Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2015 Sameinuðu þjóð- irnar gerðu 29. nóv- ember að alþjóðlegum samstöðudegi með réttindabaráttu palest- ínsku þjóðarinnar og Félagið Ísland- Palestína var stofnað á þessum degi árið 1987. Dagurinn er ekki til kominn af tilviljun því að það var hinn 29. nóvember 1947 sem Allsherjarþing SÞ samþykkti að leggja til skipt- ingu Palestínu í tvo jafna hluta milli gyðinga og araba. Sú skipting varð aldrei að veruleika. Hryðjuverka- hópar gyðinga hröktu hundruð þús- unda íbúa landsins á flótta og stærsta flóttamannavandamál sög- unnar varð til, um helmingur þjóð- arinnar missti heimili sín. Þegar Ísraelsríki var stofnað hálfu ári síð- ar, réðust herir nágrannaríkja á Ísrael en höfðu ekki erindi sem erf- iði. Þvert á móti höfðu Ísraelsmenn bætt við sig fjórðungi landsins til viðbótar þeim helm- ingi sem SÞ höfðu ætl- að þeim þegar vopna- hlé komst á í júní 1949. Hernámið 1948 er það sem í dag heitir Ísrael og miðast við vopna- hléslínuna frá 1949. Afgangurinn eða 22% landsins var síðan tek- inn í Sex daga stríðinu 1967, það er Gaza og Vesturbakkinn að meðtalinni Aust- ur-Jerúsalem. Þar með var hernám allrar Palestínu fullkomnað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sam- þykkt óteljandi ályktanir um rétt palestínsks flóttafólks til að snúa heim aftur, um afnám hernáms og að Ísrael skili herteknu svæðunum frá 1967 og fjölmargar ályktanir sem fordæmt hafa framferði Ísraels gagnvart íbúum herteknu svæð- anna. Engu hefur þó verið fylgt eft- ir. Þar kemur til sögunnar neitun- arvald Bandaríkjanna, sem hafa ávallt varið gerðir Ísraelsríkis með atkvæði sínu og þannig gert þessu hernámsveldi kleift að halda áfram framferði sínu, þvert á alþjóðalög. Landtökubyggðirnar hafa verið stækkaðar með hervaldi og fjöldi gyðinga sem leyft hefur verið að setjast að í þessum ólöglegu land- ránsbyggðum er kominn í 600 þús- und. Slíkir mannflutningar inn á hernumið land eru skýlaust brot á Genfarsáttmálunum sem eru al- þjóðalög. Meðferð hernámsveldisins á íbú- um herteknu svæðanna einkennist af grimmd og mannréttindabrotum. Ferðafrelsi er mjög takmarkað og íbúarnir eiga stöðugt yfir höfði sér árásir landtökuliðs og hers. Með vissu millibili er efnt til stórárása á Gaza, síðast í fyrra þegar yfir 2.200 manns voru drepnir, þar af 551 barn. En auk þess er árásum haldið áfram jafnt og þétt á palestínsku íbúana. Ráðamenn í Ísrael segja í kaldhæðni að það þurfi að slá gras- flötina af og til. En það var engin kaldhæðni í orðum ísraelsku þing- konunnar úr einni landtökubyggð- inni, sem sagði að það þyrfti að drepa hverja einustu palestínsku móður, því að hún myndi geta af sér börn sem yrðu hryðjuverka- menn. Þessi unga kona er nú orðin dómsmálaráðherra Ísraels. Það hefur mikill árangur náðst fyrir Palestínu á sviði alþjóðamála. Mikill meirihluti Sameinuðu þjóð- anna, eða yfir 70% aðildarríkjanna, hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá 1967. Nýverið vannst sigur hjá Norðurlandaráði þegar stór meirihluti þar samþykkti áskorun til ríkisstjórna Norð- urlanda að fara að dæmi Íslands og Svíþjóðar og viðurkenna Palestínu. Engu