng.Kennimerki Hér getur að líta kennimer
ki Meistara dauðans.
Meistarar Fyrsta plata sveitarinnar kemur brátt í verslanir og fæst einnig
í vefversluninni paeling.is. Meira um hljómsveitina á Facebook-síðu þeirra.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015
Reyktur og
grafinn lax
á aðventunni
Láttu það eftir þér
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur,
Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík,
Sunnubúðin.
Ígær var svartur föstudagur enþað er enn ein amerísk hefðsem hefur birst á dagatölumlandsmanna. Bandaríkin eru
langt frá því að vera stórkostlegt
land. Það er frekar fáránlegt land og
í raun er það eina góða sem Banda-
ríkin hafa gefið heiminum tónlistin.
Það má reyndar beygja til hægri á
rauðu ljósi víðast hvar í Bandaríkj-
unum sem er frábært.
En hefðir þaðan eru skemmti-
legar. Hvað er að því að Halloween
eða Hrekkjavaka, sé komið hingað?
Börn í búningum og fullorðið fólk
getur fengið sér í tána í stór-
skemmtilegum partíum. Hrekkja-
vakan er miklu skemmtilegri en
öskudagur sem er hálf-asnalegur.
Valentínusardagurinn er dagur elsk-
enda. Þar snýst allt um ástina og
vera góður við makann. Hvernig get-
ur það verið slæmur dagur, jafnvel
þó hann sé ofan í bónda- og konudeg-
inum? Er einhvern tímann of mikil
ást?
Svartur föstudagur snýst um að
fá vörur á miklum afslætti.
Hvernig getur það verið eitt-
hvað af hinu slæma?
Ég keypti al-
veg fullt. Svo
er það þakk-
argjörðarkalkúnn
og matarboð. Ekki
get ég séð neitt að því
að hitta fjölskyldu eða
vini.
Ótrúlega margir eru á
móti ameríkuvæðingu
landsins og fussa bara og
sveia eins og Soffía frænka
þegar þeir heyra á þessa
daga minnst. En ég get
ekki séð hvað er slæmt
við þessa daga.
Landið er loksins að opnast af ein-
hverju viti og þó við séum alveg
hundgömul þjóð erum við loks ung í
anda, tilbúinn að taka á móti því sem
styttir veturinn.
„Allt var betra í gamla daga“ er til
dæmis eitt mesta kjaftæði sem til er.
Það var ekki þannig. Gömlu dagarnir
voru drasl, leyfi ég mér að fullyrða.
Það var ekki til bjór í ÁTVR og
karlmenn áttu að vinna og ekki sinna
heimilinu. Konan átti að vera heima
og karlmenn áttu að taka í nefið og
leggja sig eftir mat. Enginn talaði um
nein vandamál, tilfinningar eða neitt.
Það sem karlmaðurinn sagði var satt
og rétt, jafnvel þó það hafi að mestu
leyti verið rangt. Bíómyndir komu
seint, Íþróttafréttir helgarinnar voru
sagðar á þriðjudögum, börn voru
ekki í öryggisbeltum og svona mætti
lengi telja.
Það er stórkostlegt að lifa
núna. Ísland er á miklu betri
stað en fyrir
nokkrum árum.
Samfélagið er mót-
tækilegra fyrir öðruvísi
hlutum.
Konan mín er til dæmis
í miklu betra starfi en ég,
með mun hærri laun en ég og
mér finnst það bara fínt. Hún
hefur líka oftar rétt fyrir sér
en ég en ekki segja henni það,
þá gæti þessi svarti dagur
staðið undir nafni.
»„Allt var betra í gamladaga“ er til dæmis eitt
mesta kjaftæði sem til er.
Heimur Benedikts
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is