að síður hefur staða palest- ínsku þjóðarinnar sjaldan verið verri og þá ekki síst íbúa herteknu svæðanna. Innilokun íbúanna á Gaza sem búa við skort á öllum sviðum og jafnframt við stöðugar árásir og ógn frá Ísrael. Ekki verð- ur séð að umheimurinn sé að gera mikið til að rjúfa þessa herkví um Gaza sem hefur verið alger frá árinu 2006. Umsátursástandið á Vesturbakkanum og í Austur- Jerúsalem er öðruvísi en ástandið hefur aldrei verið verra þar síðan í stríðinu 1967. Palestínumenn leggja samt áherslu á að þeir þurfi enga mannúðaraðstoð, það sem þeir þurfa er frelsi og þá bjarga þeir sér sjálfir. Tökum undir réttmætar kröfur palestínsku þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði, réttlátum friði og mannréttindum. Alþjóðleg samstaða með Palestínu Eftir Svein Rúnar Hauksson » Tökum undir rétt- mætar kröfur pal- estínsku þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði, réttlátum friði og mannréttindum. Sveinn Rúnar Hauksson Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Væri meiri friður í heiminum, ef Ísr- aelsríki hefði aldrei orðið til? Tvímælalaust, svar- ar sá sem þetta ritar. Stofnun þess 1948 mætti einna helst líkja við einskonar dulbúna íkveikju. Áð- ur en þeir gerðu sér fulla grein fyrir því eignuðust Ísraelar sérlega erfiða og heittrúaða ná- granna, sem ríghéldu svo fast við sín eigin trúarbrögð að engar málamiðlanir voru hugsanlegar eða mögulegar. Ekki þætti mér ólíklegt að sagnfræðingar framtíðarinnar myndu telja stofnun Ísraelsríkis eitt af herfilegustu mistökum í mannkynsögunni á vorri jörð. Í gamalli grein í Morgunblaðinu gat ég þess að það væri álitamál hvort trúarbrögð hefðu fært okkur meiri blessun eða böl. Nú eftir að aldurinn færist yfir mig er ég gjörsamlega sannfærður um að þau hafi fært okkur meira böl. Áður en við fæddumst vissum við ekki neitt og er ekki ósenni- legt að eitthvað svipað gerist eftir að við stígum niður af leiksviði lífsins og höfum endanlega gefið upp andann, þ.e.a.s. algjört vit- undarleysi eins og fyrir fæð- inguna. Ekkert himnaríki eða hel- víti. Slíkir staðir eru aðeins til í hugarheimi trúaðs fólks, sem er ýkjulaust meirihluti mannkynsins hér á þessari ófullkomnu plánetu okkar. Þótt ég hafi ekki minnstu hug- mynd hversu margir trúarsöfnuðir eru til í öllum heiminum, þá er eitt víst að sérhver söfnuður telur sig boða hina einu réttu og sönnu trú!! Og hvert leiðir slíkt við- horf oss nema til árekstra, átaka, hryðjuverka og trúarbragðastyrjalda eins og mannkyns- sagan hefur margoft sýnt okkur og það er alveg víðs- fjarri að ástandið fari batnandi á vorum tímum nema síður sé. Lít- um bara á allar þær hörmungar sem dynja yfir Sýrland og önnur Mið-Austurlönd á hverjum degi að heita má og reyndar víðar í veröldinni. Fyrir allmörgum árum lét sá sem þetta ritar í ljós nokkuð djarfa skoðun varðandi guð og sköpunarverk hans. Í stuttu máli taldi ég að mennirnir hefðu skap- að Guð, en ekki öfugt og auk þess hefðu þeir samið sjálfir biblíuna, það snilldarverk í þokkabót. Með sívaxandi loftárásum vest- urveldanna og Rússa á Ríki ísl- ams eru ekki allar líkur á því að þriðja heimsstyrjöldin sé nú í uppsiglingu? Þröngsýni heittrú- aðra múslima, ríkjandi og æva- fornt feðraveldi þeirra ásamt al- gjörri kúgun kvenna er okkur Vesturlandabúum þyrnir í augum svo ekki sé minnst á dagleg hryðjuverk þeirra. Enginn hefur þó alveg hreinan skjöld í þessum skelfilegu átök- um, hvorki við Vesturlandabúar né íslamistar í Mið-Austurlöndum og það er alveg á hreinu að stofn- un Ísraelsríkis hefur átt sinn þátt í því að magna hatrið og heiftina í þessum ógnvænlegu og örlagaríku átökum sem við höfum fyrir sjón- um okkar að heita má á hverjum degi. Hvernig á nokkur hugsandi maður að fá nokkurn botn í þetta stríðsástand þegar til að mynda Frökkum dettur í hug að smíða herskip handa andstæðingum sín- um, Rússum. Vopnasmiðir láta aldrei að sér hæða og það er ekki ofmælt að það sé jafnan gleði í þeirra höll þegar styrjaldir geisa um allan heim. Þær eru nefnilega þeirra ær og kýr. Og nú að lokum langar mig til, lesendur góðir að enda þessi skrif mín á ekki of neikvæðum nótum með því að vitna í sérlega góða grein eftir Þór Rögnvaldsson heimspeking í Morgunblaðinu 30. október sem ber heitið: Tveir blóðheitir og friðurinn og er í raun opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þar segir hann í niðurlagi greinarinnar, það sem fer hér á eftir. „Úkraína og Sýr- land eru sín hver hliðin á sama málinu. Til þess að leysa þær ídeólógísku flækjur sem þetta mál felur í sér verður mannkynið að hefja sig á æðra siðferðisplan, þar sem við yfirvinnum firringuna sem felst í afstöðunni“ við hið góða: „þeir“ hið illa og tileinkum frekar þá afstöðu sem kveður á um mennsku allra manna. Ef það kraftaverk gerist að okkur muni takast að leysa þessar flækjur táknar það einfaldlega að sögunni hefur lokið á jákvæðan hátt – í friði. Bestu kveðjur og í von um að kraftaverkið gerist. Auðsætt er að Þór ljær orðinu kraftaverk hálfbiblíusögulegan blæ að mínu viti. Væri meiri friður í heiminum ef Ísraelsríki hefði aldrei orðið til? Eftir Halldór Þorsteinsson » Það er alveg á hreinu að stofnun Ísraels- ríkis hefur átt sinn þátt í því að magna hatrið og heiftina í þessum ógn- vænlegu og örlagaríku átökum. Halldór Þorsteinsson Höfundur er fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Í einkasölu glæsilegt einbýli með innbyggðum bílskúr samtals 220 fm. Byggt 2009. Frábær staðsetning og útsýni m.a. yfir Ölfusána. Glæsilegur garður og hellulagt bílaplan. Sólstofa, útsýnisstofa og fleira. Fullbúin eign í sérflokki. Verð 49,8 millj. Allar nánari upplýsingar gefur Helgi Jón sölustjóri, s. 893 2233. Magnús Emilsson lögg. fasteignasali Ártún 2a – Selfoss Einstök staðsetning og útsýni Sólvallagata 14, 107 Reykjavík ÞRJÁR ÍBÚÐIR Höfum fengið til sölu þrjár íbúðir í þessu fallega virðulega húsi við Sólvallagötu í vesturbænum. Um er að ræða eftirfarandi íbúðir: 3ja herbergja 117,2 fm íbúð í kjallara hússins. 4ra herbergja 138,4 fm íbúð á 1. hæð hússins. 2ja herbergja 72,0 fm íbúð í risi. Samtals 327,6 fm. Eignin þarnast verulegs viðhalds og endurnýjunar. Íbúðirnar seljast saman. Verð 93,0 millj. ÍBÚÐIRNAR VERÐA SÝNDAR MIÐVIKUDAGINN 2. DESEMBER MILLI KL. 17:00 OG 18:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.